Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 9
J-íeh er~ 'sturinn Föstudagur 27. ágúst 1982 Meiriháttar listviðburður: Erró opnar sýningu 1 1. september „Við höfum ekki fengið að sjá neitt frá honum siðan 1978, á Listahátið, en þá var haldin yfir- litssýning á verkum hans. Það er þvi einstakt tækifæri að fá þessa sýningu heim. Erró kemur sjálfur til landsins með 25 ný olfumái- verk, sem verða öll til sölu.” Þetta sagði Édda Andrésdóttir, framkvæmdastjóri kvikmynda- félagsins F.I.L.M., þegar hún var spurð hvað kæmi, til að félagið ætlaði að standa að málverka- sýningu. Sýningin verður haldin i samvinnu við Norræna húsið, og opnar hún i sýningarsal hússins þann 11. september. Málverkin á sýningunni verða úr tveim myndröðum, Goimförum og 1001 nótt. Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndagerðarmaður hefur skrifað formála að sýningarskránni og þar segir hann meðal annars, að i listasöfnum heimsborganna sé viðast hvar að finna málverk eftir Erró, en að slikt heyri til undan- tekninga á listasöfnum hér. Siðan segir Hrafn: „Það er þvi mikiö fagnaðar- fundur.að Erró kemur nú heim með heila sýningu, sem íslend- ingum gefst tækifæri til að eign- ast. Hér er um að ræða verk úr tveim serium, Geimfarar og Þúsund og ein nótt. Báðar eru þessar seriur lýsandi fyrir yrkis- efni Erró. Maðurinn úti i geimn- um, þar sem álfkona vikublað- anna hefur tekið við af fljúgandi englakroppum miðaldamál- verksins og Þúsund og ein nótt, þar sem raunveruleiki nútimans slær hugarflug ævintýrsins út, fljúgandi töfrateppi eru ekki lengur draumur, mannsandinn hefur gert loftsýnir i myndunar- aflsins að veruleika”. Sýning Erró hefst, eins og fyrr segir, 11. september og lýicur henni 26. september. 1 tilefni sýningarinnar hefur verið prentað veggspjald, sem dreift verður, þegar nær dregur sýningaropnun. Þá hafa 50 eintök veriðsérprentuö á betri pappir og mun listamaðurinn árita þau viö opnun sýningarinnar. Það er einhvers konar ný- rómantísk þrá eftir fjarlægum löndum og menningarsvæðum, jafnvel eyðieyjar Robinsons Crusoes. Þannig tengist flugvél- in, skútan, vitinn, pýramíðinn, hofið og eyðieyjan í verkum Þórs. Öllu vandfundnari er lykillinn að verkum Birgis Andréssonar og reyndar efast ég um að ein heil hugsun sé fólgin í verkum hans. Þvert á móti held ég að um sé að ræða leit gegnum margvíslegar tilraunir að einhverju sem tengt gæti myndhugsun og úrvinnslu, þótt endar nái ekki saman. Ætli maður sér að finna einhverja samsvörun milli tveggja verka eftir hann, lendir maður í blind- götu. Margt bendir til þess að Birgir hafi ætlað sér í fyrstu að byggja sýningu sína á einhvers konar innréttingum (installation), en ef svo er fær hann hugmyndina ekki til að ganga upp, vegna þess að verkin og svæðið (sýningarsalur- inn) vinna ekki saman. Endurnar sem synda mót viftunni eiga lítið skylt með öndunum sem svamla kringum eldhúskollinn, þótt þær séu sömu gerðar. Kannski er hægt að greina ein- hver tengsl milli eldhúskollanna og leirstyttanna. Hér er verið að glíma við stærðir og hlutföll, þótt hugnryndin sé langsótt. En hvað- an kemur Robert Louis Steven- son inn í dæmið? Raunar finnst mér verk Birgis skólabókardæmi um þær veg- leysur sem viss tegund af hug- myndlist er stödd á. Þegar maður nennir ekki lengur að hnippa í listamanninn til að fá skýringu á vissum atriðum. vegna þess að þau hin sömu atriði vekja enga forvitni með