Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 24

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Side 24
24 _______________________________________ Þröngt spil á íþróttasídunum Ef við skoðum íþróttasíður dagblaðanna sjáum við tljótlega að þær eru að langmestum hluta fylltar frásögnum af kappleikjum og mótum. Dæmigerð frásögn af knattspyrnuleik hefst á inngangi þar sem sagt er frá æskilegasta atviki leiksins, síðan er gangur hans rakinn, hverjir áttu hættulegustu tækifærin, hverjir skoruðu og hverjir brenndu af, hvernig baráttan um miðjuna hafi artað sig og í lokin eru liðunum og einstökum ieikmönnum gefnar einkunnir. Aðrir fastir liðir á íþróttasíðunum eru úrslit frá öðrum löndum og smáfréttir af dómum aganefndar, meiðslum leikmanna, félag- skiptum oþh. Og svo er mikið fjaliað um hvernig íslensku at- vinnumönnunum erlendis reiðir af. Þannig er þetta dag eftir dag, árið um kring. Það heyrir til algerra undantekninga ef reynt er að bregða út af vananum, víkka sjónar- homið eða fara í saumana á einhverju sem gerist baksviðs. Það gerist nefnilega mikið baksviðs í íþróttaheiminum. Enginn verð- ur afreksmaður í íþróttum án þess að stunda þrotlausar æfingar árum saman. Þær kosta peninga, þjálfarar þurfa sitt lifibrauð og ekkieru tækíogaðstaðaókeypis.Hverniger þessara peningaaflað? Þeir koma úr ýmsum áttum. Getraunirnar skila sínu, tjáröflun félaganna meiru og svo eru gerðir samningar við auglýsendur. Hvernig fer þetta fram? Hvað felst td. í samningum íþróttafélaga og auglýsenda? Hvað láta félögin af hendi og hvað fá augiýsendur út úr samningnum? Og af hverju gera fyrirtæki samninga við félög- in? Er það einskær íþróttaáhugi? íþróttaafrek kosta ekki bara peninga, þau kosta svita og tár. Hvaða áhrif hefur það á ungan pilt eða stúlku að standa allt í einu á Skofi& eflir Þröst HaraMsson verðlaunapallinum? Hvaða þrýsting hefur það í för með sér á afreksmanninn, frá félögunum, frá fjölskyldunni, frá fjölmiðlun- um, frá forráðamönnum íþróttahreyfingarinnar, frá njósnurum erlendra félaga osfrv. Og hvermg líður þeim sem tinna að þeir eru farnir að dala, að blómaskeiðið er búið? Aldrei sér maður stafkrók um þessa hluti í blöðunum. Það er hins vegar eytt mikilli prentsvertu í þá kanttspyrnumenn sem hafa farið út í atvinnumennsku erlendis. En mikið eru þær fréttir og frásagnir einhæfar. Stundum eru þó birt viðtöi við at- vinnumennina, en þar er aldrei reynt að kryfja hlutina, spyrja óþægilegra spurninga. Framhliðin er máluð fögrum iitum,viðta!ið myndskreytt með BMV-bíl og fiottu einbýlishúsi. Svo er gjarnan drepið á það að líf atvinnumannsins sé enginn dans á rósum, samkeppnin sé hörð. Hvernig hörð? Af hverju er ckkert reynt að grafast fyrir um það? Ég man eftir einni undantekningu. Það var þegar Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev kvörtuðu yfir því að þýskir félagar þeirra „sveltu“ þá, þe. gáfu boltann ekki til þeirra svo þeir fengju ekki tækifæri til að sýna getu sína. Og hvernig ganga kaup og sölur fyrir sig hjá þessari „út- lendingaherdeild"? Um það er harla lítið fjallað á íþróttasíðum blaðanna. „Útlendingarnir“ sjálfir viija sem minnst um sín fjármál tala en það er hægur vandi að hafa uppi á tölum um tckjur, söluaf- greiðslur og annað ef viljinn er fyrir hendi, ekki síst þegar blaða- menn eru í heimsókn hjá köppunum erlendis. En íþróttir snúast um fleira en afrek og afreksmenn. Til þess að þeir verði til þarf þjálfara sem geta hugsað upp leikkerfi, þjálfunarkerfi