Helgarpósturinn - 21.05.1982, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 21.05.1982, Blaðsíða 29
-------\nT''c n ' - . - ' -• I I j ^ -;■>■•• T I . *( /■ < 'I 1.1 irinn Föstudagur 21, maí 1982 1981. Handrit: Lawrence Dasdan. Leikendur: Harrison Ford, Karen Allen, Wold Kahler, Paul Freeman, Denholm Elliot. Leik- stjóri: Steven Spielberg. Hér er allt, sem prýða má gott bió, afburða tæknivinna i öllum deildum, einkum kvikmyndun, klippingu og bellibrögðum, linnu- laus hraðferð áhorfenda um heim spennuþrunginna ævintýra af hasarblaðaættinni, viðburðarik skemmtun — sem sagt allt, sem prýða má pottþétt bió. Allt nema einhver tilfinning, einhver örlitil mannleg tilfinning fyrir fólki og atburðum. Af hverju fara þessir ágætu menn, Spielberg og Lucas, ekki að nota báðar hendur og þó fyrst og siöast heilabú og hjarta- lag i þágu einhverra viðfangs- efna, sem máli skipta. Hörkuspennandi indiánamynd. Sýnd kl. 3 á sunnudag. Tónabíó: ¥■ Timáflakkararnir (Time Band- its) Bresk-bandarlsk, árgerð 1981. Handrit: Terry Gillian og Michael Palin. Leikendur: John Cleese, Sean Connery, David Warner, Katherine Helmond og margir fleiri. Leikstjóri: Terry Gillian. Austurbæjarbíó: Með hnúum og hnefum (Any Which Way You Can). Bandarisk, árgerð 1981. Leikendur: Clint Eastwood, Sandra Locke, apinn Clyde. Leikstjóri: Ciint East- wood. 1 fyrra var sýnd mynd með þeim félögum Clint og apanum og mátti ekki á milli sjá hvor léki betur og hvor væri meiri api. Kannski fást úrslitin i þessari framhaldsmynd þeirra þróunar- bræðra. Alla vega er Sandra Locke skratti sæt og stendur alltaf fyrir sinu. íS* 1-89-36 Sá næsti (The Next Man). Bandarisk, árgerð 1980. Handrit Mort Fine, Alan Trustman og David M. Wolf. Leikendur: Sean Connery, Cornelia Sharpe, Albert Paulsen. Leikstjóri: Richard Sarafian. Sean Connery er ljósi punkturinn I þessum langdregna en fag- mannlega gerða þriller. Hann leikur saudi-arabiskan hugsjóna- mann, sem verður forsætis- ráðherra á viðsjárverðum timum i oliuviðskipum og alþjóða stjórn- málum. Handritið fjallar I raun ekki um annað en það, hvernig kvenkyns terroristi vinnur á þessum góða manni, þótt i þvi séu einnig þokukenndir tilburðir til dýpri túlkunar á stöðu heims- mála. — Sýnd kl. 5, 9 og 11. — AÞ. Hannover Street. Bandarisk kvikmynd, árgerð 1979. Leik- endur: Harrison Ford, Lesiey-Anne Down, Christopher Plummer. Leikstjóri: Peter Hayams. Orlagamynd, sem gerist i stiðinu. Sýnd kl. 7 Aðeins sýningar kl. 9 alla helgina, en ekki vitað hvaða myrid. Tt io öo<c Mí R-salurinn: A sunnudag kl. 16 verður sýndur siðari hluti sovésku myndarinnar Æska Péturs. Nafn þessa siðari hluta er Pétur keisari.og eins og nafnið bendir til, fjallar hún um Pétur mikla Rússakeisara og er gerð eftir sögu Tolstoj. Með helstu hlutverk fara Dimitri Solotutsin og Natalia Bondar- tsjúk. Leikstjóri er Sergei Gerassimov. öllum er heimill aðgangur. Myndin er ótextuð, en með henni veröa fluttar skýringar. Bíóhöllin Atthyrningurinn (The Octagon) Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Chuck Norris, Lee Van Cleef, Karen Carlson. Leikstjóri: Eric Karson Chuck Norris er frægur karate- meistari i Ameríku og hér fær hann að sýna götu sina i baráttu við alls kyns ömurlega bófa. Gereyðandinn (The Exterminat- or). Bandarisk. Argerð 1980. Handrit og leikstjórn: James