áhorfandanum, þá er fokið í flest skjól. Ég held að Birgir misskilji að einhverju leyti tilgang Concept- listar. Henni er ætlað að skýra hugmynd, hlutgera (materíalí- sera) hana á einhvern hátt, þann- ig að hún fari ekki á milli mála. Til þess eru öll meðul brúkleg, bara ef hugmyndin nær með því, fram að ganga. Birgir hamast hins vegar við að gera allt óskýrt í þeirri trú að spor hans megi teij- ast nægilega djúp. En hann verð- ur þvert á móti maöur sem tiplar á þrúgum um snæviþakta grund, svo enginn fær séö hvert hann er að fara. ræða. Eins eru fönklagið The Space Between, diskólagið The Main Thing, Take a Chance With Me og While My Heart is Still Beating ágæt. Textar Ferrys fjalla allir um ástina og eru þeir vel gerðir, einfaldir og hvergi ofhlaðnir. Avalon kom mér nokkuð á, óvart sem þægileg og skemmti- leg plata þó hún sé fyrst og fremst framleidd sem söluvara. King Crimson-Beat Saga hljómsveitarinnar King Crimson er æði skrautleg og hafa margir þekktir hljóðfæra- leikarar komið við sögu henn- ar. Má i þvi sambandi minna á menn eins og Greg Lake, Ian McDonald, Boz Burrel, Mel Collins, Keith Tippets, John Wetton og Bill Bruford. Aðeins einn maður hefur þó verið i hljómsveitinni frá upphafi en það er gitarleikarinn sérkenni- legi Robert Fripp. A árunum 1969 til 1974 gaf King Crimson út margar stór góðar plötur, eins og t.d. In The Court Of The Crimson King, Lizard, Islands og Lark’s Tongues In Aspic. Fripp ákvað þó i september 1974 að leysa upp hljómsveitina og lýsti hann þvi þá jafnframt yfir að nafnið King Crimson yrði aldrei framar notað. eftir Gunnlaug Sigfússon Fripp hefur hin siðari ár feng- ist við ýmislegt en með mis- jöfnum árangri þó. Hann gaf t.d. út nokkrar sólóplötur sem þóttu flestar heldur slappar. Hann pródúseraði plötur með Peter Gabriel og Daryl Hall og lék inn á plötur með Brian Eno, Blondie og fleirum. Eitthvað hefur Fripp liklega ekki verið ánægður með gang mála á þessum sólóferli sinum, þvi i fyrra gekk hann á bak orða sinna og endurstofnaði King Crimson. Til liðs við sig fékk hann að þessu sinni trommuleikarann Bill Bruford, sem áður hafði komið mikið við sögu hljómsveitarinnar, gitar- leikarann sérstæða Adrian Belew og bassaleikarann Tony Levin. Fljótlega sendi þessi nýja Crimson frá sér sina fyrstu plötu, Discipline, og var þar um æði misjafnan grip að ræða. Nú er komin frá þeim ný plata og ber hún nafniö Beat. Hún fjallar að einhverju leyti um bitnikk- ana svokölluðu eða þá að text- arnir eru gerðir undir áhrifum þeirra. Fyrsta lagið á plötunni heitir Neal And Jack And Me. Jack þessi er rithöfundurinn Jack Kerouack og Neil Cassady var vinur hans og söguhetja margra bóka hans og þá annaðhvort undir nafninu Dean Moriarty eða Cody Pomeray. I textanum eru líka talin upp nöfn nokkurra bóka Kerouaks, s.s. En Route (On The Road), Les Souterrains (The Subterraneans), Des Visions Du Cody (Visions Of Cody) og Sartori ð Paris (Sartori In Paris). Eitt lagið heitir Sartori In Tangier en Kerouak skrifaði eins og áður segir bókina Sar- tori In Paris. 