Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 19
irinn Föstuda9ur 4, mars 1983
19
Snjólfur snillingur
í essinu sínu
Ég hafði farið í klúbbinn
„Fjórir kóngar” og var, sannast
að segja á veiðum. Ætlaði að
reyna að krækja í eitthvert
skemmtilegt spil sem ég svo gæti
sagt ykkur frá. Ég settist að vanda
hjá vini mínum Snjólfi snillingi,
en spilin sem komu voru svo inni-
lega leiðinleg, að ég var hreinlega
að hugsa um að fara. Snjólfur sá
þetta, hnippti í mig og bað mig
um að vera örlítið Iengur. Svo var
gefið og þá kom þetta spil:
Teitur töffari
s K-G-2
inu. Enginn vildi hana. Laufaní-
una vildi heldur enginn. Þegar
Benni brotlegi lét hjarta í trompið,
þá seig brúnin á Snjólfi snillingi
um leið og hann sagði: „Þurfti
trompið að liggja svona and-
styggilega”.
Nú hugsaði hann sig um örlitla
stund, en svo var eins og bros
færðist um andlit hans. Hann lét
báða tíglana sem eftir voru í borð-
inu og kastaði sjálfur hjarta ás og
sexinu.
Nú var staðan þessi:
H
T
L
Benni brotlegi
S 10-9-7-6
H D-10-9-8-7
T Á-9-4
L 3
K-G-5-3
K-D-G-10
10-9
Konni kæni
S -Ð-5-4
H 4
T 7-Ö-5-2
L D-7-6-5-4
S 9-7
H D-9-8
T - -
L - -
Snjólfur snillingur
S Á-8-3
H Á-6-2
T 8-3
L Á-K-G-8-2
K-2
K-5-3
5-4
S
H - -
T - -
L D-7-6
8-3
L A-K-G
Nú kom hjartakóngur úr borði.
En nú var það Konni kæni sem var
Spí!
eftir Friðrik Dungal
Snjólfur snillingur sagði eitt
lauf. Benni brotlegi sagði eitt
hjarta. Teitur töffari hugsaði sig
um svolitla stund og sagði svo
þrjú grönd. Konni kæni sagði
pass, en snillingurinn hikaði
hvergi og sagði samstundis sex
lauf, sem Konni kæni doblaði. En
hvað skeði? Jú, snillingurinn re-
doblaði alveg á stundinni. Nú
fannst mér vera komið fútt í spila-
mennskuna og var feginn því að
hafa ekki farið.
Benni brotlegi byrjaði með því
að láta spaða tíuna. Upp komu
spil blinds. Töffarinn var ekki
beint hamingjusamur á svipinn.
Snillingurinn lét gosann strax á
tíuna og Konni kæni lét drottn-
inguna sem snillingurinn tók með
ásnum. Þá kom tígul áttan. Benni
gaf og borðið átti slaginn. Meiri
tígull og nú tók Benni á ásinn og
lét hjartatiuna. Gosinn í borðinu
hélt og nú kom laufa tían úr borð-
í baslinu. Hann sá strax að kastaði
hann spaða þá kæmi spaða kóng-
ur næst og þá væri hann kominn
í millihöndina með trompin sín.
Því trompaði hann með sexinu.
Snillingurinn tók með gosanum
og lét síðan laufa kóng. Benni
brotlegi og borðið köstuðu báðir
hjarta. Þá kom ásinn og nú var
veslings Benni í baslinu. Hann
vissi að Konni átti ekkert hjarta,
svo eina vonin var að kasta spaða!
Þá lét snillingurinn spaðaþrist-
inn, sem hann tók á kónginn og
fékk síðasta slaginn á áttuna
heima. Austur og vestur fengu því
aðeins einn slag á tígulásinn.
Teitur töffari rauk upp af stóln-
um og sagði: „Þetta var fallega
spilað hjá þér Snjólfur. En mér
fannst þú vera kaldur að svína
hjarta gosanum strax og það yfir
til doblarans. Varstu þá þegar bú-
inn að reikna út legu spilanna?”.
Framhald á blsi 17.
Skákþrautir helgarinnar
A. T. R. Dawson
British Chess Mag. 1947
B.G. Andersson
Cesk. Sach 1934
H áHÍ
m
W/J?,.
