Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 16

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 16
16 Föstudagur 13. ágúst 1982 piSsturinn, ef tir dr. Þór Jakobsson örófi alda sjálfir reynt að kynda eldana á skynsamlegan hátt til gagns fyrir landbúnaðinn. Fellibyljir Eldar o£ ódir vindar Enn um hamfarir 1 siðasta þætti var minnst á skógarelda, hvirfilbylji, jarð- skjálfta og annan hamagang i náttúrunnar riki: Gereyöingin virðist vera i fyrirrúmi, þegar ósköpin dynja yfir. Menn taka til fótanna, skriða i skjól eða gripa til annarra örþrifaráöa, ef timi vinnst til. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Jafnvel þegar móðir náttúra er aö okkar dómi helst til ör i skapi og harö- hent, er hún stundum aö búa i haginn íyrir liftegundir, sem njóta sinbesti „valnum”! Ýmsir skæðir keppinautar i lifsbarátt- unnieruá bak og burt eða a.m.k. máttlitlir um tima. Þetta á einkum viðum áhrif skógarelda. Helstu áhrif bruna á stórum svæöum eru sem hér segir: Lif- rænt efni á svæöinu (biomass) stórminnkar. Mest af þvi er brunnið til ösku eða iokið veg allrar veraldar i svörtum bólstr- um reyksins, sem stigur hratt til lofts við hinn háa hita. Oft hefur hiðlifræna efniátt sér langa sögu, þegar eyðileggingin á sér staö. Lifrikið hefur þróast á löngum tima.stundum á áratugum, og er einkum skaði skeður, þegar skóg- ar eiga i hlut og eyðast. Á vissan hátt er þó um hreins- unareld að ræða, þegar eldar geisa.um gamalgróin lönd, og reynist þá uppskeran stundum meiri en hún hafði verið fyrir brunann. Sum lifræn efni leysast upp i frumefni sin og verður þá jarð- vegurinn á staðnum rikari eftir af steinefnum. Hagnast sumar jurtategundir á þvi. Lifefnafræðilegum tálmunum, sem hafa dregið úr vexti og við- gangi ýmissa plöntutegunda, er gjarnan rutt úr vegi við brunann. Gróður eflist og fjölbreytnin eykst. Stundum skiptir um svip á brunaslóðum og á betri veg, þannig að hentugri jurtir taka við af þeim, sem lentu i eldinum. Upptalning þessi gefur til kynna, að menn hafa löngum séð ýmsa kosti við ógnþrungna græðgi eldtungnanna, þótt undan sviði i fyrstu. Frjósemi jarðvegs hefur aukist við brunann og upp- skeran siðan að sama skapi. Af þessum sökum hafa menn lika frá Skógareldar eru ekki mann- skæðir, en það eru aítur á móti fellibyljirnir. Fellibyljir eru sem kunnugt er tiðir við miðbik jarðar og má likja þeim við tryllt óarga- dýr miðað við silalegar og spakar lægðirnar, sem fara hjá garöi hér á norðurslóðum. En fellibyljir myndast milli 5gr og 30 gr norð- lægrar og suðlægrar hnattbreidd- ar, — og eru helstu skilyrði til myndunar þau, að hafið sé a .m.k. 27 gr C og loftþrýstingur i and- rúmslofti litill. Vegna snúnings jarðar snúa hvirflarnir réttsælis á suðurhveli, en rangsælis á norðurhveli. Loftstraumarnir i hvirflinum leita inn þar sem þrýstingur er minnstur. Þar kallast „auga stormsins” og er þar gjarnan logn eða hægir vindar. Of lug lóðrétt hreyfing á sér stað umhverfis „augab” og nær þá rakt hitabeltisloftið upp fyrir 12 kilómetra hæð. 1 sivalningi þess- um umhverfis augað verður vind- hraðinn lika mestur, stundum yfir 270 km á klst. Fellibyls- styrkur er það talið, þegar vind- hraðinn verður meiri en 120 km á klst. Úrfelli er gifurlegt: um 150—250 millimetrar úr einum slikum stormi sem fer yfir. Stundum er úrkoman yfir 1000 mm, sem er meira en meðalárs- úrkoma i Reykjavik. Fellibyljir eru mannskæðustu náttúrufyrirbærin. Stórtækasti jarðskjálfti á 10 ára timabili, 1966—1975, gerði út af við 54 þúsund manns, en þrátt íyrir þær hörmungar hefur fellibylur vinn- inginn: milli 200.000 og 400.000 manns fórust i nóvember 1970, þegar fellibylur sunnan úr Ind- landshafi gerði strandhögg i Bangladesh, þvi þéttbýla landi. Fellibyljir eru ekki einungis hættulegir lifi og limum manna, heldur skemmdarvargar