Helgarpósturinn - 19.09.1980, Qupperneq 28
—heígarpásturinn._
Föstudagur 19. september 1980.
# Annað hitamál i sjónvarpinu
um þessar mundir er ráðning nýs
hljóðmeistara i upptökustiidió. I
þá stöðu, sem felur i sér yfirstjórn
allra hljóöupptaka i stúdiói og
mannaforráð þar, var ráðinn
Baldur Már Arngrímsson, sem
unnið hefur við hljómplötuupp-
tökur i Hljóðrita, en hefur hvorki
reynslu af sjónvarpsvinnu né tón-
listarskóla- eða raftæknimennt-
un. Kröfur um slika menntun
munu gerðar til tæknimanna i
stúdióinu. Er talið óeðliiegt að
gerðar skuli minni menntunar-
kröfur til yfirmannsins en til
undirmanna hans. Tæknimenn
hyggjast mótmæla þessari
ráðningu, en mótmælin beinast
ekki gegn Baldri Má, sem þegar
hefur byrjað störf, heldur þeim
sem réöi hann, Heröi Frimanns-
syni, yfirverkfræðingi sjónvarps-
ins...
iþróttaþjálfarar fengnir hingað til
aö þjálfa knattspyrnumenn okkar
og handboltamenn og einnig leik-
menn og þjálfarar i körfuboltan-
um. Þeir munu misvel launaðir,
en þeir sem mest bera úr býtum
fá i kringum eina milljón
islenskar krónur á mánuði. Þætti
sumum það ágætis laun. tslensku
leikmennirnir fá siðan litið sem
ekkert fyrir sinn snúð. Sumir
kannski búninga og skó til að
keppa i, en þurfa jafnframt að
greiða æfingagjöld, sem geta
farið upp í 50 þúsund á ári. Þessu
til viðbótar má nefna, að hand-
boltamenn i Þrótti taka iþrótt
sina það alvarlega þessa dagana,
að þeir sem ekki geta eða nenna
að mæta á æfingar, þurfa að gjöra
svo vel að greiða peningaupphæð
i sekt. Munu sektirnar nema um 3
þúsund krónum á hverja
æfingu sem menn gleyma að láta
sjá sig á...
O Enn reitast skrautfjaðrirnar af
sjónvarpinu. Nú mun Sigurliöi
Guömundsson, sem árum saman
hefur veriö einn helsti kvik-
myndatökumaöur stofnunar-
innar, hafa sagt upp störfum og
hyggst ráða sig til Saga Film,
fyrirtækis Snorra Þórissonar og
Jóns Þórs Hannessonar, sem
einnig eru fyrrum sjónvarps-
starfsmenn...
O r blaðaheiminum erm.a.
það, að frétta að Visir hyggst
reyna að mæta nýjustu stækkun
Dagblaðsins sem tilkynnt var i
tengslum við afmæli blaðsins. Er
fyrirhugað að stækka Visi um
fjórar slður hvunndags, og stokka
blaðið upp að einhverju leyti...
♦ Talandi um íþróttir. Mjög eru
hin ýmsu félög misjafnlega vel
sett fjárhagslega. Sum berjast I
bökkum og hafa jafnvel langan
skuldabagga á baki. Onnur hins
vegar spreða peningum i ailar
áttir. Talið er að eitt rikasta
félagið i dag, sé Valur, enda
hinar ýmsu deildir félagsins
reknar á hreinum bissnessgrund-
velli. Til dæmis um peninga-
streymið, þá bauð handknatt-
leiksdeild félagsins leikmönnum
og eiginkonum þeirra til 3ja vikna
dvalar á Flórida s.l. vor. Knatt-
spyrnudeild félagsins má ekki
minni vera og nú um þessar
mundir eru nýorðnir Islands-
meistarar Vals I fótbolta, aö sóla
sig á Spánarströndum ásamt
eiginkonum og kærustum. Og það
er ekki staöur af verri endanum,
sem Valsmenn bjóða knatt-
spyrnudrengjunum sinum til Þeir
liggja marflatir I sólinni á Mar-
bella, sem er skammt frá einum
vinsælasta baðstað íslendinga,
Torremolinos. Marbella er ekki
neinn venjulegur baðstaður,
heldur lúxuspláss af bestu
(verstu) gerð. Þar dvelja aðeins
auðkýfingar og frægt fólk, enda
kostar dvöl á lúxushótelunum þar
enga smáaura. En flott skal það
vera og verðlaunin til handa
knattspyrnustrákunum I Val eru
sem sagt þau, að spranga inn á
milli milljónamæringanna og
fræga fólksins i Marbella....
# Flugliðar Arnarflugs ganga
um I dökkgrænum búningum og
hafa þeir vakið mikla athygli þar
sem þetta fólk hefur fariö. Það
bar svo við um daginn, að skeyti
kom frá einum framámanni
bandariska flugfélagsins Ever-
green lnternational Airlines, þar
sem hann sagðist hafa verið á
ferð I Reykjavik og séð þessa
búninga. Vildi maðurinn fá að
vita hver framleiðandinn væri.
Arnarflug mun svo hafa svarað
manninum um hæl. Við skulum
svo vona, að þeir hjá Evergreen
komi einhvern tima við á tslandi i
framtiðinni i grænu búningunum
frá Arnarflugi...
