Helgarpósturinn - 13.08.1982, Page 10
10
Tvö íslensk sjónvarpsleikrit:
Þorsteinn Marelsson
og Ofvitinn
Tvö islensk sjónvarpsleikrit
hafa verið i æfingu þessa vikuna.
Niðri i Iðnó er leikgerð Kjartans
Ragnarssonar á Ofvitanum æfð i
þaula fyrir framan tvær af sjón-
varpsvélum RUV. Niðri i sjón-
varpi er verið að æfa leikrit eftir
Þorstein Marelsson, undir stjórn
Hrafns Gunnlaugssonar. Það hef-
ur enn ekki fengið nafn, en er af-
rakstur fyrra námskeiðs sjón-
varpsins fyrir leikritahöfunda,
sem var haldið fyrir nokkrum ár-
um.
Þótt velflestir Islendingar hafi
séð Ofvita Þórbergs á fjölum Iðnó
á 193 sýningum undanfarin þrjú
ár er veriö að festa það á spólu
um þessar mundir svo þetta
meistarastykki fari nú ekki fram-
hjá neinum.
Stjórn upptöku er i höndum
Frá kynningu Kolbrúnar Björgólfsdóttur í
Gallerí Langbrók
— persónulegir munir hennar eru þróttmiklir
og frumlegir, segir Halldór Björn m.a. í um-
sögn sinni.
Heilsteypt
kynning Kolbrúnar
I Galleri Langbrók er nú hald-
in kynning á verkum eftir Kol-
brúnu Björgólfsdóttur leirkera-
smið. Hún hefur verið búsett i
Búðardal um eins árs skeið, þar
sem hún fæst við könnun á hin-
um fræga Búðardalsleir og nýt-
ingarmöguleikum hans. Milli
þess sem hún vinnur að þessum
rannsóknum fyrir „Áhuga-
mannafélagið Dalaleir”, heldur
Kolbrún áfram að renna postu-
linshluti og má sjá eftir hana
fjölda smærri muna á þessari
kynningu, gerða úr þess konar
leir.
Astæðan fyrir þessum hrifum
er meðvitaður skilningur Kol-
brúnar á leirlist, bæði fornri og
nýrri. Henni tekst að skirskota
til langrar sögulegrar hefðar,
án þess að tapa sér á þeim mið-
um. Það sýna stútaflöskurnar
með sinu yfirlætislausa og ein-
falda mynstri. Kolbrún rispar
sjálfsprottið og tilgerðarlaust i
blautan leirinn og gefur með því
hverri flösku sérkenni, sem
hvergi bera formið yfirliði.
Þá er liturinn þáttur út af fyr-
ir sig. Stútaflöskunum er raðað i
flokka á nokkra búkka. Td. eru
Elinar Þóru Friðfinnsdóttur, en
leikstjórn annast sem fyrr Kjart-
an Ragnarsson. Æfingar hafa
staðið alla þessa viku, en sjálfar
upptökurnar verða gerðar á fimm
sýningum i næstu viku, að við-
stöddum áhorfendum. Besta sýn-
ingin verður siðan valin til sýn-
ingar i sjónvarpinu.
Leikrit Þorsteins Marelssonar
fjallarum ungan poppara, sem af
ýmsum ástæðum snýr baki við
„bransanum” og ræöst sem
kennari að heimavistarskóla úti á
landi.
— Þetta f jallar um það hvernig
hann plumar sig á þessum nýja
stað þar sem hann ætlar að vinna
það þrekvirki að semja heilmikið
tónverk með kennslunni, segir
höfundurinn við Helgarpóstinn.
En popparinn kemur óvart af
stað ýmsum leiðindum þarna i
sveitinni og inn á milli er skotið
atriðum úr fortiðinni sem skýra
hvers vegna hetja leiksins dró sig
úr skarkala næturlifsins.
I hlutverki popparans verður
Þórhallur Sigurðsson, Laddi, en
með önnur hlutverk fara m.a.
Jónina H. Jónsdóttir, Guðrún
Þórðardóttir, Elva Gisladóttir
auk nærri 40 skólakrakka.
Útiatriði verða tekin i Skafta-
felli nú i ágúst og september og
svo aftur i seinnihluta október.
