Helgarpósturinn - 13.08.1982, Síða 14

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Síða 14
14 Steingrímur Hermannsson samgöngu- og sjávarútvegsráðherra hefur verið mikið skammaður umævina. Og mikið að undanförnu. Hann er skammaður fyrir að skipta áætlunarleiðum f lugfélaganna, of stóran skipastól/ ranga fiskveiðistefnu, 60—80% verðbólgu, þorskleysi og slæmtveður. Eða hérumbil. Við ætluðum að ræða þessi mál og f leiri við hann þegar við óskuðum eftir viðtali við ráðherrann. Hann tók því fyrst með semingi en lét svo undan; sagði eitthvað á þá leið, að það væri eiginlega búið að tala nóg um hann í bili. Svo hittumst við á skrifstof u hans í sjávarútvegsráðuneytinu í lok vinnudags. Það kom okkur eiginlega mest á óvart hvað hann er hávaxinn og sterklegur. Ekki óáþekkur amerískum fótboltaspilara, — en liprari. Og svo er hann með loðnar, rauðar augnabrúnir. Við byrjuðum á að spyrja hann hvort hann hefði skýringu á öllum skömmunum, sem á honum hafa dunið að undanförnu. » Föstudagur 13. ágúst 1982 Jíposturinn. „Það er ekkert gaman að vera ráðherra og láta skamma sig i bak og fyrir. Það gleymist æði fljótt, sem jafnvel er viður- kennt á liðandi stundu. Ég hef oft sagt við sjálfan mig, að mér hefði verið nær að standa við það, sem ég hét sjálfum mér og minni fjölskyldu fyrir tuttugu árum — að fara aldrei úti pólitik. Ég ætlaði að vera verkfræðingur og hafa það gott eins og min- ir kollegar margir hafa það. Eiga sinn fri- tima og geta fariö á skiði án þess aö Helg- arpósturinn og fleiri blöð skrifi um það ... vitanlega er þaö miklu skemmtilegra. Hins vegar er það svo, aö ég hef áhuga á þjóð- málum og hef vanist þvi að standa upp á fundum og segja álit mitt á hlutunum. Þá endar það gjarnan meö því, að maður gefur litla puttann og svo er höndin horfin áöur en nokkur veit af. Þá verður ekki snúið til baka. Ekki er þá um nema eitt aö ræöa; aö standa sig i þvi starfi. Ég er ákveðinn i að gera það. Þótt sumum sýnist kannski aö ég geri það ekki, þá er ég aö reyna það. — Stundum fær maður á tilfinninguna, að það s é nokk sama um hvaða málaflokka þú fjallar — alltaf er að reka upp vein fólk, sem telur þig hafa troðið sér um tær. Hvað veldur? Er það eitthvað i þinum karakter? „Það er einnig sagt um mig að ég sé allt of greiðvikinn við ýmsa, sem hingað koma, láti þá fá skip og hitt og þetta. En ef ég lit til baka yfir minn feril hér i ráðuneytinu, þá finnst mér ánægjulegt til þess að hugsa, að mér hafi tekist aö leysa vanda manna og hópa. Ég hef mikla ánægju af starfi meö ýmsum hagsmunaaðilum t.d. i sjávarút- vegi. Menn hafa viljað gleyma þvi fljótt, aö um þá fiskveiðistefnu, sem nú er,hefur ver- iö samkomulag. 1 minni tið her i sjávarút- vegsráðuneytinu hefur í fyrsta skipti verið gengið frá stefnu i þorskveiðimálum fyrir áramót, það hefur verið gert um miðjan desember tvö ár i röö og veriö samkomulag i þeim fjölmenna hópi, sem um þau mál hefur fjallað. Það var lika taliö gott af sumum, þegar VARft VERHFRÆftlNGUR TIL A» Mínar taupr i fínu lagí ,,í pólitikinni er þetta ekki óvenjulegt” sagði hann. „Ég minnist þess tima þegar ég ólst upp i föðurhúsum, þá var ekki óvenjulegt að sjá skammir um stjórnmála- menn og ég er út af fyrir sig ekkert óhress með það. Við, sem erum i stjórnmálum, höfum á vissan hátt lagt okkur undir slíkt, en hitt verð ég að segja, að sumt, sem er skrifað, er aö minu mati skrifað af mjög lit- illi þekkingu. Það finnst mér alltaf leiðin- legt að sjá. Ég hef oft sagt við slika menn: Hvers vegna komið þið ekki og kynnið ykk- ur málin? Ég ' var til dæmis nýverið skammaður i leiðara fyrir að senda ekki þrjátiu skip á kolmunna. Af hverju kemur maðurinn ekki og kynnir sér málin? Það er enginn grundvöllur fyrir kolmunnaveiðum eins og er. Nú er verið að útbúa þrjú skip á kolmunna; þeir sem best þekkja til gagn- rýna jafnvel það, og telja þrjú skip of mörg, — það ætti ekki að senda nema