Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 27.08.1982, Blaðsíða 7
7 Fræðslumyndir á vetrardagskrá sjónvarpsins: Margur góð ur bitinn íurrnn. Jólabækur Iðunnar í ár: Ungir höfundar og eldri Fræöslu- og heimildarmyndir þær, sem sjónvarpiö hefur sýnt aö undanförnu hafa vakið mikla at- hygli sjónvarpsglápara og þykjast menn hafa komist i heldur en ckki feitt. Samkvæmt upplýsingum, sem Helgarpóstur- inn fékk frá Guðmundi Inga Kristjánssyni, sem hefur þann starfa að velja slikar myndir til sýninga, megum við eiga von á fleiri góðum bitum á komandi vetri. Fyrst skal telja tvo þætti i september um danska kvik- myndaleikstjórann Carl Dreyer, þar sem m.a. verður sýnt úr myndum hans. Þættir þessir eru frá danska sjónvarpinu og fyrir- tækinu RM. Lengri myndaflokkar eru alltaf vinsælir og verður nokkuð um slika þætti á vetrardagskránni. t október hefst sjö þátta mynda- flokkur frá BBC, sem heitir á ensku The Making of Mankind. Umsjónarmaður með þáttum þessum er mannfræðingurinn R. Leacy og verður hann með vangaveltur um fyrstu mennina á jöröinni. Þættir þessir eru teknir víðs vegar um heiminn, m.a. i Afriku og Asiu. Verið er að sýna þættina á Norðurlöndunum, og hafa þeir fengið góðar undir- tektir. Aðrir þættir hafa ekki verið timasettir, þannig að áhorfendur verða bara að biða uns þeir birt- ast. En þeir þættir, sem við munum sjá i vetur eru: Fjögurra mynda flokkur um Forn-Grikki frá RM framleiðslu- fyrirtækinu. The Human Race, sem er 6 mynda flokkur frá Thames Television. 1 þáttum þessum mun mannfræðingurinn frægi Desmond Morris lita á mannkynið eins og það er i dag, og byggir hann þættina á met- sölubókum sinum eins og Nakta apanum o.fl. Frá Pathé Cinéma verða sjö þættir um stórfljót jarðarinnar. Fljótin eru notuð sem tengiliðv*r milli þáttanna og I þeim verður fjallað um þær þjóðir og menn- ingarsvæði, sem liggja við þau. The Shogun Inheritance heitir þriggja mynda flokkur frá BBC um tengsl nútima Japana við for- tið sina. The Flight of the Condor heitir enn einn flokkurinn frá BBC, þar sem fjallað verður um dýralif i Suður-Ameriku, allt frá syðsta hlutanum norður til Amazon. The Shock of the New heitir átta mynda flokkur þar sem þekktur listrýnandi, Robert 'Hughes, fjallar um sjónlist 20. aldarinnar. Annar átta mynda flokkur, að þessu sinni frá RM heitir The Spirit of Asia. Þar er það hinn kunni sjónvarpsmaður Atten- borough, sem fjallar um siði og menningu Asiuþjóða, eins og Burmamanna og Tælendinga. Auk þessara þáttaraða verður að vanda mikið um einstakar myndir, og verður þeirra getið, þegar þar að kemur. En eitt er vist, eftir veturinn ættu menn að vera margs visari um heiminn, sem þeir búa i. Bókaútgáfan Iðunn seúflir frá sér á annað hundrað bókatitla á þcssu ári, og er það svipaður fjöldi og i fyrra. Ilelgarpósturinn hefur þegar greint frá nokkrum bókanna, scm væntanlegar eru. Þeirra á meðal eru: Vinur vors og blóma, fyrsta skáldsaga Antons Helga Jóns- sonar, sem fjallar um ástir og ör- lög ungs manns i Reykjavik. Ævintýri fyrir rosknar von- sviknar konur og eldri menn cða Hlustiö þér á Mozart? eftir Auði Háralds. Hallærisplanið, fyrsta skáldsaga ungs höfundar, Páls Pálssonar. Ljóð vega gerð, sið- asta bindi þrileiks Sigurðar Páls- sonar um ljóðvegina. Spjótalög á spegil eftir Þorstein frá Hamri. Þegar þú ert ekki, sem er fyrsta ljóðabók Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur. Endurminningar eftir Róbert Maitsland, en hann er svokallað ástandsbarn. Jóla- sveinabók eftir þá Þórarin Eld- járn og Brian Pilkington. Frá- sagnir af erlendum mönnum eftir Leikhúsunnendur geta farið að láta