Inniatriði verða tekin i skólahúsi i
Reykjavik eða næsta nágrenni.
Föstudagur 13. ágúst 1982
Helgar
±ós;
pösturinn.
Laddi leikur aðaihlutverkið í sjónvarpsleikriti
Þorsteins Marelssonar, sem Hrafn Gunnlaugsson
stjórnar. Á myndinni eru Laddi og Þorsteinn að
bera saman bækur sínar (mynd: Jim Smart).
Sjónvarpsflokkur og Kjartan Ragnarsson taka
Ofvitann upp i Iðnó (mynd: Jim Smart).
Fullur eins og fuglinn fljúgandi
Bíóhöllin: Flugstjórinn (The Pi-
lot). Bandarísk. Árgerð 1979.
Leikstjóri og aðalhlutverk: Cliff
Robertson. Handrit: Robert P.
Davis eftir samnefndri sögu sinni.
Það er alltaf gaman að sjá Cliff
Robertson á tjaldinu. Hann er á
sinn hátt ímynd karlmennsk-
unnar. Hvort það er Kennedy
eða Charlie sem hann er að sýna
okkur, treystum við þessum
manni og teljum að hann muni
ekki svíkja okkur. Cliff svíkur
svo sem engan nema sjálfan sig í
þessari mynd sinni, sem er önnur
myndin sem hann leikstýrir.
Cliff leikur flugstjóra sem á við
drykkjuvandamál að strfða, hann
þolirekki appelsínusafa. Drykkj-
an hefur verið að aukast og þar
sem hann er greindur maður, er
að skilja við konuna og á kærustu
á næsta velli, ákveður hann að
hætta og honum tekst það, búið.
Málið er nú reyndar ekki svona
einfalt. f myndinni er byggð upp
nokkur spenna í sambandi við af-
hjúpun á drykkju Cliffs, hvort
flugfreyjunni tekst að fletta ofan
af honum, því hann hefur eflaust
ekki viljað fletta ofan af henni.
Einnig er sýnt fram á hvað Cliff er
frábær flugstjóri eða aðrir flug-
stjórar í USA miklir aular.
Það virðist alltaf vefjast dálítið
fyrir könum hvernig
vandamálamyndir eiga að vera.
Vandamálamyndir . þeirra eru
yfirleitt hálfgerð vandamál, þær
verða að laða áhorfendur að svo
þær gefi aura í kassann. Stór-
stjörnurnar sem eru á augafylleríi
milli mynda, eftir því sem Mogg-
inn segir, vilja auðvitað ekki sýna
sig drukknar á tjaldinu. Cliff er
engin undantekning, hann er
svona létt kenndur þegar hann á
að vera hvað fyllstur. Ég saknaði
atriðis sem ég sá í sýnishorninu,
hvernig skyldi standa á því?
Að lokum legg ég til að fólk
hætti að tala saman á meðan á
sýningu stendur og poppkorn
verði bannað.
—JAE.
eftir Arna Þórarinsson og Jón Axel Egilsson
Kolbrún er i hópi fremstu leir-
listarmanna okkar og sannar
hún enn einu sinni hæfni sina á
sviði postulinsgerðar. A kynn-
ingunni er fjöldi muna, sem rað-
aö er á búkka, 11 talsins og eru
þetta sparibaukar af ýmsu tagi,
flöskur með löngum hálsi sem
listamaöurinn kallar stútaflösk-
ur og litlar sápuskálar.
Það sem einkennir verk Kol-
brúnar og hefur ávallt verið að-
al hennar, er ferskleikinn; létt-
ur still, laus við allar óþarfa
flækjur og skrúð. Hvergi brydd-
ir á ofnostri, enda býr Kolbrún
yfir mikilli formtilfinningu sem
gerir muni hennar skira og
óvenju tæra. Það er m.o.ö. lög-
un og gerð hlutarins, innra eðli
hans sem skiptir máli, en ekki
yfirborðið sem slikt.
