Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 22
22 Pegar efnahagsaðgeröir eða kjara- samningar eru á döfinni eins og undanfarið beinist athygli fjölmiöla og almennings að Þjóðhagsstofnun. Þaðan berast véfréttir um ástand og horfur i þjóðarbúskapnum i fortið, nútið og framtið. Oft eru horfurnar ekkert sérlega huggulegar, sú var a.m.k. raunin nú i sumar þegar stofnunin spáði 3—6% samdrætti þjóöarframieiðslu vegna loðnuveiðibanns og tregrar þorskveiði. Það er gjarnan mikið vitnað til þeirra skýrslna sem berast ofan af f jóröu hæð ný- byggingar Framkvæmdastofnunarinnar viö Rauöarárstig þar sem Þjóöhagsstofnun ertilhúsa. „Þaðgætir vissrar tilhneigingar Samviska þjóðarínnar? til að gefa hlutunum ákveðinn stimpil með þvi aö nefna nafn stofnunarinnar", segir Ölafur Daviðsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, þegar Helgarpósturinn leit þar inn til aö ræða við hann um starfsemi stofnunar- innar og gildi þeirra upplýsinga sem frá henni berast út um þjóðfélagiö. Ekki eru þó allir á eitt sátlir um inni- hald og vinnubrögö viö þær þjóðhagsspár sem stoínunin sendirfrá sér með regiulegu millibili. i Þjóðviljanum 17, ágúst skrifar Ragnar Arnason hagfræðingur: „Þegar að er gáð kemur nefnilega i ljós, að Þjóðhags- stofnun spáir keríisbundið ol' litilli aukn- ingu þjóðarframleiðslu. Munar þar árlega um 1,5% hagvexti aö meöaltali”. Hvað heíur ölafur að segja um þetta? Er Þjóðhagsstofnun svartsýn að eölisfari: „Menn veröa aö gera sér ljóst hvers- konar fyrirbæri þjóöhagsspár eru. Þær eru visbending um þaö hvert stefnir, miðað við ákveðnar forsendur sem eru nákvæmlega tiundaöar. Viö miöum við þaö sem hefur gerst nokkur ár á undan, reynum að skapa okkur mynd af þvi sem er að gerast og gefum okkur út frá þvi ákveðnar forsendur um framhaldiö. Meginástæðan fyrir þvi að nú i nokkuö mörg ár hefur þjóðarfram- leiðslan oröið meiri en fyrstu spár okkar gáfu til kynna er sú aö fiskaflinn hefur allt- af oröiö meiri en stefnt var aö eða áætlað þegar verið var að semja spárnar. Sjávar- útvegurinn er driffjöður islensks efnahags- lifs svo framvindan þar skiptir sköpum fyrir afkomu þjóðarbúsins. Ég get því svarað spurningunni neitandi, það er engin innbyggð svartsýni i spám Þjóðhagsstofn- unar”. En hver er þá tilgangurinn með spá- gerðinni? „Spánum er ætiað aö sýna hvert stefnir i þjóðarbúskapnum. Mikilvægi þeirra er fólgiö i þvi hvort þær sýna einhverja vendi- punkta i framvindunni eða ekki. Ef þær gera það skiptir minna máli hvort niður- staöan er prósentunni hærri eða lægri”, segir Ólafur. Ólafur sagði aö stofnunin gæfi sér ákveðnar forsendur fyrir spánni. A hverju eru þær forsendur byggöar? „Þegar liður fram i júli-ágúst er farið að huga aðspánni fyrir næsta ár. Þá förum við að afla okkur gagna um ástandið, fáum tölur um íiskaflann og leitum eftir áliti og tillögum Hafrannsóknastofnunar fyrir' næsta ár, ef þær liggja fyrir. Einnig spyrj- umst við fyrir i stóriöjufyrirtækjunum, Fyrir rúmu ári vann Ronald Reagan frægan sigur á Bandarikjaþingi, þegar þingheimur samþykkti tillögur hans um aö lækka skatta á fimm ára timabili um rúm- lega 400 milljaröa dollara. í siðustu viku vann Reagan annan sigur i meðferð þingmála, Jiegar honum tókst að knýja meirihluta flokksbræðra sinna i full- trúadeildinni til aö veita liðsinni frum- varpi demókrata, stjórnarandstöðunnar um aö taka aftur á þrem árum 98,3 milljarða dollara aí skattalækkuninni frá þvi i