Helgarpósturinn - 25.06.1982, Síða 13

Helgarpósturinn - 25.06.1982, Síða 13
13 ~Vln%ti irinn pöstudagur 25, júní Í982 Tvær gerólíkar túlkanir Erik Satie (1866—1925): Pianóverk, vol. 1 Flytjandi: Aldo Ciccolini Útgefandi: EMI, La voix de son maitre, 069—10780, 1976 Dreifing: Fálkinn Erik Satie (1866—1925): Pianóverk frá yngri árum, vol. 2 Flytjandi: Reinbert de Leeuw Útgefandi: Philips, 9500 870, 1980 Dreifing: Fálkinn Hér eru á ferðinni tvær hljóm- plötur sem vert er að bera saman. Annars vegar er það 1. platan af 5, sem EMI hefur gefiö út i samráði við Pathé-Marconi i Frakklandi, þar sem italski pianósnillingurinn Aldo Cicco- lini leikur pianóverk eftir Satie. Hins vegar hafa Hollendingar gefið út þrjár plötur i kassa (sem einnig er hægt að nálgast einstakar) og er það fyrirtækið Philips, sem fengið hefur Rein- bert de Leeuw, þekktan Satie- túlkara til að spila þar ung- dómsverk tónskáldsins. Það kom i hlut Saties að gera tilraunir með hljóma og Iitil smálög, sem bryti i bága við iinpressióniska rómantik Wagners og þýska skólans. Tvi- tugur að aldri, var hann þegar tekinn að hreinsa tónlist sina af öllum „óþarfa” hljómum, eins og hann kallaði þaö og þegar hann kynntist Debussy á veit- ingastaðnum L’Auberge du Clou árið 1891 (en þar vann Satie fyrir sér sem pianóleikari), lét hann I ljós áhuga sinn á að finna nýja léiö i tónlist. „Þaö átti ekki að vera tónlist með súrkáli”, og þótt Satie væri engan veginn á móti Wagner sem slikum, tjáði hann Debussy „að Frakkar yrðu að finna sina eigin tónlist”. Að visu er það merkilegt hverju Wagner tókst að áorka, ekki aðeins gegnum eigin læri- sveina heldur og gegnum þá, sem allt vildu til vinna til að losna undan áhrifum hans. Það er kaldhæönislegt til þess að hugsa, að Wagner hefur átt stóran þátt i aö flýta fyrir fram- gangi franskrar nútlmatón- listar, ef marka má orð Saties viö Debussy. Þó voru allir þeir hlutir sem Eirik Satie þróaöi, þegar fyrir hendi i pianótónlist rómantikur- innar. Margt af tónlist Chopins bendir til módaliskra tilrauna einfaldrar linu og áherslu á transpósisjónir. Má benda á nokkrar hægar og melankólskar prelúdiur, sem einmitt byggja á einföldum endurtekningum og lágmarksúrvinnslu, i þróun stefja. Þá hefur austurriski pianistinn Alfred Brendel bent með frábærri plötu sinni og texta, „Seinni verk Liszt” (einnig frá Philips), á þátt ung- verska tónskáldsins i þróun nútímatónlistar. Sá þáttur er ekki smár og byggir eínmitt á likum atriðum og menn vilja eigna Satie. Þannig má ljóst vera, að Satie rær ekki einn á báti i tilraun sinni til að fjar- lægjast Wagner og þýska skól- ann. Slika hluti þarf að hafa i huga, þegar sest er niður til að gera samanburð á túlkun Ciccolinis annars vegar og De Leeuws hins vegar. Ciccolini tengir Satie við franska (og evrópska) hefð, eins og hún kemur fram i pianó- tónlist á seinni hluta 19. aldar. Hann leggur mikiö upp úr lýr- iskri stemmningu, sem tónlist Saties er full af, en dregur að vissu leyti úr sérkennum tón- skáldsins sem fútúrista og fyrir- boöa listræns fáránleika. Ef- laust kannast flestir betur við stil Ciccolinis, en túlkun hans hefur verið notuð i fjölmargar kvikmyndir, gamlar og nýjar (nú siðast i kvikmynd Saura, „Elisa, vida mia”). Eg er samt ekki fjarri þvi að ætla, aö Reinbert de Leeuw hafi margt til sins máls, þegar hann bendir á þær áherslur sem Satie leggur i þróun tónsmiða sinna. Hin hægu og tilbreytingarlausu stef, sem leiða til þess að Satie hættir að nota taktstrik og hin næsta fátæklega úrvinnsla hlýtur aö enda I „tilbreytingar- leysi lifsleiöans”. Reinbert de Leeuw spilar smástykki Saties undurhægt, svo hægt að maöur spyr sig hvort hann sé sofnaöur við flyg- ilinn.