hinir mestu, og hefur tjón á þessari öld af völdum fellibylja verið metið yfir 12.000 milljón dollara i Bandarikjunum einum. Árlegt tjón þar i landi hefur farið ört vaxandi er á leið öldina. Stundum getur einn fellibylur gert usla sem kostar yfir 3000 milljón dollara. Árið 1979 geisuðu felli- byljirnir Davið og Friðrik i Vestur-Indium og Suður-Banda- rikjunum. Davið eyðilagði við- áttumiklar bananaekrur i Dóminikanska lýðveldinu og gerði á nokkrum klukkustundum að engu 85% af árstekjum þjóðar- innar. Friðrik drap að visu „bara” fimm manns i Banda- rikjunum, en skemmdi sem nam 2000 milljón dollurum. Felliby 1 jir i Kyrrahafi við austurströnd Asiu eru lika kröft- ugir og liklegir til alls eins og dæmin sanna. — Talið er, að 80—100 fellibyljir myndist árlega yfir úthöfunum á þeim breiddar- gráðum, sem áður voru nefndar. Árlegt manntjón af völdum þeirra er talið um 20.000 manns samtals og fjártjón um 6000 — 7000 milljón dollarar. (Staldrið við: takið eftir þessum tölum). Hvaðskal til varnar verða? Spellvirki fellibyljanna er að vonum mikið áhyggjuefni og hafa þau 50lönd, sem verða fyrir barð- inu á þeim, aukið mjög framlag til rannsókna á hátterni þeirra, reynt ab vanda betur gerð mann- virkja og siðast en ekki sist eflt slysavarnir og björgunarstarf- semi. Alþjóðlega veðurfræðistofnunin (Sameinuðu þjóðirnar) hefur nú samræmt þessar aðgerðir i eitt viðamikið verkefni með þátttöku fyrrnefndra þjóða (Tropical CycloneProgramme). Þráttfyrir takmarkaðan áhuga „van- þróaðrarikja” enn sem komið er, en þau hafa öðrum hnöppum að hneppa, má búast við góðum árangri af þessu samslarfi. Ekki veitir af, þvi að enn um sinn er búist við vaxandi tjóni á mönnum og eignum, ár frá ári. Fólki fjölgar, það býr um sig á strönd- unum þar sem það liggur vel við höggi — og eignir hækka i verði. Sérðii einhvern hnugginn? Enda þótt Tröllatungu- heiöi hafi veriö tilkynnt jeppafær og stórum bilum, lagði ég á heiðina upp úr grösugum Geiradalnum minnugur orða Matthlasar, sem þarna var á ferö fyrsta dag júnió og komið fram i júli: Riö ég suöur Tröllatungur, tæpan veg um hraun og klungur, freöin holt og fanna- bungur, fyrsta dag I júnió. Ég tendraöi stefnuljósiö vinstra megin á vegamót- unum I Geirdai og beygði upp dalinn. Mér var ekki vandara um en þjóöskaidmu meö einn eöa tvo til reiðar; ég hafði 150 undir vélarhlífinni og talstöð ef i nauðir ræki. Tröllatunguheiöi er talin liggja frá Valshamri i Geiradal að Tröllatungu i Kirk jubólshreppi I Strandasýslu. Er Geiri sá, sem Geiradalshreppur er við kenndur, sagður heygður I Geirahaugi, sem er efst á fjallinu norður af dalnum. Vildi hann sjá frá legstað sinum um dalinn allan, eða svo segja munn- mælin. Vel gekk upp heiðina og áð viö tjörn eina, þar sem syntu tveir himbrimar og þykja kannski ekki róman- tiskastir fugia. Gefa þeir frá sér hljóð allsérkenni- legt og eins og vella. Er himbriminn einstaklings- hyggjufugl og sjáldan fleiri en tveir saman. Brátt var kominn grundvöllur fyrir hlutafélag, þegar þriöji fuglinn haföi b*st viö dúóið sem fyrir var. Héldu þeir nú áfram þessu undarlega velli, sem ekki heyrist úr börkum annarra fugla og minnir kannski á talsöng- inn úr Pétri I tunglinu eftir Schönberg sem Kammer- sveit Reykjavikur flutti á Isafirði f haust og Ruth Magnússon söng þetta ómögulega resitativ. ^^fram þokuðumst vér um freöin holt og fanna- bungur, þvi enn voru skaflar á Tröllatunguheiöi, og rifjaðist þá upp sagan af gamla manninum i Stóru- Avik, sem Guð hafði reyndar gefið minna en okkur hinum. Haföi hann heyrt um för manna noröur yfir Tröllatunguheiði og fannst nafnið svo ægilegt, að annað eins hafði hann ekki heyrt i sinu Hfi. Endurtók hann I sibylju lengi vetrar: Tröllatungu- heiði, Tröllatunguheiði, Tröllatunguheiði. Þegar halla tók niður af heiðinni hinum megin