Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.11.1980, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 21.11.1980, Qupperneq 19
19 __helgarpásturinrL. Föstudagur 21. nóvember 198C m f Norræna kvikmyndakynningin í USA: ÍSLENSKU MYNDIRNAR VÖKTU MESTA ATHYGLI Himnahurðin breið? á Berlínarhátíðina ,,Þaö er erfitt aö segja á þessu stigi hvaö út úr þessu kemur, en óhætt er aöfullyröa aö undirtektir hafi verið mjög góðar”, sagöi Knútur Hallson, stjórnarfor- maöur Kvikmyndasjóös i samtali viö Helgarpóstinn um þátttöku tslendinga i norrænu kvikmynda- kynningunni sem nýlokiö er i Bandarikjunum. Þrjár islenskar kvikmyndir, Land og synir, óöal feöranna og Himnahuröin breiö? voru sýndar i New York og Los Angeles, og jafnframt var Land og synir sýnd á kvikmyndahátiö- inni i Chicago. Fjölmargar af helstu kvikmyndum Norðurlanda frá seinni árum voru sýndar á þessari kvikmyndakynningu, og sagöist Knútur telja aö islensku mvndirnar heföu vakiö hvaö mesta athygli, a.m.k. ef marka mætti aösókn og undirtektir á sýningum. Sýningarnar i New York voru á vegum Larry Kardish hjá Museum of Modern Art og var skipulag þeirra áberandi best og alltaf fullt hús. A undan sýningum voru höfundar myndanna kynntir og aö þeim loknum voru umræður, sem bæöi voru fjör- ugar og vinsamlegar. Umsagnir úr blöðum höföu ekki borist aö ráöi þegar þeir þremenningar Knútur og leikstjórarnir Agúst Guömundsson og Hrafn Gunn- laugsson héldu heimleiöis, og ekki mun koma i ljós fyrr en siöar hvort þessar islensku kvikmyndir eiga raunverulega markaðs- möguleika vestra, en Knútur sagöi, aö hins vegar heföu náöst sambönd viö ýmsa dreifingar- aöila. Þá sagði Knútur Hallsson aö nú i vikunni heföi veriö hringt frá kvikmyndahátiöinni i Berlin og óskaö eftir aö fá Himnahuröina breiöu? eftirKristberg Óskarsson og fleiri til sýning á hátiðinni i febrúar i þeim hluta hennar sem nefnist International Forum of Young Cinema. — A.Þ. Jólaverkefni leikhúsanna: Islenskur ballett og Shakespeare Leikhúsin f Reykjavik eru nú í óða önn viö að undirbda jólaverk- efni sín og eru æfingar þegar hafnar eða um það bil að hefjast. Jólaverkefni Þjóöieikhussins f ár veröur nýr ballett, sem saminn er viö nýsamda tónlist eftir Jón Asgeirsson og heitir Blindleikur. Að sögn Sveins Einarssonar Þjóð- leikhússtjóra, er þetta fyrsti heilskvöldsballettinn I okkar ballettsögu. Flesta dansa ball- ettsins semur þýskur dansa- smiöur, Jochen Ulrich aö nafni, en hann er mjög þekktur. Honum til aðstoð^r er Sveinbjörg Alexandcrs. Sigurjón Jóhannsson gerir leiktjöld og búninga. „Það sætir nokkrum tiðindum aðráöast I svona verkefni”, sagöi Sveinn. „Þetta er flutt með lifandi tónlist, sem hljoðfæra- leikarar úr Sinfóniuhljómsveit Islands leika. Þaö er i fyrsta skipti, sem heil hljómsveit leikur með ballettsýningu hér.” Það er yfir 30 manna hópur, sem skipar hljómsveitina og dansarar veröa um 20, tslenski dansflokkurinn, erlendir dans- arar, sem að þessu sinni veröa tveir og dansa i sumum sýningunum, nemendur úr list- dansskóla Þjóöleikhússins og aðrir dansarar. Æfingar á ballettinum byrja um helgina. „Það, sem kallast jólaverkefni, veröur reyndar ekki fyrr en I janúar. Þaö er ótemjan (The taming of the Shrew) eftir Shake- speare”, sagöi Þorsteinn Gunn- arsson leikhússtjóri hjá Leik- félagi Reykjavikur. Um ástæðuna fyrir vali þessa verks, sagöi Þorsteinn að það værioröiö langtsiöan Leikfélagiö hefði sinnt gleöileikjum Shake- speares. Einnig hafi Leikfélagið gjarnan sýnt þennan höfund á tyllidögum þess, og þetta væri kannski tilraun til að breyta þar um. Einnig væri efni leikritsins sigilt og skemmtilegt, um sam- skipti kynjanna.