Helgarpósturinn - 21.05.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.05.1982, Blaðsíða 12
12 Plakatlist í Norræna húsinu, Föstudagur 21. maí 1982 irinn WOR CIRKU/ CINEMA WORLD • CINEMA 'y^R|£TÉ CIRKUS VARIÉTÉ ti. 7. OkH>r. KJ. 7! «B f»Jo*odo Dag«i Jlmerikas Krtge- farberedelse Chaplín rtpelekslieinnnri IWargot Surat AieKftnder & Ketty 2. Juledag Kl. 8: (Kun 5 Dage) Kaper- kaptajnen RODOLPH VALENTINO Skilsmisse-Eksperten Blandt Hovedjœgere MWWi « w *«.<»««» » Vertété-Af delíng: Jova Arikl-Petersen Willuhn Bross Komiak Akrotosök <«t-Te««w 2192 «... t. r>M»»*er»eMlWn f.im.rt g.iutoteem-4; Sm— IHIw paa tím. Opfordring Eneste Gang Fyrtaarnetoa Bivognen i VORE VENNERS VINTER Mmt evrtge Progrwn '4443 Tvö af plakötum Sven Brasch 1919—1921) og á sýningu þýsku blaðanna (Köln 1928). Myndirnar á sýningunni i Norræna húsinu voru valdar með hliðsjón af þvi að aðeins væri ein frumprentun hverrar myndar til á markaðinum og verða þær allar til sölu. Gestum sýningarinnar gefst einnig kostur á að virða fyrir sér verk nokkurra yngri manna i greininni en af verkum þeirra eru til nokkur eintök af hverri mynd. Þá vaknar aðsjálfsögðu spurn- ingin: Hver og hvernig var Sven Brasch? Sven Brasch fæddist i Borup á Sjálandi árið 1886. Hann vakti fyrst á sér athygli sem skop- myndateiknari og varð brátt þekktur fyrir myndir sinar sem birtust i Kolkrabbanum, Hans klaufa og í Politiken. Verk hans sveigðust siðan æ meir inn á braut auglýsinga og verslunar eins og t.d. myndskreytingar bóka, káputeikningar og að sjálf- sögðu plakat-gerð. Á þvi sviði kom hann viða viðog spanna verk hans auglýsingar fyrir leikhús, kvikmyndir og iþróttir, svo eitt- hvað sé nefnt. Framanaf ævinni voru verk Sven Brasch einkum ætluð Dön- um en eftir þvi sem fram liðu tim- ar og frægð hans jókst varð verk- svið hans alþjóðlegt og starfaði hann m.a. um tima fyrir Metro Goldwyn Meyer i Bandarikjun- um. Sven Brasch nam i' Paris og Miinchoi á árunum 1906-1914 og á námsárunum starfaði hann þar einnig. Að námi loknu hélt hann heim til Danmerkur og starfaði þar um tima. Á árunum 1919—1921 bjó hann i Bandarikj- unum en snerisiðan aftur tilDan- merkur og hafði þar sinar aðal- stöðvar. Þó svo að á sýningunni hér i Norræna húsinu gefi aðeins að Þverskurðuraf verkumSvenBrasch — allt til sölu Dagana 25.-31. mal verður hald- in hér i Norræna húsinu sýning á „plakat-list”. Þessi listgrein hef- ur,þrátt fyrir aö vera viöurkennd, oft á tiðum átt erfitt uppdráttar. Nú eru aftur á moti nýjar blikur á lofti. Á undanförnum árum hefur átt sér stað veruleg vakning um heim allan i þessarilistgrein. Margir þekktustu listamanna vorra tfma hafa þar lagt hönd á plóginn og leituö hafa verið uppi verk gömlu meistaranna á þessu sviði. Er skemmst aö minnast þeirrar hrifningar sem endur- prentun á slikum verkum Tou- louse Lutrec og annarra franskra listamanna vakti þegarþau komu aftur fyriralmenningssjónir. Eins og svo oft erum við Islend- ingar nokkuð seinir til að átta okkurá þeim straumum listasem leika um lönd heimsins og ein af- leiðing þess er aö þessi listgrein er því n æst óþekkt hér á la ndi. Þvi ákvað hópur áhugamanna.nánar tiltekið aðstandendur Galleri Niðri,aö gera hér bragarbót á. Leitaðvar til Oktavo s/f og fýrir- tækið fengið til þess að kanna hvort þess væri ekki kostur að fly tja hingað til Islands einhverja af þeim sýningum á „Plakatlist” sem hæst hefur borið i Evrópu. Eftir umfangsmikla könnun ákvað Oktavo s/f aö falast eftir þvi við frú Sonju Vesterholt,sem rekur Plakat-Galleriet i Kaup- mannahöfn og hefur sett upp nokkrar sýningar þar i borg á verkum bæði eldri og yngri manna í þessari grein,aö hún gæfi Islendingum kost á því aö kynn- ast ,,Plakat-listinni” af eigin raun. Fyrir valinu varð svo sýn- ing á verkum danska listamanns- ins SvenBrasch. Allt frumprentanir A sýningunni verður þver- skurður af verkum listamannsins frá árunum 1910—1930, 52 myndir alls. Allt eru þetta frumprentanir af verkum þeim sem hann sýndi m.a. i Salon des humoristes (Paris 1910—1914), The Goupil Gallery (London 1913—14),á sýn- ingu á vegum bandariskra kvik- myndaframleiðenda (New York lita lítinn hluta verka Sven Brasch þá kemur það þegar i Ijós að verk hans eru alþjóðleg. Hér eru ekki á ferðinni nein átthaga- verk heldur myndir sem höfða til hvers manns og allir geta haft ánægju af aðberja augum. 