tóku við foröö og var látið skeika aö sköptu hvort viö kæmumst yfir, maöur og bill. Varð loks fyrir slikt svaö 1 veginum, að sjálfur vegaverkstjórinn á Hólma- vík haföi tekiö sér þar stööu viö aö leiöbeina fólki. Bill- inn sem auglýsir sig sjálfur og viö sjáum i stofunni heima hjá okkur i sjón- varpinu, haföi þegar snúiö frá. Agætur möndlari i Súöavlk, Helgi Bjarnason, haföi hins vegar tyllt sterk- ari fjöörum undir Merkúrýbilinn og fetaöi hann sig létt yfir ihlaupiö. Sparar heiðin stóran krók alla leið suður I Dali og yfir Laxárdalsheiöi, þar sem þær hittust á heiöinni þær Vigdis og Hjördis og vantaði ekkert nema Guörúnu ósvifursdóttur til aö fullkomna dramaö. egar niöur kemur af hihni ægilegu Tröllatungu- heiði heitir hreppurinn Kirkjubólshreppur og er stutt til Hólmavikur, sem er bráðum pláss upp á einn skuttogara, ef Guð og Sverrir lofa. t hlið utan viö plássið er brjóstmyndin af Hermanni Jónassyni sem sumir vildu hafa á Bitru- hálsinum. Þegar ég reið i hlað á Hólmavik þennan júlidag var hópur fólks aö laga til I kringum þing- manninn og mér var sagt að það væri einkum mjög vinstri sinnað fólk sem tæki til hendinni þarna, hver svo sem skýringin er. Einar Olsen var að koma að með silung, þegar ég stöðvaði bilinn utan við kaupfélagið. Hann var með stóra bleikju, sem hann sagöist ætla aö frysta og senda ættingjum sinum i Sviþjóö.Ég hitti Einar fyrsta sinni eftir sjómannadagsball á Hólmavik 1980. Hann haföi þá fengiö orðu sem hann bar i barminum. Hreinn Valdimarsson tæknimaöur var meö mér og bauö Einar okkur heim og upp á vodka. Mig minnir þaö hafi veriö pólskt, kannski var þaö Smirnoff. Annars starfar Einar viö fjölfötluö börn I Reykjavik siðan hann kom suöur og var einn skjól- stæðinga hans i heimsókn ásamt föður sinum og voru einmitt að róa úti á poll- inum, þegar mig bar að. Guðlaugur Arason rit- höfundur úr Svarfaðardal flutti um daginn feröarollu i útvarpiö. Hann hélt aö Strandamenn væru lokaöir og taldi tjáskipti vera örö- ug viö þá, þeir misskildu einfaldar setningar og þvi um likt. Hann hefur greini- lega hvorki hitt Gvend I Bæ né þá Gjögrara; þó er sú mynd sem sjónvarpið hefur dregið upp af þessum köll- um ekki til þess fallin að sætta sig við. Það er af og frá að kalla Axel á Gjögri „hinn aldna grásleppu- kall” eða eitthvað þvi um likt. Það telst eiginlega til fáránleikans, svo leitað sé eftir bókmenntalegu fræði- orði. Miklu nær væri að likja Axel við Njál á Berg- þórshvoli, þar sem hann situr i eldhúshorninu hjá sér með þá Axelssonu i kring og talar um heima og geima að athuguðu máli, sem gerist æ sjaldnar meö þjóöinni og þarf raunar aö fara norður fyrir Kaldbak til að heyra slikt. Atti ég þess kost að sitja i hinu horninu i eldhúsinu á Gjögri og tala við Axel eina kvöldstund. Þaö hafði hent helgina áður, að kona sem ætlaði á dansleik fæddi barn i staö þess að fara á ballið, sem var i Arnesi i Trékyllisvik. Var þaö einnig i frásögur fært að Jensina óladóttir i Bæ tók á móti barninu og er að byrja niunda tuginn, en hún var fyrrum ljósmóðir i Arnes- hreppi. Þótti Axel þetta merkilegt eins og fleiri og kvað alla hafa borgað sig inn á ballið nema barniö; það borgaöi sig út. Einnig hafði Axel sérkennilegar skoöanir varöandi afla- brestinn i grásleppuveið- unum, sem barst i tal.og vandræði manna aö þessu leyti. „Sérðu einhvern hnugginn?”sagöi Axel og hló við. Undirritaður hváði og skildi ekki kommentið, og lét þó sem ekkert væri. Sagðist Axel eiginlega vera feginn að losna við þetta svona eitt vorið, sér fyndist grásleppan ekkert sérlega skemmtilegur fiskur. Ég held maður verði lika aö fara norður fyrir Kaldbak til að heyra svona gróteskan húmor svo enn sé notaö fræðimálið; stór- kallalegur nær þessu ekki. tsafiröi, 10. ágúst 1982

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.