Helgarpósturinn - 19.09.1980, Síða 20

Helgarpósturinn - 19.09.1980, Síða 20
20 FÖstudagur 19. september 1980. he/garpásturinn G/æst/r gestir Þaö var i ágúst 1978 að ég var staddur i HUsinu i Kaupmanna- höfn. Ég var að hlusta á Doug vin okkar Raney i Vognporten og með honum léku danskir stórdjass- istar, Bent Jædig á tenor, Ole KockHansen á pianó, Mads Vind- ing á bassa og Bjame Rostvold á trommur. 1 pásunni spurðu þeir mig hvort ég ætlaði ekki að koma uppá loft, þar sem Musikkaffið er til húsa, og hlusta á nýju grúpp- una hans Tómasar. Það gerði ég og þar sat Thomas Clausen við flygilinn og lék með hljómsveit sinni Mirror. Þar vom Jan zum Vohrde á saxa og flautu, Aage Tanggard á trommur einsog nú, stofna sem vaxið hafa í skugga fjallsins. Mirror hefur breytt um svip frá þvi ég heyrði þá I upphafi ferils þeirra sumarið 78. Tónlist Tóm- asar er keimlik, en Allan málar allt nýjum litum, davisiskur blærinn er svalur og hreinn og magnar tónagaldurinn. Það þarf ekki nema einn trompet til að breyta heilli hljómsveit þegar slikur snillingur sem Allan Botsc- hinsky blæs. Rýþmaleikurinn er lika björbreyttur. Ole Skipper er ágætur bassaleikari en enginn virtúós. Það er Bo Stiefs aftur- ámóti.Síðustu árin hef ur hann I æ rikari mæli snúið sér að raf- 1 mSBíSf' Jazz eftir Vernharð Linnet höndum hans, en ekki var ama- legra þegar hann lagði hann frá sér og blés i ílygilhomið, flauels- tónninn meðblástursslæðunni var slikur að einum djassgeggjara varð að orði: „Hann blæs eins og Webster”. Jan zum Vorde og Aage Tang- gaard eru traustir hljóðfæra- leikarar og það er Thomas Clausen lika, sérilagi þegar hann sest við flygilinn en það gerði hann of sjaldan þetta mánudags- kvöld.Stfll hans spannar áhrif frá Tyner til Jarretts, en hann er sjálfstæöur hljóðfæraleikari þótt persónuleg einkenni hans séu ekki sterk, enn sem komið er. 011 verkin sem hljómsveitin flutti voru eftir hljómsveitastjór- ann Tómas. Þau eru i þeim stfl er hæst ber i nútimadjassi, ljóðræn, svifandi og stundum rokkuð. Ein- staka sinnum var ljóðrænan i anda Niels-Hennings og Kenneth Knudsen, semsagt evrópski skól- inn einsog hann gerist bestur. Þvi miður var heldur f ámennt á þessum fyrstu tónleikum þeirra, en vonandi rætist úr þvi. Stemmningin var heldur þung, en þegar þeim tókst best ur) og kraftbirtingin lýsti salinn var ljómi i hugunum og þeir fáu sem hlustuðu á Bo og Tómas spinna hugleiðingar um Goodbye Pork- pie Hat eftir meistara Mingus héldu glaðir úti nóttina. Bob Magnusson Ekki hafa þeir Mirrorfélagar fyrr kvatt ísland en Bob Magnusson kemur hingað ásamt fjölskyldu sinni. Bob er einsog kunnugt er, einn af efnilegustu djassbassaleikurum Bandarikj- anna, góður kompónisti og útsetj- ari. Það er óneitanlega spennandi að fá slikan mann til að vinna með Islenskum djassleikurum, en Bob mun dvelja hér i viku. Með honum leika Viðar Alfreðsson á ýmis málmblásturshljóðfæri, Rúnar Georgsson á saxafóna og flautu, Guðmundur Ingólfsson á pianó og Guðmundur Steingrims- son á trommur. Tónlistin sem þeir leika mun skiptast I tvö horn, annarsvegar tónverk eftir Bob, sem hannhefur útsett fyrir þessa islensku hljómsveit sina og hins- vegar Islensk þjóðlög sem Gunnar Reynir Sveinsson hefur útsett fyrir hljómsveitina. Bob er mjög spenntur að glima við þjóð- lög forfeðra sinna i djassbúningi og eitt er vist, að þetta er eitt veigamesta verkefni sem is- lenskir djassleikarar hafa fengið að glima við og verður ekki siður spennandi að heýra hvernig þeim vegnar í þeirri glimu en að hlusta á bassasnillinginn Bob Magnus- son slá strengina. enbassaleikarinn var Ole Skipper Mosegárd og trompetleikari fyrirfannst enginn. Hljómsveit þessa sáum við i dönskum sjón- varpsþætti á sl. vetri ásamt hljömsveit gamals íslandsfara, Yusef Lateefs. Samnefnda plötu hafa þeir llka gefið út (CBS 84105). Mirror sem við hlýddum á hérlendis i vikunni á vegum Nord- Jazz og Jazzdeildar fih. var afturámóti dálitið öðruvisi hljóm- sveit en fyrsti Spegill