Helgarpósturinn - 13.08.1982, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 13.08.1982, Blaðsíða 25
urinn Heimsstyrjöldinni þriöju er lokiö. og allt i ólestri. Svo til allt bensin búið. Allir berjast því um eldsneyti á vélfáka sina. Spennumynd og spennan i há- marki. C io óo<^ ★ ★ ★ Siðsumar, — sjá umsögn i Lista pósti. Flóttinn til Aþenu (Escape to Athenes). Bresk kvikmynd. Leikendur: Roger Moore, Telly Savalas, Elliot Gould, Claudia Cardinale. Leikstjóri: George Pan Cosmatos. More leikur þýskan fangabúöa- stjóra, sem sér aö hans menn eru að tapa stríöinu. Hann ákveöur þvi aö flýja með föngum sinum, enskyldi þaðtakast? Hefnd sjóræningjans (The Black Pirate). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Mel Ferrer og sveröiö hans. Leikstjóri: Sergio Sollina. Hörkuspennandi sjóræn- ingjamynd, eins og þær gerast bestar upp á gamla mátann. Maöurinn með járngrímuna (The Man in the iron Mask). Bresk kvikmynd. Leikendur: Richard Chamberlain, Louise Jordan, Jennie Agutter, Patrick McGoohan, Ralph Richardson. Leikstjóri: Mike Newell. Mynd þessi er gerö eftir sögu Alexanders Dumas og segir frá þvi er einn Loövikurinn skiptir um hlutverk við bróöur sinn. Sverö mitt og skjöldur, sómi Frakklands. ★ ★ ★ Sólin ein var vitni (Evil under the Sun). Ensk. Argerð 1981. Leik- stjóri: Guy Hamilton. Handrit: Anthony Shaffer. Aðalleikari: Peter Ustinov. I ■ « Sími 3207S Flóttinn til sigurs (Escape to Vic- tory). Bandrisk kvikmynd. Leik- endur: Michaei Caine, Sylvester Stallone, Max von Sydow og knattspyrnuhetjur gamlar og nýjar. Leikstjóri: John Huston. Fangar nasista keppa viö herra- þjóðina i knattspyrnu og ætla aö nota tækifæriö og flýja. bokkalega skemmtileg mynd, þó svo að fótboltinn sé kannski ekki sá albesti. A laugardag frumsýning: Okkar á milli — i hita og þunga dagsins. Nýjasta mynd Hrafns Gunnlaugssonar, myndin sem beðið er eftir laugaf A-salur Bara við, væna min (Just You and Me, Kid). Bandarisk kvik- mynd, árgerð 1980. Leikendur: Brooke Shields, George Burns, Burl Ives. Leikstjóri: Leonard Sterm. Bráðfjörug og skemmtileg gamanmynd um samskipti gamlas manns og ungrar stúlku, sem hann finnur i öskutunnunni hjá sér. Þó nokkuð um hlátur i salnum. Kl. 5,7 og 9. Miðnæturhraðlestin (Midnight Express). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Brad Davis o.fl. Leikstjóri: Alan Parker. Hörku- spennandi og skemmtileg kvik- mynd um ævintýralegan flótta ungs Amerikumanns úr tyrk- nesku fangelsi. Sérlega skemmti- !eg og vel gerö mynd. Sýnd kl. 7. B-salur: ★ ★ Cat Ballou. Bandrisk kvikmynd, árgerð 1965. Leikendur: Lee Mar- vin, Jane Fonda, Nat King Cole. Leikstjóri: Elliot Silverstein. Stórkostlega skemmtileg og fynd- in kúrekamynd. Tekiö er til þess hve vel Marvin stendur sig, enda fékk hann óskarinn fyrir frammistööuna. Mynd, sem kem- ur öllum i gott skap. Sýndkl 9og 11. B-salur: * Þá veröur einhver lauflétt mynd sýnd meö. Bíóbær: Ógnvaldurinn (The Parasite). Bandarisk kvikmynd. Handrit: Allan Adler. Leikendur: Robert Glaudini, Demi Moore. Leik- stjóri: Charles Band. Framtiöin. Visindamaöur fær þaö verkefni aö framleiöa sýkla til notkunar i hernaöi, en auðvitaö verður framvindan önnur en til stóö. Þrividdarbrellur og passiö ykkur á tveim fremstu bekkj- unum. Þar er hættulegt aö sitja. 