Helgarpósturinn - 13.08.1982, Síða 20
20
Föstudagur 13. ágúst 1982
* A.Vvr5-f \
Monty Python í bikini í Regents Park. Frá
vinstri: John Cleese, Graham Chapman, Eric
Idle, Michael Palin, Terry Gilliam og Terry
Jones.
Monty
hvað?
Sexmenningarnir
sem nú eru
hetstu
merkisbera
breskrar kimni
af br játuðu
sortinni eru
aftur komnir
saman til að
f jatla um
„Tilgang
lífsins-m
Margir Englendingar eru áhyggjufullir um þessar mundir.
Frést hefur að þar i landi sé fifískan að taka völdin rétt eina ferð-
ina enn: Monty Python er aftur kominn á kreik.
Já, nafnið eitt fær mestu hrokagikki til að skjálfa. Og jafnvel
hér á norðurhjara hljómar nafnið dálitið kunnuglega. Monty Pyt-
hon er ekki nafn á ákveðnum manni heldur samheiti sex manna
sem hafa gert kvikmyndir, sjónvarpsþætti, hljómplötur og samið
bækur þar sem sérstök kimnigáfa þeirra situr i fyrirrúmi. Þar
ægir öllu saman. Rjómatertur fljúga og þeim eru töm i munni
nöfn eins og Hegel og Kant.
Um nokkurt skeið hafa þeir ekkert starfað saman, ekki allir sex
að minnsta kosti, en nú hefur sem sé heyrst að þeir haíiplataö
nærri 100 millj.kr. út úr Universalkvikmyndaverinu og séu að
byrja á nýrri mynd sem nefnist The Meaning of Life eða Tilgang-
ur fifsins.
Pessa dagana sitja þeirstilltirog prúöir á
skrifstofu sinni rétt viö hinn virðuléga
Regents Park i London og eru aö leggja sið-
ustu hönd á kvikmyndahandritiö.
Áöur en lengra er haldiö er e.t.v. ekki úr
vegi aö kynnast hverjum þeirra um sig
nokkrunánar.
Sterkar mæöur
Pótt þeir séu ólikir i lund eiga þeir margt
sameiginlegt. Uppruni þeirra er svipaður.
Þeir eru á aldrinum 39 til 42 ára og allir
eiga þeir gott meö aö koma fyrir sig orði.
beireru allir af miöstéttarl'ólki. Faðir eins
var vátryggingasali, annar bankamaður,
þriðji vélstjóri, fjóröi lögga o.s.frv. Allir
viröast þeir breskir nema hvaö Terry Gilli-
am fyllyrðir að hann sé fæddur og uppalinn
i Bandarikjunum. Þeir búa hver meö konu
sinni i húsi sinu i London og sumir eiga
m.a.s. börn (meðalbarnafjöldi á hvern
Python er 1.5 barn) nema Graham Chap-
man sem hinir fullyröa aö sé hinsegin. En
hann segist búa meö karlmanni til aö vera
ekkieinsoghinír.
John Cleese hefur ijóstrað upp mjög
merkilegu leyndarmáli um hópinn: Allir
eiga þeir mjög sterkar mæöur. „Flestir
þeir sem eiga sterkari mæður en feður,
lenda i útistöðum viö yfirvöld. Þeir verða
yfirleittandsnúnir kerfinu.”
Eiginlega þarf ekki að halda iengra.
Þessi játning skýrir allt. En sannleikurinn
er sagna bestur. Eins og svo oft áður var
þaö æöri menntun sem fór endanlega með
þessi veikgeðja ungmenni. Cleese, Chap-
man og Eric Idle stunduðu nám i Cam-
bridge en Terry Jones og Michael Palin
námu i Oxford.
Á námsárunum léku þeir allir i stúdenta-
revium auk þess sem þeir sömdu efni i þær.
Cleese las lög og Chapman læknisfræöi en
hvorugur þeirra hefur nokkru sinni prakti-
seraö. Jones vildi veröa skáld. Hann er ekki
orðinn þaöenn.
Nokkrum árum áður en þessir þokkapilt-
ar tóku höndum saman haföi annað gengi,
einnig menntað i Oxbridge, þeir Dudley
Moore, Peter Cook, Jonathan Miller og Al-
an Bennett, samiö skólapilta-ádeilu-reviu,
Beyond the Fringe, sem náði svo langt aö
verða vinsæl i Londonog siöar á Broadway.
Afleiðingin var sú aö á hverju ári upp frá
þvi lögöu hæfileikasnuöarar leiö sina i há-
skóla landsins, vitanlega i leit aö hæfileika-
mönnum.
Flugsirkusinn
keniur i bæinn
Þegar námi lauk beið þeirra starf hjá
BBC. Um skeið sömdu þeir aliir efni fyrir
David Frost. Og brátt bættist sá sjötti i hóp-
inn, Terry Gilliam. Faöir hans var trésmið-
ur I Minneapolis. Hann haföi unnið hjá
bandariskum skopritum og fengist við
auglýsingar en var óánægöur. I London
gerði hann teiknimyndir i barnaþætti sem
Jones,Palin og Idle sömdu.
Áriö 1969 vaknaöi hjá sexmenningunum
hugmynd aö sjónvarpsþáttum sem væru
frábrugðnir hinu heföbundna breska sjón-
varpi. BBC féllst á hugmyndina og fyrr en
varöi sat stööin uppi meö vitfirringslegan,
vikulegan þátl. Þessir þættir byggöust á
smáskritlum sinni úr hverri áttinni, sem
tengdar voru saman meö teiknimyndum
Gilliams.
