Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 19
belgarpósturinrL. Föstudagur 23. janúar 1981.
19
Myndir af Oliver og félögum
Þjóðleikhúsið:
Oliver Twist.
Leikgerð Arna Ibsen eftir skáld-
sögu Charles Dickens. Leik-
stjóri Bríet Héðinsdóttir. Leik-
mynd og búningar: Messiana
Tómasdóttir. Lýsing: Kristinn
Danielsson.
Helstu leikendur: Þorleifur
Hauksson, Sigurður Sverrir
Stephensen eða Börkur Hrafns-
son, Edda Þórarinsdóttir, Jón
Gunnar Þorsteinsson eða
Ragnar Þór Valdimarsson,
Flosi ólafsson, Bryndis Péturs-
dóttir, Jón S. Gunnarsson,
Jóhanna Norðfjörð, Þórunn
Sigurðardóttir, Sigurður Skúla-
son, Baldvin Halldórsson, Arni
Blandon, Arni Ibsen, Sigurður
Sigurjónsson, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Arnar Jónsson,
Ævar Kvaran, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Valur Gíslason,
Erlingur Gislason, Viðar Egg-
ertsson.
Skáldsaga Dickens um Oliver
Twist hefur verið með vinsæl-
ustu sögum allt frá þvi að hún sá
fyrst dagsins ljós fyrir tæpum
150 árum. Astæður fyrir þessum
vinsældum eru einkum tvær. 1
fyrsta lagi er i sögunni fjöl-
skrúðugt og skemmtilegt
persónusafn, sem er reyndar
höfuðstyrkur flestra skáldsagna
Dickens. 1 öðru lagi hefur sagan
sérkennilegt seiðmagn sem felst
i hrakningum hins góða en um-
komulausa Olivers og þeirri ógn
sem sifellt vofir yfir honum. En
þó illa horfi um stund bjargast
allt og það góða sigrar að lok-
um.
Sagan er yfirleitt fremur
dapurleg og jafnvel sorgleg á
köflum, en það er bætt upp með
skemmtilegum og lifandi
persónuleikum sem lifga þessa
döpru veröld. Áhrif sögunnar
felast i þvi að kalla fram ólikar
tilfinningar, samúð og sorg yfir
örlögum Olivers, reiði yfir ill-
mennsku heimsins, *eftirvænt-
ingu um hvernig allt fari og loks
gleði yfir hamingjusamlegum
endi.
í leikgerð Arna Ibsen er farin
sú leið að sviðsetja helstu atvik
sögunnar, en tengja þau siðan
saman með frásögn sögumanns.
Hér er þvi fremur um að ræða
myndasafn úr sögunni en
dramatiskt leikverk.
Ég er ekki frá þvi að þessi að-
ferð henti ágætlega til að koma
til skila efni skáldsagna, að
minnsta kosti fyrir börn, þvi
oftastnær verður hiö mesta
klúður úr þvi þegar reynt er að
búa til dramatiskt leikverk úr
efnismiklum episkum skáldsög-
um. Mættu leikhúsin gjarnan
sviðsetja fleiri skáldverk fyrir
börn og væri þá ekki úr vegi að
seilast til fanga i okkar eigin
bókmenntum. Þó það komi mál-
inu kannski ekki beint við, má
samt sem áður spyrja hvers-
vegna þessi saga varð fyrir val-
inu úr þvi leikhúsið lagði vinnu i
að sviðsetja skáldsögu fyrir
börn.
Þessi sýning er að flestu leyti
vel unnin. Sviðsmyndin er ein-
föld og stilhrein, einfaldur
sviðsbúningur og fjölbreytt
ljósanotkun vinna vel saman til
að skapa rétt andrúmsloft á
sviðinu og gerir skiptingar
snöggar, en þær eru margar.
