Helgarpósturinn - 13.08.1982, Page 6
Föstudagur 13. ágúst 1982
urinn.
Þaö er tómlegt i Höllinni þessa dagána. En þann tuttugasta veröur
komin upp sýning á annað hundraö fyrirtækja á öllu til heimilisins.
„Þetta smeilur saman siöustu fjóra dagana”,segir Guömundur Ein-
arsson framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar i Reykjavik (myndin).
Jóhann Hafstein skrifstofustjóri er til vinstri. (Mynd: Jim Smart)
Guðmundur Einarsson fór frá kirkjunni
á kaupstefnuna:
Allt milli himins
og jarðar á Hejmili
og fjölskyldu ’82
Þegar menn taka sér árs orlof frá
störfum reyna flestir að nota
o
§
I
o>
1
99
tímann til þess að gera eitthvað al-
veg nýtt. Margir leggjast í ferðalög
og láta rætast gamla drauma um að
sjá sig um í heiminum.
Guðmundur Einarsson sem hef-
ur verið framkvæmdastjóri Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar í ellefu ár
tók sér orlof um síðustu áramót. Og
hann ákvað líka að taka sér
eitthvað allt annað fyrir hendur en
áður. Nema hvað ólíkt mörgum
öðrum hætti hann að ferðast og
settist í staðinn inn á skrifstofu
Kaupstefnunnarí Keykjavík h.f. og
hóf að undirbúa heimilis-
tækjasýninguna sem verður opnuð
í Laugardalshöll í næstu viku.
— Þegar ég átti kost á orlofi eftir
ellefu ára starf vildi ég gjarnan fara
í eitthvað gjörólíkt því sem ég hafði
gert áður. Og þegar mér bauðst
þetta starf hjá Kaupstefnunni sló
ég til, segir Guðmundur í samtali
við Helgarpóstinn.
Þegar ég vann hjá Hjálparstofn-
un bjó ég bókstaflega í ferðatösk-
um, var stöðugt á ferðalögum.
Ferðir til þróunarlanda eru ekki
neinir skreppitúrar, þetta voru oft
þriggja vikna ferðir. Ég fór strax að
hlakka til að sleppa ferðalögum og
búa heima í eitt ár, segir Guð-
■ mundur.
Nú er hann á fullu í undirbúningi
sýningarinnar, á lokasprettinum í
undirbúningi sem hefur tekið hálft
annað ár. Og það var með
naumindum að það tókst að króa
þá Jóhann Hafstein skrifstofu-
stjóra af í anddyri Hallarinnar til að
fræðast um sýninguna Heimilið og
fjölskylduna ‘82.
Sýningunni verður skipt í
þrennt. { aðalsal verða 80 fyrirtæki
með heimilistæki, en auk þess
munu bæði ferðafélög og flugfélög
hafa þar bása. Fjöldamörg fyrir-
tæki verða með allskonar matvæli,
bæði innlend og erlend.
í baksal verður orkusýning á
vegum Bandaríkjastjórnar þar sem
verða til sýnis ýmsar þær nýjungar
varðandi orkumál, sem hafa komið
fram á undanförnum árum.
Sýningin er farandsýning og hefur
farið víða um lönd.
Á útisvæðinu verður sýning á
sumarhúsum, bílum, bátum og
ýmsu fleira, sem viðkemur útilífi.
Raunar verður yfirleitt allt milli
himins og jarðar á þessari sýningu,
því það er fátt sem ekki viðkemur
heimilum á einn eða annan hátt.
— Fyrirtækin sem sýna eru á
annað hundrað, og strax í febrúar
fór að myndast biðlisti eftir plássi.
Það er ljóst, að það er orðinn til-
finnanlegur skortur á stærra sýn-
ingarplássi en Laugardalshöllinni,
segir Guðmundur Einarsson.
Fyrir utan Höllina verður tívolí
eins og í fyrra, stórt og myndarlegt
að sögn Guðmundar. Auk þess
verður komið upp skemmtipalli
þar sem verða ýmsar uppákomur,
meðal annars koma þar fram þrír
rússneskir sirkusmenn, — tveir
akrobatar og einn töframaður. Og
úr stóru og miklu mastri mun
breskur ofurhugi steypa sér log-
andi ofan í vatnsker.