Þó erj túlkun hans einhver seyðandi kraftur, S'»m gerist áleitnari og áleitnari, eftir þvi sem oftar er hlustað. Báðar eru plöturnar frábær- lega túlkaðar og erfitt að skera úr um hvort léttur elegans Ciccolinis, eða djúp nákvæmni De Leeuws er hinn rétti máti. Ég get ekki gert þá spurningu upp viö mig. Hins vegar er hljómur platnanna mjög góður, þótt hollenska platan sé fjórum árum yngri. Mikill endir Lítiðog sætt Það verður að virða til vor- kunnar, þótt farið sé á hunda- vaði yfir næstsiðustu tónleika Listahátiðar. En sjálfsagt er að þakka Ungverjanum Zoltán Kocsis fyrir komuna hingað. Hann var sist lakari en Ivo og spilaði altént betri verk eftir Chopin, ekki sist Polonaise Phantasie op. 61. En auk þess gaf hann okkur gotteri úr heimalandinu frá Liszt og eftir Arna Björnsson tónverka eiga sér annars langa og litrika sögu og ekki ætið sem skemmtilegasta fyrir viðtak- andann siðarmeir. Þar sem þetta var heims- frumflutningur hafði auðvitað enginn neitt til samanburðar. Hann höfðu menn hinsvegar nógan i Brandenborgarkonsert Bachs nr. 5. Og hann var Lundúnasinfóniettunni allsekki i óhag, án þess þurfi þó að setja hana neinni skör hærra en Kodálytil sjálfs sin. Kodály er enn of litt kunnur hér og endur- minningar Liszts um gosbrunna og kýprustré Rómar eru ekki það sem við þekkjum mest frá honum, enda þótti þetta vist framúrlegt fyrir hundrað árum. Sjálfur fetaði Zoltán i spor gam- alla kunnáttumanna með út- setningu sinni á atriðum úr Parsifal Wagners. Kannski var þetta allt heldur af sætara tag- inu, en ekki svo að neinn þyrfti að fá i magann af, enda náttúr- legur ávaxtasykur. Thc London Sinfonietta var önnur litil sæt heimsókn, sem byrjaði föstudagskvöldið á þvi að heimsfrumflytja verk frá síöasta ári, sem heitir „Little Swect” og er eftir Jonathan Lloyd. Þessir þrír dansar eru samdir handa tveim börnum hans bornum og einu óbornu. Þetta voru hreint ekki svo galin smáverk og ekki ástæða til að vorkenna saklausum börnunum neitt fyrirfram. En tileinkanir Kammersveit Reykjavikur, þegar henni tekst vel upp Stórt og strangt Þegar minir likar fengu hug á rússneskum óperum fyrir svo- sem þrjátiu árum, var ekki mikið plötuúrval af þvi taginu. Maður reyndi að fá eitthvað lán- að hjá MIR, en þar var fátt um fina drætti og plöturnar slæmar og slitnar af notkun. Þegar svo loks var lagt i fjárfestingu, var helst völ á plötum með Búlgar- anum Boris Christoff og rúss- neska kórnum i París. En það var heldur ekkert hoj. Það er kannski til marks um, hvað maður hefur alltaf verið lélegur bolsévik, aö aödáunin varð ekki hamin, þótt reiknað væri með að Boris þessi væri „svikagi”, úr þvi hann bjó fjarri sinu „sósialiska” ættlandi. En i ölteiti fyrir 25 árum tjáði mér núverandi aðalfulltrúi Búlgara hjá SÞ, ágætismaður, að Boris væri „prógressífur maður og gúmanisti” og mikill ættjarðar- vinur, þótt hann kysi að búa vestra sakir listrænna mögu- leika. Kannski var ég þá ekki svo slakur I bolsévismó eftir alltsaman. Aldrei hittist svo á i útlandinu, að færi gæfist til að sjá og heyra þessa hálfgerðu goðsögn sína. En nú stóð hann allt i einu á sviði Laugardalshallar og ekki nema 63 ára, virðulegur og ráð- rikur, spar á bros og bukt og leikrænir tilburðir i lágmarki. En hann vann það afrek þrátt fyrir firnavondan hljómburð hallarinnar að láta jafnvel hvislið ná til allra átta og til- finninguna i hverjum söng hrislast um áheyrendur. Það er einsog maðurinn hafi heila hljómleikahöll uppi i sér. Um