fyrra. þetta skipti börðust þeir harðast gegn tillögu forsetans og stjórnarandstöðunnar, Henry Kauftnan Svartsýn hagspá bankayfirvalda vekur vantrú á kauphallarsveiflu sem hingað til hafa talið Ronald Reagan sinn mann, hægri sinnar i Repúblikana- flokknum og áhangendur svonefndrar framboðshagfræöi. Að þeirra dómi er for- setinn genginn af trúnni sem tryggði honum kosningu, horlinn frá kenningunni um að ráðið tii aö rétta við bágan eínahag Banda- rikjanna sé aö létta byrgöum rikisútgjalda af herðum skattborgaranna. i sjónvarpsávarpi sinu tii Bandarikja- manna, þar sem hann hvatti kjósendur til aö veita sér lið við að sannfæra þingheim um aðekkert undanfæri sé að hækka skatta á þingkosningaári, var Reagan i fyrsta skipti I varnarstöðu á íjölmiðlavettvangi. Astandjð i atvinnumálum hefur iika sannað, að honum skjátlaöist i meira lagi, þegar hann hét þvi fyrir ári siðan að skatta- lækkunin mikla væri óbrigðuit ráð til að rétta efnahag Bandarikjanna úr kútnum. Þvert á móti hefur samdrátturinn i fram- leiðslu, atvinnu og hag fyrirtækja ágerst. Tala atvinnuiausra er komin upp i 12.400.000, séu þeir taldir með sem búnir eruaöieita starfs svo iengi að þeir eru upp- gefnir og vonlausir um að fyrir þá sé nokkra vinnu að fá. A fyrra misseri ársins urðu 11.948 fyrirtæki gjaldþrota, tvöfalt fleiri en meöaltal undanfarinna ára, og gjaldþrotatiðnin ágerist eftir þvi sem á árið liöur. Samkvæmt kenningu framboðshagfræð- inganna átti skattalækkunin að hafa þver- öfug áhrif. Meö þvi aö auka ráðstöíunarfé efnafólks vildi fræöikenningin lifga við at- vinnulifið, á þann hátt að lækkuð skatt- heimta rikisins sýndi einstaklingnum fram á að aukið vinnulramlag eða fjárfesting borgi sig. A þennan hátt skyldi skattstofn- inn aukinn, svo rikið hefði eftir sem áöur nóg til sinna þarfa. 1 trausti á þennan boðskap hækkuðu Reagan og skoðanabræður hans á þingi út- gjöld til hermála stórkostlega, um leið og tekjustofnar rikisins voru skertir. Afleið- ingin reyndist vera stórfeildasti greiðslu- Föstudagur 27. ágúst 1982 stposturinrL hverjar áætlanir þeirra séu. Við kynnum okkur spár og skýrslur alþjóðastofnana á borð við OECD og Alþjóða gjaldeyrissjóð- inn um ytri skilyrði þjóðarbúsins eins og það heitir á stofnanamáli, þ.e. horfur i út- flutningsframleiðslu og viðskiptakjörum. Við tökum efnahagsstefnu rikisstjórnar- innar með i dæmið eins og hún birtist I markmiðum og efnahagsaðgerðum. Svo beitum við formúlum sem dregnar eru af reynslu fyrri ára og reynum að gera okkur greinfyrir hugsanlegum breytingum á inn- flutningi og einkaneyslu. Þannig fikrum við okkur áfram og þegar öllu hefur verið safnað saman röðum við þvi upp og setjum saman spá um hagvöxt, viðskiptakjör og önnur atriði. Ef mikil- vægar upplýsingar iiggja ekki fyrir t.d. álit og tillögur Hafrannsóknastofnunar um fiskafla, setjum við upp nokkur dæmi. Þessi þjóðhagsspá er svo borin saman við markmið rikisstjórnarinnar og ef þar er misræmi .