Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 9
9 b/gar- _pÖ^tl irinn Föstudagur 4. mars 1983 Alvárleg mynd háðfuglirín Hasse „Myndin er byggð á bók sem ég skrifaöi og heitir Vondur maður. Nánar tiltekið er hún gerð eftir kafla í henni, sem heitir Saga fávit- ans.” Þetta sagði sænski leikarinn, rit- höfundurinn og kvikmyndagerðar- maðurinn Hans Alfredson um kvikmynd sína Einfaldi morðing- inn, sem frumsýnd var í Regnbog- anum á þriðjudaginn. Einfaldi morðinginn fjallar um ungan mann, sem vegna holgóms á erfitt um mál og er þess vegna álit- inn fáviti. Við dauða móður sinnar er hann settur í vist hjá verksmiðju- eigandanum Höglund. Sven, en svo heitir piltur, er látinn búa í gripa- húsinu og fær hann svipaða með- ferð hjá húsbónda sínum og skepn- urnar, uns hann grípur til örþrifa- ráða. Myndin er alvarlegs eðlis, sem er hið gagnstæða við það, sem Hans Alfredson er þekktastur fyrir. Hér þekkja líklega flestir hann sem ann- an helming háðfuglatvíeykisins „Tage og Hasse”. Hvers vegna datt honum þá í hug að gera alvarlega mynd? „Mér finnst skemmtilegt að breyta til. Ég hef leikið alvarleg hlutverk og ég hef skrifað alvarleg- ar bækur. Þetta er mér því ekki al- veg ókunnugt, og ég get notað aðra hluta höfuðsins” sagði hann. Hans Alfredson var viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, en það var ekki aðalástæðan fyrir veru hans hér. Honum hafði verið boðið að lesa upp úr verkum sínum á bók- menntakynningu, sem norrænu sendikennararnir við Háskóla Is- lands gengust fyrir í Norræna hús- inu um síðustu helgi. „Mér fannst því tilvalið að nota tækifærið og kynna myndina um leið” sagði hann. Einfaldi morðinginn var frum- sýnd í Svíþjóð í fyrra og hefur henni hlotnast margháttaður heiður síð- an. Bæði myndin sjálf, svo og aðal- leikarinn Stellan Skarsgárd fengu sænsku verðlaunin „Guldbaggen” eða Gullbjölluna, Stellan var veitt- ur Silfurbjörninn í Berlín fyrir best- an leik, myndin fékk silfurskjöld á kvikmyndahátíð í Chicago og hún var kjörin besta myndin af dönsk- um kvikmyndagagnrýnendum á síðasta ári. Hasse er þegar farinn að undir- búa næstu kvikmynd sína og hefj- ast tökur á henni um miðjan maí. Hún heitir því einfalda nafni P og B, en það er skammstöfun fyrir Peterson og Bendel. „Hún er byggð á vinsælli skáld- sögu frá 4. áratugnum og fjallar um tvo kaupahéðna, sem byrja með tvær hendur tómar, en verða ríkir með óheiðarlegum aðferðum. Myndin er gamansöm ádeila, og þar sem slíkir viðskiptahættir eru enn við Iýði, læt ég hana gerast árið 19831’ Helgarpósturinn skýrði frá því á sínum tíma, að Hasse hefði fengið leyfi Halldórs Laxness til þess að gera söngleik upp úr Atómstöðinni. Hann var spurður hvernig þeim á- formum liði. „Ég ætla að taka fyrir nokkra hluta úr bókinni og er þegar farinn ,,Ég hef leikið alvarleg hlut- verk og skrifað alvarlegar bækur,” segir Hans Alfred- son, eða Hasse. að punkta hjá mér hugmyndir, en ég veit ekki hvenær ég kem til með að hrinda þessu í framkvæmd. Ör- ugglega ekki á þessu ari”, sagði Hans Alfredson, Hasse, frá Sví- þjóð. Illmennið og lítilmagninn Regnboginn: Einfaldi morðinginn (Den En- faldige Mördaren). Sænsk kvik- mynd, árgerð 1982. Leikendur: Stellan Skarsgárd, Hans Alfred- son, Maria Johansson, Per Myr- berg. Handrit og stjórn: Hans Al- fredsson. Hans Alfredson eða Hasse eins og hann kallar sig stundum er þekktur grínisti í heimalandi