sig hlakka til því ekki er langt þar til leikhúsin hefja starfsemi sína að nýju. Af því tilefni hafði Helg- arpósturinn samband við Stcfán Baldursson leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur til að for- vitnast um verkefnaskrá næsta leikárs. Stefán sagði, að það sem lægi fyrir væru fyrstu tvær frum- sýningar leikhússins, aðrar hefðu cnn ekki verið kynntar starfsfólki. Fyrsta frumsýningin verður þann 16. septemberogerþaðopin- ber frumsýning á nýju leikriti Kjartans Ragnarssonar, Skilnaði, sem var forsýnt á Listahátíð síðast- liðið vor. Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar það um skilnað og annað því tengt. Uppsetning leikritsins er nýstárleg fyrir Leikfé- lagið, þar sem nú er ekki leikið á sviðinu, heldur úti í sal með áhorf- endurá alla vegu. Kjartan leikstýr- ir verkinu sjálfur, en í helstu lilut- verkunt eru Guörún Ásmundsdótt- ir og Jón Hjartarson. Leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson. Önnur frumsýning leikársins verður svo uppúr miðjum október. Þar er um að ræða nýtt írskt leikrit, Translations, eftir írska leikskáldið Brian Friel, en það hefur enn ekki „Hún er komin í allar hclstu myndbandaleigurnar í Reykjavík, og við erum að ljúka við að dreifa henni um landið“, sagði Þorgcir Gunnarsson, einn aðstandenda kvikmyndafélagsins Hugrcnnings, þegar hann var spurður hvort Rokk í Reykjavík væri nú kómin á myndband. Þorgeir sagði, að gerðar hefðu verið um eitt hundrað spólur í Texta, og væru þær í þrem helstu myndbandakerfunum, VHS, Beta og 2000. Þá er myndin ífuilri lengd, algerlega óklippt. Þeir, sem liafa áhuga á að kaupa eintak af mynd- inni, geta haft samband við Hug- renning á Vesturgötu 3 í Ingólf Margeirsson og æskuminn- ingar Flosa Ólafssonar. Margt fleira bitastætt kemur út hjá Iðunni á þessu hausti, og skal þar fyrst telja ný islensk skáldrit. Svava Jakobsdóttir sendir frá sér nýtt smásagnasafn. Njörður P. Njarðvik sendir frá sér sögulega skáldsögu, Dauðamenn, sem byggir á atburðum er gerðust á 17. öld. Þá kemur út heildarút- gáfa á ljóðum Hannesar Sigfús- sonar með myndskreytingum eftir Kjartan Guðjónsson. Loks skal svo nefna Andvökuskýrsl- urnar, þrjá þætti eftir Birgi Engilberts. Af öðrum frumsömdum ritum islenskum má nefna heimilda- þætti eftir Hannes Pétursson, Hrakfallabálkinn-viðtöl við Plum kaupmann i ólafsvik,eftir Einar Braga, en kaupmaður þessi var uppi á siðari hluta 18. aldar, Mánasilfur, fjórða bindi, bók um helstu stjórnmálaskörunga aldarinnar, sem Sigurður A. Magnússon ritstýrir og sanna frá- sögn um unga stúlku, sem fæddist fengið íslenskt heiti. Brian Fricl þessi er þekktur höfundur og hafa verk hans verið sýnd víða. Þetta verk hans, sem hér verður sýnt fékk verðlaun í Bretlandi í fyrra, þar sem það var kosið besta nýja leikrit ársins. Það gerist á síöustu öld og fjallar um samskipti íra og Breta, með skírskotun til þess, sem er að gerast á írlandi um þessar mundir. Leikstjóri þessa nýja leikrits verður Eyvindur Erlends- son og leikmynd gerir Steinþór Sig- urðsson. Með helstu hlutverk fara Steindór Hjörleifsson og Karl Guðmundsson, auk þess, sem mik- ill fjöldi ungra leikara kemur fram í sýningunni. Þar má nefna Emil Guðmundsson og Karl Ágúst Úlfs- son, sem báðir hafa leikið á sviði Iðnó. Ennfremur verða tveir ungir leikarar, sem ekki hafa áður leikið þar, Páinii Gestsson, sem útskrif- aðist frá leiklistarskólanum í vor og Ása Svavarsdóttir, sem lærði leik- list í Bretlandi. Að minnsta kosti þrjú leikrit verða tekin upp frá fyrra leikári. Þau eru Jói, Hassið hennar mömmu, sent nú flyst í Austur- bæjarbíó og Salka Valka. Salka