Helgarpósturinn - 21.05.1982, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 21.05.1982, Blaðsíða 28
28 Barátta langhlaup- arans við leiðindin i i Þessa dagana horfa margir á hlaup hér i Reykjavik. Það er þó ekki á vellinum frekar en venjulega og reyndar ekki i sjónvarpinu heldur:- það er i Nýja biói, sem sýnir óskarsverðlaunamyndina Chariots of Fire við mikla aösókn og þar er ekki hlaupiö af neinni rælni. I Nýja biói keppa menn að sigri fyrir Guð sinn aöeins, eða hlaupa til að sýna óvinum framma vesældóm þeirra. Það lif sem þessir bresku hlauparar á fyrri hluta aldarinnar lifðu á litið skylt við gráhversdagsiegan veruleika islenskra hlaup- ara ásiðari hlutanum. Aö minnsta kosti eins og hann birtist Agústi Asgeirssyni sem i um áratug hefur verið okkar besti langhlaupari. Það er heldur litil rómantik i þvi að rifa sig upp snemma á köldum vetrarmorgni og hlaupa i norðangarra ofan úr Breiðholti og niður á Morgunblað þar sem hanh starfar sem blaðamaður. ,,1 rauninni snýst þetta allt um að iáta ckki deigan siga” sagði Agúst þegar hann var spurður.með heiti sögu Sillitoe The Lonely- ness of the Long-Distance Runner i huga hvert langhlaup á lslandi væru ekkiheldur einmanalegtströggl. ,,Um aöláta ekki leiðindin og einmanaleikann ná tökum á sér. Sérstakiega er þetta erfitt yfir vetrarmánuðina þegar ekk'ert er keppt en bara æft.” Eins og iþróttaunnendur vita eru þeir ekki margir sem æfa lang- hlaupaf aivöru hérlendis. Reyndar höfum við aldrei átt langhlaup- araá heimsmælikvarða enda eru aðstæður hér til æfinga hörmuleg- ar. Og núna eru þeir fáu sem stunda þetta sport meira og -minna hver i sinu horni. Skoti& eftir Guöjón Arngrímsson „Þetta er alfarið mitt eigið mál núna”, sagði Agúst. „Þegar ég var að byrja i þessu haföi ég þjáifara, Guðmund Þórarinsson hjá 1K, en núna undanfarin ár hef ég verið minn eigin þjálfari. Eftir stúdentspróf fór ég i nám i Englandi og æföi þar i þrjú ár undir stjórn eins besta hlaupaþjálfara Breta og hélt reyndar áfram að æfa eftir prógrömmum frá honum i tvö ár eftir aö ég kom heim. Siðan hef ég æftmeira og minna ei'tir gamalli rútinu. Ég æfi ekki eftir neinu sérstöku kerfi þ.e.ég er ekki að þjálfa mig upp fyrir ákveðið hlaupeöa ákveðinn tima,heldur fer ég bara út og hleyp.” Þegav Agúst er spuröur hvers végna hann sé að þessu, þegar hlaupin eru að hans eigin sögn barátta við leiðindin verður fátt um svör. „Upphaflega langaði mig i iþróttir á sama hátf og aðra krakka. Það var eflaust hálfgerö tilviljun að ég ilengtist i langhlaupunum. Nú, ineð árunum selti ég mér takmörk, eins og gengur og þvi er ekki aö ne i la a ð m ér fór f ra m. E n r> ú na veitég ekki. Ég varuppá mit besta fyrir nokkrum árum, þannig að ég er ekki að þessu lengurtilaðbæta inig. Eneitthvaðer það. Viss vel- liðan fylgir þessu óneitanlega." Æfingar langhlaupara eru ekki beint fjölbreytilegar. Þær byggj- astá hlaupum ogaftur hlaupum. Agúst hleypur lágmark einu sinni á dag, og tvisvar þegar hann kem- ur þvi við. „Ég hef gert mest af þvi að hiaupa vestur i bæ, en i gegnum tiöinaer égbúinn að hlaupa^ um alla borgina. Um tima hljóp alltaf úr i vinnu, og það reyndist mér ágætlega. Þá lok ég gall ann með mér i vinnuna og skildi svo vinnufötin eftir niðri á Mogga. Nú uppá siðk"astið höfum við nokkrir hlauparar og trimmarar, sem taka þetta svolitiö alvarlega, \ hist á sunnudagsmorgn. 