Helgarpósturinn - 21.11.1980, Side 3

Helgarpósturinn - 21.11.1980, Side 3
3 ___halrjarpncztl irinn Föstudagur 21. nóvember 1980 Engar heildarupplýs- ingar liggja fyrir Þannig má halda lengi áfram ogvelta upp fleiri reiknisdæmum og fróölegum tölum i þessum búskaparháttum rikisins. Yfirgripsmiklir bálkar um ábúöar- og jarðalög virðast ekki ennþá þess megnugir aö leiörétta og laga þaö gifurlega misræmi og undirmat sem viðgengst i þessari rikisjarðapólitik allri. „Þetta er flókiö mál og yfir- gripsmikiö,” sagði Skafti Benediktsson deildarstjóri i jaröadeild landbúnaðarráöu- neytisins. Eru þaö orö aö sönnu, þvi heildarupplýsingar um leigu- verösþróun raunverulegar eignir rikisins á jöröunum, tekjur ábúenda af hlunnindum (sem i sumum tilfellum skipta milljón- um á ári hverju), o.s.frv. liggja hvergi fyrir samandregnar, nema ef vera skyldi hjá rikis- endurskoöun. Fór Helgarpóstur- inn fram á að fá aö blaða i gögn- um Rikisendurskoöunar sem tengjast rikisjöröum, en Jón Ólafssonhjá stofnuninni sem hef- ur meö þessi mál aö gera, kvaöst ekki geta leyft slikt og sagöi þessar upplýsingar eiginlega ekkert annaö en óformlegt vinnu- plagg, sem stofnunin ynni eftir. Tap Af þvi sem hér hefur komið fram, má ljóst vera aö það er langur vegur frá þvi aö rikis- sjóður hagnist á útleigu rikis- jarða. í rikisbókhaldi frá 1977 voru tekjur hins opinbera af rikis- jöröum 5 milljónir króna, en fjárveiting til rikisjaröa á árinu 1979 voru 40 milljónir. I rikis- bókhaldi fyrir 1978, sem enn er ókomið út er gert ráö fyrir þvi aö skrá yfir allar rikisjaröir fylgi og þar munu tiunduð hlunnindi sem jöröunum fylgja .Þar munþó ekki koma fram i hvaða stærðar- gráöum hlunnindin eru, eða hve miklar húseignir fylgja jöröinni. Og ennþá eykst kostnaöur af rikisjöröum, þvi 1 frumvarpi til f jarlaga fyrir áriö 1981, þá er gert ráð fyrir aö framlag rilcisins vegna ríkisjaröa verði krónur 200 milljónir og er þar um aö ræða 153% hækkun frá fyrra ári. Fjár- veiting þessi er a) til aö greiöa fráfarandi af ríkisjöröum (þeim ábúanda sem flytur af jörðinni) fyrir endurbætur á landi og húsakosti, b) til að greiða framlög rikissjóös til framkvæmda á rikisjörðum og c) tilað greiöa skatta, tryggingar og viöhald jarða sem ekki eru i ábúö. Biðröð Samkvæmt upplýsingum Skafta Benediktssonar eru ábúendaskipti á rfkisjörðum ekki óalgeng i seinni tíö. Þaö hefur færst i vöxt að fólk af mölinni leigi rikisjaröir. en gefst siöan upp á búskapnum eftir skamma hrið. Yfirleitt mun talsverð ásókn i rikisjaröirnar og biða menn i löngum röðum eftir að fá þær leigðar, enda ætti leigugjaldið ekki að verða ábúendum ofviða. Hins vegar þurfa nýir ábúendur aðleggja út i vmsan kostnað ann- an, eins og t.d. aö koma sér upp bústormi og tækjakosti. Þess má geta i framhjáhlaupi, að ýmsar rikisstofnanir nýta jarðir rikisins, svo sem kirkju- málaráðuneytiö undir prests- setur, Rannsóknarstofnun land- búnaðarins, Skógrækt rikisins, Vitamálaskrifstofan, Orkustofn- un og fleiri stofnanir. Prests- setrin eru þarna i meirihluta og mörg hver eru þau staðsett á „feitustu” jörðunum. Má þar t.d. nefna prestssetrin á Reynivöllum i Kjósarsýslu, Melstaö i Stranda- sýslu og Hof i Norður-Múlasýslu, en allar þessar jaröir eru rikar af laxveiöihlunnindum (Laxá i Kjós, Miðfjarðará og Hofsá). Renna tekjur af hlunnindunum til viðkomandi presta. Og úr þvi minnst er á prestssetrin þá hefur heyrst aö kirkjan telji aö rikis- sjóöur skuldi kirkjunni ennþá umtalsverðar fjárhæöir fyrir gamlar kirkjujarðir, sem hafa færst yfir á hendi landbúnaöar- ráðuneytisins og fleiri ráöuneyta. Að öllu samanlögöu ’virðast þær upplýsingar sem á annaö borð eru á lausu um málefni tengd hinum rúmlega 800 rikis- jörðum leiða i ijós að á þessu sviði virðist rikissjóður hreint ekki vera i hlutverki hins fégráðuga landsdrottins. Þvert á móti greiöir rikissjóöur tugi milljóna á ári tíl að halda þessum jöröum i byggð. Einhver kynni að spyrja, hvort þarna væri rikissjóði ekki i lófa lagið, að draga úr umfram- framleiðslu landbúnaðarafurða, með þvi einu aö leggja rikisjarðir ieyðiþegar ábúendaskipti verða. Arnarbæli f ölfusi. Arsleiga fyrir þessa jörð, sem á myndinni er reynd- ar umflotin vatni, er 12 þúsund krónur. Engar hreyfingar virðast þó i þá átt. Og á meðan greiða sumir ábúendur 100 krónurnar sfnar, sem ieigugjald fyrir jörð, húsnæöi og hlunnindi. Og þetta er á þvi herrans ári 1980, þegar einn mjólkurlitri er rúmlega þrefalt dýrari. Felixstowe alla þriöjudaga Weston Point annan hvern miðvikudag Hafdu samband EIMSKIP SIMI 27100 UMBOÐIÐ fwrVAR HELGASON .. -u...^«prslun Rauöageröi 5 hlutaverslun ir 84510 — 84 DATSUN CHERRY DE LUXE 65 bílar fyrirliggjandi Tilboðsverð kr. 6.950.000 Innifalið t.d.: útvarp, vinnukona á afturrúðu, pluss-sæti, pluss-teppi: Árgerð 1981 essesses Við erum ekki að bjóða bíl frá Evrópu eða Ameríku — heldúr toppinn frá japönskum bílaiðnaði Greidslukiör v/ð a//ra hæfi

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.