Helgarpósturinn - 21.11.1980, Blaðsíða 9
9
j~jirinn Föstudagur 21. nóvember 1980
UPPREISN OG VALDARAN
Svipmyndir frá Guineu Bissau: Efst t.v. Luis Cabral, hinn fallni
forseti, til hliðar jarðhnetu' innsla. neöst til hægri skólastofa i
veitaþorpi og til b’.iöar — á leið til markaöar.
Hér á dögunum bárust fréttir
um að valdarán hefði átt sér
stað i einu Afrikurikinu i viðbót,
þóttu vist fremur litil tiðindi
a.m.k. hér á landi og sennilega
viðar enda vart við öðru að
búast i þeirri heimsálfu. Og
sennilega hefðu þessar fréttir
farið inn um annað eyrað og út
um hitt ef svo hefði ekki viljað
til, að um er að ræða eina landið
i þessum heimshluta, sem ritari
þessara lina hefur heimsótt.
Guinea Bissau heitir land
þetta og mun meðal fátækari
rikja Afriku en hefur það samt
framyfir ýmis önnur lönd þar
um slóðir, að sveitir eru tiltölu-
lega grasgefnar — úrkoma er
nokkuð regluleg og tvær ár
renna i gegnum þetta litla land
og eitthvað var byrjað á að nota
vatnið i þeim til áveitu á hris-
grjónaakra, sem menn voru að
berjast við að rækta á þessum
slóðum.
En þeim mun minna sem sagt
hefur verið frá Guineu Bissau i
fréttum undanfarin ár, þvi
meira var um landið rætt fyrir
hálfum áratug eða svo — en það
mun hafa verið árið 1975, sem
fyrrum nýlenduherrar þar
syðra, Portúgalir, gáfust upp á
13 ára styrjöld við innfædda —
öxluðu sin skinn, byssur, skrið-
dreka og allt það sem til nútima
styrjaldarreksturs mun þurfa —
og hófu að steypa eigin rikis-
stjórn og er óþarft að fara yíir
þá sögu hér.
Þegar sá er þetta ritar var
þarna á ferð fyrir þrem árum i
hópi norrænna blaðamanna,
gafst okkur kostur á að hitta
ýmsa ráðamenn þessarar
nýfrjálsu þjóðar að máli —
þeirra á meðal Luis Cabral for-
seta landsins — þeim er steypt
var af stóli nú á dögunum.Luis
Cabral forseti mun vera hálf-
bróðir þess manns, er telja
verður frelsishetju Guineu
Bissau og raunar einnig ann-
arra portúgalskra nýlendna i
Afriku — og hét sá Amilcar
Cabral. Lét hann lif sitt i hendur
fyrirsátsmanna Portúgala, er
tældu hann til fundar i ná-
grannarikinu Guineu, og
væntanlega hugsandi sem svo,
að með falli hans mundi sjálf-
stæðisbarátta þeirra Guineu-
Bissau manna vera úr sögunni.
En það fór á aðra leið. Þáver-
andi landsstjóri Portúgala og
yfirhershöfðingi þeirra komst
að þeirri niðurstöðu, að þessi
kostnaðarsami striðsrekstur
mundi engan endi fá nema
>ann, að dragast á langinn uns
ósigur hlyti að blasa við — hélt
heim til Portögal og setti saman
bók um þessar niðurstöður
sinar. Hét maður þessi Spinola
og var nafn hans gjarnan haft i
flimtingum á fyrri hluta þessa
áratugar hér á landi — enda
réðu þeir þá báðir fyrir löndum,
Spinola og ölafur Jóhannesson.
Luis Cabral forseti mun hafa
verið maður um fertugt þá er
fundum okkar bar saman og er
skemmst frá þvi að segja, að
hann vann hug og hjörtu sam-
ferðamanna minna meö lát-
lausri en yfirvegaðir framkomu
sinni og það duldist engum, sem
við hann ræddi, að þar fór
maður sem fengið hafði risa-
vaxið verkefni upp i hendurnar
og jafnframt, að hann mundi
leggja sig allan fram við að
leysa það.
Risavaxið verkefni? Ibúar
Guineu Bissau eru taldir vera
um 900: þúsund manns — þrir
þjóðflokkar mynda meirihluta
þjóðarinnar og tala þeir ólik
tungumál og verða þessvegna
að bregða fyrir sig tungu
nýlenduherranna, portúgölsku,
til þess að gera sig skd.janlega
hver fyrir öðrum. Og hvernig á
að fást við uppbyggingu fátæks
lands, þar sem ólæsi er um
93—5%? Fyrsta skrefið hlytur
að vera að kenna mönnum að
lesa og skrifa — og það er bæði
dýrt og timafrekt.
