Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 23. janúar 1991 fro/r7FgrnneTfr ,rjnn Fcrðinni var heitið i Félags- heimilið á Seltjarnarnesi. Þar eru Menntskælingar i Heykjavik aö leggja siðustu hönd á gamanleik- inn Vs og þys útaf engu, eftir Shakespeare. Þegar okkur Jim bar að garði, var uppi fótur og fit. Andrés Sigurvinsson leikstjóri gaf lyrirskipanir úr leikstjóra- sætinu, meö kaffibollann i ann- ari hendinni, sigarettuna i hinni. Ilvislari og aðstoðarleikstjóri sátu sin hvoru megin við Andrés og fylgdust með þvi sem gerðist á sviðinu af mikilli athygli. í einu horninu mátti svo sjá leiktjalda- teiknarann og saumakonuna stinga saman nefjum og i öðru horninu lágu einhverjir sveittir yfir námsbókunum. Skyndipróf á morgun! Andrúmsloftiö var þrungið spennu. Jim tók við að íjósmynda sviðið i bak og fyrir en ég nappaði þau Karl Aspelund, Friörik Erlingsson, Steinunni Jóhannesdóttur og Valdisi Gunnarsdóttur fram á gang. Gef- um þeim orðið: — Undirbúningur að Herranótt hófst i haust en þá voru haldin tvö fimm vikna námskeið. Þessi Kládió og Don Pedró: • Skúli Gunnarsson og Karl Aspelund aHaö »» aó rtaetuf , M-R námskeið sóttu um 40 manns og taka þau flest þátt i leikritinu á beinan eða óbeinan hátt. Andrés kom með þá hugmynd að taka fyrir þennan gamanleik og var henní vel tekið. — 1 október fórum við svo að lesa handritið saman. Við fórum i saumanaá textanum og reyndum að finna allar duldar merkingar. Einnig athuguðum við hver tengsl persónanna væru og gátum okkur að einhverju leyti til um fortið þeirra. — Við eyddum örugglega 6 vik- um i þetta. t jólafriinu fórum við siðan að fara i stöður og i janúar fengum við loksins félagsheimil- ið. Það má segja að við höfum búið hér siöan. í gær vorum við til dæmis i 14 klst. hérna! Barlómur — Fir engin aðstaða i M.R.? — Nei, það er varla hægt að segja það. Að visu er einn hátiða- salur þar, en það liggur við að það komist ekki fyrir nema einn flygill þar inni. — Það er náttúrlega mjög slæmt að geta ekki sett upp leikrit i sinum eigin skóla, og fyrir utan það hvað það er dýrt að þurfa aö ieigja húsnæði. — Já, við fáum ekki nema 1000 kall af hverju skólagjaldi i Herra- nótt, þannig aö við erum geypi- blönk. — Æjá, Herranótt hefur alltaf staðið i húsnæðis- og peninga- stappi. — Hvað segja kvenréttinda- konur um þetta nafn, Herra- nótt? — Það er nú það. Það sem tröllriður öllu i M.R. eru þessar hefðir og þetta nafn á rætur sinar að rekja til Skálholtsskóla. Það er orðið svo fast i sessi að erfitt er að breyta þvi. — Innan þessa hóps er ekki kynskipting og það skiptir meira máli. Maður á ekki að vera að breyta nafninu eingöngu til þess að breyta þvi. — Ein af þessum óskráðu regl- um i M.R. er t.d. sú að busar hafa ekki tekið þátt i leiklistarstarf- semi skólans. Við fengum undanþágu frá þessari reglu þvi það var svo gifurlega mikill áhugi fyrir hendi hjá þeim. — Það er eitthvað i kringum 10 busar sem eru i leiknum. Nú bættust Arni Snævarr og Skúli Gunnarsson formaður Herranætur við i hópinn og ég held áfram. — En hvernig er inórallinn i M.R. núna? Upphófust nd miklar umræður. Það virtust ekki allir vera á einu máji um þetta. — Eg veit nú ekki hvernig mórallinn var, en manni hefur heyrst að það sé alltaf við þetta sama. — Þetta hefur alltaf verið mjög vinsæll skóli, það eru alltaf margir sem sækja sérstaklega um að fá að komast i M.R. — En það er stórt bil á milli kennara og nemenda. — Það er nú ekki svo átakan- legt. — Það er mismunandi eftir kennurum. Það er örugglega svipað i öðrum skólum. Gleðileikurinn — Um hvað snýst nú leikrit Shakespeares? — Ys og þys út af engu er fyrst og fremst gleðileikur. Til umfjöll- unar eru aðalsmenn og ástalif þeirra. Það eru sagðar tvær ástarsögur, annars vegar er rómantiskt samband Kládiós og Heróar, sem eru leikin af Skúla Gunnarssyni og Sigrúnu Bjartmarsdóttur, en hins vegar er einhvers konar ást-haturs samband Beatrisar og Benedikts, en þau eru leikin af Astu Ingólfs- dóttur og Arna Snævarr. Nú, það þarf kannski engan að undra, að upp koma margsnúnar flækjur og geypilegur misskilningur en Don Petro, sem leikinn er af Karli Heró og (Jrsúla: Sigrún Bjart- marsdóttir og Þóra L. Péturs- dóttir Þistill og Þöngull: Bjarni Guö- marsson og Steingrímur Másson Og Andrés Sigurvinsson viröist skemmta sér konunglega viö að horfa á krakkana. Aspelund, reynir að stuðla að þvi að allt fari á heillavænlegan hátt. — En það er best að láta annað ósagt, og biða fumsýningar. Hún verður svona i kringum 30. janúar, ef vel gengur. Sami grunntónn. — En hvernig er nú fyrir ykkur að setja sig i spor þessa fólks? — I dag eru allar hugmyndir um siðferði allt aðrar en einhvern veginn er grunntónninn sá sami. — Já maður kannast við þessi vandamál, þau eru öll ennþá til staðar, en þó hafa einhver bæst við. — Karlmennirnir halda sig hafa öll ráð en kvenmennirnir stjórna öllu undir niðri. — Hvernig gengur nú skóla- lærdómurinn i öllu þessu stússi? — Við lærum margt sem ekki er hægt að kenna i fyrirlestr- arformi. — Við reynum svo að sjálf- sögðu að skipuleggja timann vel. — Svo er það að fara eftir þvi sem skipulagt hefur verið. — Já, það getur oft verið slæmt, en fólk i sömu deild hóar sig saman og pælir i bókunum við og við, það er helst fornmáladeild sem sefur i pásum. — Annars er maður orðinn gjörsamlega óþolandi i samskipt- um við annað fólk utan þess sem kemur nálægt leikritinu. Gott timabil — Já maður talar saman i frös- um úr leikritinu. En þetta er búið að vera ferlega gott timabil. — Já, og er ekki rétt að taka það fram að samvinna við leikstjórann er búin að vera eins og best verður á kosið. — Þú meinar harðstjórann. — Það ætti eiginlega að kjósa Andrés inspector næsta vetur, hann hann hefur svo gott lag á honum Guðna. — Við gætum örugglega skrif- að átján binda framhaldssögu um allt sem hefur gerst i kringum þetta leikrit. — Er þá ekki mál að linni... eitthvað að lokum? — „Sem hamslaus ólmast ærð af frekum losta”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.