Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 3
íjiSsturinrL Föstudagur 27. ágúst 3 Helgai---------- pósturinn Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarf ulltróí: Guðjón Arngrímsson Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Gunnar Gunnarsson, ómar Valdimarsson, Þorgrimur Gestsson og Þröstur Haralds- son. Utlit: Kristinn G. Harðarson Ljósmyndir: Jim Smart Dálkahöfundar: Hringborð: Birgir Sigurðsson, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigriður Hall- dórsdóttir, Sigurður A. Magn- ússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Jón Viðar Jóns- son, Sigurður Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Halldór Björn Runólfsson (myndlist & klass- ískar hljómplötur), Gunnlaug- ur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz). Arni Þórarinsson, Björn Vign- ir Sigurpálsson, Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir), Þröstur Har- aldsson (f jölmiðlun). Erlend málefni: Magnús Torf i Ólafsson Visindi og tækni: Dr. Þór Jakobsson Skák: Guðmundur Arnlaugsson Spil: Friðrik Dungal Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir Landspóstar: Finnbogi Hermannsson, Isa- firði, Reynir Antonsson, Akur- eyri, Arndis Þorvaldsdóttir, Egilsstöðum, Sigurgeir Jóns- son, Vestmannaeyjum, Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Dan- mörku, Inga Dóra Björnsdótt- ir, Bandaríkjunum, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi. Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson Dreifing: Sigurður Steinars- son Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru aðSíðumúla 11, Reykjavík. Simi: 81866. Afgreiðsla og skrif stofa eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarverð á mánuði er kr. 60. Lausasöluverð kr.15. 1982 Á planinu heima Skvldi ekki reka að því, að íslenskur rithöfundur sendi frá sér bók um æsku sína og uppvaxtarár undir heitinu „A planinu heima“? Því fer að minnstakosti fækkandi æSkufólkinu sem býr við þesskonar skilyrði í uppvextinum að geta skrifað um túnið heima. Að sjálfsögðu á þetta við um börn og unglinga sem nú eru að alast upp í Reykjavík og næsta ná- grenni. I Helgarpóstinum í dag kemur fram í samtali við Eirík Helgason hjá Ráðningastofu land- búnaðarins, að þeim fari fækkandi Reykjavíkurunglingunum sem komast í sveitavinnu, en talsvcrt mikil ásókn sé hinsvegar í að kom- ast í slíka vinnu og færri komist að en vilji. Okkur hættir til að líta á Hallær- isplanið sem „eðlilegt“ umhverfi Reykjavíkurunglinga og ganga út- frá því sem vísu að þeim fylgi hið svonefnda unglingavandamál. Jón Ulfarsson bóndi á Eyri við Fá- skrúðsfjörð er á öðru máli. I mörg ár hefur hann haft unglinga úr Reykjavík í vinnu og í samtali við Helgarpóstinn segir hann, að sér virðist sem úrvalið af þjóðinni sé komið til Reykjavíkur. En þróunin heldur sínu striki og stöðugt færri Reykvíkingar fá tæki- færi til að komast í kynni við sveita- lífið og hin hefðbundnu glímutök við móður náttúru. Flestir verða að láta sér nægja að kynnast landinu í gegnum bílrúður á flcygiferð um rykuga þjóðvegina. Það er þó kannski til bóta, að útsýnið úr bíl- unum fer stöðugt skánandi með batnandi vegakerfi! Þróuninni í áttina til þess sem tíðkast annarsstaðar á Vestur- löndum verður varla snúið við. íbúum þéttbýlisins fjölgar og bændum fækkar, auk þess sem stöðugt þarf minna vinnuafl við landbúnaðinn vegna aukinnar vél- væðingar. IJilið milli borgarfólks- ins og svcitafólksins breikkar sí- fellt. En það eru til ráð við öllu. Út um allt land cru eyðijarðir sem cnginn nýtir. Jarðir sein ein eða tvær manneskjur sáu sér ckki fært að byggja lengur, cn bjóða upp á ýmsa möguleika taki fleiri höndum saman. Helgarpósturinn gerir það að tillögu sinni að framtakssamt fólk taki sig til og nýti einhvcrjar af þcssum jörðum til að skapa þar unglingum af malbikinu færi á að stunda nytsöm þjóðþrifastörf. Mögulcikarnir eru margir. Hcfðbundinn búskapur, sjósókn, silungsveiði og -ræktun, jafnvel fcrðamannaþjónusta, svo eitthvað sé nefnt. En aðalatriðið er það, að hvert sumar mæla þúsundir ungmcnna malbikaðar götur Reykjavíkur og fá ekki útrás fyrir athafnaþrá sína öðruvísi en á þann hátt, að upp sprettur „unglingavandamál“. En þessi „hallærisplanskynslóð“ cr síst dugminni en fyrri kynslóðir. Hún þarf bara tækifæri til aðsýna hvað í henni býr. Það cr öllum til góðs að skapa tengsl Reykjavíkuræskunnar við svcitamcnningu okkar, eða það scm er eftir af henni. Unga fólkið í Reykjavík þarf að fá tækifæri til að komast af „planinu heima“ á „túnið hcima“. í kviksyndi barna- uppeldisins Ég er alltaf