Þá væri ótemjan eitt af þeim leikritum Shake- speares af léttara taginu, sem hvað mest er leikiö. Þetta verður f fyrsta skipti, sem Ótemjan veröur fluttá sviöi hér á landi og veröur notuð áöur óbirt þýðing eftir Helga Hálf- dánarson. Leikmynd er i höndum Steinþórs Sigurðssonar og með aöalhlutverkin fara Þorsteinn Gunnarsson og Lilja Guörún Þor- valdsdóttir. Leikstjóri ótemjunnar er Þór- hildur Þorleifsdóttir. Hún sagöi, aö það væri alltaf gaman aö fá aö kljást viö Shekespeare gamla, Þórhildur sagði, aö hún heföi ýmsar hugmyndir um uppfærsl- una, en þaö væri of snemmt að segja nokkuö um þær á þessu stigi. Þaö væri annaö aö hafa lif- andi fólk fyrir framan sig en bókina. Þess vegna gætu upphaf- legar hugmyndir alltaf breyst. Jólamyndavertíðin i mótun Kvikmyndahúsin eru þegar farin aö hugsa til jólamyndanna, þó ekki hafi þau öll tekið endan- íegar ákvaröanir þar aö lútandi. Þaö veröur aö segjast eins og er, aö ef þeir sem enn hafa ekki ákveöiö sig veröa meö myndir af svipuöu sauöahúsi og hinir, þá veröur ckki feitan jolagölt aö flá aö þessu sinni. Háskólabió verður meö mynd sem heitir Airplane og er hún skrumskæling á hinum frægu Airport — myndum. Sumum þykir hún all nokkuð góö og fjörug. Gamla bió heldurl gamlar venjur og býöur upp á mynd frá Walt Disney félaginu. Heitir hún á frummálinu Pete’s Dragon. Þessi mynd er forvitnileg fyrir þær sakir, aö þar er blandað saman leikinni og teiknimynd, þar sem drekinn er teiknaöur. Stjömubió veröur meö mynd af þeim Trinity bræörum, sem heitir Odds andEvenseöa jafnvel odda- tölur og sléttar. Er þaö vafalaust slagsmálamynd ein mikil. Regn- boginn gerir ráö fyrir aö sýna mynd, sem heitir Djasssöngvar- innþar sem popparinn frægi Neil Diamond fer meö aöalhlutverkiö. Þessi mynd ku byggja á sama þema og gamla myndin meö A1 Jolson. Þá er ef til vill væntanleg mynd frá Astraliu, Harlequin, meö Robert Powell. Er þaö eins konar nútimaútgáfa af Raspútin, munkinum brjálaða. Laugarás- bió veröuraö öllum likindum meö þá margfrægu söngvamynd Xanadu þar sem Olivia Newton- John og ELO eru I stærstu hlut- verkunum. Þaö er þó háö þvi, aö takist aö koma Dolby kerfinu upp i tæka tíð. Fleiri bió höfðu ekki ákveðið myndir, en sagt veröur frá þeim þegar þar aö kemur. Lausráðnir vilja samningsrétt Félag lausráöinna dagskrár- gerðarmanna hjá Rikisútvarpinu á nú i samningamálum viö stofn- unina um kaup og kjör, en einnig um viðurkenningu á félaginu sem samningsaöila, en um þaö atriði inunu vera skiptar skoðanir meöal forráöamanna útvarpsins. Borgþór Kjæmested, formaður Félags lausráöinna dagskrár- geröarmanna sagöi I samtali viö Helgarpóstinn, aö félagið heföi sent útvarpsstjóra bréf og gjald- skrá félagsins þann 1. nóvember og væri óskað eftir svari fyrir 1. desember, ella liti félagið á kröf- ur sinar samþykktar og tæki hin nýja gjaldskrá gildi þann 1. janúar 1981. Borgþór sagði, aö