Glickenhaus. Aðalhlutverk: Ro- bert Ginty, Christopher George, Samantha Eggar. ★ Þessi bandariska B-mynd hitti biógesti vestra og reyndar viöar i hjartastað. En'þetta er bara þessi venju- legi blóðþyrsti stórborgarvestri um manninn sem hyggst hreinsa til en er að leikslokum sjálfur kominn á kaf I blóðsukkið. Dapur- leg mynd. —AÞ Eyðimerkurljónið (The Lion of the Desert). Bresk-amerisk ár- gerð 1981. Leikendur: Anthony Quinn, Oliver Reed. Sýnd kl. 9 Leitin að eldinum (La guerre du feu) Frönsk, árgerð 1981. Hand- rit: Gérard Brach. Leikendur: Everett McGill, Rae Dawn Chong. Leikstióri: Jean-Jacques Annaud. Sýnd kl. 3, 5 og 7 Chanel (Chanel solitarire). Frönsk árgerð 1981. Leikendum Marie-France Pisier, Timothé Dalton, Rutger Hauer. Leikstjóri: Georges Kaczender. 9.05 P a r t i z a n . Bandarisk-júgóslavnesk mynd. Leikendur: Rod Tayior, Adam West. Um andspyrnuna i striðinu, Titó. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05 og 11.15. Holdsins lystisemdir (Carnal Knowledge). Bandarisk, árgerö 1971. Leikendur: Jack Nicholson, Candice Bcrgen, Art Garfunkel. Leikstjóri: Mike Nichols. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10 og 11.10. Lady Sings the Blues. Bandarisk, árgerð 1972. Leikendur: Diana Ross, Billy Dee Williams, Ri- chard Pryor. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Sýnd kl. 3.10, 5.30, 9.00 og 11.15. Rokk IReykjavík. tslensk, árgerð 1982. Framleiðandi: Hugrenn- ingur. Leikendur: Hljómsveitir margar og fagrar. Stjórnandi: Friðrik Þór Friöriksson. ★ ★★ Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. Lögreglustöðin I Bronx (Fort Apache, the Bronx). Bandarlsk kvikmynd, árgerð 1981. Leikend- ur: Paul Newman, Ken Wall. Leikstjóri: Daniel Petrie. Lögguhasar um hreinsun I einu af skuggalegri hverfum New York. Paul Newman er ekki mjög hress með þetta. Fram I sviðsljósið (Being There) Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld- sögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Ilouglas, Shirley MacLaine. Leikstjéri: Hal Ashby. Meinfyndin mynd um garðyrkju- manninn, sem varð að lifspek- ingi, þar sem hann þekkti aðeins garðinn sinn. Sellers Igóðu formi i góðrimynd. ★ ★ ★ SPl-15-44 tíldvagninn (Chariots of Fire), Bresk, árgerð 1981. Handrit, Colin Weiland. Leikendur: Ben Cross. Ian Charleson. Nigel Havers, John Gieigud, Lindsay Anderson. Leikstjóri: Hugh Hudson.^--£- -fc Þetta er þjóðernisleg hetjusaga, að visu hófstillt og krydduð viss- um skammti af persónudrama, húmor og spennu, en ekki athygl- isverðfyrir neitt annaö en hreina og klára fagmennsku eins og hún hefur best orðið i breskri kvik- myndagerð, smekkvisi og vand- virkni. Eldvagninn er afar snotur mynd, sem engan stuðar, en getur áreið- anlega veitt mörgum ánægju og skemmtan. —AÞ Kjósið rétt! A morgun, laugardaginn 22. mai, munu lands- menn þyrpast að kræsingaborðinu og kjósa sam- kvæmt sinni bestu vitund fulltrúa til bæjar- og sveitarstjórna fyrir næstu fjögur ár. Verði þeim að góðu! Matkrákan, spræk að vanda, flaug i vikunni sem leið á milli kosningaskrifstofa i Reykjavik til að athuga hvað þar væri á boðstólum ætilegt — vegna þess að hún hugðist og hyggst setja saman kosninganáttverö. En hvilik ógn og skelfing varö hún fyrir miklum vonbrigðum. Ekki fékk hún inn- blástur þaðan, öðru nær. Þar var bara eldaður