Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 21

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 21
-Jpfjczfi irinn Föstudagur 13. ágúst 1982 21 hálfvitaverkum Þannig birtisi Chapman í sjónvarpsauglys- ingu um myndina Annar dansleikur leyniiögreglunn- ar. Á hinni myndinm sýnir hann hvernig hann heldur sér í formi. lífsþreyttrar Terry Jones i gerv húsmóður sem getu ljúffenga rottukássu, ferð fá börn hans s_ Sally, þegar hann les fyrir þ ævintýrabók eftir sjálfan sig. spekiprófessors, Terroristar á eftirlaunum... Þegar mesti terroristi veraldarsögunnar, Harry S. Truman, flutti úr Hvíta húsinu, gekk hann út um aðaldyrnar eftir að hafa kvatt þjónana og aðstoðarfólkið, lyfti hattinum og sagði víst: Heima hjá mér fyrir vestan var ég með krambúð; ætli þetta hérna hafi ekki verið of stórt fyrir mig. Það er ekkert vafamál, að forsetaembættið í USA var of stórt fyrir Truman. Það er sennilega of stórt fyrir alla. En mér verður oft hugsað til litla krambúðarkarlsins, sem lenti í því að sleppa Sprengjunni. Ætli hann hafi notið eftirlaunanna? Það eina sem við vitum með vissu um lífið, er að dag nokkurn munum við deyja. Við getum ekki verið viss um neitt annað sem í framtíðinni feist. Samt er það svo, að öndin í nösum okkar skiptir okkur meira máli en flest eða allt annað og við gleðjumst innilega, þegar við fréttum að heílsu okkar sé ekki ógnað, að við munum lifa enn um stundir. Sjónvarpið sýndi okkur á dögunum myndir frá styrjöldinni í Líbanon. Fréttamaður las okkur pistil sinn ofaní þessar myndir úr ghettói dauðans, sem ku helst minna á gyðingaghettó síðustu heimsstyrjaldar, þegar Þjóðverjar fóru langt með að útrýmagyð- ingum. Fréttamaður íslenska sjónvarpsins hafði eftir þeim heimildum sem hann (hún) kaus að nota, að fólkið í Líbanon hefði varpað öndinni af feginleik, þegar fsraelítarnir streymdu öllu eyðandi yfir land þeirra, voru á skömmum tíma frammi við Beirút og létu sprengjum rigna, aðallega yfir konur, börn og gamalmenni, því það fólk er seinfærast í skjól. Stríðsherra Ísraelítanna, Begin gamli, er staðráðinn í að ganga milli bols og höfuðs á tugþúsundum þótt erindi hans sé aðeins við skæruliða PLO. Á sömu veraldarslóðum og Begin og stríðshundar hans slíta tóruna úr fólki, veður fram snaróður prestur með trúarbók í hendi og sigar börnum og gamalmennum út á jarðsprengjuakrana að hreinsa til eftir óvinina. Hættan er víst einn á móti einum eða þar um bil og talið hentugt starf fyrir þá aldursflokka, sem ekki geta almennilega miðað fallbyssum. Það er víst ekkert nýtt, að þjóðir eða stjórnmálamenn þeirra fyllist stríðsæði og fari út að drepa. En það kemur manni ævinlega jafnmikið á óvart, þegar prúðbúnir fréttaskýrendur fletta fram og aftur í heimildum sínum og lesa svo upp einhvern boðskap um að báðir eigi sér málstað, sumir séu á móti og aðrir með, mannfall sé vissulega mikið, en vonir standi til að bráðum fari þessu að ljúka og að Begin takist að kenna Palestínumönnum þá lexfu sem þeir aldrei gleymi. Ég veit það ekki. En ég ímynda mér, að stæði ég í Beirút á þessari stundu og sæi hausana fjúka, þá myndi ég spyrja: Ætlar enginn að stoppa þessa brjálæðinga? Ætlar heimurinn að þola þetta? Þá myndi víst einhver glöggur maður benda mér á, að heimurinn væri að horfa á vídeó og sérfræðingar fjölmiðla í erlendum við- burðum væru þessa stundina að segja þjóðunum, að bráðum lyki þessu, bráðum fyki síðasti hausinn og hægt að fara að tala um annað. Annars segja þeir að stríð séu nauðsynleg fyrir tækniþróunina. Og það er líka sagt að standi manneskjan andspænis voðalegri ógn, taki hún andlegri stökkbreytingu, breytist til góðs eða ills. Nú er mann farið að gruna hvað litli karlinn úr krambúðinni uppskar fyrir Sprengjuna. En hver skyldu laun Begins vera? •■•filT 5/«.*<. Hí/eti oeyjn.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.