Þessi atriði og mörg önnur
komu i hugann þegar fréttirnar
bárust af valdaráninu — og
manni varð hugsað til þess,
hvort það gæti virkilega verið
eftirsóknarvert að teljast leið-
togi og landsstjórnandi á slikum
stað. Það er erfitt að imynda sér
það — og þó enn erfiðara að
skilja, hvað fékk forsætisráð-
herra landsins til þess að hefja
þannig upp vopn gegn forseta
sinum — nema ef vera skyldi
áhugi stórvelda i Eyrópu á þvi
að koma ,,sinum mönnum” i
æðstu stöður. Ekki þykir mér
óliklegt, aö Kúbumenn séu að
potast i innanlandsmálum þar
syðra — enda valdaræninginn
menntaður þar —og þá er þess
að vænta að Sovétmenn séu ekki
ýkja fjarri.
Vera má að það skipti ekki
öllu máli — og er þá loksins
komið að ástæðunni til þessarar
upprifjunar. Rikin Guinea
Bissau og Capo Verde höfðu
með sér náið samstarf og
bandalag — raunar var einn og
sami stjórnmálaflokkurinn við
völd i báðum löndunum en eins
og kunnugt er, höfum við rausn-
ast til þess að senda menn til
Capo Verde eyja að kenna inn-
fæddum til fiskveiða. Er það
vissulega gott og blessað — en
það sem vakti athygli mina var
að áhugi fjölmiðla hér á
valdaráni þessu og atburðunum
þar syðra, beind ist eingongu að
þvi hvort landar okkar hefðu
orðið fyrir einhverjum óþæg-
indum i þessu sambandi.
Vissulega er slik hugulsemi
virðingarverð — en staðreyndin
er sú að á Capo Verde eyjum
var ekkert valdarán — og þar
afleiðandi enginn ófriður —
landar okkar hressir og kátir —
en áhugi okkar á uppreisninni
og valdaráninu i Guineu Bissau
lýsti sér aöeins á þennan hátt.
Sannast hér enn hversu fjar-
lægðin deyfir fréttirnar — og
séu atburðirnir nógu langt i
burtu, hætta þeir hreinlega að
skipta máli.
Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthías
dóttir— Páll Heióar Jónsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Berteisson
Hringborðið
dag skrifar Páll Heiðar Jánsson
Cri
Steinar Sigurjónsson skrifar:
Aðeins hið fagra
Lifsdramað er okkur jafn
hvimleitt og það er sjálfsagt, eins
hvort það er i bókum eða i lifinu
sjálfu; hin eilifa steytí'ng leggja
og allar þær kraftmiklu athafnir
sem lifa hverja gerð og hverja
bók. Þar sem fiknarfullir
peninga- og stjómmálamenn eru
einatt að skapa þetta sama
drama og þar sem þeir belgja sig
á sama hátt i dag og þeir hafa
ávallt gert, hvað meinar lifið með
öllum þessum djöfulgángi?
Fólk dáir athafnirnar, sem er
ekki nema sjálfsagt, ópin,
fánana, gjallhornin, lúörasveit-
irnar, svo það er nóg að gera i
þessum heimi.
Flestir þeirra kunmngja minna
sem mér þótti hvað mest til koma
fyrir um tveim tugum ára eru nú
uppteknir við það að koma sér á
leið i athafnir sinnar eigin
menningar, sem sjálfsagt er, allir
jafn snaraðir í neti hennar.
Að hugsa sér, að flestir vina
minna skuli hafa lent á meðal
braskara og pólitiskra at-
verkara! Að þeir skuli hafa gefið
hasanum lif sitt og látið hann taka
sig tökum!
En svona fjöllað er lifið.
Sumirþeirra hafa orðiðhálærð-
ir i visindum fundarhalda (hafa
farið á námskeið!) og póliti'kin
rembist við að koma þeim til
framans. Og að sjá þá hátt virtu,
hvernig hún gleypir þá!
Prakkararnir þessir!
Og hún heldur áfram með þá
eins og hún vissi ekki af þvi, svo
að allt mun sjálfsagt gánga eftir
djörfustu vonum, þvi henni er
sama hvar hún atast ef hún bara
fær að standa i ati.