77 wW/' vf/W WW
Hvítur á að máta í 2. leik
Hvítur á að halda jafntefli
o
;t)Bd J9 jnjiAq So l?tu O 'Z zpxa - T a 'z gqa - i
- W'5
8§B - 94 'b jBtu v pi3 - x JBUI 3 Bga V 'Z Hl§ - l
S3 - £tl '£ jbju a egs y 'Z ai§ -1 jbui j Bgs a‘V 'Z - 'I
(Qigad JUÁJ JSBUI05J QB
(ij jas bjájj qb jngjSA uuidn>(siq) ÞPa (o) So e§y (a) ‘9ph (v)
£EB - i£3M 'Z :jijá jiuBjoq JBpq bjoa nfq jpja •(
93XP - Í93 'I
:jjBd i jijá J3s jBSjBfq jnjiAH :a h ‘a‘a
ddn Bf>(3A QB uq Q3UI JSBfjSA QB jn
•uinuijjæcj -jjbas jiuásj JpH ’nSuiujjojp ddn
i jaq puÁs jba buiij UJSAquia Bf>(3A gB JBJJJB JJBq 15(5(3 QE QB^
UI3S >(E5(S Bpuaj B EUUIUI UI5(01 -g uin ituæp j83(!juiui35(s js bjjscJ V
jnee usne^
Eftir afmælið mitt
Það var víst, elskulegu les-
endur, hálfgert eymdarhljóð
í mér þegar ég skrifaði síð-
ast, og það jafnvel þó ég væri
nýbúinn að eiga afmæli. Það
hafði engin terta verið, ég
varð allt of gamall, og svo
fékk ég skattskýrsluna í af-
mælisgjöf.
En þetta fór allt miklu bet-
ur en á horfðist. Fyrst skatt-
skýrslan. Þegar ég var búinn
að fylla út skuldasúpuna eft-
ir vísitöluaðferð, þá var ég
allt í einu orðinn svo stór-
skuldugur að síðan líður mér
eins og stórgrósséra, geng
um hnarreistur og finn
hvernig ég hlýt að græða
með hverri minútunni á að
vera svona vel krítugur. Það
er allur munur eða hérna fyr-
ir fimm til tíu árum, þegar
það var sama hvernig maður
reyndi að sökkva í svolítið
höfðinglegar skuldir, það
fór einhvern veginn ekkert
Lundúnapóstur
frá Helga Skúla Kjartanssyni
fyrir þeim í framtalinu nema
rétt fyrsta árið.
Svo sá ég líka einhvers-
staðar í smáa letrinu að
skilafrestur var til 10. febrú-
ar, svo að ég var alls ekki
kominn í þá skömm sem ég
hélt með framtalið. Þið hald-
ið kannski, eftir því sem ég
var um daginn að agnúast út
í blessaðan póstinn, að mér
væri það hæpin huggun þó
ég hefði þrjá daga eða fjóra
upp á að hlaupa að koma
sendingu til íslands. En eng-
in slík hugsun hvarflaði að
mér, því hér gisti íslendingur
á heimleið sem tók við
skýrslunni og hét því að
sleppa henni ekki í hendurn-
ar á neinum sem væri svo
mikið sem póstlegur í göngu-
lagi, hvað þá í póstmanna-
búningi.
Og loks sá ég mér til mikill-
ar ánægju þessa klausu í
leiðbeiningunum:
Til þess að unnt sé að á-
kvarða réttilega skiptingu
barnabóta hjá sambýlisfólki
er þess eindregið óskað að
nafn og nafnnúmer sambýl-
isaðila sé ritað í auða nafn-
reitinn aftan við nafn fram-
teljanda og innan sviga orðið
„sambýlismaður” eða „sam-
býliskona” eftir því sem við
á.
Þetta gladdi mig nú ekki
vegna þess að ég hefði neina
slíka persónu að tíunda,
heldur sé ég bara að þarna er
þróunin byrjuð að þokast í
þá átt sem ég hef lengi haldið
fram og rekið áróður fyrir.
Sko.
í gamla daga voru hjóna-
bönd klár og kvitt að guðs og
manna lögum, og svo bara
einlífið og pipardómurinn,
og við flestu þar í milli lágu
fésektir, hýðingar og líflát.
Öndvegisfínt (fyrir þá sem
ekki voru sektaðir, hýddir og
líflátnir).