að reka mig betur og betur á hvað erfitt er að vera uppalandi nú á þessum siðustu og verstu. Ástæðan er ekki beinlinis sú að krakkar séu erfiðari núna en fyrr á öldum, fremur að yfir dynja nýjar og spennandi upplýsingar dag frá degi um hið við- miklum tima með börn- unum — eöa of litlum? Skortir þau umhyggju — eða er ég að gera þau of háð mér? Hvar er hinn gullni meðalvegur? Eða þá leikföngin. Það er ekki tekið út með sæld- inni að velja leikföng handa hrinoboróiö I dag skrlfar: Magnea J. Matthiasdóttir kvæma sálarlif barna og allar þær gryfjur sem þarf að varast. Nútimauppeldi minnir stundum á linudans yfir kviksyndi i niöaþoku með bundið fyrir augun, annan fótinn haltan og hendurnar i belgvettl- ingum. Rétt þegar maður heldur að maður sé að komast yfir kemur i ljós aö linan er slitin. Sektarkenndin er óbæri- leg. Getur verið að ég hafi valið vitlaust að skilja? bað vita allir, að einhver prósentutala barna ein- stæðra foreldra leggur á glæpabrautina (hvernig er það annars i samanburði við börn foreldra i sam- búö?) — en svo hefur þaö afturóbætanleg áhrif á litlu sakleysingjana að alast upp á heimili þar sem mis- sætti er milli foreldra. Dagheimili eru sjálfsagður réttur allra barna og þroskar félagsvitund þeirra — en svo verða stofnanabörn aftur á móti svo firrt. Eyði ég of barni og hefst strax hjá vöggubörnunum. Ýludýr til að mynda: hafið þið, les- endur góðir, gert ykkur grein fyrir þvi að ýludýr kveikja kvalalosta hjá litlum börnum og ýta undir tilhneigingu til að mis- þyrma dýrum? Ekki það: liggur i augum uppi. Börnin fá gúmmidýr i hendurnar, kreista, dýrið vælir. Börnin fá kött (eða hund eða fugl eða hvaðsemer) i hendurnar ... Þið trúið þessu ekki? Niðurstaða sænskra barna- sálfræðinga. Eða Andrés önd. Lesið nokkur blöö og þið sjáið sjálf að hug- myndafræðin er stórlega brengluð og sú lesning miðarekki aðneinu ööru en gefa barni ranghugmyndir um f jölskyldulif, þjóð- félagsuppbyggingu, félags- leg vandamál afbrota- manna og ótal annaö sem ég man ekki að teija i svipinn. Við skulum ekki nefna ævintýri, þaö eru allir meðvitaðir foreldrar löngu hættir. að segja börnum sinum ævintýri — ef þau langar i hryllings- sögur geta þau sem best lesið blaðafréttir eöa horft á sjónvarpið. Sem betur fer erum við ekki algerlega yfirgefin á linunni okkar yfir kvik- syndinu. Þaöeru einhverjir i þokunni sem senda okkur við og viö kveðju gegnum lúður og lofa að taka á móti okkur hinum megin. Skóla- kerfið bjargar þvi sem bjargað verður eftir að viö erum búin að klúðra öllu sálarlifi blessaðra sakleys- ingjanna. Blessaö grunn- skólakerfið þar sem allir eru jafnir og allir blómstra, meðalgreindin blivur og sérkennsla fáanleg fyrir krakka undir þeim staðli en auðvitað engin fyrir aum- ingjana ofan viö hann. Það á ekki að ala upp nein olur- menni — hugsið ykkur félagslegu afleiðingarnar af sliku —■ hins vegar ýta undir frumkvæði, imynd- unarafl, sköpunargáfu og annað slikt með öllum skemmtilegu l-X-2 æíingunum og Setjið inn- orðið-sem - vantar. Svo koma til sálfræðingar og félagsfræðingar til að hjálpa öllum vesalings börnunum sem „eiga við erfiðleika að striða á heimilunum” og „erfitt meðaðaölagast” — sem að sjálfsögðu er mestan part foreldrunum að kenna, þeim röktu óþokkum, sem hafa ausið yfir börnin sin ýludúkkum, Andrési önd, ævintýrum og videói. Það er dapurlegt að þurfa að horfast i augu við staðreyndina. Við getum ekki unnið, erum dæmd til að tapa. Litlu bjarteygðu börnin okkar enda eflaust öll sem kvalasjúkir kyn- ferðisafbrotamenn, stút- fullir af ranghugmyndum um þjóðfélagiö, mannleg samskipti, lifið og til- verunayfirleittog sjálfsagt ýmislegt fleira sem á eftir að koma fram i spennandi nýjum rannsóknum barna- sálfræðinga. Og það er allt okkur að kenna. Eg veit það ekki. Persónulega finnst mér börnin min tvö ágætlega heppnaðir einstaklingar, án þess þó að ég ætli mér nokkurn hlut þar i. Þaö er eflaust einhverjum sér- fræðingum að þakka, ef eitthvað er. Hitt er svo annað mál að mér finnst bráðvanta Foreldra- verndarfélag (sbr. Barna- verndarnefnd) eða kannski eitthvað i likingu við AA, þar sem foreldrar geta fengið siðferðilegan styrk þegar mikið liggur við og sektarkenndin er alveg að buga þá. Þó ótrúlegt megi virðast eru foreldrar lika mannlegir og gera eflaust þaö sem þeir halda að sé börnunum sinum fyrir bestu. Einhverra hluta vegna dettur mér i hug nokkuð sem ég heyrði einu sinni: „Ég fæddist i fátækra- hverfi i London meöan hin skemmtanasjúka móðir min stundaði svallveislur i Paris.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.