1 þeim má greina norræn, amerisk,þýsk og frönsk áhrif. Umhverfi lista- mannsins hefur mótað stfl hans og starfsvöllur Sven Brasch var allur heimurinn. Þegar fjalla skal nánar um stil listamannsins er rétt að gripa til uppsláttarritanna. Þar segir m.a.: ÞRJÁR VANDAÐAR FRÁ NORÐURLÖNDUM Um nokkurt skeið hef ég gert Flytjendur: Filharmonins Ihlé á umfjöllun um hljómplötur Brassensemble og er það vegna anna á öðrum vigstöðvum. Ég vonast nú til að y/^<-;//// /s"//s'/ / ýy.Á>//í eftlr Halldór Björn Runólfsson Igeta tekið upp þráðinn að nýju, án frekari trafala. Filharmonins Brassensemble: Tónlist eftir Pál Pampichler Pálsson, Leif Thybo, Wlodzimierz Kotonski, Sven- David Sandström. Otgefandi: Caprice CAP 1111. Rikskonserter 1978 Nordiska Musikdagar 1978: Tónlist eftir Lars Edlund, Olav Anton Thommessen, Jukka Tiensuu, Snorra Sigfús Birgis- son, Ib Norholm, Reiner Brede- meyer. Flytjendur: Margvlslegir hljóð- færaleikarar Otgefandi: Caprice CAP 3013. Rikskonserter 1979 Marosensemblen: Tónlist eftir Miklós Maros, Ake Hermanson, Svend-David Sand- ström, Atla Heimi Sveinsson, Bengt Hambraeus. Flytjendur: Marosensemblen Otgefandi: Caprice CAP 1176. Rikskonserter 1980. Dreifing allra þriggja platn- anna: Fálkinn. Mér hafa borist þrjár plötur frásænska fyrirtækinu Cáprice. Þetta eru ákaflega vandaðar hljómplötur vel upp teknar og spilaðar, með gagnmerkum upplýsingum á umslagi og meðfylgjandi blaði um allt sem máli skiptir. Það er sjaldgæft nú til dags, aö sjá jafnmikla vinnu lagða i hljómplötur. Yfirleitt er skortur á upplýsingum versti galli hljómplatna og á ég þá viö plötur frá viðurkenndum fyrir- tækjum, þar sem treysta má upptöku, hljdmgæðum og hljóöfæraleik. NORDISKA MUSÍKDAGAR 1978 ? Hér er ekki rætt um verkin á hljómplötunni einvörðungu heldur forsendur aö útgáfunni, hljómlistarmenn og hljóðfæra- leikara, auk þess fylgja itarleg ágrip um tónskáldin. Þessar vönduðu hljómplötur eru þar að aukiódýrar.eldci bara fyrir það sem i þær er lagt, heldur bornar saman viö aðrar plötur á markaðinum. Allar þrjár plöturnar gefa góða mynd af þvi sem er að ger- ast i norrænni samtímatónlist og jafnframt islenskri tónlist. A hverri þeirra er verk eftir Is- lenskan höfund. Það eru þeir Páll P. Pálsson með „Musik fur -sechs” I fjórum þáttum, Snorri S. Birgisson með „Strok- kvartett”, sem saminn er 1977 og Atli Heimir Sveinsson með verkið „Aría”, einnig frá árinu 1977. Musik fur sechs er samin fyrir lúðra og skiptast meðlimir Fil- harmonins Brassensemble I tvo trompet tvær básúnur, valdhorn og túbu. Þetta er verk þar sem skiptingar eru hraðar milli Páls og þeirrar þýsku tónlistar- hefðar, sem hann er sprottinn úr. Strokkvartett Snorra Sigfúss er eitt af sex verkum sem skipað var á plötu sem helguð er „Norrænum miisíkdögum 1978” iStokkhólmi. Þdttu þessi 6 verk, athyglisverðust og má þaö heita merkileg frammistaöa af svo ungum manni, sem Snorra, að eiga verk I þeim hópi. Verk hans er stutt en litrikt samið fyrir tvær fiðlur, lágfiölu og selló. Það var frumflutt i Amsterdam áriö 1978. Hér er kafað f möguleika strengjanna, enda er uppskeran fáguð og skemmtileg. Arfa Atla Heimis, mun vera samin fyrirMaros Ensemble og þó fyrst og fremst fyrir Ilona Maros, sem syngur þessa tæp- lega 11 min. aríu, með miklum glans. Þaö er ekki fjarri sanni aö kalla þetta verk „textless, crazy and virtuoso coloratura „scene”... „Hressilegt og þanið ber það vott um skilning tón- skáldsins á tækifæristdnlist þ.e. á rödd Ilona Maros sem hann gjörþekkir og þeirri sérstæðu hljóöfæraskipan sem hann velur henni og samanstendur af strengja- og ásláttarhljóðfær- um, einkum slegnum og plokk- uðum strengjum. Hinn jafni og málmkenndi hljómur minnir i senn á tölvur og barokk. Hér hefur verið stiklað á þvi islenska efni sem finna má á plötunum þrem. Verður ekki farið út i að fjalla um aðra lista- menn en af nægu er aö taka, þvi þar eru á ferð margir af þekkt- ustu tónlistarmönnum Norður- landa. Hér er m.ö.o. tækifæri til að kynnast þvi sem er að gerast i skandinaviskri tónlist, flutt af afbragðshljóðfæraleikurum i vandaðri og ódýrri Utgáfu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.