verður þó ekki sýnd fyrr en undir mitt leikár, af óviðráðanlcgum or- sökum. Reykjavík. Aðspurður sagði Þorgeir, að töluvert vantaði enn upp á, að endar næðu saman. Hann sagði að verið væri að koma Rokkinu í sölu erlendis og hefðu margir þegar sýnt áhuga. Þrátt fyrir skuldirnar væru þeir ekkert á því að gefast upp, og hefðu þeir hugmyndir að nýjum verkefnum, sem yrði hrundið af stað um leið og fjárhagsstaðan leyfði. Til þess að reyna að rétta hana við, ætlar Hugrenningur að efna til styrktartónleika í Laugardalshöll- inni þann 10. september, þar sem helstu hljómsveitirnar úr myndinni munu koma fram. mikið fötluð og var úrskurðuð vangefin. Trausti Ólafsson kenn- ari uppgötvaði, að stúlkan var alls ekki vangefin og hefur hann skrásett bókina. Þýddar skáldsögur eru að vanda margar og skal i upphafi nefna splunkunýja skáldsögu Gabriel Garcia Marquez. Frá- sögn pm margboðað morð heitir hún, og þýðandi henpar, eins og fyrri bóka Marquez, sem komið hafa út á islensku, er Guðbergur Bergsson rithöfundur. önnur bók frá Suður-Ameriku er væntanleg. Hún heitir Hinn ósýnilegi og er eftir Manuel Scorza, þann hinn sama og skrifaði Rancas, þorp á heljarþröm, sem Iðunn gaf út fyrir nokkru,Ingibjörg Haralds- dóttir þýddi bókina. Lausnarorð heitir fyrsta bók franska rithöf- undarins Marie Cardinal, sem kemur út á islensku i þýðingu Snjólaugar Sveinsdóttur. Anais Nin er kunn fyrir erótiskar sögur sinar og nú kemur út bókin Unaðsrcitur.sem hefur að geyma þrettán gleöisögur i þýðingu Guö- rúnar Bachmann. Ný bók eftir Martu Tikkanen, höfund Astar- sögu aldarinnar, kemur út i haust og heitir hún Brenna, og fjallar m.a. um hórdóm og drykkjuskap. Loks skal svo nefna ævisögu leikkonunnar frægu Elisabeth Taylor, og úrval hryll- ingssagna eltir l'ræga höíunda. Fjöldi unglingabóka kemur eir.nig út hjá Iðunni og nú eru höf- undar þeirra m.a. Jan Terlouw, Bo Carpelan og Anke de Vries, sem allir eru viðurkenndir höf- undar. Jólabækur Vöku: Ný bók eftir Þórberg Bókaúlgáfan Vaka er nú á 2. starfsári og áætlaöur titlafjöldi hennar verður um 30 talsins, þar af lti litlar barnabækur, um svo- kallaða smjattpatta. A meðal hinna bókanna kennir margra grasa, og skal þar fyrst telja nýja bók eftir meistara Þórbcrg Þórð- arson. Heitir sú Bréfin hans Þórbergs, og hefur að geyma sendibréf frá meistaranum til Lillu Heggu og Biddu systur, en Þórbergur skrif- aði þeim mörg bréf um allt milli himina og jarðar. Hjörtur Pálsson bjó bréfin til prentunar og ritaði skýringar með. Bókaútgáfan fékk bréfin frá konunum tveim, og einnig átti hún mjög ánægjulegt samstarf við Margréti Jónsdótt- ur, ekkju Þórbergs. Önnur bók, sem væntanlega á lika eftir að vekja mikla athygli er frumraun Jóns Orms Halldórs- sonar, aðstoðarmanns forsætis- ráðherra, á skáldvellinum. Bókin sú heitir Spámaður í föðurlandi og segir frá deildarstjóra i is- lensku ráðuneyti. Og úr þvi minnst er á Gunnar Thoroddsen, þá kemur einnig út bók eftir hann hjá Vöku. Frelsi aö leiðarljósi heitir hún, og þar koma fram skoöanir Gunnars á ýmsum málum og málaílokkum, auk þess, sem bókin hefur að geyma lýsingar Gunnars á sam- ferðamönnum sinum. Ólafur Ragnarsson tók efnið saman og leitaði hann fanga i greinum og ræðum Gunnars. Af erlendum bókum mun Val- kyrjuáætlunin eftir bandariska blaðamanninn og rithöfundinn Michael Kilian væntanlega vekja hvað mesta athygli, en hún gerist einmitt á íslandi. Er þetta njósna- og spennusaga. Aðrar bækur Vöku verða að biða betri tima. Leikfélagið f startholunum: Nýtt írskt verk í uppsiglingu Rokkið komið út á myndbandi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.