't* um og hlauDið saman 20 . ’ til 30 kilómetra" sagöi AgúsT1 Svona samhlaup eru undantekingin. Langhlaupin eru eins mannssport og þær stundir sem Agúst eyðir I hlaup og þær eru ekki fáar á hann einn með sjálfum sér. Um hvað hugsar hann? „Égreyni að drepa timann með þvPað hugsa um einhver mál —• reyni aðhaldamig við eitthvað afmarkað en láta ekkihugann reika yfir allt og ekkert. Stundum eru það persónuleg mál, stundum þjóð- málin, og stundum tek ég mig til og rauia i huganpm eitthvað iag, svona til aðiáta þetta liða fijótar. Þetta er einmanalegt til lengdar og ég verö áð reyna að gera mér þetta skemmtilegt á einhvern hátt.” Eitt af þvi sem heldur iþróttamönnum eins og Agústi við efnið eru framfarirnar sém óhjákvæmilega koma á vorin ef vel er æft yfir veturinn. Agúst hleypur gjarnan með skeiðklukku i hendinni, eða i vasánum, og tekur timann á ákveðnum leiðum sem hann hleypur aftur og aftur. Hægt og sigandi batnar timinn. En þrátt fyrir samviskusamlegar æfingar i fjöida ára er Agúst samt sem áöur ekki nema miðlungshlaupari á aiþjóðlegan mæii- kvarða. Ogeins og áður var getið höfum við tslendingar aldrei náö aö eignast virkilega góðan langhiaupara. „Skýringin er eflaust sú aö það er miklu erfiðara að æfa hér en erlendis. Æfingarnar byggj- ast á hlaupum, og það veröur aö gera útivið. Þaö er erfitt yfir vetr- armánuðina, svo ekki sé meira sagt. Þó aöstaðan á Englandi, þar sem ég var í þrjú ár, sé ekkert sérstök miðuð viö önnur lönd, þá er samt gifurlegur munur á henni og þvi sem býðst hér. 1 miklu roki gat maður t.d. hlaupið i skjóli eftir skógarstigum svo einfalt dæmi sé nefnt. Það er komið svo aö éf upp kemur efnilegur unglingur þá verður hann að fara til útlanda i nám eða i vinnu ef hann ætlar að ná árangri á alþjóðamælikvaröa. Erlendis er nóg af mótum, sam- keppnin hörðog veðrið gott. Allt þetta er nauðsynlegt”, sagði Agúst. Föstudagur 21. maí ^962-jp^turÍnn ÍlHÁimSÍK HGLUIUKW lcikbús OlO U'iIKl'Hi A(j RKYKJAVlKl IR SÍM116620 Föstudagur: Jói eftir Kjartan Ragnarsson. „Andinn i verkinu er umfram allt notalegur, þaö er skrifað af húmanista, sem lætur sér annt um manneskjur”. Laugardagur: Hassið hennar mómmu eftir Dario Fo. „Þessi sýning er i heiidina séð býsna skemmtileg og á væntanlega eftir að ganga vel.” Sunnudagur: Saika Valka eftir Halldór Laxness. „Sýning L.R. á Sölku Völku er góð i alla staði og ber vitni um metnaðarfull og fag- leg vinnubrögö.” Miðasala i Iðnó kl. 14 - 20.30 heimsfræga myndlistarmenn á boðstólum. Norræna húsið: Elias B. Halldórsson opnar mál- verkasýningu á laugardag i kjallasal hússins. Bogasalurinn: 1 salnum stendur yfir sýning, sem heitir Myndasafn frá Teigar- horni, þar sem sýndar eru ljós- myndir eftir tvær konur, sem báðar voru lærðir ljósmyndarar, Nicoline Weyvadt og Hansinu Björnsdóttur, en myndir þeirra spanna timabilið frá um 1870 og fram yfir 1930. Sýningin er opin á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13.30 — 16. Listmunahúsið: Útlaginn úr kóngsins Kaupinhöfn, Tryggvi Ólafsson, sýnir málverk. Skemmtileg sýning, sem lýkur á sunnudagskvöld. Nýja Galleríið: Magnús Þórarinsson sýnir nýjar oliu- og vatnslitamyndir. Opið kl. 14-18. Ásgrímssafn: Sumarsýning safnsins opnar á sunnudag. Að þessu sinni eru flestar myndanna vatnslita- myndir og hafa margar þeirra sjaldan verið sýndar. Sýndar eru landslagsmyndir, blómamyndir og flokkar mynda úr þjóösögum. Safniö er opið sunnudag, þriöju- dag og fimmtudag kl. 13.30—16 i maí, en daglega, nema laugar- daga,frá og með 1. júní, á sama tima. Aðgangur ókeypis. lítllíf Ferðafélag Islands: Farið verður I fyrstu löngu ferð sumarsins i Þórsmörk i kvöld, föstudagskvöld. Farið verður á Fimmvörðuháls ef veður og allar aðstæður leyfa. Komið til baka á sunnudagskvöld. A laugardaginn verður farið I fimmtu Esjugönguna, lagt af stað kl. 13. Verðkr. 