eitt skip til að byrja með. Svo skrifa menn leiðara og láta lesa fyrir alþjóð, og segja að maðurinn sé fifl, ef ekki eitthvað þaðan af verra, af þvi að hann sendi ekki þrjátiu skip á kol- munnaveiðar. Það er þetta sem mér gremst, en ekki að menn skammi mig persónulega út af fyrir sig — það er vafa- laust einnig vegna þess, að ég er formaður Framsóknarflokksins og oft liggur pólitik að baki — en mér þykir leitt þegar ég sé hreina endaleysu skrifaða i leiðurum, sem siðan eru lesnir fyrir alþjóð i útvarpi.” — En þú sefur rólegur fyrir þessu öllu? „Já, ég sef mjög vel. Minar taugar eru i finu lagi.” — En er ekki þessi hamagangur óþægi- legur fyrir þig og heimilislifið? „Ja, það er kannski ekki sist fyrir fjöl- skylduna, stundum. En af þvi þú spyrð um það, þá kemur mér i hug leiðari i Morgun- blaðinu, þar sem mér var undir rós kennt um flugsiysiö, sem var á dögunum. Slikt fer vitanlega illa i fjölskylduna. Þetta er auð- vitað alveg gjörsamlega rakalaust, þetta mál á sér miklu lengri aðdraganda, sem skoða þarf ef kenna á einhverjum um, sem ég vil ekki gera.” BlekKtur irekar en plainður — Það vakti talsveröa athygli i vor, þegar þú sagðir um kaupin á togaranum Einari Benediktssyni, að þið hefðuð verið plataðir. Hvað kom þér tii að segja það? „Ég er sammála þvi, að það er ekki vel til orða tekið, þvi „plat” er ekki gott orö, þótt allir noti það mjög oft. En málið snerist um þaö, aö ef upplýsingarnar, sem lágu fyrir viðskiptaráöuneytinu og við vorum hér i sjávarútvegsráðuneytinu beðnir að gefa umsögn um, voru rangar, sem ekki hefur enn verið sannað, þá höfum við veriö blekktir. Við getum notað þaö orð frekar ef menn vilja. Plataöur er eins ég sagöi ekki gott orð, og sumir gera meira úr þvi en málefninu. Þetta er annað dæmi, finnst mér, um lélegan málflutning. Nú, við ræddum það við viðskiptaráöherra og vorum sammála um aö botn þyrfti að fást i máliö og þvi var það sent rannsóknarlögreglunni. Ég skal ekkert um það segja hvernig fer. Stað- reyndin er sú, að þeir fjölmörgu útgerðar- menn, sem hingaö hafa komið og gefið munnlegar upplýsingar um skip sem þeir eiga og svo framvegis, hafa aldrei — nema ef tii vill i þessu tilfelli — farið með rangt mál. En ég er þannig gerður, að ég vil treysta mönnum i lengstu lög, eða þangað tilég stend þá að öðru.” — Er ekki talsverð ásókn manna hingað til að þrýsta á um eigin hagsmunamál. Sumir kannski óprúttnir, sem vilja piata valdamenn? „Ja, eins og ég segi, hef ég aldrei staðið neinn að þvi, nema kannski þessa ungu menn, sem ég er þó ekkert að fullyrða um. En mér er kunnugt um að byggðasjóður hafði lánað þessum mönnum peninga út á það sama skip, sem nú er haldið fram að þeir hafi ekki átt. Þá hefur byggðasjóöur lika verið „plataður”, þótt þeir vilji ekki viðurkenna það.” Verður að jalna sherðinguna — Ef við förum inn á annað: þú sagðir i margfrægu viðtali við Timann i vor, að það væri ekki til eyrir i landinu til kauphækk- ana. Svo gerist það skömmu siðar, að sam- ið er um 4% grunnkaupshækkanir. Hvaöa verkun hefur það — bæði fyrir þig sjálfan og svo þjóðarbúið? „Það virkar að sjálfsögðu þannig, eins og komið er fram i tölum Þjóðhagsstofnunar, að i staðinn fyrir 60% verðbólgu, sem er vit- anlega allt of mikið, verðum við með 75—80% verðbólgu. Það þýðir svo að gripa verður til miklu róttækari aðgerða, ef menn vilja þá ekki bara gefast upp við að fást við þennan verðbólguvanda. Vitanlega verkar þetta neikvætt. Maður segir oft við sjálfan sig sem svo, að þetta þýði ekkert, leyfum þeim bara aö sullast áfram i 70—80% verð- bólgu — sem hlýtur að leiða til stöðvunar. Þá uppskerum við eflaust hrun verð- bólgunnar um leið..” — Hrynur þá allt? „Já. Þá hrynur allt. Ef menn vilja ekki trúa þvi að svona framkoma getur aldrei leitt til kjarabóta... Þaðgetur ekki gert það. Ég hef vitaskuld mikla samúð með þeim, sem hafa lægstu launin, sex eða sjö þúsund krónur á mánuði. Það