Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 3
Hg! pficzf, irinn Föstudagur 4. mars 1983 3 hlelgar --- pasturinn Blað um þjóðmál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir • Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Marðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríður Halldórs- dóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Siguröur1 Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Sigurður Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tón- list,) Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræöi), Guöbergur Bergsson (mynd- list), Gunnlaugur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz), Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigur- pálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga Dóra Björnsdóttir, Bandaríkjun- um, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi, Ólafur Engilbertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Prentun: Blaðaprent hf. Mokstur í botnlausa tunnu Við íslendingar eyðum gríðarleg- um fjármunum í tannlækningar. Á þessu ári greiðir ríkið um eitt hundrað milljónir og almenningur líklega um tvöfalda þá upphæð. Af þessum þrjúhundruð milljónum er tæplega helmingur hreinar tekjur þeirra hundrað og áttatíu tann- lækna sem nú starfa hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Helgar- póstsins eru meðallaun tannlækna hér á landi á bilinu 60 til 90 þúsund á mánuði. I grein um tannlækningar í Helgarpóstinum í dag kemur hins- vegar fram að þessu fé er ekki mjög vel varið. Þrátt fyrir að tannlæknar séu aðeins í þremur löndum i heirn- inum fleiri, miðað við íbúafjölda, þá eru tannskemmdir hérlendis mjög miklar. Þannig kemur fram hjá landlækni að þó við Islendingar séum af öllum alþjóðastofnunum taldir búa við hvað best heilbrigðis- ástand allra þjóða, hvað varðar t.d. þætti eins og ungbarnadauða, með- alaldur, mæðrahjálp og svo fram- vegis, þá skerum við okkur algjör- lega úr hvað varðar tannskemmdir. Þar stöndum við okkur illa. Ástæðurnar fyrir þessu afleita á- standi eru fyrst og fremst þær að hinn fyrirbyggjandi þáttur tann- lækninganna hefur hér verið al- gjörlega vanræktur. Þannig segir í skýrslu sem Magnús R. Gislason, tanniæknir og starfsmaður í heil- brigðisráðuneytinu hefur samið, að með fræðslu og tiltölulega ódýrum aðgerðum sé hægt að minnka tann- skemmdir um allt að 50%. í skýrsl- unni segir einnig að í þessum efnum séum við 20 til 30 árum á eftir ná- grannaþjóðum okkar og að aðgerð- ir ríkisins i málinu minni á mokstur í botnlausa tunnu og lítið gert til að minnka opið á botninum. Allir sem Helgarpósturinn hafði samband við um þessi mál vorú sammála um að mikilvægasta að- gerðin til varnar tannskemmdum væri að auka flúorneyslu almenn- ings í landinu. Það er gert í flestum nágrannalöndum með mjög góðum árangri, og án þess að nokkrar slæmar hliðarverkanir hafi komið í Ijós. Landlæknir og þeir sem að þessum málum starfa innan heil- brigðiskerfisins hafa margsinnis bent á nauðsyn þess að flúorneysí- an verði aukin hérlendis, annað hvort með flúortöflugjöf, eða með einfaldasta ráðinu af öllum — með því að blanda flúor í drykkjarvatn. En á því virðast sveitarstjórnir ekki hafa verulegan áhuga; þvi miður fyrir landsmenn alla. Tannviðgerðir koma nefnilega við budduna hjá fólki. Og þær koma meira að segja verulega við ríkiskassann. Svo samanburður sé tekinn má geta þess að þjóðin eyðir meiru í tannlækningar en i útflutn- ingsbætur, sem mikið er fárast yfir. Tannlæknar og þeir sem ráða ferðinni í heilbrigðismálum verða að taka sér tak og breyta þessum málum. Þarna er auðvelt að spara tugi milljóna á ári hverju. Af fyllibyttu Kunningi minn, fyllibytt- an,kom til mín um daginn þegar ég var í Reykjavík og fýla í veðrinu. Hann hefur í mörg ár verið að sanna fyrir sér og konu sinni að hann sé ekki alkohólisti og hafi drykkjuna á sínu valdi. Öll afskipti manna af ferli hans eru illa séð, hann vill ráða lögum og lofum, rétt eins og Videosón vill fá næði og hrinoboröiö í dag skrifar Jónas Jónasson Kunningi minn, fyllibytt- an, settist loksins með dæsi og söng í gormunum og stól- armarnir gripu utanum hann og héldu sér fast. — Hvenær ætlarðú að láta gera við þennan stól? Maður sest í gegnum hann. Getur ekki staðið hjálpar- laust upp. — Hvaða lykt er af þér? klapp 200 fundarmanna til að brjóta útvarpslögin. Þeir kunna sitt fag englarnir í því kompaníi, fengu