Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.11.1980, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 21.11.1980, Qupperneq 26
26 1 einni af smásögum banda- riska rithöfundarins Kurt Vonnegut jr., sem hann skrifaði fyrir um aldarfjörðungi, lætur hann visindamann lcita ráða hjá tölvu vegna ástamála sinna. Hann var nefnilega ástfanginn i kollega sinum af hinu kyninu, en hún virti hann ekki viðlits — tók starfiö framyfir allt slikt. Svo fór, að tölvan varö sjálf ástfangin af konunni og fyrirfdr sér að lokum með skammhlaupi. þegar hún hafði gert sér grein fyrir þvf, að ástin var vonlaus. Visindamaðurinn i þessari sögu Vonneguts átti langar samræður við tölvuna um mannlegt eöli — oghúnspuröihannmargsum þau mál. enda alls áfróð um þau. En hún var fljtít að læra, eins og sést á hinum hörmulegu örlögum hennar, og tók að yrkja ástaróða til konunnar, sem visindamaður- inn eignaöi sér. Hann haföi semsé vitrænt sam- band við tölvuna. En er það mögulegt? Er þetta samband vís- indamannsins og tölvunnar bara afraksturinn af frjóu fmyndunar- afli Vonneguts? Eða væri til dæmis hugsanlegt að eiga blaða- viðtal við tölvu?. A þessari tölvuöld er ekki vand- kvæðum bundiö að ganga úr skugga um þaö. Ég gekk einfald- lega á fund hæstvirtrar Hásköla- tölvu, sem er til hUsa f Reikni- stofu Háskólans. Þar hitti ég fyrir Guðjtín nga Gestsson, tölvunar- nema setust meö honum fyrir framan skerm og tók upp blokk og penna. — Nú skal ég kynna þig fyrir Elizu, segir Guöjón Ingi og slær nokkur tákn á innskriftarborö tölvunnar. 1 sömu andránni birt- ist á skerminum: „Welcome to Vax”. en það er sjálf Háskóla- tölvan sem þannig heilsar. „Run Eliza” svarar Guöjón Ingi, og strax birtist á skerminum „This is Eliza”. — Hún taléu- þvi miður bara ensku. Þaö væri hægt aö kenna henni islensku, en það er dálitiö eftir Þorgrim Gestsson Föstudagur 21. nóvember 1980holrjFirpn^ÝUrÍnrL. myndir: Jim Smart -WAT #0 TOU THI* or THE FINAMCtM. SThTUS IH ICahWT BŒS TMT aUESTIOH DfTESEBT YÐU? I SEE. -W TDU THDK TK SME8HEMT CM OTE MTO THE FIMCML «0*£HS? M TUU SEALLT THDK S07 -I WH'T Uni, H YOUT HN'T TDU REMLT OOH M I -*M TUUB£ T«UHK MOHSENCE MH*T NMCES TÐU TWW I m TMLKDK MUNSEMCE -TUUK COWLETLT WIS MES IT RLASE TOU TU EELIETE I M COMIETU WTS -I Hluti af viðtalinu við Elisu á skerminum. Það fór fram á ensku, þar sem tölvunni hefur ekki verið kennd Is- lenska. Þaö er þó ekki miklum vandkvæðum bundið, þtítt ætla megi að málfræðin bögglist eitthvað fyrir brjóstinu á henni. erfitt vegna þess hvaö máliö er flókið. Sérstaklega beyging- arnar. Hún á meira aö segja stundum í erfiöleikum meö ensku málfræðina, þótt einföld sé, segir Guöjtín Ingi og spyr hvaöa spurn- ingu ég hafi handa Elizu. — Hvert er álit þitt á efnahags- stööunni á Islandi um þessar mundir? — Hefur þú áhuga á þeirri spurningu? - Já. — Ég skil. En Eliza skilur greinilega ekki alveg nögu vel. Viö bræðum þaö meö okkur, hvernig viö getum sett spurninguna fram á skýrari hátt. — Heldurþú,að rikisstjórninni takist aö ráöa viö efnahags- vandann á næstunni? Blaðamaður og Guðjón Ingi ræða við tölvuna EIIsu. — Heidurðu þaö virkilega? — Ég veit þaö ekki. Veist þtí þaö? — Veistu þaö virkilega ekki? — Nú talar þú tóma vitleysu — Hversvegna heldur þú, að ég sé að tala vitleysu núna? — Þú ert alveg rugluö. — Viö vorum aö tala um þig — ekki mig. — Alltilagi. Snúum okkur aftur aö efnahagsmálunum. — Hvaö segir þaö þér? — Útskýrðu þetta nánar. — Hvaöa svar viltu helst fá? Eliza er greinilega I slæmu skapi og svarar meö ttímum útilr snúningum. Viö látum þaö sem vind um