sínu, Svíþjóð. Hér slær hann á nokkuð aðra strengi. Þessi mynd hans fjallar um háalvarlegt efni á há- alvarlegan hátt, þótt gamansemin sé ekki alveg bannfærð. Einfaldi morðinginn segir frá einfeldningslegum pilti, Sven, sem vegna svokallaðs skarðs í vör á ákaflega erfitt um mál. Tjáning- arerfiðleikar hans valda því, að hann er álitinn fáviti og því lagður í einelti allt frá barnæsku. Við lát móður sinnar fer hann í fátækra- vist til verksmiðjueiganda nokk-- urs, rakins illmennis, og hlýtur þar sömu laun og skepnurnar, þ.e. frítt fæði og húsnæði í gripahús- inu. Önnur meðferð er í samræmi við það. Eina huggun Sven er Biblían, sem hann les hvenær sem færi gefst og lætur sig dreyma um englana. Það kemur að því, að piltur fær sig fullsaddan á ill- menninu og óþokkaskap hans og grípur til örþrifaráða. Söguna um niðurlægingu pilts- Englarnir elta hinn ,,ein- falda morðingja” í mynd Hans Alfredsons. ins segir Hans Alfredson á lát- lausan en áhrifamikinn hátt. Per- sónurnar eru teygðar til hins ýtr- asta — hinir góðu eru góðir og þeir vondu vondir — en aldrei er skotið yfir markið. Það, sem á ekki hvað minnstan þátt í því er Ieikurinn. Stellan Skarsgárd, sem leikur Sven, sýnir stórkostlega frammistöðu og varla hægt að í- mynda sér hvernig persónunni hefði mátt gera betri skil. Sömu- leiðis er leikur Hans Alfredsons sjálfs sem illmennið framúrskar- andi. Kvikmyndataka er sérstak- lega áferðarfalleg og á hún einnig stóran þátt í vel heppnaðri mynd. Menningin flytur f Breiðholtiö: Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar ættu að geta hugsað stórt innan veggja nýju menningarmiðstöðvarinnar við Gerðuberg. Glæsileg menningar- miðstöð opnuð á morgun Það verður mikið um dýrðir í Breiðholtinu um þessa helgi, eins og endranær. Einn atburður mun þó skyggja á alla aðra, opnun menningarmiðstöðvar hverfisins. Menningarmiðstöðin verður til húsa í nýrri glæsilegri byggingu, sem framkvæmdanefnd bygginga- áætlunar hefur reist við Gerðuberg. Borginni verður formlega afhent húsið í dag, föstudag, en á morgun verður það svo opnað almenningi. Húsið opnar með miklum menn- ingarviðburði, sem er samsýning 16 myndlistarmanna, sem búsettir eru í Breiðholtshverfi. Þeirra á meðal eru Einar Hákonarson, Jón Reyk- dal, Hallsteinn Sigurðsson, Örn Þorsteinsson og Helgi Gíslason. Jafnframt verða haldnir tónleikar í húsinu um helgina. Fyrstu tvær helgarnar verður op- ið hús fyrir alla borgarbúa og fer þá fram skoðanakönnun um nafn á húsið og hvaða starfsemi Breið- holtsbúar óski eftir að þar fari fram. Starfsemi menningarmið- stöðvarinnar mun síðan verða byggð upp samkvæmt þeim óskum, sem þar koma fram. Menningarmiðstöðin er á tveim hæðum og er flatarmál hennar alls um þrjú þúsund fermetrar, þar af er um eitt þúsund fermetra bókasafn, sem ekki verður tekið í notkun fyrr en á næsta ári. Hver segir svo, að enginn kúltúr sé i Breiðholtinu? Bíóbær: Að bakl dauðans dyrum (Beyond Death's Door).Bandarlsk kvlk- mynd, byggð á metsölubók Dr. Maurice Hawlings. Leikendur: Tom Halllck, Melind Naud. Leikstjóri: Henning Schellerup. Frásagnir lólks, sem séð hefur inn í landiö fyrir handan landamærin. Ævar Ft. Kvaran flytur fyrirlestur á undan sýningunni. Heltar Dallasnætur (Hot Dallas Nlghts). Bandarfsk kvikmynd, ár- gerð 1981. Lelkendur: Hillary Summer, Raven Turner, Tara Flynn, Lelkstjóri: Tony Kendrick. J.R. og félagar skemmta sér