En gömlu dagarnir eru hér
ekki meir. Nú eru alls kyns
stig og gráður af sambúðar-
ástandi, fyrir utan hið eina
sanna hjónastand, og sann-
girninnar vegna er þjóð-
félagið smám saman neytt til
að innlima þetta sambýlis-
hugtak í réttarkerfið, t.d.
gagnvart arfi, búskiptum
þegar sambúð rofnar, for-
ræði barna, skatti og barna-
bótum, forgangi að dagvist-
un, o.s.frv. o.s.frv.
Ég hef árum saman haldið
því fram, að þetta skref eigi
að stíga til fulls, öll réttará-
hrif eigi að tengja við sam-
búðina (þ.e. sameiginlegt
heimilishald og meira eða
minna sameiginlegan fjár-
hag), og engin við hjóna-
bandið. Hjónavígslan getur
þá orðið hrein kirkjuleg at-
höfn, líkt og skírn eða ferm-
ing, reglur um hjónabönd
(og hjónaskilnaði) einkamál
kirkjunnar (og annarra trú-
félaga) og borgaraleg hjóna-
vígsla afnumin. í staðinn
yrði auðvitað að koma eitt-
hvert almennilegt bókhald
um það hvar og hvenær hver
býr með hverjum. En það er
bara orðið nauðsynlegt nú
þegar, vegna alls konar
reglna um sambýlisfólk og
einstæða foreldra, að fólk
gefi a.m.k. árlega skýrslu um
sambúðarástand sitt, og hér
er kominn vísirinn að því.
Eitt af því sem með þessu
vinnst er það, að það verður
ekki lengur vandamál að
viðurkenna að hæfilegu
marki sambúð fólks sem
venjulegt hjónaband nær
ekki yfir, svo sem kynvill-
inga; systkina; fleiri en
tveggja; aldraðra foreldra og
uppkominna barna. Ef
fimm manns búa í komm-
únu og telja fram sambúð
sína með sameiginlegum
fjárhag, þá er hægt að hafa
hentugar reglur um búskipti
eða arftökurétt þegar sam-
búð lýkur, svo að eitt dæmi
sé tekið.
Sem sagt gott.
Það rann líka upp fyrir
mér, að 34 ára aldur er nú
ekki mikið fyrir íslending að
kvarta yfir, þó hann sé rétt
rúmlega hálfnaður á ellilaun
(og starfsævin þar með ríf-
lega hálfnuð ef maður be-
kennir þá félagsráðgjafa-
speki að leikurinn sé vinna
barnsins). Ekki þegar þess er
gætt að Englendingar fara á
ellilaun 65 ára, og 60 ára ef
þeir eru konur. Þetta misrétti
verður nú auðvitað að jafna,
og engum dettur í hug að líf-
eyrisaldur kvenna verði
færður í 65 ár (þó það sé
mikið mein að margir vinnu-
veitendur miði við lífeyris-
aldurinn og skyldi allar kon-
ur til að hætta í vinnu sex-
tugar, og aldrei hressari
helmingurinn af þeim), held-
ur verði karlarnir lækkaðir
a.m.k. í 62 ár, jafnvel 60 líka.
Starfsævin hálfnuð um þrí-
tugt, þ.e. um það bil sem hún
er að byrja hjá langskóla-
fólkinu (því að það er ekki
bara leikur sem er vinna;
nám er líka vinna, eftir því
sem okkur var kennt í stú-
dentabyltingunni sællar
minningar). Og aðeins heyr-
ast raddir um að fara með
mörkin niður í 55 ár eða eitt-
hvað svoleiðis. Svo langt eru
þó íslendingar ekki leiddir í
veraldarkreppunni.
Loks er það að frétta af af-
mælistertunni, að sonur
minn hefur verið að minna
móður sína á það öðru
hvoru, að ég hafi nú bara
fengið rjómapönnukökur á
afmælinu mínu, aumingja
pabbi. í dag (sem er sunnu-
dagur) hafa þau gert alveg ó-
venju-mikið af því að hvísl-
ast á með laumulegum
augnagotum, og verið eitt-
hvað að paufast með safnið
okkar af útklipptum, upp-
skrifuðum og ljósrituðum
uppskriftum. Komin, þegar
ég laumaðist síðast til að
gægjast, í svunturnar sínar
bæði, og nú berst upp milli
gólffjalanna (sem einkenna
byggingarstíl enskra íbúðar
húsa og sonur minn kallar
rifugólf) ilmríkar gufur sem
benda til að þau séu byrjuð
að baka súkkulaðibotn. Við
höfum hann fyrir botn í
þessari grein, og verði mér að
góðu, er það ekki?