og sett hlutina í samhengi. Það þarf að vera einhver hugsun á bak við allt heila galleríið. Til hvers er fólk yfirleitt að eltast við bolta, stökkva út og suður. hlaupa og kasta? Jú, það er að þjáifa skrokkinn og skemmta sér, það er að fulinægja samkeppnisþörfinni og fá útrás fyrir lífsorkuna. En hvar er umfjöllun blaðanna um markmið og stefnu íþróttastarfsins? Hún er afskaplega fyrirferðaiítil, svo fyrirferðalítil að yfirvöld landsins þurfa aldrei að hafa áhyggjur af að þau verði spurð hver stefna þeirra á sviði íþróttamála sé. Þeir eru alltaf að spyrja um stefnu stjórnvalda í hinum og þessum málum, en hingað til man ég ekki eftir því að neinn úr hópi íþróttafréttaritara hafi gengið á fund menntamálaráðherra og spurt hann hvaða stefnu hann aðhyiiist í íþróttamálum. Vill hann efla almenningsíþróttir eða stjörnuíþróttir? Vill hann byggja glæsilegar hallir fyrir lands- leiki eða fullt af iitlum völlum og húsurn sem standa öllum opin? Og svo framvegis. Ofaná allri kransakökunni er svo forysta íþróttahreyfingarinnar. Hvaða sjónarmið ráða því að þessi freícar en hinn velst til forystu? Af hverju eru margir þessara forystumanna aðsópsmiklir stjórn- málamenn á sama tíma og tönnlast er á því endalaust að stjórnmál og íþróttir séu tvennt óiíkt og eigi ekkert sameiginlegt? Á sér staö einhver valdabarátta innan íþróttaforystunnar? Og ef svo er, um hvað snýst hún? Persónur? Stjórnmálaskoðanir? Eða kannski stefnu í íþróttamálum? Einstöku sinnum kemur það fyrir á íþróttasíðunum að þar hefst umræða um eitthvað af því sem hér hefur verið nefnt. Það gerist þó sjaldan fyrir frumkvæði þeirra sem ritstýra síðunum, oftast eru það reiðir lesendur sem hefja leikinn. Og sú umræða sem á sér stað er afskaplega ómarkviss og leiðist oftast út í einskisvert karp um smáatriði. Það er vegna þess að íþróttafréttamenn virðast engan áhuga hafa á umræðu. Ef sá áhugi væri fyrir hendi myndu þeir grípa tækifærið og reyna að stýra umræðunni, leggja sitt til málanna og kalla eftir viðhorfum þeirra sem gerst vita og/eða ráða ferðinni. Þá virðist skorta allan metnað til að hefja sig upp úr hinu daglega talnaflóði og skyggnast um og fram á Yeginn. Að þessu leytinu eiga þeir sér ófáar fyrirmyndir í útlandinu þar sem er síðdegispressan og iágkúruiegri hluti morgunblaðanna. En það eru til erlend blöð sem eru vönd að viröingu sinni, líka á íþróttasíðunum. Þar er reynt að setja íþróttastarfið í félagslegt og efnahagslegt samhengi og líf íþróttafólksins og starf í samhengi við aðra þætti manniegs lífs. Mikið væri gaman ef einhver viðleitni ætti sér stað hjá kollegum mínum til að taka sér slík skrif til fyrir- myndar. 'elgar sturinn IJHinAKVISIR HEMMIÍIHál sÝniiifiarsssilir Nýlistsafnið: Sólveig Aöalsteinsdóttir sýnir fjörug myndverk, skúlptúr og teikningar. Sýningin er opin dag- lega kl. 1&—22 og stendur til 16. ágúst þ.e. henni lýkur á sunnu- dag. Eden, Hveragerði: GuBrún Svava Svavarsdóttir sýn- ir alls kyns verk, teikningar, mál- verk og vatnslitamyndir. Sýning- unni lýkur 17. ágúst. Mokka: Kristján Jón Guönason sýnir lit- rikar og skemmtilegar klippi- myndir, sem minna okkur á ævin- týrin meö kóngssyni á hestbaki og prinsessur i turnum. Gott kaffi á staönum, þaö besta i bænum. Listasafn islands: Landslag i islensku málverki. Yf- irlitssýning meö verkum margra af okkar bestu málurum. Sýning- in er opin daglega kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Sumarsýningin i fullum gangi, frábærir hlutir frá hinu gamla