Albert til. að stjórna fundi réttlætisins. Hann hefur víst ekki verið að setja þjóðinni lög rétt á meðan. F yllibyttan, kunningi minn, hefur verið að setja sér lög, afnema gömul og úrelt, hann hefur göslast áfram á frekjunni og verið óhress með öll samtök sem hafa það að markmiði að leiðbeina félögum sínum með lífslög- um sem geri þeim fært að lifa í samfélagi við aðra. Fyllibyttan kom og var fýla í honum. — Hvað er að sjá þig, spurði ég. Ertu fúll? — Kjafti, sagði kunningi minn. — Fáðu þér sæti og svo framvegis. — Ég neita að sýna af mér kæti. — Hvaða, hvaða, þú ert eins og veðrið!! — Alveg er nú gasalegt að eiga að vini mann sem getur ekki gefið manni neitt al- mennilegt nema ráð. — Viltu kaffi? — Það er drykkur fyrir spákonur. Röddin var óskaplega ljót, hás og sár. — Þú lítur út eins og þú hafir verið að taka þátt í 800 metra handahlaupi. Óskap- lega ertu þrútinn. — Sjálfur getur þú verið þrútinn. — Ef þú sest ekki niður, færðu hjartaáfall. Hlussaðu þér í stólinn. — Lykt? — Þú Iyktar! Hvenær fórstu 1 bað síðast? — Þú hefur ekkert lagast við að flytjast til Akureyrar, sami kjafturinn. Kunningi minn horfði upp til mín þeim augum sem þessi þjóð hefur horft á plágur og eldgos. — Það stóð ekki til að ég færi norður til að lagast. — Stattu ekki þarna eins og dreifbýlisprestur. Gefðu mér þá kaffi úr því ekki vill betur. — Ætlarðu að fara að spá, sagði ég og gekk fram í eldhús að láta kaffikönnuna vinna verkin sín. Þegar ég kom aftur inn í stofu sat kunningi minn með lokuð augun og blés úr stút. Varir hans eru stundum þannig. — Ertu sofnaður, spurði ég. — Eg vildi ég væri dauð- ur. Röddin kom á loftbylgju út úr honum og tungan fylgdi á eftir að strjúka þess- ar þurru þykku varir. Svo sagði hann: — Hvaða djöfuls söfnun er nú í gangi hjá ykkur. — Hvaða okkur? — Þessum SÁAKAF- LEGAÁMÉR. — Þú meinar SÁÁ. Við erum að safna fyrir sjúkra- stöð. — Rétt sisvona? — Já, réttsisvona. — Getiði ekki gert það þegjandi og átakalaust? Þurfiði að halda vöku fyrir þjóðinni? — Við getum ekkert án hennar. — Það er nú svo komið í þessu landi að við getum ekki fengið okkur neðan í því án þess að allt gangi af göflunum! Kellingin mín er með æsing, presturinn er með æsing, tengdamútta er með æsing, strákurinn er með æsing!!! — Við erum ekki með æs- ing. — Vist. Þið eruð augiýs- ingasjúkir. — Vekjaraklukkan hring- ir. Annars gerir hún ekki gagn. — Þykist ætla að bjarga heiminum. — Nei.alls ekki. Bara þér og kannski manninum í næsta húsi. — Hvaða manni i hvaða húsi? — Það er alltaf einhver í næsta húsi sem þarf að bjarga. Kunningi minn opn- aði nú augun, en þau horfðu ekki á mig. Það var eins og hann væri að horfa á fyrir- heitna landið, þetta land sem þarf ekki vegabréf til að heimsækja og setjast að, landið þar sem fuglar syngja í trjánum og sólin virðist aldrei setjast og himinninn alltaf heiður þrátt fyrir ský. — Af hverju ferðu ekki þangað, sagði ég lágt. — Þangað hvert? — Til landsins bak við hillingarnar. — Ég sem get ekki einu sinni staðið upp úr þessum stól! Þögn. — Þetta er annars ljóta á- standið, sagði hann svo. — Það getur lagast. — Hvernig? — Hættu nú, þú veist það eins vel og ég. Þú ert orðinn þreyttur á þessu sulli. Konan er þreytt, presturinn er þreyttur, tengdamamma er þreytt, strákurinn er þreytt- ur — manstu? — Af hverju leggur þetta fólk sig ekki? Hvílist? — Þú heldur fyrir því vöku. Svona feit og ljót fylli- bytta heldur vöku fyrir um- hverfi sínu. — Það er geðslegt að heimsækja þig! Hann þagði um stund. Svo: — Er pláss á þessari and- skotans sjúkrastöð? — Strax eftir áramót, ljúflingur. — Er gagn að þessu? — Hætta að drekka? — Já, gagn? — Við þurfum bara að safna nokkrum fimmhundr- uðköllum fyrst. Þú mátt sitja þarna á meðan. — Fyndinn! — Okkur er alvara. — Það er fimmhundruð- kall í frakkanum mínum. Settu hann í þessa grefils stöð. Annars held ég að það komi enginn. — í stöðina? Þann dag sem verður nóg pláss, skal ég borga þér fimmhundruð- kallinn og éta hattinn minn. — Þú átt engan hatt. 1 — Þá skal ég éta þinn... — Hvar er þetta kaffi þitt? — Kemur... Og kaffikannan var að mala við sjálfa sig frammi í eldhúsi. Það eins og kumraði í henni. Eldhúsrúðan grét svolítið undan vindinum. Þegar ég kom inn í stofuna með kaffifantinn fullan af svörtu kaffi sat kunningi minn fastur í stólnum og grét svolítið lika. Það er oft upphafið að bata.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.