50 A sunnudaginn klukkan 10 árdeg- is verður lagt af stað I ferð á Hrafnabjörg (765 m y.sjó) og kl. 13 verður lagt i ferð að eyöibýlum i Þingvallahrauni. Það veröur létt ganga og kostar kr. 100. íSij ÞJÚDLFIKHÚSIÐ Föstudagur: Amadeuseftir Peter Shaffer. „Hér er á ferðinni stór- gott leikrit, sem að flestu leyti heppnast vel i sviðssetningu.” Laugardagur: Meyjaskemman eftir Schubert. „Sumum kann að koma skemmtilega á óvart, hvert þau lög eru sótt, sem þeir annars þekkja helst frá kringumstæðum, þar sem glóir vin á skál.” Sunnudagur: Meyjaskemman. Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200. ISLKNSKA ÓPERANr Sigaunabaróninn eftir Johann Strauss föstudag kl.20.00 og sunnudag kl.16.00. Vorið nálgast óðumog baróninn hverfur senn af fjölunum. Miðasala kl. 16—20, simi 11475. ósóttar pantanir seldar daginn fyrir sýningardag. Ath.: Ahorfendasal verður lokað um leið og sýning hefst. sÝninijnrsalir Gallerí Lækjartorg: Guðmundur Björgvinsson opnar sýningu á 50 litlum myndum, sem eru unnar með blandaðri tækni — prentlitum, tússi, bleki og lakki. Sýningin veröur opin kl. 14—18 mánudaga til miðvikudaga og kl. 14—22 fimmtudaga til sunnudaga og stendur til 6. júni. Kjarvalsstaðir: Sýning Hauks Dórs og minning- arsýningu Kurt Zier lýkur á sunnudagskvöld. Það sama kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30, hefjast tónleikar á vegum Kammermúsikklúbbsins. Nýlistasafnið: Bandarisku listamennirnir Dan Ake og Peggy Ingalls sýna „upp- stillingu” (installation) dagana 21. til 24. mai. Yfirskrift sýning- arinnar, „Make Soft Weight Quiet” (Gerið mjúka þyngd hljóða) er samantekt á myndræn- um áhrifum frá ferðalagi þeirra um Evrópu siðastliöna þrjá mán- uði. Sýningin verður opnuð kl. 20 i kvöld en veröur siöan opin um helgina kl. 14—22 og kl. 16—22 á mánudaginn. Gallerí Niðri: 1 kjallaranum er samsýning nokkurra góðra listamanna og má þar nefna menn eins og Sigur- jón Ólafsson, Guðberg Bergsson, Sigurð örn Brynjólfsson, Stein- unni Þórarinsdóttur, Helga Gisla- son, Kjartan Guðjónsson og Kol- bein Andrésson. Það sem sýnt er, er teikningar, skúlptúr, grafik, keramik, plaköt og strengbrúð- ur. Auk þess veröa þeir Niðrimenn meö innrömmuð plaköt eftir Listasafn Islands: Frammiá palli er sýning á grafik eftir hinn þekkta danska listamann Asger Jorn. Aðalsalir safnsins eru lokaöir vegna undir- búnings fyrir listahátið. Safnið er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Sýningunni lýkur á sunnudags- kvöld. Eden i Hveragerði: Þar sýnir Ragnar Lár 50 mynd- verk, olíumyndir og grafik. Sýn- ingin stendur til sunnudags- kvölds. Um að gera að skreppa f sunnudagsbiltúr til Eden I góða veðrinu sem verður um helgina. Ásmundarsalur: A morgun laugardag opnar Niku- lás Sigfússon sýningu á vatnslita- myndum á Asmundarsal. Sýn- ingin verður opin kl. 14.00-22.00 um helgar en 17.00-22.00 virka daga. Á sýningunni, sem er þriðja einkasýning Nikulásar, verða 30 vatnslitamyndir, málaðar á s.l. 2-3 árum. Sýningunni lýkur26. mai. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er opið á sunnudögum og miðvikudögum kl. 13.30-16.00. Mokka: Erla ólafsdóttir sýnir myndverk. Bókhlaðan Akranesi: Guttormur Jónsson og Bjarni Þór Bjarnason sýna skúlptúr, lág- myndir, grafik, vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin er opin kl. 16-22 og stendur fram til mán- aðamóta. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík 40 ára afmælis Hússtjórnar- skólans verður minnst með handavinnusýningu, sem verður opin almenningi um helgina. Þar verður til sýnis handavinna nemenda sem stunduðu nám við skólann i vetur og eldri nemenda. Sýningin verður opin kl. 15—22 á laugardag, 13—22 á sunnudag og kl. 13—20 á mánudag. Gallerí Suðurgötu 7: Oey Tjeng Sit opnar sýningu á verkum sinum I gallerlinu kl. 16 á laugardag. Sýningin verður opin kl. 16—20 daglega og lýkur 6. júni. Sit fæddist á eynni Jövu en býr nú og starfar I Amsterdam og hol- lenska menntamálaráðuneytið styrkir för hans hingað. Með hon- um I förinni er sonur hans, Alex- ander og hyggst hann gera kvik- mynd um ferö þeirra feðga, en Sit ætlar að vinna aö myndlist hér- lendis i sumar og opnar sýningu á verkum sinum i Rauða húsinu á Akureyri 19. júni. Höggmyndasafn Ásmund- ar Sveinssonar: Safniö er opið þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl.14-16. Otivist: Lagt verður af staö i dagsferð Hrafnaberg-Reykjanes kl. 13 á sunnudaginn. Fararstjóri verður Þorleifur Guðmundsson. Ferðin kostarkr. 130. twnlist Gamla bíó: Skólaslit Söngskólans I Reykjavik verða á laugardag kl.14. Væntan- lega mikið um söng og gleði. Norræna húsið: Fiðluhópurinn Brotnir bogar heldur tónleika á laugardag kl. 17. Þetta er fimm manna hópur sem var stofnaður á Akranesi og spilarog sýngur þjóðlög frá Norð- urlöndum, Bretlandi og Irlandi. A mánudagskvöld verða siðustu áskriftartónleikar Musica Nova á þessum vetri. Á efnisskránni eru þrjú verk: Sequenza fyrir básúnu eftir Luciano Berio, Sports1 et di- vertissements eftir hinn stórkost- lega Erik Satie, og loks Brunnu beggja kinna björt ljós eftir Guö- mund Hafsteinsson. Flytjendur verkanna eru William Gregory, sem leikur á básúnu, Guörún Snæfriður Gisladóttir sem leikur á sjálfa sig i verki Satie (leikari), Snorri Sigfús Birgisson, sem leik- ur á pianó, óskar Ingólfsson á klarinett og Nora Kornblueh á selló. Þessir frábæru tónleikar hefjast kl.20.30. Iiíúiii ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ág«t ★ ★ góö ★ þolanleg 0 léleg LAUGAWAS ■=iia » Simi 32075 Dóttir k ola námum annsin s (Coaiminers Daugther) Bandarisk. Argerð 1980. Leik- stjóri: Michael Apted. Aðalhlut- verk: Sissi Spacck, Tommv Lee Jones. Prýðilega heppnuö drama- tiserlng á lifi vestrasöngkon- unnar Loretta Lynn. Hvort sem manni likar sú tegund tónlistar eiða ekki þá tekst enska leikstjór- anum Michael Apted að búa til næmlega skoðun á bandarlsku sveitalifi fyrr á öldinni og skemmtilega lýsingu á þvi þegar Htil stúlka úr þessu umhverfi nær frægð og frama innan þeirrar al- þýöutónlistar sem þar þrifst Sissy Spacek er einkar náttúruleg sem Loretta Lynn og Tommy Lee Jones sem klettur I hlutverki eiginmanns og siðar umboðs- manns. ,. 2S* 2-21-40 Ránið á týndu örkinni (Raiders of the lost Ark). Bandarlsk, árgerö

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.