Tómasar. Bo Stief hefur tekið sæti Mose- gárds og gamli jálkurinn Allan Botschinsky blæs i trompetinn. Hann var einn kappanna i hinum fræga Jazzkvintett 60, og er vafa- litið einn fremsti blásari Dana. Bo Stief er jafnaldri Niels- Hennings, einn hinna sterku magnsbassanum og er nú i hópi fremstu rafmagnsbassaleikara heims. Þetta var I annað skipti sem Bo kom fram með Mirror og renndi engan grun i slikt sem heyrði hann á Hótel Sögu sl. mánudagskvöld. Svo öruggt var samspil hans við félaga sina og kraftmikið. Þvi er ekki að neita að undirritaður saknaði gamla kontrabassans þegar Bo hóf að leika á ebenhardskan plötubassa. Djúpi glissandinn hans Bo, sem marraði þartil timinn stóð kyrr eitt augnablik, heyrðist aldrei. En hvað um það, hann lék einsog sá sem valdið hefur. „Allanspiller skidegodt,” sagði Niels-Henning einu sinni við undirritaðan og það eru orð að sönnu. Trompettinn leikur i Mirror leika á Hótel Sögu — þegar þeim tókst best upp og kraftbirt ingin lýsti salinn var ljómi i hugunum, segir Vernharður m.a. I umsögn sinni. Mynd: Ella. Nístandi ku/di Þjóðleikhúsið sýnir Snjó eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Leikmynd: Magnús Tómasson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikendur: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Pétur Einars- son, Rúrik Haraldsson, Erlingur Gislason og Brfet Héðinsdóttir. Kjartan Ragnarsson hefur vakið verulega athygli fyrir leikverk sin á siðustu árum. Samkenni þessara verka hans hafa verið léttleiki og húmor i betra lagi, ásamt með frumlegri harmleiki hans, án þess að það virkaði á nokkurn hátt trufl- andi. Fimm persónur koma fram i þessu verki. Einar er gamall hjartveikur héraðslæknir i af- skekktu sjávarplássi, hjarta- sérfræðingurinn Haraldur leys- ir þann gamla af, kona hans Lára hjúkrar Einari og styttir honum stundir. Auk þeirra taka þau Disa, húshjálp i læknis- bústaðnum, og Magnús bilstjóri læknisins, þátt i leiknum. Héraðið sem persónurnar hrærast I er einangrað á vetr- * * Leiklist iJBL eftir Sigurð Svavarsson flókinni atburðarás. Það var þvi meö blöndnum huga sem undir- ritaður sótti sýninguna á nýj- asta verki hans, Snjó, sem aug- ljóslega er af öðrum toga, al- varleg umfjöllun um eilifðar- málin þar sem áherslan hlaut aö hvlla meira á sjálfri orðræðunni en atburðarásinni. Maöur velti þvi fyrir sér hvort Kjartan væri að flýja gamansemina vegna þess að honum þættu slikar leik- bókmenntir á einhvern hátt ómerkilegri en aðrar alvarlegri. Sýningin gerði þessar vanga- veltur að engu. Kjartan sýndi það og sannaöi i þessu verki að hann er ekki einungis öðrum fundvisari á húmor og atburða- rás, heldur einnig fullfær um að skrifa prýðilegan alvarlegan texta. Hann er einfaldlega búinn aö vera svo lengi i partýinu með áhorfendum sinum að það var þroska hans nauösynlegt að sýna alvöru og einlægni, eins og hann hefur sjálfur sagt. Þegar fjallað er um jafn vinsælt og áleitið efni og dauöann og viöhorf fólks til hans og jafnframt hugleiða sigurvilja mannsins og framagirni, er erfitt að vera mjög frumlegur. Það er þó erfitt að sjá aö Kjartan sé undir einhverjum beinum áhrifum. Framsetning hans minnti mig einna helst á Ibsen og hina borgaralegu um. Snjórinn lokar öllum leiöum, skriðuhættan er stöðug og vá er sífellt fyrir dyrum. Snjórinn er fyrirferðarmesta táknið I verkinu. Návist hans minnir stöðugt á dauðann, enda likindin augljós. Einar kallinn flýði prófessors- embætti „fyrir sunnan” til að setjast að á þessum stað.Hann virðist hafa snúið baki við nútimanum aö miklu leyti, enda er umfjöllunin um eillfðarmálin aldrei slitin algerlega úr tengsl- um við nútimaþjóðfélagið og ógnarlegt mannlif þess. Hvenær snúast velferðarvopnin I höndum okkar og tortima lifinu? Þetta eráleitnasta spurning verksins. Fólkið er orðið svo niðangurs- lega grimmt og kalt, getur á engan hátt hent reiður á tilfinn- ingum sinum. Það sem er álitið ekta er falskt, lifslygin er stöðugt nærri. Það er þvi næsta eðlilegt að tengja ástina i öllum sinum myndum inn iumfjöllun- ina. Hversu mikils virði eru þær tilfinningar sem venjulega eru tengdar ástinni i veröld nútimamannsins? Tveir „ástar” þrihyrningar eru áberandi i leiknum. Fólkið kynnist nýjum hliöum ástarinn- arog fótunum erendalega kippt undan sambúð þeirra Haraldar ogLáruvBlekkingarnar verða að vikja. 