Nú vantaöi bara nafniö og þaö þyrfti að
vera svo algerlega út i hött, að fólk héldi
áfram aö spyrja árum saman hvað það
táknaði. Þættirnir voru kallaðir Flugsirkus
Monty Pylhons.
Það kvað hafa veriö meiri háttar lifs-
reynsla aö sjá þessa þætti og vist er að i
Bandarikjunum eru þeir meðal þess sjón-
varpsefnis sem hvaö oftast hefur veriö end-
ursýnt.
Cleese gengur
úr skaftinu
Ein aðalástæða þess að sjónvarpsþætt-
irnir lögðust al var sú aö John Cleese varð
leiður á þessu. John er stór og mikill og
einna likari tré en manni. Hann er afar
virðulegur i sjón og m innir helst á þá heldri
borgara sem hann skopast hvaö mest að.
Hannleikur oft kirkjunnar menn, ráðherra
eða dómara, sem þola öðrum engan
þvætting en eru sjálfir uppl'ullir af þvætt-
ingi.
„John er meö valdamenn á heilanum,
föðurimyndina,” segir Gilliam. „Hann dá-
ist að þessum mönnum i laumi, held ég.
Hann telur aö þau viöbrögö sem leikur
hans kallar l'ram eigi hann skynsemi sinni
að þakka. Þetta er ekki rétt heldur verður
hannsvo fáránlegur þegar hann er kominn
i gervi. Þaðskilur hann bara ekki.”
„John er háskakjaítur,” segir Palin. „Ef
efnt yröi til keppni i ljótum munnsöfnuði
gæti hann náö langt.”
Þegar John hættiað leika i „Sirkusnum”
sýndu sumir lélaga hans aö þeir kunna ým-
islegt fyrir sér i ljótum munnsöfnuöi. En
Cleesesegir: „Þeir voru dónalegastir sem
voru háöir okkur hinum. Þeir nefndu svik-
semi en þaö finnst mér alger barna-
skapur.”
Eftir að Cleese var hættur aö vinna með
hópnum i sjónvarpi reyndu hinir fimm að
halda úti þættinum en gáfust upp eftir
nokkrar vikur. En f ljótlega fór allur hópur-
inn i hljómleikaferö um England og Kan-
ada. Einnig sömdu þeir handritin aö kvik-
myndinni Monty Python og kaleikurinn.
Þegar hér var komiö sögu munaði
minnstu aö Monty Python legöi upp laup-
ana. Þótt hljómplötur þeirra og bækur seld-
ust i stórum upplögum virtist enginn gera
sér grein fyrir þvi hve vinsælir þeir voru og
enginn þorði að fjármagna kvikmyndina.
Loks áræddu rokkhljómsveitirnar Pink
Floyd og Led Zeppelin aö leggja fé i fyrir-
tækið. 1 Bandarlkjunum einum varö hagn-
aðurinnum 150millj.kr.
Næsta mynd þeirra félaga var Ævi Bri-
ans sem synd var hér á landi lyrir ekki all-
löngu. Upphaflega var ætlunin að Brian
ætti aö vera þrettándi postulinn en Cleese
og Chapman þótti enn sniðugra að gera úr
honum eins konarfrelsara.
Saman
og sundur
Cleese og Chapman vinna mikið tveir
saman innan hópsins, sömuleiðis Jones og
Palin. Gilliam vinnur mikið einn að teikni-
myndum sinum og Idle finnst best að vinna
einn.
Núorðið er samstarf Pythonanna i
ákveðnum skoröum. Þeir koma saman á
nokkurra ára fresti og gera kvikmynd en
þess a milli baukar hver i sinu horni. En allt
er þetta laust i reipunum og ruglingslegt.
Dæmi: Tveir eða þr*r þeirra íéiaga gera
kvikmynd. Er þaö eiginlega Monty Python
kvikmynd'?
En hvað hal'a þeir verið að bardúsa að
undanförnu? Idle hefur samið leikrit og
leikstýrt i sjónvarpi. Jones skrifaöi bók um
Chaucer (fyndinn náungi Chaucer) og
samdi sjónvarpsþætti i samvinnu við Palin.
Chapman skriíaði hálfsanna sögu, Sjálfs-
ævisögu lygara, og sjóræningjasögu,
Gulskegg, sem kvikmynd verður gerð eftir
á næstunni. Cleese lék i myndaflokknum
Hótel Tindastóll, sem sýndur var i islenska
sjónvarpinu fyrir nokkrum árum en þar lék
hann uppstökkan hótelstjóra. Þessum
myndaflokki var spáö góöu gengi en aðeins
voru gerðir tólf þættir. Astæðan? Enn var
Cleese orðinn leiöur. Næst stofnaði hann
arðvænlegt lyrirtæki sem framleiðir
kennslumyndir fyrir einkalyrirtæki.
Nýlokið er kvikmyndun á verki Palins,
Trúboðanum, með Maggie Smith og
Trevor Howard i aðalhlutverkum.
Palin er talinn „normalastur” þeirra fé-
laga.
Þá er eftir aö segja l'rá Gilliam. liann
hefur mörg járn i eldinum og samstarfið
við Monty Python tefur hann eiginlega frá
ýmsu öðru sem hann vildi heldur vera að
fást við. Hann samdi handritið að Tímabóf-
unum (Time Bandits) sem sýnd var hér
fyrir skemmstu og Cleese og Palin léku i
meðal annars.
Þó að ymsar blikur séu á lofti er vonandi
að Monty Python snúi ekki tánum upp i loft,
ekki á næstu árum.