Þaö hefur hlaupið mikill of-
vöxtur I þessa þjóð. Og satt er
það, hún hefur fullorðnast lángt á
undan þroska slnum. Menn
hamast við aö blása sig upp i
hvelli og vilja veröa eitt-
hvaö yfirmáta grand. Út-
gáfufyrirtækin á þessu dvergriki
(örn og örlygur, Iðunn og fleiri)
eru farin að fá á sig svip auð-
hringa tröllveldanna. Alls staðar
brýst fram af afli þessi fátækt
viðkvæmninnar sem svo mjög
einkennir þessa þjóð. Hvað sem
hver segir gubbar þessi bisnis úr
sér bókmenntahroðanum I
hundraðatali fyrir jól. Allir vilja
þessir asnar græða peninga!
En hvers vegna eru þessir
menn, sem eins gætu grætt á
framleiðslu múrsteina kjötvinnslu
eða einhverjum heiðarlegum
verkum, aðhreiðra um sig i heimi
bókmenntanna? Er nokkur af-
káraleiki meiri i þessu lifi en sá,
að þessir náúngar skuli ráðast
með engri snoturri tilfinningu inn
i hugarheim mannsins til að bia
hann út, og þar með heila þjóð:
menn sem hafa ekki aðeins mjög
takmarkaðan áhuga á bókmennt-
um heldur fyrirlita þær.
Það er álit ýmsra að ófyrir-
leitnir útgefendur stuðli að þvi að
skrilmenna þessa þjóð, hafði ég á
orði við kunnfngja minn ágætan.
Viðkvæmnustu og bestu skáld-
arnir kjósa að snúa sér undan
þessum mönnum fremur en að
skrifa hvellsölubæklínga. Þeir
virðast ætla að við verðum
umfram allt að hafa hug til að
snúa okkur undan, þvi sem virðist
gefið mál að list þeirra sem eitt
sinn gefa sig peningum eða
pólitiskri sinnu biði þess aldrei
bætur.
Við skulum nú samt verða að
gánga til hólms við þennan ljót-
leika.
Já, ég skil. En hvernig?
Með fegurðina að vopni, sagði
hann.
Ekki nema það þó!
Ekkert afl er fegurðinni
máttugra, sagði hann, og þá fékk
hann fremur fallegt kast; en ég
hlustaði á hann og lagði varla orð
i taliö.
Menn rembast við að eiga
sjálfa sig og þykir ekki veita af,
þvi ekki tekst þeim að elska aðra.
Þeir hafa lært að finna mikið til
holds sins, en þeir sem stunda
nautnirfá þvi minna sem þeir fá.
Vöðvinn er i ólmri þróun, og nú
eruaðrisa ótal heilsuverndarhæli
sem holdið vill fá fyrir enn mýkri
værðir sinar.
Hvar eru fleiri serðnaglar en i
hinum þróuðu rikjum? Hvar
meiri leiði og slappleiki? Hvar
fleiri nauðganir, sjálfsmorð og
glæpir?'
Það heyrist hvernig marsinn
glymur-yfir þjóðunum. Og það
sem ofar öllu gengur eru stjórn-
mál og kaldur hernaður sem
mannhatrið eitt nennir að reka.
En einsemd.
Heilar borgir af einmanaleika.
Aðeins ein hugsun og ein ást fær
afl af anda mannsins: hún beinist
öll aö ertingu kirtla og belgja.
Samt einsemd! Ráðvana ein-
semd holdsins. Vöðvar sem leita
vöðva. En borgir fullar af ekka
einmanaleikans, fullar affátæk -
legum nautnum holdsins.fullar af
likum sem hafa glatað sálum sin-
um og marist af samförum ein-
manaleikans og hjartleysisins og
glæpanna. Og á veggjum eru
myndir af stjórnmálum skrokk-
anna og stritsins og samfaranna.
Myndir i gylltum viðhafnar-
römmum af heitum lángandi eist-
um og loforðum um ræktun enn
stríðari kynmaka og enn voldugri
heilsuhæla.
Spakirmennhafa sagt: Dragðu
upp um þig maöur! En tiskur
hinnar andfúlu kreppu segja hver
um sig: Eðlaðu þig! Það ætti að
róa i bili!
Hvenær hefur maöur brosað 1
manna minnum?
Hafi einhverjum stokkið bros,
hvar gerðist þaö?