lifir ekki nokkur maður á þvi, það er ajveg ljóst. Ég hef hvað eftir annað sagt, og segi enn, að við verðum að finna einhverja leið til að hækka þau laun. Niðurstaðan hefur hins vegar alltaf orðið sú, að hækkanirnar hafa gengið upp i gegnum kerfiö og þá fá þeir launahæstu flestar krónur. — Þið framsóknarmenn lögðuð fram til- lögur i efnahagsmálum nú i sumar. Samt bólar ekki á neinum aðgerðum... „Ja, við lögðum fram tillögur 23. júli en við viðurkennum að um ákaflega viðkvæm mál er að ræða. Það verður ekki hlaupið i aö skerða lifskjörin. Slika skerðingu verður að jafna út. Ég hef aldrei ætlast til að menn leystu þessi vandamál á einni nóttu eða fá- einum dögum. Hitt er svo staðreynd, að búið er að vinna að þessum málum allt frá þvi i vor. Það hafa gert menn á vegum rikisstjórnarinn- ar, Þjóðhagsstofnunar, og innan stjórnar- flokkanna. Málið liggur þvi i rauninni mjög ljóst fyrir.” — Ljóst fyrir hvaö þarf að gera? „Mjög ljóst liggur fyrir hver staðan er og ég held að út af fyrir sig sé enginn ágrein- ingur um það. Þaö er þvi tvennt sem þarf aö ákveða: i fyrsta lagi hvaða markmið menn sætta sig við,og þau þurfa að vera bæði um viðskiptahallann— sem er okkar hættulegasta vandamál i dag, viö þolum ekki viðskiptahalla þegar 20% af þjóðar- tekjunum fara i að greiða erlendar skuldir — svo þurfa menn að ákveða hvaða verð- bólgustig menn vilja þola. Mjög liklegt er aö einhverju verði að fórna þar ef á að halda fullri atvinnu. Svo verða menn að koma sér saman um leiöir. Þessa dagana er verið aö samræma þær hugmyndir, sem komið hafa frá okkur og hinum, sem aðild eiga að rikisstjórninni. Ég er i sjálfu sér sáttur við það ef niðurstaða liggur fyrir um miðjan þennan mánuð.” — En ef sú niðurstaða liggur ekki fyrir þá. Er það mjög svekkjandi? „Ég verö að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum og met þá hlutina i því ljósi. Auðvitað veld- ur það vonbrigðum en maður er nú svo van- ur þvi i pólitikinni.” Önnur slörl miklu skemmlílri — Hvort er þá gaman eð svekkjandi að vera ráðherra? Nú, um þetta starf sem slikt hvort það sé skemmtilegt eöa valdi vonbrigöum þá vil ég svara þvi aö önnur störf eru miklu skemmtilegri og miklu slður svekkjandi. Hins vegar er margt i stjórnmálum, sem ég hef haft ánægju af — til dæmis að kynnast fólki. Ég hef haft mjög gaman af þvi að kynnast fólki á Vestfjörðum, mönnum sem búa við allt aðrar aðstæður en ég hef kynnst sem Reykvikingur. Mjög fróðlegt. Vitan- lega eru tvær hliðar á pólitik.” — Það má segja aö þú sért fæddur inn i pólitik. Faðir þinn, Hermann Jónasson, var foringi i Framsóknarflokknum og ráð- herra. Megum við þá búast við að börnin þin taki við af þér? „Það vona ég ekki. Hann lagði aldrei að mér að fara i stjórnmál og ég sagöi honum þegar ég var i menntaskóla, að ég ætlaði að gerast verkfræðingur til að tryggja það að ég færi aldrei i pólitik þvi mér sýndust helst lögfræðingar þar. Svo gerðist ég verkfræð- ingur og likaði það starf mjög vel .:. en hér er ég nú samt i dag.” ég baröist sem mest i þvi að Flugleiðir fengju mikla aðstoð til að félagið gæti hald- iö áfram Atlantshafsfluginu. Það gerði ég þrátt fyrir aö mér yröi ljóst fljótlega að viða var og er pottur brotinn i rekstri þess félags og margt sem þyrfti að laga. Margt hefur lagast — til dæmis samskipti starfs- fólks og stjórnenda. Sannast sagna var sorglegt að koma inn i þau mál á þessum tima. flokksbræður og greiöasemi Nú, ég veit ekki við hverja þú átt þegar þú talar um að ég troði fólki um tær... kannski Steindórsmenn? Mér var engin ánægja i þvi aö standa i málaferlum viö þá. Ég gat hreinlega ekki annað, sannfæringar minnar vegna, þegar ég hafði legið yfir lög- um og greinargerðum með lögunum — þar segir svo skýrt og skorinort, að atvinnuleyfi skuli ekki ganga kaupum og sölum og að samgönguráðuneytið skuli setja reglur sem

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.