kosningarétturinn gamalkunni, „grátt silfur”, og kræsinni Matkráku kligjar náttúrlega við svoleið- is löguðu. Eða þá þessu sæta og vemmilega bakk- elsi sem liðið ætlar að gæða tilvonandi kjósendum sinum á meðan á gylliboðahátiðum stendur... Uss og svei, slikt og þvilikt er slæmt fyrir rök- hugsun og meltingu, hugsaði þá krákan réttilega með sér og ætlar nú að bjóöa betur: krásum hlaðið kosningaborð, iéttmelt, fjölbreytt, auðskiliö og bráðhollt — sótt sumpart út fyrir landsteinana. Þvi ætli maður sér að fylgjast með framvindu kosninganna þar til yfir iýkur — vaka, vaka og vaka vel — þýðir ekkert að kýla vömbina á is- lenskum þjóðarréttum eins og súrsuðum hrúts- pungum (skyldu þeir annars vera eins vinsælir meðal kvennaframboöskvenna og sumir af hinum framboösflokkunum vilja vera láta?), lambakjöti og gerlasalati, þvi þá krefjast meltingartólin allr- ar afgangs orku og ekkert er eftir fyrir heilabúið. Þannig getum við ekki lagt neinar summur inn á reynslubanka vorn á kosninganótt! Þvi fylgja hér á eftir uppskriftir að réttum, kjörborðssystur og bræður, sem þið ættuð endi- lega að gæða ykkur á, ætlið þið á annað borð að X iUntkrakan eftir Jóhönnu Sveinsdóttur hafa heilsu og þrek til að fylgjast með framvindu mála á kosninganótt. Verið viss um að reynslu- heimur Matkrákunnar spannar privat og per- sónulega yfir alla þessa rétti, þótt uppruni þeirra sé ólikur. Hér eru á ferðinni tveir griskir smáréttir, jwrskhrognakæfan Tarama og hvitlauksstyrkt jógúrt, stappa úr reyktri sild og mexikanskt salat. Munið svo að byrgja ykkur vel upp af korn- og hrökkbrauði. Ef ykkur finnast réttirnir ekki nógu margir, getið þið t.d. bætt við sellerisalatinu frá þvi á sumardeginum fyrsta og morgunsalatinu úr siðasta pistli. Gjörið þið svo vel! Tarama Alveg er ég viss um að einhverjum býður við að blanda saman eftirtöldum hráefnum: gömlu brauði, lauk, þorskahrognum... En kastiði nú for- dómunum fyrir róða, þessi réttur er fljótlegur, ó- dýr, hollur og sérkennilega bragðgóður! 2 stórir laukar 2 sitrónur 100 gr. niðursoðin þorskahrogn olifuolia 1/2 fransbrauð eða heilhveitibrauð l-3ja daga gamalt nýmalaður pipar 1) Leggið hálft fransbrauð i bleyti. 2) Búið nú til mauk úr Iauknum, með einhverjum tiltækum ráðum. Þeir sem eiga Moulinex eða þvi- likt apparat nota það, hinir geta sem best notað venjulegt rifjárn og hreinsað augun i leiðinni. 3) Hrærið saman i skál laukmauki, sitrónusafa, hrognum og oliu. Piprið duglega. 4) Vindið nú brauðið vel og slitið það i sundur i litl- ar agnir (svo!) og hrærið þvi siðan út i skálina. Samlagið tarömuna vel, smakkið á henni og bragðbætið hana e.t.v., með meiri pipar, sitrónu- safa eða oliu. Taraman bragðast best hafi hún fengið að jafna sig i isskápnum i sólarhring, áður en henni er sporðrennt. Hana má svo borða með hvers kyns brauði. Mér þykir hún hvað best með þunnu hrökkbrauði. Agætt en ekki nauðsynlegt er að bera fram meö henni olífur og ferskt grænmeti, s.s. gúrku. Jógúrt með gúrkum og hvítlauk Þessi smáréttur er lika griskur að uppruna, yndislega ferskur og lokkandi. Og i þessu sam- bandi veitir áreiðanlega ekki af smá hvitlauks- skammti til að styrkja minnið á kosninganóttina. 1 gúrka 1-3 hvitlauksrif 1 dós hrein jógúrt 1 msk. olifuolia salt og pipar 1) Merjið hvitlaukinn og hrærið oliunni saman við hann. Saltið ögn og piprið. 