#Það vakti athygli aö undir at-
hugasemd frá Flugfreyjufélaginu
við frétt Morgunblaðsins um fund Jk
flugfreyja með aðstoðarmanni
félagsmálaráðherra voru ekki **
rituð nein nöfn, heldur einvörð- 25
# Hjá sjónvarpinu sjá menn nú
fram á það, að litið veröi að gera
hjá starfsfólki við dagskrárgerð
fyrri hluta vetrar, nema þá við
tilfallandi skemmtiþætti og fasta
liði. Hins vegar er stefnt að þvi að
seinni hluta vetrar verði ráðist i
allstór verkefni. Tvö þau fyrstu I
röðinni eru margumrædd dægur-
lagakeppni sjónvarpsins og nýr
islenskur framhaldsþáttur sem
nefnist Félagsheimilið. Nokkur
urgur mun vera meðal fasts
starfsfólks sjónvarpsins um þess-
ar mundir vegna þess að allar
likur eru á þvi að bæði þessi stóru
verkefni verði þegar þar að kem-
ur tekin upp undir stjórn utan-
hússfólks, þ.e. „free-lance”. Egill
Eövarðsson mun stjórna upp-
tökum beggja verkefna, en undir-
búningur þeirra var hafinn á
meðan hann var fastur starfs-
maður sjónvarpsins (sem hann
verður til 1. október) og fór dag-
skrárstjóri þess á leit við hann að
ljúka þeim. Björn Björnsson,
fyrrum forstöðumaður leik-
myndadeildar sjónvarpsins, mun
gera leikmyndina við Félags-
heimilið, og Hrafn Gunnlaugsson
munleikstýra. Allt þetta starf og
jafnvel meira, verður þvi unnið
„free-lance”. Mun starfsmanna-
félag sjónvarpsins telja þetta ó-
eölilegt á meöan fast starfsfólk
hafi litil verkefni fengið i hendur
og munu hörð mótmæli félagsins
vera i bigerð...
# Umræddir framhaldsþættir
eru nú i undirbúningi hjá
sjónvarpinu i umsjón þeirra
Hrafns, Björns og Egils sem
einnig sáu um gerö þáttanna
Undir sama þaki sem miklum
vinsældum náðu á sinum tima. Sá
munur er nú á að fengnir hafa
verið sex höfundar til aö skrifa
sinn þáttinn hver, en þættirnir
Undirsama þaki voru skrifaðir af
þeim þremenningum. Af þessum
sex eru fjórir allreyndir i ritun
leikrita, — Jónas Guömundsson,
,Agnar Þóröarson, örn Bjarna-
son, og Þorsteinn Marelsson, en
tveir eru nýir i greininni Jón örn
Marinósson og Guöný Halidórs-
dóttir, sem bæði hafa þó fengist
við skrif fyrir áramótagrin
hljóðvarpsins annars vegar og
sjónvarpsins hins vegar....
# Isfilm-menn vinna nú að
kappi viö undirbúning að gerð
kvikmyndar eftir Gisla sögu
Súrssonar, sem tekin verður á
næsta ári. Islenskir kvikmynda-
geröarmenn eru fullir bjartsýni
eftir viðtökurnar hingað til og
sem dæmi um baráttuhuginn má
nefna, að heyrst hefur að teknar
verðiupptværútgáfur af samtals-
senum Gisla sögumyndarinnar,
— ein á islensku, og siöan önnur
með enskum varahreyfingum
meö hliösjón af þvi að sett verði
enskt tal við myndina siðar,
væntanlega með útflutning á
enskumælandi markaö i huga.
Þess má geta aö liklegt er talið aö
flytja verði inn erlenda sér-
fræðinga i tæknibrellum til þess
að útfæra sum atriði myndarinn-
ar...
• Margir hafa velt þvi fyrir sér
hversu marga flugliða Flugleiðir
munu endurráða eftir fjöldaupp-
sagnirnar nýlega. Helgarpóstur-
inn heyrir að nú sé búið að ákveða
töluna, en hver hún er vitum við
ekki...
# Hermann Gunnarsson,
iþróttafréttamaöur útvarpsins er
maður hress og fjölhæfur vel. Nú
er hann farinn að syngja inná
plötur. Helgarpósturinn hefur
hlerað að væntanleg sé á markað-
inn fyrir jól á vegum Geimsteins
og Steinars hf. býsna óvenjuleg
barnaplata, þar sem flutt verða
gömul ævintýri i útfærslu og með
lögum eftir Gylfa Ægisson.
Sögumaður á plötunni veröur
Hermann Gunnarsson, og enn-
fremur mun hann syngja hlut-
verk Veiðimannsins I Rauðhettu.
Margir fleiri góðir koma fram á
plötunni, og t.d. mun Laddi
syngja Olfinn. Rauðhettu syngur
hins vegar ung dóttir Jónasar R.
Jónssonar, þess gamalreynda
poppara, og Hans I Hans og Grétu
veröur tiu ára bróðir söngkon-
unnar góðkunnu, Sigrúnar
Hjáimtýsdóttur (Diddú).
# Hún er mörg þverstæðan i
íþróttalífinu hér á landi. Eins og
kunnugt er þá eru erlendir
úr 100% ull
Við kynnum ný gluggatjaldaefni. Fjöldi lita sem eru sam«
ræmdir hinum velþekktu húsgagnaáklæðum frá Gefjun.
Við leggjum áherslu á vandaðar og vel hannaðar vörur.
Líttu við, — sjón er sögu ríkari.
Sérverslun
dtfll
Síðumúli 20,105 Reykjavík, s. 91-36677 • Strandgata 19, 600 Akureyri, s. 96-24069