Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 27. ágúst 1982 U — ÞU hefur þá orðið vitni að uppgangi nasismans i Þýskalandi? „Mikil ósköp, auðvitað varð maður var við það. En nasistarnir létu mig alltaf f friði. Maður varð var við þá á kaffihúsum og viðar en i sjálfu sér hafði ég ekkert af þeim að segja. Maður reyndi að skipta sér ekki af pólitik.” — En þú hefur komist klakklaust i burtu? „Já, það fór nú reyndar betur en á horfð- ist. Þegar ég missti atvinnuna i Þýskalandi bjó ég i Bremen. Ég sá i hendi mér að ég varö aðkomasti burtu. Þegar þetta var átti ég nýjan og góðan bil, þýskan Ford, lúxus- útgáfu, sem ég vildi ekki skilja eftir. Gallinn var sá, að ég var ekki alveg búinn að borga bilinn, átti eftir eina eða tvær af- borganir. En það þýddi aðég var ekki búinn að fá alla pappira i hendurnar og þrátt fyrir atbeina karlsins, sem ég vann hjá, þá vildi verksmiðjan ekki afhenda þá. Nú, ég vissi ekki almennilega hvernig ég átti að bregð- ast við — ég var viss um að ef ég skildi bilinn eftir þá sæi ég hann aldrei aftur. Svo ég fór einn af stað og stefndi á Danmörku. Á leiðinni hugsaöi ég mitt ráð. Aður en ég kom að landamærunum var ég búinn aö taka fram tvær úrklippubækur, sem ég átti, með myndum af mér og úrklippum úr blöðum, meðan annars nasistablöðum, þar sem ég var á ýmsum sýningum. Þar var til dæmis stór mynd af mér og pinulitlum karli — tekin 1 Berlin af „minnsta manni heims” og „stærsta manni heims”. Svo kom ég að landamærunum og þá kemur þar að einn nasistinn og heimtar vegabréf. Það eru engin vandræði með það — það var skoðunarvottorðiö að bilnum, sem ég vildi ekki þurfa að draga fram, þvi þá hefði komið i ljós að ég var ekki orðinn löglegur eigandi bilsins. Á meðan dátinn var að skoða vegabréfið dró ég fram bækurnar og segi við hann sem svo, hérna ætla ég að sýna þér myndir. Sérðu þetta eru myndir af mér og minnsta karli i heimi. Hann verður ógurlega hrifinn og kallar i fleiri, Hans, Jón og Pétur — eða hvað þeir nú hétu — komið þið og sjáiðhérna. Þeir komu þarna æðandi út — og ég held bara að þeir hafi gleymt striðinuog öllu öðruá meðan. Þeir gleymdu örugglega að spyrja mig um bilinn, þvi við kvöddumst með virktum og ég komst til Kaupmannahafnar. Þar var ég svo næstu sex árin og geymdi bilinn i tollinum allan timann. Það hefði kostað mig meira að leysa hann út þar en það sem ég hefði fengið fyrir hann ef ég hefði selt hann, svo ég borgaði heldur 15 krónur á mánuði fyrir geymsluna. Svo eftir strið fór ég heim með Esjunni, i fyrstu ferð- inni eftir strið, og tók bilinn með mér, lét skrá hann hér heima og notaði i tvö ár.” Sirhuslíl í Amerfhu Jóhann Svarfdælingur var i Reykjavik fyrst eftir strið, 1947 og 1948. „Það var bara ekkert, sem ég fékk að gera. Ég var jú næturvörður i Ingimarsskóla i fjórar eða sex vikur á meðan var verið að byggja þar, en svo vildu þeir heldur spara sér þá peninga,” sagði Jóhann. „Islenska loftið var mjög gott og heilnæmt fyrir lungun en það dugði ekki eins vel i magann. Þá sló ég tilogákvaðaðfaratil Ameriku, þar sem ég gat fengið vinnu i sirkus Barnum & Baily Brothers. Þar byrjaði ég um haustið i Madison Square Garden i New York, þar sem þeir frumsýna á hverju ári. Hjá þeim var ég i tvö ár en þá vildu þeir lækka kaupið viðmig.sögðusthafa annan „stærsta mann i heimi”, sem vildi vinna fyrir minna kaup. Það var náttúrlega ekkert annað en prang- araskapur i þeim en ég sagði gott og vel, þá skuluð þið bara fá annan, ég get ekki unniö fyrir minna kaup en þetta. Svo fór ég — en árið var ekki liðið þegar þeir höfðu sam- band við mig aftur og buðu mér vinnuna á ný. Siðan var ég mikið hjá þeim en vann einnig fyrir aðra. Ég var lika sjálfstætt með sýningar, ferð- aðist um i hópi f jöllistamanna og gaf frat I alla þessa stóru, sem töldu það óðs manns æði fyrir mig að vera að vinna sjálfstætt. Ég taldi mig hins vegar vel geta þetta, keypti mér eigið úthald, sem kallað er, og þaðsló bara i gegn. Ég hafði það ágætt svo- leiðis og var að bauka sjálfstætt i ein tiu ár. En það var þreytandi og erfitt, mikil vinna aðfylgjastmeð öllu sjálfur, annast bókhald og allt einn og keyra svo á milli, oft langar vegalengdir.” Bunhí aí fallegum sielpum — Fannst þér þetta skemmtileg vinna? „Ja, það var skemmtilegt á vissan hátt að vera sjálfstæður, sinn eigin herra. En þaö var oft vont að