og góöa Islandi. Auk þess stendur yf- ir sýning á alþýöulist frá Dölun- um i Sviþjóö. Sú sýning er i Eim- reiöarhúsinu. Safniö er opiö dag- lega, nema mánudaga, kl. 13.30- 18. Listasafn Einars Jónsson- ar: Stórfenglegar höggmyndir Ein- ars eru tii sýnis alla daga nema mánudaga kl.13.30-16. A efstu hæö hússins er ibúö Einars og konu hans og er hún til sýnis gestum. Árbæjarsafn: Safniö er opiö daglega kl. 13.30 - 18, nema mánudaga. Aökoma aö safninu er um gamla rafstöövar- veginn og meö leiö 10 frá Hlemmi. Höggmyndasafn Ásmund- ar Sveinssonar: Safniö er opiö þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl.14-16. Ásgrimssafn: Sumarsýning. Aöþessusinni eru flestar myndanna vatnslita- myndir og hafa margar þeirra sjaldan veriö sýndar. Sýndar eru landslagsmyndir, blómamyndir og flokkar mynda úr þjóösögum. Safniö er opiö sunnudag, þriöju- dag og fimmtudag kl. 13.30—16 i mai, en daglega, nema laugar-. daga.frá og meö 1. júni, á sama tima. Aögangur ókeypis. Galleri Lækjartorg: Nú stendur yfir samsýning nokk- urra listamanna. Þar gefur m.a. aö sjá grafik, steinþrykk og fleira. Meöal þeirra, sem eiga myndir, eru Rikharöur Valtingoj- er, ómar Stefánsson (nýsloppinn inn á þýsku listaakademiuna), Óskar Thorarensen, Jóhann G. Jóhannsson, Þorsteinn Eggerts- son og fleiri. Sýningin er opin daglega á verslunartima en ki. 14-18 um helgar. Norræna húsiö: Sjömenningaklikan heldur áfram aö sýna hiö nýja islenska málverk i kjallarasalnum. Komiö og skoö- iö nýjungarnar. Þarna eru marg- ir frambærilegir listamenn. Opiö kl. 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. 1 anddyri heldur áfram sýning á islensku flórunni á veg- um náttúrusafnsins, grasadeild- ar. Og úti fyrir heldur John Rud, sá danski, áfram aö sýna tilhogg- ið grjót. Skemmtileg sýning. Gallerí Langbrók: Kolbrún Björgólfsdóttir sýnir handunnið postulin. Sýningunni lýkurliklega idag, föstudag. Opiö kl. 12—18. Missiö þvi ekki af skemmtilegri sýningu frábærs leirkerasmiös. Gallerý, Austurstræti 8: Pétur Stefánsson sýnir malerisk, ljóöræn prentverk. Sýningin stendur i óákveöinn tima. Listmunahúsið: Engin sýning i águst. Kjarvaisstaðir: Kjarvalssýningin heldur áfram i Kjarvalssal. En i vestursal og vesturforsal opnar á laugardag- inn sýningin Islensk frimerki. Stendur sú sýning I eina viku, lýk- ur 22. ágúst. Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7: Skipulagsarkitektarnir hafa sýn- ingarsal á vinnustaö sinum og þar má nú sjá iágmyndir og teikning- ar eftir örn Þorsteinsson. Sýning- in er opin á venjulegum skrif- stofutima. Komið og kynniö ykk- ur skipulagsmálin um leiö. Nýja Galleríið: Magnús Þórarinsson sýnir nýjar oliu- og vatnslitamyndir. Opiö kl. 14-18. Listasafn ASí: Lokað i sumar. Hótel Isafjörður: Guömundur Thoroddsen opnar grafiksýningu á laugardaginn og stendur hún til 21. ágúst. Sýning- una geta menn séö á venjulegum opnunartima hótelsins. Ásmundarsalur: A föstudag opnar Asgeir Smári Einarsson myndlistarsýningu, þar sem boðiö veröur uppá blendnar tilfinningar á pappir. Sýningin veröur opin daglega kl. 14-22. og stendur hún til 23. ágúst. toulisf Skálholt: A laugardag og sunnudag kl. 15 leika þau Hafliöi Hallgrimsson og Helga Ingólfsdóttir á selló og sembal. Verkin eru eftir Hafliöa eöa útsett af honum. Skemmtileg hljóöfærasamsetning og frábærir spilarar. Hressum þvi upp á and- ann og brunum eftir rykugum vegum landsins á vit hámenning- arinnar. Norræna húsið: Ljóöatónieikar, hvorki meira né minna. Anna Júliana