Sýningin hefur sterkan
heildarsvip, þar sem leikstjór-
inn hefur lagt áherslu á að ná
fram hæfilegum dapurleika án
þess að tilfinningasemin sé of
mikil. Einnig er dregið úr
grimmd og ofbeldi þannig að sá
þáttur verður ekki heldur of
áberandi. Leikur er töluvert
stilfærður og sumstaðar ýktur,
jafnvel einum um of eins og
Fagin Baldvins Halldórssonar,
sem er litið annað en geiflur og
fettur. Annars eru flestar
persónur, vel gerðar og eftir-
minnilegar og langar mig sér-
staklega að nefna Hrapp Arna
Blandon, Nancy Þórunnar
Magneu Magnúsdóttur, Bumble
Flosa Ólafssonar og Erlingur
Gislason bætir Bill Sikes i
skúrkasafn sitt. Strákarnir sem
leika munaðarleysingjana eru
þrælgóðir og Oliver Sigurður
Sverris Stephensen var sakleys-
ið uppmálað eins og Oliver ber
að vera.
Þorleifur Hauksson, sögu-
maðurinn, er eins og allir vita
frábærupplesari. Ahorfendur af
yngri kynslóðinni hlustuðu á
hann af óskiptri athygli og er ég
ekki frá þvi að þessi mildi
flauelshljómur i rödd hans fái
verstu óróaseggi til að hlusta
grafkyrra.
Það er tvennt sem ég hef útá
þessa sýningu að setja.
1 fyrsta lagi er fyrrihluti
hennar of langur 65—70 minút-
ur. Það er alls ekki hægt að ætl-
ast til þess að krakkar haldi
óskiptri athygli lengur en 45
minútur, enda var kominn
býsna mikill óróleiki i salinn
rétt fyrir hlé. Það var mildri
rödd sögumanns að þakka að
/ Sími 11384
Jólamynd 1980
Heimsfræg, bráðskemmti-
leg, ný, bandarisk gaman-
mynd i litum og Panavision.
International Film Guide
valdi þessa mynd 8. bestu
kvikmynd heimsins s.l. ár.
Aðalhlutverk: Bo Derek,
Dudley Moore, Julie
Andrews.
Tvimælalaust ein besta
gamanmynd seinni ára
tsl. texti
Hækkað verð
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30
Jóhanna Noröfjörð, Sigurður Sverrir Stephensen og Jón Gunnars-
son I hlutverkum sinum i Oliver Twist: „Sýningin hefur mjög
sterkan heildarsvip, þar sem leikstjórinn hefur lagt áherslu á að ná
fram hæfilegum dapurleika án þess að tilfinningasemin sé of
mikil”, segir Gunnlaugur m.a. i umsögn sinni.
*S 1-15-44
óvætturin.
Allir sem með kvikmyndum
fylgjast þekkja ,,Alien’’,eina
best sóttu myndum ársins
1979. Hrottalega spennandi
og óvenjuleg mynd i alla
staði og auk þess mjög
skemmtileg, myndin skeður
á geimöld án tima eða rúms.
Aðalhlutverk: Tom Skerritt,
Sigourney Weaverog Yaphet
Kotto.
Islenskir textar.
Bönnuð fyrir börn.
Svnd kl. 5. 7.15 og 9.30.
Síðustu sýningar.
‘S 1-21 40
Kosningaveizlan
(Dons Party)
Einstaklega hressileg mynd
um kosningaveizlu, þar sem
allt getur skeð. Leikstjóri
Bruce Berseford.
Sýnd kl. 9 Bönnuð innan 16
ára. Laugardag kl. 9.
í lausu lofti
(Flying High)
Sýnd kl. 5 og 7. Laugardag
kl. 5 og 7.
Fólskuvélin
Hörkuspennandi mynd með
Burt Reynolds i aðalhlut-
verki.
Endursýnd kl. 3.
Bönnuð börnum.
Mánudagsmyndin:
Evrópubúarnir
(The Europeans).
Aðalhlutverk: Lee Remick,
ltobin Ellis, Wesley Addy.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
fQÍ 1-89-36
Midnight Express
(Miðnæturhraðlestin)
islenskur texti
Heimsfræg ný amerisk verð-
launakvikmynd i litum sann-
söguleg og kyngimögnuð, um
martröð ungs bandarisks há-
skólastúdents I hinu al-
ræmda tyrkneska fangelsi
Sagmalcilar. Hér sannast
enn á ný að raunveruleikinn
er imyndunaraflinu sterk-
ari. Leikstjóri Alan Parker.