2) Skerið gúrkuna i örsmáa bita. 3) Hrærið nú öllu saman og látiö standa i isskápn- um þar til neytt er. Þetta „salat” er sömuleiðis mjög gott með hrökkbrauði. Stappa úr reyktri síld Notalegur réttur úr reynsluheimi Matkrákunn- ar... 200 gr. reykt sild 2 litlir laukar 2 hvitlauksrif 2 egg 6-8 msk. sýrður rjómi 50 gr. smjör nýmalaður pipar 1) Harðsjóðið eggin. A meðan flettið þið roðinu af sildinni og stappið hana með gaffli. Saxið laukinn fint og merjið hvitlaukinn. 2) Bræðið smjörið i potti, setjið lauk og hvitlauk út i og steikið þar til iaukagnirnar eru gagnsæjar. 3) Hellið nú úr pottinum I grunna skál eða fat. Stappiö harðsoðin eggin með gaffli og setjið i skál- ina ásamt sildinni og sýrða rjómanum. Hrærið þessu öllu vel saman og piprið aö vild. Sléttið aö lokum yfirborð stöppunnar, setjiö á hana lok og leyfið henni að hvila i isskáp i a.m.k. klukkutima áður en hún er borin fram. Þá má gjarnan skreyta hana með gúrku og tómatsneiðum. Að minu mati nýtur hún sin best með ristuðu brauði eða hrökk- brauði. Mexíkanskt salat Þetta salat telst e.t.v. iburðarmikið á islenskan mælikvarða, þar sem grænmeti erhér svo sorg- lega dýrt, en ég læt það flakka samt. Þaö er hrika- iega bragðgott og afar skrautlegt. 150 gr. hrisgrjón 1 rauð paprika og 1 græn. Nú eða þá tvær eins. 3 bananar 2 tómatar 1 dós (u.þ.b. 300 gr.) niðursoðnar maisbaunir safi úr einni sitrónu salt og pipar 50 gr. ósaltaðar heslihnetur 100 gr. rækjur 2 steinseljukvistir eða samsvarandi magn af þurrkaöri steinselju 1) Sjóðið hrisgrjónin og kæliö þau siðan. 2) Skerið paprikurnar eftir endilöngu, fjarlægið kjarna og fræ og skerið þær siðan i litla ferninga. Sneiðið bananana og skerið tómatana i litla bita. Hellið maisnum i siu og látið vökvann drjúpa af honum. 3) Blandið saman sitrónusafa og oliu, piprið (og saltið) og hrærið sósuna dágóða stund. Finsaxið hneturnar og grófsaxið steinseljuna. 4) Setjið nú i salatskál hrisgrjón, tómata, papriku, banana, mais og rækjur. Hellið sósunni yfir, sam- lagið salatið varlega og stráið að lokum yfir það söxuðum hnetum og'steinselju. — Borðist vel kalt. Eftirþankar Reynsluheimur kvenna og manna er eðlilega misjafn eftir stétt, kynferði og búsetu. Það hefur 't.d. komið skýrt fram i slagorðum og kosningalof- orðum. En viðbúið er að einhverjir frambjóðend- ur hafi reynt að vilia á sér heimildir i atkvæða- veiðunum, eða hvað? — Þess vegna fara hér á eft- ir nokkrar spurningar sem Matkrákan mælir með að Reykvikingar melti með sér eftir að þeir hafa gengið að kjörborði og kosningahlaðborði. Pláss- ins vegna eru þær aðeins sex: 1) Hvernig skilgreinið þið hægri og vinstri væng? 2) Athugið sögulegan uppruna orðsins giundroðL Hvort er glundroðinn meiri á hægri eða vinstri væng? Eða finnst ykkur hann kannski ekki vera til staðar? 3) Mun svartnættiö taka við ef ævintýrinu lýkur? 4) Skyldi sumarið koma 3-4 vikum seinna til til- vonandi húsbyggjenda? 5) Getur reynsluheimur kvenna höggvið þvert á flokksbönd? 6) Mun framkvæmdarstjóri Helgarpóstsins, BjarniP. Magnússon, fá að stiga i jafnréttisvæng- inn viö Kvennaframboðskonur aö kosningum loknum, eins og hann hefur lýst yfir i ræðu og riti að sig blóðlangi til að gera? Svörin veit væntanlega ekki bara Matkrákan fljúgandi... Sýnd ki. 5,7.30 og 10.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.