1-15-44 ★★ Kagemusha. Japönsk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Tatsuya Nakadai, Tsutomu Yamazaki, Kenichi Hagiwara. Handrit og leikstjórn: Akira Kurosawa. Þrátt fyrir þaö, aö sjónrænt sé Kagemusha einatt magnaður gerningur, myndataka og litaspil i búningum og leikmynd áhrifa- mikiö, einstakar sviössetningar, einkum bardagaatriði, meö hand- bragði meirarans, þá er eins og hinn mannlegi þáttur, persónurn- ar, sem við fylgjumst meö, öölist aldrei neina dýpt. Inniatriöin, hvort heldur sem þögn rikir eöa samtöl, eru — meö undantekning- um — fjarlæg, langdregin og dramatisktslöpp— leyfist mér að segja leiðinleg? Þaö er engu aö siður áhugaveröara aö horfa á Kagemusha en obbann af þvi dóti sem uppá er boöiö i bióunum núna. —ÁÞ Sjá dagblöðin um sýningar með Kagemusha. Tjarnrbíó: Amerisk kvikmyndahátiö hefst um helgina, á laugardag, nánar tiltekiö. Sjá nánar um þaö á for- siöu LV. Sýningar helgarinnar verða sem hér segir: Laugardagur: Kl. 3. Hjartaland. Landnám vest- ursins séö frá sjónarhóli konunn- ar. Frábærlega vel gerö kvik- mynd. Kl. 5 Kaffistofa kjarnorkunnar. Heimildakvikmynd unnin úr gömlum áróöurskvikmyndum B a n da r ik j a s t j ór n a r um kjarnorkusprengingar og áhrif þeirra. Kl. 9 Kaffistofa kjarnorkunnar. Kl. 11 Neöanjarðarknaparnir, Einhver bésta mynd amerisku nýbylgjunnar. Segir frá lifi fólks, sem býr i útjaöri þjóðfélagsins. Sunnudagur: Kl. 3 Kaffistofa kjarnorkunnar. Kl. 5 Hjartaland- Kl.9 Kaffistofa kjarnorkunnar. Kl. 11 Varanlegt friLjóöræn kvik- mynd, sem endurspeglar vel ör- væntingu ameriskrar pönkæsku. Flugmaðurinn — sjá umsögn i Listapósti. ★ ★ Hvellurinn (BIow Out). Banda- risk kvikmynd, árgerð 1981. Leik- endur: John Travolta, Nancy All-' en. Handrit og leikstjórn: Brian DePalma. John Travolta leikur hljóðupp- tökumann við gerð þriðja flokks kvikmynda og er reyndar þriöja flokks hljóöupptökumaöur eftir þvi hvernig hann handleikur hljóðnemann og hvernig hann vinnur við klippiborðið. ★ ★ ★ Ameriskur varúlfur i London (An American Warcwolf in London) Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: David Naugton, Jenny Agutter, Griffin Dunne! Handritog leikstjórn: John Land- is. Pfkuskrækir (Pussy Talk). Djörf kvikmynd. Leikendur: Penelope Lamour, Nils Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. Breaker, Breaker. Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Chuck Norris, Terry O’Connor. Trukkarnir á fullu og samkeppnin lika. Aö sjálfsögöu fylgja slags- málin meö. ★ ★ ★ • Fram I sviðsljósið (Being There) Bandarisk, árgerð 1981. Handrit , Jerzy Kosinski, eftir eigin skáld- sögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby. i ' S Úr matarmyndastúdíói Eg endaði vist siöasta pistil á aö segja sem svo aö ljóðagerð og matargerö væru fyrsta flokks streitumeöul. En allt getur snúist upp i and- hverfu sina, það sannreyndi ég i vikunni sem leið mér til sárrar hrellingar á sál og likama. Um þessar mundir er ég að skrifa matreiöslubók og þegar ég-gekkst inn á þaö, hugsaði ég með mér að ég þyrfti „bara” að skrifa textann. Þá óraöi mig ekki fyrir þvi stússi sem fælist i aö ákveða brot og útlit bókarinnar, uppsetningu, li tur o.þ.u.l., sem eru þó aðeins barnavipur miðaö viö aö taka ljósmyndir af hinum ýmsu réttum bók- / arinnar eins og siðar kom á daginn. Reyndar tekur vinkona min myndirnar, en ég elda alla réttina og hjálpa til við að stilla upp. Viö hélduní aö hagkvæmast væri aö mynda svona tiu rétti á dag, en það þýddi aö ég var eld- andi meira og minna sleitulaust I 16 tima. A fjórða rétti var mér oröið bumbult, þvi viö stöll-, ur höföum reynt aö torga réttunum jafnóöum og gripum við þvi til þess ráðs aö safna saman svöngum vinum til að hesthúsa þá sex rétti sem eftir voru. Mig sárverkjaði og i bakið, þvi til- raunaeldhúsið mitt er undir súö og vinnuboröiö alltof lágt íyrir himnalengju eins og mig. En sárgrætilegast a.f öllu var þó að ýmsir ljúf- fengir réttir og hráefni reyndust alls ekki nógu myndræn (fótógenisk), vildu ekki festast á filmu með þeim hætti sem til stóð. Brauð verða t.d. alveg ótrúlega grámygluleg á mynd, skást eru þau pensiuð með eggjahvitu. Soðnir eöa steiktir laukhringir vilja fremur likjast ormum en krydduðu lostæti, sem bráönar á tungunni, en ég þvertók samt fyrir aö hressa upp á útlit þeirra með gulum matarlit. Eins kom ekki til nokkurra mála aö nota tré- spiritus i staö koniaks við bananablossann, þó glaðar logi með því móti. Lái mér hver sem vill. Hins vegar féllst ég á aö pússa alla á_yexti og grænmeti meö mataroliu og stökkva svo á þau vatni. Fleiri myndrænar málamiðlanir koma ekki til greina. En af fyrstu þremur filmunum lærðist alltént, að réttavalið þarf aö gaumgæfa vandlega. Appelsinusósur myndast t.d. sérlega vel, bæöi meö lúöu og lifur, svo og ostasósur með dökku kjöti. Að þessari reynslu fenginni mun ég aðeins mynda tvo rétti i einu, annars endar þetta með þvi að matseld fer aö vekja hjá mér heidur hvimleiðar kenndir og tvisýnt verður hvort mér tekst aö ljúka bókinni. Ég veit aö slik endalok myndu baka mörgum sorg, og enn öörum vand- ræöi... Éger reyndar búin að jafna mig á sálinni eftir fyrstu þrjá myndatökudagana, og matarlystin komin i lag. En likaminn ber enn sin verksum- merki: 25 marbletti, svööusárá hægri augabrún og hálfgildings glóöarauga (eöa græna kinn öllu heldur), þvi ýmist rak ég mig á skáphurðir, tól hangandi undir súðinni eða húsgögn þar sem ég skreið um stofugólfiö til að tengja lampa eða reyna að fá laukhringina til að dansa slöngudans upp úr súpuskálinni. Slæ ég nú botninn i þessa harmsögu reynslunni rikari, tek gleði mina á ný og set saman hátið- legan matseöil meö þremur réttum sem mynd- uðust afar vel, og smökkuðust þeim mun betur, aö sögn þeirra sem átu... Brauð með rækjum og kavíar Þetta er fagur forréttur, léttur i maga og fljót- legur i tilbúningi. Uppskriftin miöast við fjórar brauösneiðar og fer það eftir magamáli hvort þiö reiknið meö einni eða tveimur brauðsneiðum ámann. 