það væri grundvallaratriði aö fá félagiö samþykkt sem raunhæft stettarfélag meö samningsrétt. Guðmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Rikisútvarpsins sagöi i samtali viö Helgarpóstinn, aö máliö væri i athugun hjá lög- manni stofnunarinnar, en vildi ekki tjá sig um þetta mál aö ööru leyti. t dag er þaö útvarpiö, sem ákvarðar einhliða greiöslur til lausráöinna dagskrárgerðar- manna. Minnisvarði málefnaleysis V»»' ’ mmm thoroddsen kom- INN MID MEIRIHLUTA ,,Og stórmerkilega er sagt frá málefnum Morgunblaösins og Visis og stofnun Dagblaösins, þar held ég höfundum takist best upp i allri bókinni", segir Helgi Skúli Kjartansson i umsögn um Valdatafl i Anders Hansen og Hreinn Loftsson: Valdatafl I Valhöll. Atökin i Sjá Ifstæöisflokknum (örn og örlygur) Valdatafl i Valhöll veröur „umtalaöa bókin” i ár, og það meira aö verðleikum en Stein- grimssaga i fyrra. Tveir blaðamenn, atkvæöa- menn I rööum ungra sjálf- stæðismanna, skrifa úttekt á stjórnmálaferli Gunnars Thor- oddsen, sem oröinn er hálfrar aldar langur og nokkuð jafn- langur sögu Sjálfstæöisflokks- ins, og sérstaklega rekja þeir i smáatriöum stjórnarmyndun hans i' fyrra. Fyrstu spurningunni sem slik bók vekur, er fljótsvaraö: Hún er ekta. Ekki hraösoöin upp- tugga úr blöðunum eöa sölu- vara, framleidd meö lágmarks fyrirhöfn, heldur afrakstur af miklu og einlægu erfiöi og mikl- um aöföngum efnis. Bókin er nokkuð yfir 200 drjúgar siöur aö meginmáli, geymir auk þess mikinn fjölda ljósmynda, skrá um rikis- stjórnir Islands og ráöherra frá upphafi, skrá um þingmenn Sjálfstæöisflokksins fyrr og siöar, skrá um heimildarrit, og nafnaskrá. Heimildarmenn eru sagöir nær 70, flestir ónafn- greindir — nema Gunnar og Geir —en mjög viðaer gegnsætt i frásögnum eftir hverjum þær eru haföar. Hiö mikla og lofsveröa kapp sem höfundarhafa lagt á söfnun upplýsinga, hefur skammtaö þeim naumt tlmann til aö semja bókina, og sannast sagna erhún upp full meö alls konar hroö- virkni og subbuskap. (Eitthvað af slfku kann aö stafa af próf- arkalestri sem auösjáanlega er vondur). Hér er ekki staöur néstund til að romsa upp mikilli upptalningu af sllku, en þaö er af ölfum sortum. Lýtí á rithætti og efnisskipan. Brenglaöar setningar, sem á a.m.k. tveim stööum eru þesslegar aö orð eöa linur hafi týnst. Lausir endar I frásögninni, eöa endar a.m.k. sem lesandi veröur talsvert aö leggja á sig til aö sjá hvernig tengjast. Bókin er i sex meginköflum. Fyrst er stutt frásögn af stjómarmyndun Gunnars og að- draganda hennar frá slitum vinstri stjómarinnar, rakin al- gerlega eftir frásögnum fjöl- miöla: sem sagt rifjuö upp sú opinbera mynd sem höfundar ætlasér svo aö kafa undir. Þá er fléttaö saman I löngum kafla ferli Gunnars Thoroddsen frá þvi hann hdf aö gefa sig aö stjórnmálum og uns hann lét af ráðherradómi I viöreisnar- stjórninni, og söguágripi Sjálf- stæöisflokksins á sama tírna (sem veröur óþarflega mikil hugleiöing um einstaka flokks- foringja). Þriöji kaflier um for- setakosningamar tvennar, þegar Gunnar stuölaði að sigri Ásgeirs Ásgeirssonar og þegar hann féll sjálfur. 