1 Tangier bjó William Burroughs og þar mun hann hafa skrifað eina af sinum frægustu bókum, Naked Lunch. Allen Ginsberg orti á sinum tima ljóðið The Howl og á plöt- unni heitir eitt lagið The Howler. Einnig gæti textinn i laginu Neurotica verið stæling á kvæði Ginsberg, America. Ýmislegt fleira á plötunni á lik- lega skylt við bitnikkana án þess að ég geti sagt til um það. Tónlistarlega er Beat mun heilsteyptari plata en Discipl- ine. Plata þessi er lika einhver sú léttasta og aðgengilegasta sem komið hefur út undir nafninu King Crimson. Það er eftirtektarvert hversu litil áhrif Fripp virðist hafa, en Belew aftur á móti mikil. Lög eins og Neal And Jack And Me og Heartbeat hefðu t.d. ekki komist á efnisskrá Crimson fyrir nokkrum árum, til þess eru þau allt of létt. Það er helst að FrippShrifin komi i gegn i leiknu lögunum Sartori In Tangier og Requiem, svo og i laginu Neurotica. 1 heildina er Beat þokkaleg- asta plata en hræddur er ég um að heldur hefði manni þótt hún þunn á gullaldarárum King Crimson. 9 llíóill ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ág»t ★ ★ góö ★ þolanleg Oléleg Bíóbær: * Ógnvaldurinn (Parasite). Bandarísk kvik- mynd, árgerð 1982. Handrit: Allan Adler. Leikendur: Robert Glaudini, Demi Moore. Leikstjóri: Charles Band. Þrívíddarmynd um vísindamann, sem helur framleitt einhverja óvætt. sem er að því komin að granda honum. Myndin gerist í náinni fram- tíð, þegar Stóri Bróðir ræður öllu. eða svo til. Heldur þunnt handrit og leikur eftir þvi, en þrí- víddarbrellurnar sumar alveg ágætar. Ef menn hafa enn ekki séð slíka mynd, ættu þeir að skella sér. Hafnarbíó: ** Folsku vélin (The Mean Machine). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Burt Reynolds. Eddie Albert. Fangabúðamynd frá Suðurríkjum Bandar/kj- anna. Sþennan í hámarki. Gamla bíó: * Neyðarkall frá Norðurskauti (lce Station Ze- bra). Bresk-bandarísk kvikmynd, árgerð 1968. Leikendur: Rock Hudson, Ernest Bor- gnine, Patrick McGoohan. Leikstjóri: John Sturges. Yfirleitt hröð og skemmtileg mynd, sem gerð er eftir einni af sögum Alasters Makklíns. Bíóhöllin: Staðgengillinn (The Stunt Man). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Peter O'Toole, Steve Railsback. Barbara Hershey. Leikstjóri: Richard Rush. Staðgengladjobbið er hættulegt. Peter O'Toole er maður hugaður og sýnir mikil tilþrif. Skemmtileg mynd. Píkuskrækir (Pussy Talk). Frönsk-bresk kvikmynd, árgerð 1980. Leikstjóri: Frederic Lansac. Mynd í djarfara laginu. Regnkápumynd. Dularfullar símhringingar (When a Stranger Calls). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Charles Durning, Carole Kane, Colleen Dewhurst. Skólastúlka er fengin til að passa börn, en þá hringir siminn og ókunn rödd.bammbamm- bammba. Ótti og örvænting. Löreglustöðin i Bronx (Fort Apache - the Bronx). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Paul Newman, o.fl. Palli leikur löggumann, sem á i vandræðum með ibúa hverfis sins. Lögguhasar og spenna. Góður maður Palli. ★ ★ Hvellurinn (Blow Out). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: John Travolta, Nancy Allen. Handrit og leikstjórn: Brian DePalma. ★ ★★ Ameriskur varúlfur i London (An American Warewolf in London). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: David Naughton, Jenny Aguter, Griffin Dunne. Handrit og leikstjórn: John Landis. ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið (Being There). Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skálsögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik- stjóri: Hal Ashby. Regnboginn: Undrin i Amityville (The Amityville Horror). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: James Brolin, Margot Kidder, Rod Steiger. Leik- stjóri: Stuart Rosenberg. ,Ein frægasta hrollvekja síðustu ára. Lifðu hátt og steldu miklu (Live High and Steal a Lot). Bandarísk kvikmynd. Leikend- ur: Robert Conrad, Don Stroud. Leikstjóri: Marvin Chomsky. Chomsky er rútíneraður sjón varpsstjóri, en hér hellir hann sér út í mynd um gimsteinarán. Spenna. ★ ★ Undir urðarmána (The Stalking Moon). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1968. Leikend- ur: Gregory Peck, Eva Marie Saint. Leik- stjóri: Robert Mulligan. Eltingarleikjaveslri. Indíánafaðir barnsins hennar ellir hana, en hún helur sloppið úr fangavist hjá indíánum. Hraði og spenna. Nærbuxnaveiðarinn. (Every Home Should Have One). Bandarísk kvikmynd. Leikend- ur: Marty Feldman, Penelope Keith. Feldman, grinistinn góði, leikur auglýsinga- stjóra, sem á i baráttu við prestinn á staðnum. ★ ★★ Sólin ein var vitni (Evil UndertheSun). Ensk. Árgerð 1981. Leikstjóri: Guy Hamilton. Handrit: Anthony Shaffer. Aðalleikari: Peter Ustinov. Stjörnubíó: *** A-SALUR Close Encounters of the Third Kind - The Special Edition.Bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1981. Leikendur: Richard Dreyfuss, Francois Truffaut, Melinda Dillon, Cary Guffey. Leikstjóri: Steven Spielberg. Ein frægasta stórmynd síðari ára er hér aukin og endurbætt. Nýju atriðin auka mjög á stór- fengleik myndarinnar. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. B-SALUR Einvígi köngulóarmannsins (The Dragon Challenge). Bandarisk kvikmynd. Leikend- ur: Nicholas Hammond, Ellen Bry, Robert F. Simon. Leikstjóri: Don McDougal. Köngulóarmaðurinn reynir að bjarga ráðherra í Kína frá falli og dauða og að sjálfsögðu tekst honum það mætavel. O Allt er fertugum tært (Chapter Two). Banda- risk. Árgerð 1982. Handrit: Neil Simon. Leik- stjóri: Robert Moore. Aðalhlutverk: James Caan, Marsha Mason. Neil Simon, einhver frægasti gamanleikjahöf- undur Bandaríkjanna, missti konuna sína og varð domm yfir þvi sem eðlilegt er. Hann kynnt- ist svo leikkonunni Marsha Mason og hætti að vera domm. I þessari „rómantísku gaman- mynd" virðist hann vera að þakka fyrir sig, veita öðrum hlutdeild í þvi þegar sorgmæddir menn taka gleði sina á ný. Hann lætur konu sína leika konu sína og James Caan sig sjálfan (þ.e. Simon). Útkoman er því miður langdregin og leiðinleg, þar sem sjálfsvorkunnsemi og ó- sjarmerandi naflaskoðun kæfa þann húmor og þær tilfinningar sem i efninu felast. — ÁÞ Austurbæjarbíó: Algjört æði (Divine Madness). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: Jerry Blatt og Bette Midler. Leikendur: Bette Midler, o.fl. Leikstjóri: Michael Ritchie. Hver man ekki eftir Bette Midler í Rósinni? Hér erum við boðin á skemmtun hjá henni í Los Angeles, þar sem hún reytir af sér brandarana og syngur. Fjörug og lífsglöð mynd fyrir alla. Laugarásbíó: *** Okkar á milli - i hita og þunga dagsins. ís- lensk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Benedikt Árnason, Valgarður Guðjónsson, Andrea Oddsteinsdóttir, Margrét Gunn- laugsdóttir, María Ellingsen, Sirrý Geirs. Handrit og stjórn: Hratn Gunnlaugsson. Styrkur Okkar á milli liggur i djarflegu efnisvali, nokkuð laglegri kvikmyndatöku, sem sjaldan er ómarkviss en þó stundum of höll undir fiff i linsunotkun og hreyfingum, og yfirhöfuð góðri svlðssetningu, þar sem nostrað er við táknræn smáatriði. Leikurinn er ágætur. Benedikt Árnason fer sem kunnugt er með langstærsta hlutverkið og er sannfærandi. Leikur hans er lágt stemmdur, tiltölulega jafn, og