Aðalhlutverk: Brad Davis,
Irene Miracle, Bo Hopkins
o.n.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bönnuð innan 16 ára.
Iiækkað verð.
ekki fór verr.
1 öðru lagi skortir sýninguna
tilfinnanlega húmor. Það eru
beinlinis mannréttindi á barna-
sýningu (og reyndar endranær
einnig) að salurinn fái að skella
ærlega uppúr öðru hvoru. Þó að
sagan sé dapurleg gefa margar
persónurnar tilefni til skemmti-
legheita, en það nýtist ekki i
þessari sýningu. Til dæmis hefði
mátt nota betur frábæran
Hrapp Arna Blandon og sömu-
leiðis persónur eins og Grim-
wig Bedwin, og þjófana hjá
Fagin. Atriöið þegar Fagin er
að kenna Oliver að stela er hálf
máttlaust, en úr þvi hafa yfir-
leitt verið gerð mikil skemmti-
legheit.
Þrátt fyrir þetta þarf samt
engum að leiðast i Þjóðleikhús-
inu yfir þessari sýningu. Ég
held að hún henti vel börnum
niður undir fimm ára og jafnvel
aðeins yngri, en þá þarf að
undirbúa börnin vel undir að sjá
sýninguna.
G.Ast.
//The Pack"
Frá Warner Bros:
Ný amerisk þrumuspenn-
andi mynd um menn á eyði-
eyju, sem berjast við áður
óþekkt öfl. Garanteruð
spennumynd, sem fær hárin
til að rísa.
Leikstjóri Robert Clouse
(gerði Enter The Dragon)
Leikarar:
Joe Don Baker... Jerry
Hope A. Willis ... Millie
Richard B. Shull ... Hardi-
man
Sýnd kl. 5 - 7 og 9
Islenskur texti
Bönnuð innan 16 ára.
„Ljúf leyndarmál"
(Sweet Secrets)
Erotisk mynd af sterkara
taginu.
Sýnd kl. 11.
Stranglega bönnuð innan 16
ára.
NAKNSKÍRTEINI
Slmsvari slmi 32075.'
Xanadu
Viðfræg og f jörug mynd fyrir
fólk á öllum aldri, sýnd með
Dolby stereo hljómflutningi.
Sýnd kl. 5 og 11.10.
A sama tíma að ári
Ihov cotildn’l have cclcbrdted
hdppioi cmniveisdries if thoy woro
m.irned lo edch olher.
'tÍaiiK'Tlinc.''\cxt 'tcar”
Ný bráðfjörug og skemmti-
leg bandarisk mynd gerð
eftir samnefndu leikriti sem
sýnt var viö miklar vinsældir
i Þjóðleikhúsinu fyrir nokkr-
um árum. Aðalhlutverkin
eru i höndum úrvalsleikar-
anna: Alan Alda (sem nú
leikur i Spitalalif) og Ellen
Burstyn.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 7 og 9.
Q19 OOO
■ salur
Sólbruni
Hörkuspennandi ný bandarisk
litmynd, um harösnúna trygg-
ingasvikara, með FARRAH
FAWCETT fegurðardrottn-
ingunni frægu, — CHARLES
GRODIN — ART CARNEY.
Islenskur texti — Bönnuö inn-
an 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og II.
salur
JASSSÖNGVARINN
NEIL DIAMOND LAURENCE OLIVIER
THE JAZZ SINGER
Frábær litmynd — hrifandi og
skemmtileg með NEIL DIA-
MOND — LAURENCE OLI-
VIER.
Sýnd kl. 3.05, 6.05, 9.05 og
11.15.
’Salur
The McMasters
Afar spennandi og við-
buröarhröö litmynd, með
David Carradine — Burl
Ives, Jack Palance — Nancy
Kwan.
Bönnuð innan 16 ára
Islenskur texti.
Endursýnd kl. 3,10 — 5,10 —
7,10 — 9,10 — 11,10
salur
P.
HJÓNABAND
MARIU BRAUN
Hið marglofaða listaverk
FASSBINDERS
Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11.15.