300 g rækjur U.þ.b.4 msk svört grásleppuhrogn (isl.kaviar) 1 msk saxaður laukur u.þ.b. 1 dl sýrður rjómi 4 brauðsneiöar nokkur salatblöð 1 sitróna smjör 1. Skerið skorpuna utan af brauösneiöunum, smyrjið þær og leggið eitt litiö salatblað á hverja sneið. 2. Saxiö iaukinn afar smátt, hræriö honum sam- an viö rækjurnar og sýröa rjómann og deilið" þessu niður á brauösneiðarnar. 3. Setjið u.þ.b. eina matskeið af kaviar ofan á hverja brauðsneið, eins varlega og þið getið, þvi blessuö hrognin eru dálitjö völt. 4. Berið fram meö salatbíöðum og sitrónubát- um. ' / Nautabuff meö ostasósu Einfaldur.myndrænn hátiöaréttur (nautakjöt eróguðlega dýrt hérlendis! ).Uppskriftin er fyrir fjóra. 4 stór nautabufl smjör til steikingar kryddsalt, jurlasait eða venjulegt salt nýmalaður pipar Fyllingogsósa: > 2dósir kryddostur (200 g) I rauð paprika 1 græn paprika u.þ.b. 1 dl af þurru hvítvini 1 dl rjómi 1. Takið kryddostinn út úr isskápnum meö góö- um fyrirvara, þvi best er aö hann 'sé sem mýkstur. Fjarlægiö kjarnana innan úr paprik- unum og skerið þær i þgnnar sneiðar og siöan i litlabita. | 2. Berjið buffin kröftuglega (islensk buff eru i þykkasta lagi) meö kjöthamri eða t.d. tómri flösku, snöggsteikið þau i smjöri og kryddið með salti og nýmöluöum pipar. — 1 þessu tll- viki mæli ég eindregiö meö jurtasalti. — Setjiö buffin á diska (helst heita), smyrjiö öörtjm kryddostinum (100 g) yfir helming hverrar sneiöar, brjótiö þær saman og stingiö inni vblganofn. 3. Þá er það sósan. Helliö nokkrum matskeiðum af vatni saman viö kjötkraftinn á pönnunni og látið suðuna koma upp. Bræðið seinni krydd- ostinn saman við, hræriö þvi næsFútvi ^ósuna rjóma, hvitvini og paprikubitum. Kryddiö frekar meö pipar og jurtasalti, ef ykkur finnát ástæöa til. Takið fram kjötdiskana og hellið sósunniyfirbuffin. Soðnar kartöflur og snittubrauð er fyrirtaks meðlæti með þessum rétti, en einnig einfalt hrá- salat. Fersktávaxtasalat Þegar menn eru orðnir mettir afjiautakjöti er fátt eins friskandi fyrir bragðlaukana og hvetj- andi fyrir blóðrásina og ferskt ávaxtasalat, t.d. á borð við það sem hér fer á eftir. Uppskriftin er fyrir fjóra, undirbúningstimi er u.þ.b. 15 min. Gætið þess aðeins aöhráefniö sé vel kælt áður en þiðhefjisthanda. 4bananar 2 appelsinur 3 msk romm (má sleppa) 3 dósir af hreinni jógúrt u.þ.b. 6 msk strásykur 1. Afhýðiö ávextina, sneiðið niður bananana og skerið appelsinurnar i litla bita. Hellið romm- lögginni yfir. 2. Setjið jógúrtinaog sykurinn isalatskál, gjarn- an glerskál, og hfæriö hressilega i. Setjið ávaxtabitana saman viðog berið fram. Verði ykkur aö góðu. i I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.