Helgarpósturinn - 13.08.1982, Síða 5
örtölvubyltingin svokallaöa setur
töluveröan svip á alla umræöu um
nánustu framtiö mannkynsins og Val-
garður er ekki sá eini af viömælendum
okkar sem leiöir hugann aö tölvuvæð-
ingunni. Hildur Einarsdóttir, blaöa-
maður á Morgunblaöinu,álitur, aö á
þessum áratug munum við standa á
þröskuldi töluverðra þjóöfélags-
breytinga, ,,sem koma i kjölfar örrar
tækniþróunar, þar sem tölvutæknin
mun koma inn á flest svið daglegs lifs
og hafa áhrif á það.
Heimsmyndin á eftir að halda áfram
að breytast á þessum áratug er viö
komumst i samband við gervihnetti
sem flytja okkur efni frá ólikum
menningarsvæðum. Raunverulega á
þetta eftir aö gjörbreyta viðhorfum
fólks, það fer að hugsa i stærri ein-
ingum, þ.e. hið alþjóðlega sækir á, en
þjóðernisviðhorf verða endurskoðuð.”
A meðan sérfræðingar tala fjálglega
um örtölvubyltinguna og allt hið góða,
sem hún mun færa okkur — meiri fri-
tima, meiri hagsæld, svo eitthvað sé
tint til — gætir ákveöins ótta al-
mennings andspænis þessum nýju og
flóknu tækjum, ótta við að talvan
kunni að ná yfirhöndinni eins og
Stanley Kubrick sýndi svo eftirminni-
lega i mynd sinni 2001.
„Tölvur eru bara til göðs”, segir
Haraldur Ólafsson lektor, þegar hann
er spurður hvort ekki sé ákveöin hætta
samfara tölvuvæðingunni, sem allir
tala um. ,,Ég held, að tölvur séu fyrst
og fremst hjálpartæki, og ef rétt er á
málunum haldiö, þýðir öll sjálfvirkni
aukna framleiðni, og við getum lifað
betra lifi. Ég held, aö það sé nauðsyn-
legt að eyöa öllu dularfullu i kringum
tölvurnar. Þær eru mjög fullkomin
tæki, sem gera okkur allt auðveldara
en áður.”
bioftleiðsla til
tungslins
Tuttugasta öldin er oft nefnd geim-
öldogþarf engan að undra. Það fer þvi
ekki hjá þvi, að geimferöir og annað,
sem þeim tilheyrir, blandist inn i um-
ræðuna, þósvo aö þaö eigi ekki eftir að
verða islenskur veruleiki á þessum
áratug. Guðbergur Bergsson rithöf-
undur er þeirrar skoðunar, að geim-
ferðir eigi eftir að setja mikinn svip á
niunda áratuginn.
,,Ég held, að helstu einkenni áratug-
arins verði þau, að maðurinn geti i
fyrsta skipti flúið jörðina, og hann fer
að leita til annarra hnatta”, segir Guð-
bergur.
Hann segir, að maðurinn sé sifellt að
flýja heimili sitt og land, en nú muni
hann geta flúið jörðina og hafið land-
nám á öðrum hnöttum, þar sem ekkert
loft er. Maðurinn fari þá að búa til
loftslag, t.d. á tunglinu.
„Þar sem maðurinn uppgötvar
aldrei neitt, heldur leiðir eitt af öðru,
mun gasleiðslan, sem nú er verið að
leggja frá Siberiu til Evrópu, hafa þær
afleiðingar i för með sér, að maðurinn
mun byggja loftleiðslu til tungslins.”
Þess vegna mun mannkynið,að áliti
Guðbergs, leggja höfuð áherslu á
ræktun, þar sem gróðurinn framleiðir
það súrefni, sem við öndum að okkur.
Og áfram með tæknina, þvi að hún
lætur sannarlega ekki að sér hæða.
Guðbergur telur, að annað afrek
mannkynsins verði uppgötvun eilífð-
arinnar: Það muni gerast á þann hátt,
að þegar einstaklingur fæðist, verði
gerð af honum tvö eintök, sem muni
lifa hvort i framhaldi af öðru, og þegar
það seinna deyi veröi gerð önnur tvö
eintök o.s.frv. Þegar hafi verið gerð
tvö eintök af sömu rottunni og rottan
sé þvi hinn sanni frelsari mannkyns-
ins.
Hildur Einars-
dóttir
stæll seinni hluta niunda áratugarins
verðianarkiskur.
Hann bendir á að I pólitikinni
höfum viö þrjár kynslóðir. Fyrst sé
kreppukynslóðin.dugandi menn, sem
séu miðstýringarmenn, siöan komi
palesanderkynlóðin, sem hafi dugað
lakar.og loks þriðja kynslóðin, sem sé
anarkisk.
„Ég held, að sú hugmyndafræöi sem
er að ryðja sér raut, sé valddreifingin,
og að menn fari að dusta rykið af
gömlu anarkistunum. En hver meöal-
greindur menntaskólapiltur heldur, að
anarkistar hafi eingöngu verið menn,
sem drápu rússneska keisarann. Vald
spillir, og þvi minna vald, sem er á
miöjunni, þeim mun betra.”
Þá segist hann sannfærður um að
hanseigið lagafrumvarp um niðurbrot
miðstýringar i verkalýöshreyfingunni
verði samþykkt.