á heitum sumarnóttum. Very hot. Undrahundurinn. Á laugardag og sunnudag kl. 14 og 16. Nýja bíó: Pink Floyd — The Wall. Bresk kvik- mynd, árgerð 1982. Handrit: Roger Waters. Leikendur: Bob Geldof. Lelkstjóri: Alan Parker. Myndin er mikið tækniundur og teiknimyndakaflarnir eru með því betra, sem ég hef séð. Háskólabíó: Sankti Helens, eldfjalliö springur (St. Helens). Bandarisk, árgerð 1981. Leikendur: Art Carney, David Huffman, Cassie Yates. Lelkstjóri: Ernest Pintoff. Hver man ekki eftir eldgosinu? Hér er sagt frá þvi og aödraganda þess, er ungur jaröfræðingur reyndi aö fá fólk til að yfirgefa hættusvæðin, en... Með allt á hreinu. íslensk kvik- mynd, árgerð 1982. Handrlt: Ágúst Guömundsson og Stuömenn. Lelk- endur: Stuðmenn, Grýlur, Eggert Þorleifsson, Sif Ragnhlldardóttir. Leikstjóri: Agúst Guðmundsson. Austurbæjarbíó: Auga fyrir auga (An Eye for an Eye). Bandarisk kvikmynd, árgerö 1981. Leikendur: Chuck Norris og flelri hnefar. Leikstjóri: Steve Carver. Sakamálamynd meö karatelvafi. Bíóhöllin: Óþokkarnir (The Blackout). Banda- risk kvikmynd, árgerð 1980. Leik- endur: Robert Carradine, Jim Mitchum, June Allyson, Ray Mil- land. Leikstjórl: Eddy Matalon, Áriö 1977. Rafmagniöferaf New York. Bófar af öllum stæröum og gerðum hugsa sér gott til glóðarinnar og fara um ránshendi. En aö sjálfsögöu hljóta þeir að nást aftur. Spenna og myrkur: Myrkraöflin á kreiki. Dularfulla húsið (The Evlctors). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Vic Morrow, Jesslca Harper, Michael Parks. Lelkstjóri: Charles B. Pierce. Hjón flytja inn í hús í kyrrlátum ame- rískum bæ. Þá fer allt á annan end- ann. Meistarinn (Force of One). Banda- risk kvikmynd. Leikendur: Chuck Norris, Jennifer O'Neilt, Ron O’ Neal. Karatemeistarinn frægi á fullri ferð í aö uppræta bófaflokk, Hringinn fræga. Gauragangur á ströndinni (Malibu Beach). Bandarfsk kvikmynd. Leik- endur: Kim Lankford, James Daughton, Susan Player Jarreau. Lelkstjóri: Robert J. Rosenthal. Hressir og lífsglaöir unglingar stunda strandlifið og veröa ástfangnir. Hvern dreymir ekki um það? Fjórlr vinir (Four Friends). Banda- rfsk, árgerð 1982. Handrit: Steven Tesich. Leikendur: Cralg Wasson, Jody Thelen, Michael Huddleston, Jim Metzier. Lelkstjóri: Arthur Penn. Penn og handritshöfundurinn Tesich sýna i forgrunni hvernig fjögur ung- menni eldast og þroskast og glata aeskublómanum, en i bakgrunninum glittir á samskonar örlög bandarisku þjóöarinnar. Þetta er vel leikin mynd, persónurnar eru sannfærandi flestar hverjar, og myndin í heild gengur á- gætlega upp. — GA )★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ 0| framúrski ágaet góA þolanleg léleg randl Germlnal eftir Allégret. Fö. kl. 5.30, lau. kl. 11.15. Gervaise eftir Clément. Fö. kl. 9, lau. kl. 3, su. kl. 11.15. Thérese Raquin eftir Carnó. Fö. kl. 11.15, lau. kl. 5.30, su. kl. 3. LaBetehumaineeftirRenoir. Lau. kl. 9, su. kl. 5.30. Tónabíó: Riklr krakkar (Rich Kids). Bandarisk kvikmynd. Lelkendur: Trlnl Alvara- do, Jeremy Levy. Lelkstjórl: Robert M. Young. Tólf ára piltur fer á kvennafar, þegar pabbi lánar honum viöhaldsibúöina sfna. Þetta með eplið og eikina. Eða: kötturinn og músin. Laugarásbíó: Tvfsklnnuigur (Double Jeopardy). Bandarfsk kvlkmynd, árgerð 1982. Lelkendur: Suzanne Love, Robert Walker, Ulli Lommel. Handrit og stjórn: Ulll Lommel. Leikstjóri þessarar myndar er úr Fass- bindergenginu