það hefur verið kallsað, að rússneskar og búlgarskar bassaraddir hafi þróast svo frá- bærlega gegnum aldirnar, af þvi engin hljóðfæri voru leyfð i orþódoxu kirkjunni og bassarnir urðu þvi að koma i stað djúpra orgeltóna. Sömuleiðis séu tenór- Boris Christoff — „Þaö er eins og maðurinn hafi heila hljóm- leikahöll uppi i sér". ar þeirra svona geldingslegir, af þvi engar konur hafi mátt syngja i kirkjunni. Hvað sem því liður er Boris af allrabestu tegund þessarar miklu bassahefðar. Maður var óvanari þvi að heyra hann syngja á öðru en rússnesku, en Mozart og Verdi léku honum ekki siður i munni. Samt var eins og honum létu betur hinir átakanlegu söngvar Bankós og Filippusar II. en kaldhæðni Leporellos. Hann lauk lista- hátíðinni með hinum magnaða Dauða Boris Godunov eftir Mússorgski, en áður hafði hann farið á kostum i hinni frægu ariu úr 4. þætti lvars Súsanin eftir Glinka. 1 þvi sambandi má nefna dæmi þess, hvað yfirvöld hafa löngum verið merkilega viðkvæm gagnvart óperunni, einsog Verdi fékk heldur betur að kenna á lengi vel. Hvaö má i óperu? Það litur út fyrir, að Rússa- keisurum hafi lengi frameftir öldum verið bölvanlega við músík, þvi þeir bönnuöu þrá- sinnis allan söng og hljóðfæra- slátt á almannafæri. Enda þótti bændunum gaman að múslk, og það hlaut að vera tortryggilegt i augum hirðarinnar. Undan- tekning var Ivan 4. á 16. öld, sem kom á fót tónlistarskólum, enda gáfu eftirmennirnir og að- allinn honum viöurnefnið „grimmi”. Um miðja 17. öld var svo tekið að flytja til hirðarinn- ar útlenda tónlistarmenn, sem ekki þóttu eins hættulegir. Samt gekk það ekki andskotalaust af kirkjunnar hálfu, þar til Katrin mikla fór sjálf að semja óperu- texta seint á 18. öld. Enn var þó- ekki til nein rússnesk ópera, sem það nafn væri gefandi. Mfhail Glinka (1804—57) var stórbóndasonur með tónlistar- bakteriu, sem tók að þjást af þrá látum höfuðverk, meltingar- truflunum og svefnleysi þegar átti að nota hann sem skrif- stofumann i ráðuneyti. Foreldr- arnir sendu hann i heilsubótar- ferð til ttaliu. Honum dvaldist þar og i Berlin 3—4 ár, kynntist m.a. Bellini og Donnizetti og sneri heim staðráðinn i að semja alrússr.eska óperu. En öll byrjun er erfið. Hvar og hvernig átti að fá hana sýnda? Tsjúkofskí hét einn kennari keisarasonarins. Hann var vin- ur Glinka og ráðlagði honum efni, sem vegsamaði hollustu við Romanoff-keisaraættina. Þeir komu sér saman um bónd- ann ívan Súsanin.sem árið 1613 fórnaði lifi sínu með þvi að leiða á villigötur pólskan herflokk, sem ætlaöi aö koma að keisar- anum óvörum. Nikulás keisari tcm m.a.s. á eina æfingu og lik- aði sæmilega, gjóaði samt aug- um á Glinka og undraðist að fyrsta rússneska óperan skyldi eiga að heita eftir bóndadurg. Glinka var fljótur að hugsa og sagði þetta ekki annað en vinnu- titil. 1 rauninni ætti hún að heita Lif fyrir keisarann.'og bað um að mega tileinka óperuna honum sjálfum. Nú var Nikulás ánægð- ur, kom á frumsýninguna 1836 og klappaði öðrum til eftir- breytni. Byltingarmennírnir frá 1917 breyttu auðvitað nafninu aftur i Ivan Súsanin til að upphefja alþýðumanninn. En ekki nóg með þaö. Stundum hafa þeir tekiö upp á þvi að útrýma keisaranum með öllu úr óper- unni og setja i staðinn hrossa- kaupmanninn og þjóðhetjuna Minin.sem uppi var um svipaö leyti (d. um 1616) og skipulagði einmitt heimavarnarlið gegn Pólverjum. Osagt skal látið, hvort þaö skipti máli, að til var á okkar öld annar Minin (1882—1962) sem m.a. var rekt- or Leningradháskóla og hug- myndafræðilegur hreinsunar- maður.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.