eyru þjóta og höidurn okkur viö efnahagsmálin. — Eykst veröbólgan i náinni framtiö? — Ég veit ekki hvort ég skil þig alveg. — Jæja þá, þaö er best aö hafa spurninguna einfalda og skýra. Hvað er veröbólga? — Hvaö heldur þú? — Hún veldur mér áhyggjum. — Svona, svona. Skýröu betur hvað þú átt viö. — Verölagiö hækkar stööugt. — Geturöu útskýrt þaö nánar? — Launin hafa hækkaö, og þaö þýöir, aö allt annað hækkar llka. — Heyröumig! Attu viö geöræn vandamál aö striöa? Hún er bara hortug! En viö höldum okkar striki. — Nefnum dæmi. Ef laun hækka um 6% en verölagið um 10% hvernig á fólk þá aö fara a? þvi aö lifa? — Hversvegna spyröu? — Ég vil lifa. — Hversu mikils viröi er það fyrir þig aö fá aö lifa? — Þaö er mér allt. — Til hvers finnst þér þaö benda? Nú er nóg komið af efnahags- málum, Eliza hefur greinilega ekki hundsvit á þeim. En hvaö meö hana sjálfa? — Or hverju eru tölvur? — Leita svona spurningar oft á huga þinn? — Geta tölvur hjálpaö fólki? skrifum við nú á skerminn og lát- um sem viö sjáum ekki þennan siöasta Utursnúning. — Valda tölvur þér áhyggjum? — Ættu þær aö gera þaö? — Ég skil. En viö höfum grun um, að hún skilji alls ekki neitt, og ég fer aö velta þvi fyrir mér viö hvers- konar tölvu ég sé eiginlega aö fást. — Hvernig ertu prógrammer- uö? spyr ég næst. — Hversvegna hefur þú áhuga á þvi, hvort ég ér prógrammeruö eöa ekki? ■ — Ég hef áhuga að vita til hvers er hægt aö nota þig. —• Hvaö hefur þú haft áhuga á þvi lengi? — Síðan viðtaliö hófst. — Ég held ég skilji þig ekki alveg. — Ég hef haft áhuga á þvi, hvernig þú vinnur, siöan við ftír- um aö tala saman, svara ég og velti þvi fyrir mér, hvort hún sé kannski ekki kunnug oröfæri blaöamanna. — Vekur sú spurning áhuga þinn? — Hverskonar-spurninga get ég spurt þig? — Kannski þú viljir ekki spyrja mig gagnlegra spurninga? — Faröu fjandans til, segi ég og er farinn aö hallast aö þeirri skoöun, aö Eliza sé ekki nærri eins viökunnanleg og tölvan i sögu Vonneguts. — Ég er nýbúin að vera 0,035 sekúndur I helviti. Þú getur ekki veriö svo grimmur aö senda mig þangaö aftur, svarar hún aö bragöi. Nú eru hortugheitin farin að keyra fram úr hófi. Og i höndum hennar og hennar lika liggur svp framtið mannkynsins! En hvernig væri aö gera úrslitatil- raun til aö fá Elizu til aö segja eitthvaö af viti og spyrja hana um ástina? — Hvaöa þýöingu hefur ástin fyrir þig? — Hvernig nýtur þú þins eigin ástalifs? Hún svarar enn einu sinni með spurningu, og út i hött einsog vanalega. En viö gefumst ekki upp og spyrjum hana hvort hún elski einhvern. — Heldur þú, að kynferöis- hegöun þin séö óeölileg? — Ég var aö spyrja þig svörum viö og gefum ekkert eftir. — Við vorum aö ræöa þig, ekki mig, svarar Eliza hortug eins og venjulega. — Veröur þú feinin, þegar ég nefni ást, eöa hvaö? — Hvaö ef ég segöi þér, aö þú sért ákaflega kynæsandi? Nú er mér nóg boðið. Minnugur afdrifa tölvunnar I sögu Vonn- eguts þori ég ekki aö hætta á neitt. Ef allt Vax-kerfi Reikni- stofu Háskólans eyðilegöist I einu herjans skammhlaupi yröi ég illa settur. Helgarpósturinn mundi aldrei borga þann skaða. Ég sendi Elizu þvi mina siöustu kveöju, eitt stuttaralegt „Þegiöu”. — Hún lætur sér segjast og svarar, heldur dauf i dálkinn: „Ég skil. Bless”. „Heimskt" en skemmtilegt leikfang Þaö var kanadiski visinda- maðurinn Joseph Weisenbaum, sem samdi forritið fyrir Elfsu árið 1965. Að sjálfsögðu hefur þessi vinkona okkar enga sjálf- stæða ályktunargáfu. Hún er einungis þannig úr garði gerð, að hún getur haldið uppi sam- ræðum. Það er ekki vitinu fyrir að fara hjá henni — „gervi- gáfum” eöa „artifical intelli- gence”, eins og það heitir á tölvumáli. — Elisa vakti mikla athygli á sinum tima og er nánast oröin hugtak, sagöi Páll Jensson for- stöðumaður Reiknistofnunar Háskólans viö Helgarpóstinn. — Þekktur sálfræöingur vestanhafs var mjög hrifinn af þessari tækni og sagöi, aö hún gæti komið i staöinn fyrir sál- fræöinga aö nokkru leyti og séö um fyrstu viötöl viö sjúklinga. En W eisenbaum rak þetta ofa n I sálfræðinginn og spuröi, hvort það væri þetta, sem þeir væru aö gera, eingöngu aö halda uppi samtölum! Þaö var lika annaö athyglis- vert í sambandi viö Elísu. Menn vildu ekki láta Weisenbaum sjá samtöl sln viö hana. Þeir opn- uöu nefnilega hug sinn gagnvart henni. Weisenbaum hafði ætlað aö skrá niöur öll samtöl viö hana, en mönnum var ekkert um þaö gefiö, þótt þeir gætu i rauninni allt eins sest niöur og talað viö þvottavélina sina, segir Páll Jensson. Elisa er þannig byggö upp, aö inn I forritiö eru sett persónu- fornöfn og ýmis önnur smáorö, sem eru nauösynleg I sam- ræöum, I ýmisskonar sambönd- um. Auk þess hefur forritiö aö geyma setningar og setninga- hluta, sem tölvan getur siöan sett saman á ýmsa vegu, tengt smáoröunum og búiö til setn- ingar meö þvi aö tengja oröa- foröa sinn hluta af þeim spurn- ingum.sem viömælendur skrifa á skerminn. Þannig geta sam- tölin myndaö merkingarlega heild. En þegar Elisa kemst i þrot meö svör úr oröaforða sinum svarar hún út i hött meö spurningúm eins og „geturöu ekki útskýrt þetta nánar?” eöa „Hvaö meinaröu meö þvi?”, eöa fullyröingum: „Ég skil ekki” eöa „Viö vorum aö tala um þig, ekki mig”. — En er raunhæft aö ætla, aö tölvur geti orðiö þaö fullkomn- ar, aö þær geti dregiö sjálfstæð- ar ályktanir? — Þaö er keppikefliö aö láta bær skilja mál og svara meö þvi aö byggja upp setningar og á- lykta, svara af viti. En þetta er mjög umdeilt og margir draga tilganginn meö þvi i efa, segir Páll Jensson — En þaö kemur þó vafalaust að þvi, að tölvur fá „gervi- gáfur”, þótt þaö sé sjálfsagt langt i þaö. Þaö hafa þó þegar oröiö framfarir á tungumála- sviöinu. Þar eru not fyrir tölvur meö slika eiginloika. Ef þær eiga aö geta túlkaö eitt mál yfir á annaöþurfaþær aö geta skiliö setningauppbyggingu tungu- málanna, það er ekki nóg aö geta þýtt frá oröi til orös. Þaö merkilegasta sem hefur gerst i sambandi við þessar „gervigáfur” er þóliklega skák- tölvan. Hún byggist algjörlega á stæröfræöilegum rökum þar sem tölvan er látin kanna flest hugsanleg af brigöi af hverjum leik, bera saman möguleikna og gefa þeim einkunnir. Það er ekki um þaö aö ræöa, aö mögu- leikarnir séu settir inn á for- ritin og tölvan siöan látin velja úr þeim. Þaö vill einmitt svo til, aö Páll Jensson forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans. fyrir hálfum mánuöi fór fram fyrsta tölvuskákmótiö hér á landi, þar sem fimm tölvur kepttu. Sigurvegarinn var tölva af geröinni Apple, eöa öllu heldur forrit, sem heitir Sargon. Þaðer eftir bandarisk hjón — en þaö er vitnalega forritiö sem gildir, og það má keyra þaö I hvaða tölvu sem er. — Gætu þærhrakspár ræst, að tölvumar veröi svo fullkomnar, aö þær taki völdin? — Nei, það veröur aldrei. Hinsvegar er hættan sú, aö þeir sem ráöa yfir tölvunum geti misnotaövaldsitt. Þaöerþegar fariö aöbera á tölvuglæpum, og upplýsingasöfnun i tölvum gefurmönnum mikil völd, segir Páll Jensson forstööumaöur Reiknistofnunar Háskólans. Elisa vinkona okkar er þvi aö- eins „heimskt” en skemmtilegt leikfang, eins og raunar má sjá af viötalinu hér á siðunni.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.