á köflum framúrskarandi. Þá standa þær María Ellingsen og Margrét Gunn- laugsdóttir sig vel í erfiðustu aukahlutverkun- um. Aðrir leikarar standa svo sem fyrir sinu. og Sigurður (Þorvaldur S. Þorvaldsson) er skemmtileg týpa. — GA Háskólabíó: *** Breaker Morant. Áströlsk. Árgerð 1980. Handrit: Bruce Beresford o.fl. eftir leikriti Kenneth Ross. Leikstjóri: Bruce Beresford. Aðalhlutverk: Edward Woodward, Jack Thompson. Ákaflega vönduð og fallega gerð mynd, mettuð dramatiskri spennu, þar sem fjallað er um sið- ferði og siðleysi manna undir þrýstingi striðs, - ástralskra hermanna í Búastríðinu í Suður- Afríku. Vel leikin og vel stjórnað af einum helsta kvikmyndagerðarmanni Ástraliu. — ÁÞ Tjarnarbió: Amerisk kvikmyndavika: Föstudagur: Kl. 5 Hinir sjö frá Secaucusa snúa aftur. Kl. 7 Kaffistota kjarnorkunnar. Kl. 9 Hjadalanö. Kl. 11 Tylftirnar. Laugardagur: Kl. 3 Hjartaland. Kl. 5 Ylir-undir-skáhallt-niður. Kl. 7 Clarence og Angel. Kl. 9 Kaffistofa kjamorkunnar. Kl. 11 Neðanjarðarknaparnir. Sunnudagur: Kl. 3 Kaffistofa kjarnorkunnar. Kl. 5 Hjartaland. Kl. 7 Tylttimar. Kl. 9 Kaffistofa kjarnorkunnar. Kl. 11 Hinir sjö Irá Secaucusa snúa aftur. Sjá nánar um myndirnar i Listapósti. Tónabíó: ** Mad Max I. Áströlsk mynd, árgerð 1979. Leikendur: Mel Gibson, o.fl. Handrit og leik- stjórn: George Miller. Tæknilegavelgerðáströlskofbeldismynd.sem nú hefur getið af sér ennþá taeknilegri ofbeldis- mynd, sem er Mad Max 2. ★ ★ ★ T- Villti Max, stríðsmaður veganna (Mad Max II), Áströlsk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Mel Gibson o.fl. Handrit: George Miller o.fl. Leikstjóri: George Miller. Heimsstyrjöldinni þriðju er lokið og allt i ólestri. Svo til allt bensín búið. Allir berjast þvi um elds- neyti á vélfáka sina. Spennumynd og spennan í hámarki. Háskólabíó: ** j lausu lotti (Flying High). Bandarísk kvik- mynd, árgerð 1980. Leikendur: Robert Hays, Julie Haggert, Peter Graves. Handrit og leikstjórn: Jim Abrahams og tveir aðrir. Stólpagrin i anda stórslysamynda. Regnboginn: *** Siðsumar (On Golden Pond). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: Ernest Thompson, ettir eigin leikriti. Leikendur: Henry Fonda, Katherine Hepburn, Jane Fonda, Doug Mackeon. Leikstjóri: Mark Ry- dell. Hvað gerir góða mynd svona góða? Leikarar, handrit, leikstjóm, kvikmyndataka o.s.fn/. Allir þessir þættir verða að vefjast vel saman svo karfan slitni ekki. Hún verður að bera áhoriand- ann gegnum myndina. — jae Nýja bíó: Glímuskjálfti í gaggó (Fighting Chance). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: Keith Merrill og Eric Hendershot. Leikend- ur: Edward Herrmann, Kathleen Lloyd, Lor- enzo Lamas. Leikstjóri: Keith Merrill. Menntaskóli nokkur i Ameriku hefur alltaf tapað fyrir öðrum skólum i íþróttakeppni. Sveinar skólans vilja þó gera tilraun til að sigra a.m.k. einu sinni áður en þeir útskrifast. fonlist Háskólabíó: Á laugardag kl. 14 verða tónleikar á vegum Zukofsky-námskeiðsins í Reykjavik. Leikin verða verk eftir Igor Stravinsky, Sinfónía i C og Vorblót, og verk eftir Györgey Ligeti, Lontano. Sjálfur maestróinn Zukofsky stjórnar hljóm- sveitinni. Góðir tónleikar i vændum. Melavöllur: Melarokk. Á laugardag kl. 14 hefst heljarmikil rokkhátíð og stendur hún til kl. 23.30, ef veður- guðir lofa. Þar kemur fram mikill fjöldi hljóm- sveita, úr bænum og af landsbyggðinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.