Inngangseyri á sýninguna verður
stillt í hóf. Verðið fyrir fullorðna
verður 80 krónur, nema 50 krónur
fyrir ellilífeyrisþega. Fyrir börn sex
ára og eldri kostar 25 krónur. Þess-
ir miðar gilda jafnframt á tívolíið.
BÍTLAR í FANGI
MARÍU MEYJAR
A hverju ári leggja þúsundir
feröamanna i Bretlandi lykkju á
leið sina til að skoöa Mathew
Strect í Livcrpool. Hvaö skyldi
þaö vcra sem dregur allt þetta
fólk inn i þ'etta öngstræti i miö-
borg Livcrpool? Jú, þarna var
þaö sem fjórir ungir menn, sem
kölluöu sig The Beatles, stigu sin
fyrstu spor á frægöarbrautinni.
Það væri synd aö segja að
ferðamennirnir fái mikið fyrir ó-
makið. A einum vegg hangir ne-
onljósaskilti með áletruninni
„The Cavern” en það nafn bar
klúbburinn sem Bitlarnir tróðu
fyrst upp i. En það er alls ekki ör-
uggt að skiltið hangi á réttu húsi,
um það rikir nokkur óvissa. Einn-
ig er aö finna i götunni minjasafn
um fjórmenningana, en þaö þykir
heldur klént, aö mestu einskorðað
við plaköt, myndir og minja-
gripasölu.
A sama vegg og ljósaskiltiö
hangir hefur verið komiö fyrir
likneskju af Mariu mey með fjóra
strákhnokka á arminum. Yfir
höföi hennar stendur „Beatles
Street” og fyrir neðan „Fjórir
drengir sem skóku heiminn”. Aö
öðru leyti er ekkert sem minnir á
tilveru þessara frægu fjórmenn-
inga.
Hins vegar hafa pönkararnir
hreiðraðum sig I öðrum enda göt-
unnar. Þar reka þeir verslun með
varning sem nýtur vinsælda með-
al pönkara; sikkrisnælur, hárlit,
rifna leðurjakka og barmmerki.
Ekki langt frá Mathew Street er
sú fræga gata Penny Lane. Ó-
kunnugir eiga þó erfitt með að
finna hana þvi hún er ómerkt. A-
stæðan er sú að borgaryfirvöld
hafa gefist upp á að hengja upp
skilti með götuheitinu — þeim var
alltaf stoiiö jafnharðan og þau
voru fest upp.
Island að verða eitt
allsherjar rallland?
z
z
ttalskir rallökumenn virðast vera gripnir miklu islandsrallæöi. Hér
er einn hinna fjögurra rallbila ttalanna, sem veröa meö I Ljóma -
ralli ’82. Myndin var tekin á athafnasvæði SÍS f Sundahöfn (Mynd:
Jim Smart).
ítalir með
„íslandsrallæði”
\ mimzi
■E
ísland virðist á góðri leið með
að verða þekkt um alla Evrópu
sem rallland. Falleg og hrjóstrug
náttúra, slæmir vegir, síbreyti-
legar aðstæður. Þetta er það sem
fellur í kramið hjá útlendum rall-
köppum.
Það er að minnstakosti ekki
annað að sjá en ítalirnir Mario,
Toni, Cesare og Edno hafi fallið í
stafi yfir landinu. Þótt þeir hafi
tvisvar orðið að lúta í lægra haldi
fyrir vegunum okkar og ánum í
Ljómaröllunum í fyrra og hitteð-
fyrra. Samt eru þeir enn komnir
galvaskir og ætla að reyna sig í
þriðja sinn.
Já, og vel á minnst Ljóma. Það
er líklega að verða með þekktari
smjörlíkistegundum í Evrópu.
Það er hafi menn áttað sig á þvi að
þetta er heiti á smjörlíki.
Þriðja alþjóðlega Ljóma-rallið
fer fram dagana 20.-22. ágúst, og
það verða fleiri ítalir en Mario,
Cesare og félagar.Fjórir Iandar
þeirra á tveimur bílum ætla að
spreyta sig á íslandsralli að þessu
sinni auk þeirra. Fjórir bílar frá
ftalíu — og auk þess ítalskt sjón-
varpslið. ftalir hljóta að vera
gripnir einhverju „ís-
landsrallæði".