1 þessum kafla skiptir um rit- hátt og aöferð: Þegar kemur aö forsetaframboöi Gunnars, er búiöaö rekja forsöguna og sjálf rannsóknin tekur viö, frásögnin veröur hægari og fer mikiö út i smáatriöi. Sá frásagnarháttur helst I lengsta kafla bókarinnar, „Gunnar snýr aftur”, þar sem segir frá innanflokksmálum Sjálfstæðisflokksins frá forseta- kosningunum 1968 og fram á valdatima vinstri stjórnarinnar i hittify rra. Hér er forvitnilega greint frá mörgu.’. T.d. aðdraganda borgarstjórnarkosninga 1970, þarsem Mánudagsblaðiö tengd- ist kosningabaráttu Alþýöu- flokksins á hinn kyndugasta hátt. Og stórmerkilega er sagt frá málefnum Morgunblaðsins og Visis og stofnun Dagblaösins, þar held ég höfundum takist best upp í allri bókinni. I fimmta kaíla er aftur fariö yfir efni hins fyrsta, nú miklu nánar og mikiö byggt á trún- aðarfrásögnum þátttakenda i atburöunum. Ekki fást allar ráögátur leystar meö vissu, en sumar þó. Lokakafli greinir svo frá umræöum um stjómar- myndun Gunnars á flokksráös- fundi Sjálfstæöisflokksins. (Þettaefnihefðimáttnota i staö inngangskaflans, en I bókarlok verkar þaö aö miklu leyti sem upptugga). Höfundur bókarinnar eru ekki skoöanalausir menn I pólitlk. Mér finnst þeir jafnvel óþarf- lega opinskáir um hrifningu sina af ýmsum stefnumálum Sjálfstæöisflokksins og ungra Valholl. sjálfstæöismanna sér i lagi. En sagan sem þeir grafa upp og rekja, hún er ekki saga um stefnumál, heldur um menn. Þeir — og liklega heimildar- menn þeirra upp til hópa — virðast skynja feril Gunnars Thoroddsen og raunar mestalla sögu Sjálfstæöisflokksins siö- ustu þrjátiu ár sem eina griöar- lega flækju af málefnasnauöum valdarig. Aöaldrættir sögunnar eru reipdráttur foringjanna, og þegar fariö er niöur i smáatriö- in, eru þaulika persónulegt pot. Meö óskiljanlegri eljusemi hafa höfundar grafiö upp aragrúa upplýsinga um þaö hver talabi viö hvern, hverjir sátu fund- um, hver studdi hvern og hvernig flokkadrættir réöust, enda er nafnaskrá bókarinnar griöarlöng. Nú má þaö vera að þessi söguskoöun framapotsins sé I aöalatriöum rétt, en þvi vil ég a.m.k. halda fram, aö mebal smáatriðanna i mjög nákvæmri frásögn eigi málefnin lika að koma viö sögu. Mér finnst þaö ekki heppileg efnishiutföll i svona langri bók og rækilegri rannsókn, eb viöræöurnar i fyrravetur um stjórnarmyndun eru raktar á minna en 30 siðum, raunar nokkuö nákvæmlega hvaö varðar fundahöld, jafnvel fundarstaði, en varla minnst orði á fyrirhuguö verkefni þeirra mörgu rikisstjórna sem menn voru aö reyna aö mynda. Ilverja siöu af slikum fróöleik myndi ég glaður kaupa fyrir tvær siöur eða þrjár um Jón Þorláksson og ólaf Thors. Ekki held ég aö fólk hafi upp til hópa svo litiö álit á Gunnari Thoroddsen aö honum sé ekki álitshnekkiraö þessari bók sem óneitanlega sýnir hann i mjög óhagstæöu ljósi. Samt get ég varla sakaö höfundana um hlut- drægni, heldur býst ég viö aö þetta sé einfaldlega sú mynd af ferli Gunnars sem þeir hafa — með réttu eða röngu — fengiö út úr athugunum sinum. Sjálf- stæöisflokknum i heild er þessi bók mjög óhagstæð, og ekki verður þaö kennt hlutdrægni, hún eykur held ég engu vib hróður neins núlifandi valda- manns i flokknum, en vekur efasemdir um þá marga, t.d. Sverri Hermannsson og Þorvald Garðar Kristjánsson. Otreiö Gunnars er bara aö þvi leyti verst að mest er frá honum sagt. jl Bókmenntir eftir Helga Skúla Kjartansson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.