á milli hefst umræðan um að- gerðir sem gera þarf til að ná markmið- inu”, segir Ólafur. I^essi spá er gerö á haustin en svo þegar liða tekur á vorið fer Þjóðhags- stofnun aftur á stjá. „Við reynum að fylgj- ast með framvindunni. Viö fáum gögn frá Hagstofunni, Seðlabankanum, Fiskifélag- inu, Hagsveifluvog iðnaöarins, samtökum landbúnaðarins, kynnum okkur rikisfjár- málin og lesum söluskattsskýrslur sem flokkaöar eru niður eftir atvinnugreinum. Einnig fáum við gögn frá útflutningssam- tökum sjávarútvegsins og upplýsingar um verölagsþróun. Útkoman úr þessari gagna- söfnun er svo skýrsla eins og sú sem svo mjög hefur verið til umræðu i sumar”. Eins og áður segir valda þjóðhagsspár oft mikilli umræðu, þvi meiri sem útlitið er svartara framundan. En hvað finnst Ólafi um þessa umræðu? „Okkur hér á stofnuninni finnst við- brögðin oft mættu vera meiri. Við höfum lagt talsveröa vinnu i þessa spágerð og hefðum þvi ekkert á móti meiri umræðu. Sú umræða sem fram fer er vitaskuld með pólitisku ivafi. Yfirleitt fara menn rétt og heiðarlega með en þeir setja mismunandi áherslur eftir þvi hvar þeir standa í pólitik. Ef eitthvað er þá held ég að umræðan hafi farið batnandi undanfarin ár. Ein ástæðan er vafalaust sú að spárnar koma nú reglu- ii\f!MSLJ=!\ÍD VFIRSVIM ERLEND halli sem átt hefur sér stað hjá rikissjóði Bandarikjanna. Greiðsluhallinn gerði að verkum, að rikissjóður hirti i sinar þarfir svo mikinn hluta af fáanlegu lánsfé, að vextir héldust svo háir að fjárfesting reyndist einstaklingum og fyrirtækjum of- viða. Samdráttur I atvinnu og framleiðslu heldur þvi áfram, þótt dregið hafi úr sam- dráttarhraðanum siðustu mánuði. Þaö gerðist svo i siðustu viku, sömu daganaog þingiðvaraðafgreiða endanlega frumvarp Reagans og stjórnarandstöð- unnar um skattahækkun, að verðbréfasala á kauphöllinni i Wall Street tók mesta fjör- kipp sem um getur. Skattahækkunin felst einkum i þvi, að fyrirtæki og f jármagnseig- endur missa skattafvilnanir, sem þeim voru veittar með skattalækkunum fyrir ári siðan eða enn eldri reglum. Skýtur þvi i meira lagi skökku við, að verðbréfamark- aðurinn hressist til muna við slik tiðindi. Þegar tekið var að skoða málið niður i kjölinn, kom lika á daginn aö tengslin milli þessara atburða, skattahækkunarinnar og aukinnar sölu og hækkaðs verðs á verð- bréfamarkaði, eru óbein og all flókin. Það sem gerst haföi, var að bankamálastjórn Bandarikjanna, sem ræöur vaxtakjörum, hafði þegjandi og hljóðalaust breytt um stefnu, horfið frá mjög harðri aðhalds- stefnu gagnvart peningamagni, sem haft hefur i för með sér hærri vexti en dæmi eru til, og ákveöið að slaka á taumhaldinu. Vextir hafa þvi lækkaö verulega i Banda- rikjunum siöustu vikur, sér i lagi til skuldara sem bestu kjara njóta. I^egar sá spámaður um þróun peninga- máia sem nú nýtur mestra áhrifa i banda- riskum fjármálaheimi, Henry Kaufman. kunngerði aö hann hefði sannfærst um að vextir væru á niðurleið til nokkurrar frambúðar, urðu skjót umskipti á kauphöll- inni i New York. Fjárfestingarfyrirtæki, sem trúa á Kaufman og höfðu gert sér að lifsreglu spá hans um aö enn myndi endur- taka sig vuxtametiö frá i hitteðíyrra, þegar vextir á hagstæðustu banakalánum fóru yfir 20 af hundraði, steyptu fjármagni inn á markaðinn. Meöan þau trúðu fyrri spádómi Kaufmans, höfðu þessi fyrirtæki sett sér að lega frá stofnuninni og menn hafa lært að nota þær sem upplýsinga- og vinnugögn. Það gerir umræðuna málefnalegri. En það er aldrei hægt að upphefja pólitiska um- ræðu með þvi að dengja bara nógu mörgum tölum yfir fólk, enda á það ekki að vera þannig”. Ólafur segist ekki geta kvaftað yfir sam- skiptum stofnunarinnar við fjölmiðla. „Þeir hafa sýnt okkur áhuga þó það sé dá- litið misjafnt hvernig spám okkar er komið til skila. Stundum vill það detta alveg upp fyrir. Fjölmiðlarnir hafa vafalaust sinar ástæður fyrir þvi, en það er svoiitið til- viljunarkennt hvernig framsetningin