fá gott fólk með sér og þaö tókst lika misjafnlega. Stundum var stolið af mér, tvisvar eða þrisvar sinnum misti ég allt, sém komið var i kassann. Einu sinni hafði ég fengiö ungan strák til að standa við innganginn að tjaldinu og;'séljá miðana. Ég var búinn að segja honum áð ef hann þyrfti eitthvað aö skjótast frá, þá skyldi hann bara láta mig vita og láta mig hafa kassann á meðan. Núnú, svo kemur hann inn einhverju sinni og segist þurfa að bregða sér á klósettið. Ég tek við kassanum og svo heldur sýningin áfram. En svo fer okkur að lengja eftir honum, mig og karlinn, sem var aðaðstoða mig inni i tjald- inu. Þegar við förum aö athuga málið kemur i ljós, að i kassanum var ekkert nema smámynt — hann hafði þá stungið af með alla seðlana, um tvö hundruð dali. Karlinn sem var að hjálpa mér var gamall þorskur og það var ekki nokkru tauti viö það komandi, að hann fengist til að fara og sækja hjálp. A endanum gat ég komið boðum til skrifstofunnar og bað þá að láta lögregluna vita. Daginn eftir fór ég á lög- reglustöðina — en þá hafði ekki nokkur maður haft samband við þá. Það varö svo úr, aö ég lét þetta alveg eiga sig — ég hefði aldrei náð peningunum aftur og jafnvel svo þó hefði verið þá hefði ég tapað of miklu á að biða eftir úrslitum i þessu plássi. Já, þetta var stundum misjafnt fólk.” — Svo varstu lika i kvikmyndum, ekki satt? Hvernig kunniröu þvi starfi? „Ég kunni þvi ágætlega. Sú stærsta, sem ég var i, var Prehistoric Woman og var gerð i Hollywood. Þá hitti maður margt ágætt fólk — það lék til dæmis i myndinni heill bunki af fallegum stelpum, ég held að helmingurinn af þeim hafi verið fegurðar- disir. Enmyndin var nú heldur tilkomulitil, hún var mjög ódýr i framleiðslu og var gerð þegar sjónvarpið var að byrja fyrir alvöru — fyrir um þrjátiu árum. Ég sá nú ein- hversstaðar i timariti nýlega, að sú mynd hefði gefið mjög vel af sér og verið ein sú ódýrasta, sem gerð var á sinum tima. Ég lék þarna villimann úti i skógi, hræddi fólkið i myndinni. Þetta átti að hafa gerst einhverntima i fornöld og fólk ekki klætt i annaö en einhverjar skinnpjötlur. Ég var látinn taka tvær stelpur og bera eins og hveitisekki inn i skóginn. Hvort ég átti að éta þær meðhúð og hári vissi ég aldrei. Ég var lika með i fleiri myndum. Það eru til dæmis ekkert mjög mörg ár siðan ég lék ielnnisirkusmynd, sem hétCarney. Hvort húnhefur komiðúthér veitég ekki...” Hæiiur ðO laia m pu og vom Þrátt fyrir hartnær hálfrar aldar veru i ; útlöndum talar Jóhann Pétursson Svarf- dælingur islensku eins og hann hafi aldrei gert annað. Aldrei slettir hann ensku — og raunar aðeins einu sinni dönsku. Þá var hann að tala um aðgöngumiða og kallaði þá „bilettur”, Þegar hjúkrunarkonan hafði tekið pruf- una áttuðum við okkur á þvi, aðfarið var að halla degi. Undir lok samtalsins, spurðum við Jóhann hvar hann byggi nú. „Ég bý hvergi, maður. Það er ekki hægt aö segja annað. Ég hef að visu verið i Miami á Florida siðustu árin en ég hef eiginlega ekkert meira þar að gera og veit þess vegna ekkert hvort ég fer þangað aftur. Þaö er ekki gott fyrir mig að vera aleinn, ég er orðinn svo óttalega lélegur. Þetta var allt ágætt á meðan maður gat unnið, ég hef reynt að fljóta sjálfstætt i gegnum þetta. I gegnum árin hafði ég safnað mér örlitlum peningum i banka og það hefur haldið i mér lifinu.” — Þú átt þó hús i Miami? „Æ, það er varla hægt að kalla það hús. Ég á þó þak yfir höfuðið á mér og lóðina, sem það stendur á.” — Þú hefur komið heim alltaf af og til. Finnst þér gott að koma heim? „Gott? Ég er nú hættur að tala um hvað er gott og hvað er ekki gott. Auðvitað er gott að koma heim og hitta vini sina og ætt- ingja. En ég á eiginlega hvergi heima^.ég veit ekkert hvað ég geri þegar ég fer héðan enda hugsa ég ekki mjög langt — eiginlega ekki lengra en til þess að ég get aftur stigið i lappirnar. Það komu til min einhverjir menn þegar ég var nýlega kominn hingað á spitalann og vildu vita hvað ég ætlaðist fyrir þegar ég hefði fengið bata. Hvernig átti ég að vita það? Ég sagði þeim að mér þætti nær að lækna mig fyrst, svo skyldum við sjá til hvað yrði. Þeir hafa ekkert ónáðað mig siðan. En ég veit ekkert hvað verður. Það er nú svo margt, sem maður verður að sætta sig við i þessum heimi en maður kærir sig ekkert um.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.