Haraldur ólafsson telur, að tals-
veröar sviptingar geti orðið i stjórn-
Dnmantikin á fullu hjá unga fólkinu
Látum þetta duga um hugleiðingar
manna um tækni komandi ára og snú-
um okkur frekar að mannlifinu og
þjóðlifinu. Vilmundur Gylfason
alþingismaöur heldur þvi fram, að
iA^narkí
málunum á þessum áratug, og að þær
muni verða vegna hagnýtingar auð-
linda landsins. En sú tilhneiging verði
rikjandi, að menn reyni aö ná skyn-
samlegum árangri.
Hollustan góöa
En hvað með lifsstil okkar á þessum
áratug, verður hann eitthvað svipaður
þvi sem hann er I dag eða á hann eftir
að breytast mikiö? Viðmælendur okk-
ar eru á þvi, að hann verði svipaður og
ef eitthvaö horfi allt til betri vegar.
Vilmundur telur að menntun almenn-
ings eigi eftir aö aukast enn meir en nú
er, og að þaö sé af hinu góða. „Það aö
vita er undirstaöa mannlegrar ham-
ingju”, segir hann.
Haraldur ólafsson er þeirrar skoö-
unar, að i náinni fratið muni fólk lifa
hollara lifi. en áður og merki hann það
á þvi, að fólk sé farið að borða betri
mat og að áhugi á iþróttum og útivist
hafi aukist á siðustu árum.
Vilmundur talar á svipuðum nótum
og segir, að umhverfismál eigi eftir að
skipta okkur miklu máli. Sem dæmi
nefnir hann, aö fólk vilji nú vernda
gömul hús, og tilhneigingin eigi eftir
að verða enn frekar i þá átt.
Hildur Einarsdóttir telur, að hagir
fólks eigi eftir að breytast mikið, þeg-
ar tölvuvæðingin hefur innreiö sina á
heimilin með heimilistölvuna i farar-
broddi. „Þvi tölvan á eftir að koma
okkur i beint samband við helstu
stofnanir þjoöfélagsins og upp
lýsingabanka, þarsem viö fáum fyrir-
greiöslu og svör við þeim vandamál-
um, sem upp koma. Þetta á eftir að,
gera fólki kleift aö leysa sjálft úr sin-‘
um málum án beinnar utanaðkomandi
aðstoðar, og gera manninn óháðari
hjálpsemi eða afskiptasemi annarra,,
og um leið sjálfstæðari.”
Hildur talar einnig um að bóksala
muni dragast enn meira saman á
þessum áratug en þegar er oröið, og
aðsókn muni minnka að kvikmynda-
húsum, þegar myndbönd eða mynd-
skifur veröa orðin algeng heimiliseign
um miðjpn áratuginn.
„Fólk á eftir að eignast ferðamynd-
segulbandstæki, þar sem þaö getur
tekiö upp eigiö efni, og myndsegul-
bandstækið á seinna eftir aö verða al-
menningseign, eins og t.d. ljósmynda-
vélin er orðin núna”, segir hún.
Lfgl __________
,rjnn Föstudagur 13. ágúst 1982
Allir
menninguna
Þetta tal leiðir kannski hug okkar að
blessaðri menningunni, eins og hún er
kölluð, og hvaö veröi um hana á þess-
um timum tækninnar. Mun hún endan-
lega deyja drottni sinum innan um alls
konar viravirki og rafeindadósir? Al-
deilis ekki. Hún verður blómlegri en
nokkru sinni, ef aö likum lætur.
„Mér sýnist við vera á leið inn i
frjótt timabil hvað varðar listir og
bókmenntir”,segir Haraldur Ólafsson.
„Islensk kvikmyndagerð, sem er aö
verða til, bendir I þá átt. Þetta eru ekki
eftirapanir, heldur eitthvað ferskt og
nýtt. t myndlistinni er lika ákflega
mikil frjósemi.”
Haraldur segir, að þetta minni sig á
fyrstu árin eftir lýðveldisstofnunina,
en á þeim áratug hafi verið mikið
skapandi starf.
Guðbergur Bergsson heldur, að
fjöldamenningin svokallaða muni
hverfa, og þar af leiðandi muni hver
einstaklingur lifa eftir sinu höfði.
„Hér verður það einkennandi að all-
ir fara að þýða bækur og þar af leið-
andi hverfur úr sögunni hinn sjálfs-
ánægði menntagaur, sem var mikið i
tisku hér. Alþýöulist verður studd, og
með auknum fritima mun fólk snúa
sér meira aö list, sem veröur til
heimilisbrúks. Vegna þýðinga og
tengsla við útlönd mun hámenning
risa og fúskararnir hverfa, vegna þess
að fólk fer að hafa vit á listum”,segir
hann.
Vilmundur Gylfason er svipaös sinn-
is og Guðbergur, og segir, að menning-
arlegum þátttakendum muni fjölda,
og hann segist hafa miklu meiri trú á
fólki en svo, að hann óttist, að fjölda-
menningin muni gleypa allt.
Við skulum þá bara slá botninn i
þetta, og vona aö niundi áratugurinn
verði jafn góöur og menn ætla, og að
allt heimsendatal eigi ekki við nein rök
aö styðjast. Það verður gaman að lifa
á morgun.
„Fólk verður bjartsýnna, þegar á
liður. Svartsýnin veröur ekki eins á-
berandi og hún er núna”, segir hann.
fölvur til góðs
Haraldur Ólafsson