er”, segir Ólafur Eins og áður segir er Þjóðhagsstofnun til húsa á efstu hæð nýbyggingar Fram- kvæmdastofnunar við Rauðarárstig og þar vinna um 20 manns, liðlega helmingurinn hagfræðingar. Stofnunin fæst við ýmis önnur verkefni en gerð þjóöhagsspár. Viða- mesta verkefnið er að færa þjdðhagsreikn- inga, þ.e. að gera upp þjóðarbúið og ein- stakar greinar þess. Þjóðhagsstofnun vinnur mikið fyrir Verðlagsráð sjávarút- vegsins og Alþingi þar sem stofnunin hefur mikil afskipti af undirbúningi fjárlaga, lánsfjáráætlunar og þjóðhagsáætlunar sem forsætisráðherra leggur fram á hverju hausti. Svo þarf stofnunin að sinna ýmsum verkefnum fyrir þingmenn^iefndir þingsins og samtök atvinnuveganna. Oft leikur Þjóðhagsstofnun stórt hlutverk i gerð kjarasamninga og efnahagsráð- stafana. Hvort tveggja gerðist i sumar og Helgarpósturinn spurði Ólaf hvort honum þætti ekki erfitt að leggja fram skýrslur sem hann veit að geta haft veruleg áhrif á t.d. gerð kjarasamninga. „Það er aldrei gaman að boða slæm tið- indi. Hins vegar teljum viö að þegar við höfum eitthvað fram að færa sem breytir þvi sem við höfum sagt áður, að þá sé það skylda okkar að skýra frá því og við gerum það. Við getum ekki tekið mið af öðrum at- burðum”. Að lokum var ólafur spurður hvort Þjóðhagsstofnun væri efnahagsleg sam- viska þjóðarinnar. Hann brosti og sagði: „Nei, ætli það sé ekki of stórt upp i sig tekið”. hafa til umráða mikið auðlosanlegt fé i lánum til skamms tima. Undanfarna mánuði hafa keppinautar þeirra, sem ekki trúa á Kaufman, setið að skuldabréfa- markaðnum og grætt vel. Þetta hefur orðiö til þess að undanfarna viku hefur hvert veltumetið af öðru verið sett á kauphöllinni i New York og verð hlutabréfa hækkað að sama skapi. Þegar þetta er ritað er kaupaldan enn með fullum krafti, en þvi er spáð að henni muni linna áður en langt um lfður, þegar lausafé fjár- festingarfyrirtækjanna tekur að þverra. Astæðan er að menn hafa nú getað gert sér gleggri grein fyrir, af hverju stefnubreyt- ing bankamálastjórnar Bandarikjanna stafar. Hingaðtilhefur sú stofnun gert ráð fyrir þvi, að við rikjandi aðstæður muni afturbati i hagkerfinu hafa tilhneigingu til að verða svo ör að hætt sé viö nýrri verðbólguöldu, nema gætt sé ýtrasta aðhalds i peninga- málum. Bankamálastjórntelur að reynslan yfir sumarmánuðina hafi afsannað þessa skoðun. Eftir langt samdráttartimabil og háa lánsvexti er bandariskt atvinnulif svo illa á sig komiö, að ekki þy kja nein skilyrði fyrir skjóta hagsveiflu upp á við. Afturbat- inn, sem stjórn Reagans varbúinaðspá um mitt sumar, lætur ekki á sér kræla. Nú er hans i fyrsta lagi aö vænta i upphafi vetrar, og þá benda öll sóiarmerki til að hann birt- ist i mýflugumynd. Bankamálastjórnin linar tökin á peningamagninu, af þvi að hún hefur sannfærsl um aö hagkerfi Bandarikj- anna sé enn lakar á sig komiö en hingað til hefur veriö álitið. I^að er þvi engin furða aö Reagan forseti söðli lika um og taki á öllu sem hann á til i þvi skyni að draga úr hallarekstri rikis- sjóðs, sem hann átti meslan þátt i að mynda með sleínunni sem hann mótaði á fyrsta ári forsetatignar sinnar. 1 Kaliforniu komst Los Angeles Timesaö þvi i skoðana- könnun, að 35% þeirra sem kusu Reagan forseta myndu ekki greiða honum atkvæði eins og nú er komið, af þvi að þeir trúa honum ekki lengur til að stjórna svo að til heilla horfi fyrir bandariskan efnahag.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.