Bílarnir verða ræstir við Hótel
Loftleiðir klukkan sex að morgni
föstudagsins 20. ágúst og
laugardaginn 21., en þriðja dag-
inn verða þeir ræstir frá
Laugardalshöllinni klukkan níu.
Þá verður hafin sýningin Heimili
og fjölskylda ’82, og milli klukk-
an hálf sex og sex á sunnudag á
rallinu að ljúka þar, og
sigurvcgurunum er síðan ætlað
að ræsa börn í „Tropicanaleik” á
vegum Sólar h/f sem er systurfyr-
irtæki Ljóma, aðal styrktarfyrir-
tækis rallsins.
Eknir verða 1504 kílómetrar á
þessum þremur dögum, og meira
en helmingurinn af því eru
sérleiðir. Leiðin sem ekin erverð
ur ekki gerð opinber fyrr en í
kvöld, föstudag, svo hér er ekki
hægt að gera grein fyrir henni. Þó
höfum við frétt að hún verði í að-
alatriðum sú sama og í fyrra, en
þó verði ekki ekið um Kaldadal,
sem reyndist keppendum mjög
erfiður í fyrra.
Það voru Norðmennirnir Finn
Rhyl Anderson og Jan Johan-
son sem sigruðu í fyrsta al-
þjóðlega rallinu, en í fyrra var
sigurinn íslenskur og sætur. Þá
sigruðu bræðurnir Ómar og Jón
Ragnarssynir.
Sé reynt að spá í úrslitin að
þessu sinni lenda þeir bræður lík-
lega mjög ofarlega á blaði, þótt
þeim gengi illa íHúsavíkurrallinu
um daginn. Bragi Guðmundsson
og Bjarni Haraldsson eru líka
sigurstranglegir, en þeir verða á
nýjum sérsmíðuðum rallbíl af
gerðinni Mitsubishi Lancer 1600
GSL. Hafsteinn Hauksson og
Birgir Viðar Halldórsson á Esc-
ort 2000 eru líka til alls líklegir og
sama er að segja um Birgi Þór
Bragason og Óskar Gunnlaugs-
son á Skoda 130 RS. Loks má
nefna Óskar Ólafsson og Árna
Óla Friðriksson á Escort 2000,
sem núna eru efstir að stigatölu í
íslandsmeistarmótinu.
Erfitt er að segja hvernig ít-
ölunum gengur að þessu sinni. Þó
er óhætt að fullyrða, að þeir verði
strákunum okkar ansi
skeinuhættir komist þeir alla leið
á annað borð, enda eru þetta
þrautþjálfaðir atvinnumenn og
vísir til alls.
Þátttakendur (ekki í rásröð);
Ómar og Jón Ragnarssynir —
Renault Alpine 5
Jóhann Hlöðversson og Jóhann
S. Helgason — Escort 2000
Aldo Pereno og Franco D’Ang-
elo — Opel Kadett
Mario C og Toni Cavaleri —
Opel Kadett
Cesare Girardo og Edno Magnar
Opel Kadett
Bruno Renna og Gianofranco
Brizio — Opel Ascona
Bragi Guðmundsson og Bjarni
Haraldsson -Mitsubishi 1600 GSL
Eiríkur Friðriksson og Halldór
Sigurðsson —Ford Escort 1600
Hafsteinn Hauksson og Birgir
Viðar Halldórsson — Escort 2000
Auðunn Þorsteinsson og Pálmi
Þorsteinsson — Escort 1300
Birgir Þór Bragason og Óskar
Gunnlaugsson — Skoda RS 130
Birgir og Gunnar Vagnssynir —
Cortina 2000
Óskar Ólafsson og Árni Óli
Friðriksson -— Escor t 2000
Þorsteinn Ingason og Sighvatur
Sigurðsson — BMW Turbo
Eggert Sveinbjörnsson og Magn-
ús Jónsson — Escort 1600
Ævar Hjartarson og Bergsveinn
Ólafsson — Lada 1600.