Sveinsdóttir söngkona og Lára Rafnsdóttir pianisti flytja lög eftir Schumann, Almquist, Rangström, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson og Jón Þór- arinsson. Mörg helstu tónskáld þjóðarinnar samankominn undir einum hatti. ■ítilíf Helgarferðir: Föstudagur kl. 20: a) Land- mannalaugar-Eldgjá, b) Þórs- mörk, c) Hveravellir, d) Alftavatn, e) Tindfjallajökull, f) Gönguferð frá Landmannalaug- um til Þórsmerkur. Dagsferöir: Sunnudagur kl. 10: Sneplafoss i Þverá-Hestfjallahnjúkur. Sunnudagur kl. 13: Trölla- foss-Haukafjöll. Útivist: Helgarferðir: Föstudagur kl. 20: a) Þórsmörk, b) Hattfellsgil-Hólmsár- lón-Hvannagil. Dagsferöir: Sunnudagur kl. 10.30: Um Ketilstig i Krisuvík. Sunnudagur kl. 13: Um Seltún til Krisuvikur. Báöar þessar Krisu- vikurferöir eru skemmtilegar gönguferöir og báöar enda þær á skemmtilegan hátt meö mikilli pylsuveislu. Um aö gera aö mæta þvi meö tóman maga. Göngudag- ur fjölskyldunnar. Ilíóill ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágaet ★ ★ góft ★ þolanleg 0 léleg ^2-21-40 ★ ★ ★ t lausu lofti (Flying High). Bandarisk kvikmynd, árgerö 1980. Leikendur: Robert Hays, Julie Haggert, Peter Graves. Handrit og leikstjórn: Jim Abra- hams og tveir aörir. Stólpagrin i anda stórslysa- mynda. Aöeins sýnd á föstudag. A laugardag, frumsýning: Okkar á milli — i hita og þunga dagsins. tslensk kvikmynd, ár- gerö 1982. Leikendur: Benedikt Arnason, Andrea Oddsteinsdóttir, Sirrý Geirs, Valgaröur Guöjóns- son og fleiri. Handrit og leik- stjórn: Hrafn Gunnlaugsson. Loksins kemur hún, nýjasta myndin hans Hrafns um verk- fræöinginn, sem vaknar upp viö vondan draum, oröinn miöaldra. Persónuleg mynd og afskaplega forvitnileg, ef aö líkum lætur. ★ ★ Flóttinn frá New York. —sjá um- sögn 1 Listapósti -ÍT16-444 A A Undrin i Amityville (The Amity- viile Horror). Bandarisk kvik- mynd. Leikendur: James Brolin, Margot Kidder, Rod Steiger, Don Stroud. Leikstjóri: Stuart Rosen- berg. Ein frægasta hryllingsmynd slö- ari ára er hér sýnd að nýju. Kom- iö og fáiö gæsahúö og hjartslátt. TÓNABÍÓ Simi 31182 Barist fyrir borgun (The Dogs of War). Bresk-bandarisk. Argerö 1980. Leikstjóri: John Irvin. Aöai- hlutverk: Christopher Walkcn, Tom Berenger, Colin Blakely. John Irvin, sem leikstýröi svo vel sjónvarpsþáttunum Tinker Tailor Soldier Spy eftir John LeCarré, tekst ekki eins vel upp i þessari hasarsögu eftir Frederick For- syth. Christopher Walken leikur atvinnuskæruliöa sem tekur að sér aö steypa spilltri einræðis- stjórn i Afrikuriki, og berst leik- urinn um alþjóðlegt samsærisnet fjármála- og stjórnmálaafla. Leikstjóranum heppnast ekki að gæða þetta efni umtalsverðri spennu, og persónusköpun hangir • i lausu lofti. Hvorki fugl né fiskur. —AÞ. GAMLA BIO \ Sími 11475 Samtökin (The Outfit).Bandarisk kvikmynd, árgerð 1973. Leikend- ur: Robert Duvall, Karen Black, Sheree North, Robert Ryan, Joe Don Baker. Leikstjóri og höf- undur handrits: John Fiynn. Nokkrir glæpamenn reyna aö vera hver öðrum snjallari. Bókin segir, aö myndin sé leiöinleg og léleg. Kl. 9. Faldi fjársjóöurinn (Treasure of the Mate Cumbe). Bandarisk kvikmynd frá Walt Disneyfélag- inu. Leikendur: Peter Ustinov. Skemmtileg fjölskyldumynd um leit að týndum fjársjóöi. Sýnd kl. 5 og 7. Sími50184J ★ ★ ★ Villti Max, striðsmaöur veganna (Mad Max II) Aströlsk kvik- mynd, árgerö 1981. Leikendur: Mel Gibson o.fl. Handrit: George Miller o.fl. Leikstjóri: George Miller.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.