1 þessu sambandi eru viöhorf kvennanna tveggja forvitnilegust. Lára sem i mörg ár hefur verið þrúguð af hag- nýtis- og öryggissjónarmiðum sins borgaralega hjónabands gleðst innilega er tilfinningarn- ar ryðja allri skynsemi úr vegi. Hún likir sjálfri sér við stórfljót sem „ryður sig, ekki af klaka, heldur mörgum hagnýtum vatnsaflsstöðvum”. Á meðan Lára upplifir þessa frelsun reynir einstæða móðirin Disa að þröngva sér i þá aðstöðu er Lára flýr. Þött þær hafist ólikt að stöllurnar eru þær þó næsta llk- ar þegar öll kurl eru komin til grafar. Meiri andstæður eru fólgnar I fari læknanna tveggja. Einar gamli er efasemdamaöur. Hann hefur kynnst göllum þjóðfélags- ins og reynir að flýja það, stöðugt þjakaður af nálægð dauðans. Haraldur hjartasér- fræðingur þekkir einnig þjóðfélagið en velur allt aðra leið en Einar. Hann er ákveðinn i að spjara sig og i þeirri baráttu eru öll meðul leyfileg. Sú mynd mannlifsins sem Kjartan dregur upp i þessu verki er harla dökk. Þó finnst mér eins og hann bjóði áhorfandanum upp á hugsan- legan valkost I persónu Magnúsar bilstjóra. Hann lifir i sátt við llfið og náttúruna. Hann er skynsamur og veit að snjór- inn felur I sér meiri ógn en svo að ieyfilegt sé að dást að honum. Tilfinningar hans viröast einnig heilar, a.m.k. eins og þær birtast við lát sonar hans. Magnús er e.t.v. ekki mjög nútlmalegur valkostur, en engu að síður rökréttur. Undir lok leiksins likir Haraldur sér við skjalaskáp þar sem allt er I óreiðu. Hver veit nema þarna felist von, kannski verður hægt að taka til i skápnum? Það má öllum vera ljóst að þetta verk gerir miklar kröfur til leikenda og leikstjóra. Ég fæ ekki betur séð en að Sveini Einarssyni takist að mæta þess- um kröfum að mestu. Leikendurnir lögðu sig alla fram og stóðu sig aldrei betur en á þeim stöðum er mest reyndu á skapgerðartúlkun. Þar sem textinn sjálfur er I rauninni uppistaða sýningarinnar fór ekki hjá þvi að hann á stundum viki allverulega frá þvi sem kallast getur eðlilegt talmál. Aldrei varð hann þó ankanna- legur i' munni leikendanna. Einar (Rúrik Haraldsson) og Haraidur (Erlingur Gislason) rök- ræða I Snjó eftir Kjartan Ragnarsson — sýning til sóma, segir Sigurður Svavarsson m.a. i umsögn sinni. Pétur Einarsson var mjög sannfærandi i hlutverki Magnúsar. Þeir Rúrik og Erlingur voru öryggið sjálft og leikur þeirra I hinum átaka- mikla4. þætti var eftirminnileg- ur. Þessi þáttur þótti mér þó veikastur frá hendi höfundar, þar brá fyrir klisjum sem verk- uðu innihaldslitlar. Þær Lilja Guðrún og Briet fóru einkar vel með hlutverk sin. Leikmynd Magnúsar og lýs- ing Páls færðu umhverfinu trúverðugan og látlausan blæ. I stuttu máli sagt þá var þessi sýning til sóma og er vonandi fyrirboði þess sem nýhafið leikár ber i skauti sér. SS leikfélag 2/22^. „REYKJAVjKUR WfkWft' Að sjá til þín maður! eftir Fanx Xaver Kroetz þýðing: Asthildur Egilson og Vigdis Finnbogadóttir. leikmynd: Jón Þórisson lýsing: Daniel Williamsson leikstjórn: Hallmar Sigurös- son. Frumsýn i kvöld uppselt 2. sýn. laugardag kl. 20.30 Grá kort gilda 3. sýn. sunnudag kl. 20.30 Rauð kort gilda. 4. sýn. miðvikudag kl. 20.30. Blá kort gilda. Miðasala i Iðnó kl. 14- 20.30. Simi 16620. Upplýsingasim- svari um sýningadaga allan sólarhringinn. Aðgangskort Sala aðgangskorta á leik- sýningar vetrarins fer fram á skrifstofu L.R. i Iðnó virka daga kl. 14-19. Simar 13191 og 13218. Síðasta söiuvika. ÞJÓDLEIKHÚSID anior 4. sýning föstudag kl. 20 5. sýning laugardag kl. 20 6. sýning sunnudag kl. 20 Litla sviðið I öruggri borg sýning þriðjudag, fimmtudag.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.