og hefur verið aö hasla sér völl á sviöi leikstjórnar á undanförnum árum. Hér kemur fyrsta mynd hans f rá Amerlku og er hún eró- tiskur leyndardómur. Kl. 9 og 11. E.T. Bandarfsk kvikmynd, árgerö 1982. Leikendur: Henry Thomas, Francls Coppola. Leikstjóri: Steven Splelberg. Stórkostleg ævintýra- mynd fyrir börn á öllum aldri. MÍR-salurinn: Tsjækovskí. Sovésk kvikmynd, ár- gerð 1970. Leikendur: Innokenti Smoktunovskí, Antonina Shura- nova, Alla Demidova. Lelkstjóri: Igor Talankin. Fyrri hluti myndar um tónskáldið fræga. Sýnd á sunnudag kl. 16. Öllum heimill aðgangur. Stjörnubíó: Keppnin (The Competltion). Bandarlsk kvlkmynd árgerð 1980. Lelkendur: Richard Dreyfuss, Amy Irvlng, Lee Remick. Lelkstjóri: Joel Ollansky. Einkar amerisk kvikmynd um ungt tónlistarfólk, sem elskast en nær ekki saman. Mjög hefðbundin mynd, sem gleymist líklega fljótlega eða rennur saman við fjölda annarra af svipuðu toga. Keppnin hefur ekki sterkan kar- akter. Byssurnar frá Navarone (The Guns of Navarone). Bresk-bandarisk kvikmynd, árgerð 1961. Leikendur: Gregory Peck, Anthony Qulnn, Davld Nlven, Irene Papas. Leik- stjórl: J. Lee Thompson. Spennumynd eins og þær gerast bestar. Litil ellimörk á henni þessari. Kvikmyndaklúbbur Alli- ance Francaise: Morðingi á ferll (Un assassin qul passe). Frönsk, árgerð 1981. Leik- endur: Jean-Louls Trintlgnan, Car- loe Laure, Rlchard Berry. Leikstjóri: Michel Vlaney. Lauflétt en fremur hæggeng mynd um kvennamorðingja. Góöur leikur. Sýnd I E-sal Regnbogans á þriöjudag og miðvikudag í næstu viku kl. 20.30. twnlist Kjarvalsstaðir: Áföstudag kl. 20.30 mun austurrlskur blásarakvintett halda tónleika og blása úr eyrum borgarbúa. Mætum öll. Borgarbíó, Akureyri: Djassistarnir Paul Weeden (gltar) og Lou Bennett (orgel) halda tónleika á laugardag kl. 17 og spila dúndrandi djass eins og hann getur orðið. Akur- eyrskir djassfríkar eru hvattir til aö mæta. Fram í sviðsljóslð (Being There) Bandarfsk, árgerð 1981. Handrit: Jerzy Kosinskl, eftlr eigin skáld- sögu. Lelkendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shlrley MacLaine. Leikstjóri: Hal Ashby. Stúdentakjaliarinn: Dúndrandi djassleikur á sunnudag kl. 21. Björn Thoroddsen, Siguröur Flosason, Lúðvlk Simonar og Tómas Einarsson þenja sig og aðra. Regnboginn: Vfgamenn (Raw Force). Bandarfsk kvikmynd, árgerö 1981. Aöalhlut- verk: Cameron Mitchell. Munkar á suöurhafseyju stunda mannát og vekja upp dauða til að berjast fyrir sig. Sem sagt: blóðug mynd. Einfaldi morðinginn. — sjá umsögn í Listapósti. Blóöbönd (Die Bleierne Zelt). Þýsk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Barbara Sukowa, Jutta Lampe, Rudiger Vogler. Handrit og stjórn: Margarethe von Trotta. Áhrifamikil mynd um hryðjuverkakon- una Guðrúnu Enslin og systur henn- ar. Myndir eftir verkum Zola: Pot Bouille eftir Duvivier. Fö. kl. 3, su. kl. 9. viMmrMr Kjarvalsstaðir: Hver man ekki eftir sjónvarpsþáttun- um um Zola? I tilefni sýningarinnar á Ijósmyndum Zola, verður þáttaröðin sýnd viðstöðulaust I videói frá kl. 14—22 alla helgina. Kjarvalsstaðir: Á sunnudag kl. 16 flytur Indriði G.‘ Þorsteinsson rithöfundur erindi I tengslum við sýningu blaðaljósmynd- ara. Samtök um kvennaathvarf: Skrifstofa samtakanna er i Gnoðar- vogi44,2. hæð. Hún eropin alla virka daga kl. 14—16, simi 31575. Póstgiró- númer samtakanna er 4442-1.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.