Ekki hér, ekki hér. Serðnagl-
arnir geispa undir rokkinu. Þeir
hafa haldiö til allra háværra
staða til að lifa af sér leiðindi, og
þjónarnir stinga peningi i plötu-
spilarann taki einhver upp á þvi
að sýngja, svo að ekki heyrist til
nokkurs manns. En gleðiþurfarn-
ir eru þreyttir i glaumnum,
geispa og nota taugapillur svo að
þeirgeti dregist á enn annað rokk
i kvöld eins og vant er.
Hvilik djöfulsins úrkynjun1
En þetta á aðeins við fáa, sagði
ég loksins.
Þetta á við alla sem úngir eru
og úngir eiga eftir að verða gaml-
ir lángt á undan árum.
Þú um það, sagði ég.
Og hann hélt áfram :
Borgirnar eru of stórar, húsin
of stór.og húsaður maðurinn veit
ckki hvar hann er niður kominn.
Og þótt honum þyki eitthvað til
sjálfs sin koma er hann ekki að
sama skapi stór og hann býr um
sig i stóru húsi. Hann er þvert á
móti smáskitlegur, með sálina
fulla af anda flatra bóka og blaða
sem öll fjalla um húsið hans.
Það er biturt að sjá hann setjast
inn i sinni rúmu ibúð til að gera
stórt um sig! En hann er einn
hinna svokölluðu menningar-
manna er lifsviðhorf hans jafn
þreytt og það er þröngt, og hann
er einatt þreyttur að klaga yfir
rúmleysi lifs sins.
Hann heldur i sjúkleika sinum
að það vanti fleiri hljómleika,
fleiri leikhús, fleiri sjónvörp. En
menni'ngin er að niðurlotum kom-
in!
Ég maldaði i móinn, en hann var
þægilega þrár og hélt áfram.
Hvað svo sem borgarinn heldur
sig vita eöa þurfa, þá eru of
margir dansleikir, of margar
málverkasýningar, of mörg leik-
hús, of mörg blöð, of lángt útvarp,
of sálsjúkt sjónvarp, of margar
bækur, of tið gleðimót, sem fólk
reynirað kynda með deyfilyfjum.
Þvi „gleðin” er ekki aðeins inn-
antom, heldur er hún mesta kvöl
mannsins.
Þvi hann hefur ekki hugmynd
um hvað hann vill þessi maöur,
né hvað hann vantar. Þvi' það er
ekkiþettasem hann vantar: ekki
fleiri sjónvörp, ekki fleiri
leikhús, hljómleika né bækur.
Það sem hann vantar er stórmikil
lækning og heilbrigt vit.
Við sem byggjum þetta fagra
land, sagði ég og ætlaði að segja
eítthvað meira, en hugur hans
hélt aðra leið.
Stundum er nú svo komið fyrir
mér, sagði hann að mér finnst að
hvergi sé vit að finna nema i feg-
urðinni, og til hennar flý ég þegar
heimurinn missir vitið. Hið eina
sem maðurinn getur lifað fyrir er
það, að vera hugfánginn. Skáld-
anum ber að hjálpa til við slika
ölvun, til hvers annars ætti hann
að vera?
Skáldarnir hafa fyrir löngu
glatað þessum hæfileika. rétt eins
og að menn eru hættir að sjá inn i
riki álfa. Þess vegna er innblást-
ur ekki talinn henta, en skynsem-
in er látin hugsa! Og menn vilja
fá frið við að fúska kaldir.
,,Til eru þeir fáráðlingar sem
efast um, að trúin flytji fjöll”,
sagði mér Ragnar i Smárg, og þá
vorum við að hlusta á mjög göf-
uga tónlist. En viðþessi orð fór ég
aðhugsa um hvað maðurinn gæti
ántrúar.án fegurðar. Hvort hann
væri ekki sem hjálparlaus auli
þegar hann misstí hennar.
„Krabbameiniö sem er að éta
upp heiminn læknast aldrei nema
';með hrifningu og lotningu fyrir
hárri list.” sagði sá gamli einni.
Já, hélt vinur minn áfram, hve
furðulegur er andi mannsins, sá
svali eða sá hití sem verður til i
hafi hugsunar hansl og listin sem
af hugsunum getur sprottið,
þarnalángtinniidjúpinu þarsem
allt vegast svo undarlega á að
ekkert má verða of né van en
ávallt verður crf eða van: þessi
jafnvægisþraut sem er svo erfið
og svo ögrandi um leið að menn
hafa getað látið augu sin að veði
fyrir nokkrar linur i ljóði.
Og stórfenglegast af öllu
er það, aðmaðurinnhefur
enga hugmynd um hver
hann er, hvert leið hans