Ef tekið er dæmi af stúta-
flöskum Kolbrúnar, má finna i
gerð þeirra tengsl við leirlistar-
hefð fornra menningarsamfé-
laga, eða upphaf leirkeragerð-
ar. Yfir þeim hvilir arkaiskur
(fornlegur) blær, einfaldur og
sterkur, áþekkur þeim sem
finna má á fornleifasöfnum
sunnar i álfunni. Þó dylst eng-
um að þessir hlutir eru nýir og
nútimalegir.
flöskurnar á búkka nr. 4 græn-
tóna en blátóna á búkka nr. 7.
Hérkveður. við nýjan tón i lita-
vali hjá listamanninum. Hingað
til hefur Kolbrún notað liti til að
skapa áberandi mynstur á ein-
litan grunn. Nú notar hún litinn
til að gefa formi hlutanna sterk-
ari áherslu, meðan mynstrið er
rispaö i flötinn, eins og áöur var
sagt.
Aðrir munir eru áberandi, svo
sem sparibaukar, egg- og kúlu-
laga, gerðir af miklum hagleik
og hugviti. Sumir eru með
Hekluvikursivafi, aðrir með
annars konar mynsturivafi.
Einnig eru keilulaga sparibauk-
ar. Þá eru sápuskálar og marg-
ar þeirra skreyttar með gulli,
likt og sumar flöskurnar.
Hvergi ofnotar Kolbrún gullið,
sem yfirleitt er sparlega málað i
finlegum linum.
Ef á heildina er litiö, er þessi
sýning eða kynning heilsteypt
og óvenju skemmtileg. Um það
er engum blööum að fletta, að
Kolbrún Björgólfsdóttir þekkir
sitt fag og hefur þar að auki inn-
sæi i aðrar listgreinar. Allt
hjálpar það til að gera hina
persónulegu muni hennar bæði
þróttmikla og frumlega.
Bezta framlag ti/ árs aldraðra
Regnboginn (Bifröst): Síðsumar
(On Golden pond). Bandarísk-
Ensk. Árgerð 1981. Leikstjóri:
Mark Rydell. Handrit: Ernest
Thompson eftir leikriti sínu.Að-
alleikarar: Henry Fonda, Kath-
arine Hepbrun, Doug Mackeon
og Jane Fonda.
Hvað gerir góða mynd svona
góða? Leikarar, handrit, leik-
stjórn, kvikmyndataka o.s.frv.
Allir þessir þættir verða að vefj-
ast vel saman svo karfan slitni
ekki. Hún verður að bera áhorf-
andann gegnum myndina. Stund-
um finnur maður fyrir því að hné
eða olnbogi rekst í gegn, stund-
um hangir maður á nokkrum
þáttum og stundum er bara engin
karfa til staðar. Hér er karfan
þétt og silkipúði á botninum.
Það er óþarfi að kynna þau
Fonda og Hepbrun, en at-
hyglisvert má teljast að þau hafa
ekki Ieikið saman í kvikmynd áð-
ur. Jane heldur sér líka vel, leikur
vel og á þetta fallega rauða
bikini.
Leikstjórinn Mark Rydell varð
aðallega þekktur í Bandaríkjun-
um fyrir sjónvarpsþætti á borð
við „Gunsmoke“ og síðar frægur
fyrir myndirnar The Fox og Cind-
erella Liberty.
Kvikmyndatökustjórnandinn
Billy Williams er hvað þekktastur
fyrir liti og lýsingu en hefur ekki
hlotið verðlaun enn þá.
Kvikmyndatakan er mjög látlaus
og blátt áfram. Það er ekki verið
að troða upp á mann neinum
stórmyndatökum.
Þessir aðilar miðla svo sögu
Ernest Thompson til okkar út í
myrkrið af kunnáttu og skilningi
á mannlegu eðli. Það getur verið
gaman að kynnast kaldhæðnum
körlum, en eiga einn slíkan fyrir
föður í fjörutíu ár er eflaust þrek-
virki.
Söguþráðurinn gengur einmitt
út á sambýlið, milli hjóna, milli
föður og dóttur sem átti að vera
sonur, milli ungs og aldins. Eða
hversu erfitt er að alast upp í ald-
ur sinn.
Henry Fonda leikur þennan átt-
ræða öldung er hefur allt á horn-
um sér og rífur fólk í sig með
Framhald á bls. 27.
Gömlu hjónin Fonda og Hepburn Síðsumars.