Helgarpósturinn - 04.03.1983, Blaðsíða 23
Feiknalegt uppistand hefur
orðið í réttarkerfinu í fram-
haldi af grein í síðasta
Helgarpósti um vörslusviptingar
Símonar nokkurs Wiium fyrir;
hönd Iögfræðinga hér í bænum og
fullyrðinga sömu lögfræðinga um|
að Símon eigi í viðskiptastríði við,
aðalfulltrúa borgarfógeta í Reykja-
vík, Ólaf Sigurgeirsson. Símon var
kærður til Rannsóknarlögreglu
ríkisins og mun þeirri rannsókn nú
um það bil að verða lokið þannig að
ríkissaksóknari fær málið til með-
ferðar á næstu dögum. Mikil
fundahöld hafa verið hjá fógeta í
framhaldi af birtingu greinarinnar í
Helgarpóstinum, lögmennirnir
kallaðir fyrir og starfsmenn fógeta
sveittir við að svara fyrirspurnum
Rannsóknarlögreglunnar. I dóms-
málaráðuneytinu hefur einnig orð-
ið uppi fótur og fit vegna frásagnar-
innar og mun ráðuneytið ekki síst
hafa áhuga á að vita hvert það fé
rennur, sem inn kemur fyrir vörslu-
sviptingar á vegum fógetaemb-
ættisins. Þegar greinin birtist
breytti rannsókn málsins og með-
ferð nokkuð um farveg og er ekki
útséð um hverjir það verða sem á
endanum verða skammaðir — ef
kerfið ákveður ekki að einfaldast sé
að láta ófremdarástandið viðgang-
ast eins og áður. Rannsóknin hefur
farið fram undir stjórn Þóris Odds-
sonar vararannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins...
mars 1983
dagskrá sinni atriði, sem sérstak-
lega er ætlað börnum. Hjónin
mættu, konan stillti sér upp, nokk-
uð fáklædd, og eiginmaðurinn hóf
að kasta hnífum sínum, sem röðuð-
ust upp umhverfis hana. Þegar upp-
tökunni lauk heyrðist mikill fyrir-
gangur í dyrum upptökusalarins og
inn komu Tage Ammendrup, Emil
Björnsson og Jón Þórarinsson.
Þeir gengu rakleitt á fund Viðars
Víkingssonar upptökustjóra og
kröfðust þess, að þetta efni yrði
ekki sent út i barnatímanum. Rökin
voru þau, að hnífakastskúnstir sem
þessar gætu hæglega leitt til þess að
börn færu að kasta hnífum í for-
eldra sína. Innan Sjónvarpsins líta
menn mjög misjöfnum augum á
þetta atvik, og telja sumir að þarna
hafi yfirmennirnir gert sig seka um
ritskoðun af versta tagi...
Meint fjárglæframál hér-
/“J aðsdómarans í Kópvogi, sem
S. stungið var í steininn nýlega
ásamt lögfræðingi á Akureyri, er
enn að velta upp á sig. Samkvæmt
upplýsingum HP mun málið snúast
um að hve miklu leyti sektarsjóðir
fógetaembættisins í Kópavogi voru
notaðir til að lána mönnum gegn
okurvöxtum. Það hefur svo sem
gerst áður, að farið hafi verið gá-
leysislega með sektarsjóði enda er
algengt að sektarfé Iiggi langtímum
saman hjá dómurum og minni
dómstólum.
Starfsmenn á Litla-Hrauni
/ J hafa verið að yggla sig undan-
S farið vegna skipunar nýs for-
stjóra vinnuhælisins. Telja þeir að
freklega hafi verið gengið framhjá
Frímanni Sigurðssyni, sem verið
hefur fangavörður á staðnum um
langt árabil, þegar Gústav Lillien-
dal var skipaður. Hafa starfsmenn
eitthvað velt fyrir sér að klaga í
Fangavarðafélagið en af því mun
varla verða...
IV1 Sumir unnendur Stundarinn-
ar okkar í sjónvarpinu hafa
kannski tekið eftir því á
sunnudaginn var, að þessi barna-
tími sjónvarpsins var tíu mínútum
styttri en venjulega. Ástæðan var
sú, að þrír af yfirmönnum stofnun-
arinnar kröfðust þess, að efni sem
búið var að taka upp yrði ekki sent
út. Forsagan er sú að stúlka nokkur
sem Bryndís Schram ætlaði að
ræða við í barnatíma tilkynnt á síð-
ustu stundu að hún gæti ekki mætt
til upptöku á tilsettum tíma. Til að
bjarga málunum hringdi Bryndís í
skyndi til Ámunda Amundasonar
umboðsmanns skemmtikrafta og
spurði hvort hann gæti útvegað sér
gott efni með hraði. Ámundi var
ekki í vafa um það og bauðst til að
senda henni indjánahjón sem hér
voru á hans snærum og stunda
hnífakast, og hann sagði Bryndísi
að þau væru meira að segja með á
Skoðanakönnun um upp-
J röðun á lista Sigurlaugar
y Bjarnadóttur á Vestfjörðum
er fyrirhuguð um helgina, eins og
kemur fram í Innlendri yfirsýn í
Helgarpóstinum í dag. Við það er
að bæta, að fyrir vestan munu vera
uppi háværar raddir um að setja
Sigurlaugu ekki í fyrsta sæti þessa
klofningslista, heldur Guðjón
Kristjánsson skipstjóra á Hnífsdal*
en hann er á skipi sem er í eigu
tengdaföður Friðriks Sophussonar
alþingismanns...
Það verður mikið um dýrðir
/“J á annan dag páska í Laugar-
y dalshöllinni. Þar hefur
Kiwanisklúbburinn Esja skipulagt
dagskrá frá morgni og fram á nótt
með alls kyns uppákomum, bingói
og happdrætti og balli um kvöldið.
Þessi skemmtun er haldin til styrkt-
ar nýrri sjónstöð fyrir blinda...
Athugasemdir
Eftirfarandi hefur borist frá for-
manni framkvæmdastjórnar
Listahátíðar í Reykjavík:
Ágætu ritstjórar.
í blaði yðar hinn 25/2 s.l. er
fréttaklausa um nýja fram-
kvæmdastjórn Listahátíðar í
Reykjavík. Við þiggjum með
þökkum áhuga fjölmiðla á öll-
um fréttum af undirbúningi og
rekstri Listahátíðar og vonandi
reynast þær lesendum áhuga-
verðar í alla staði án sérstakra
skáldaleyfa. Ég leyfi mér að vísa
til fyrstu fundargerðar okkar frá
9. febrúar þar sem segir orðrétt:
„Borist hefur bréf frá fram-
kvæmdastjóra Örnólfi Árna-
syni, þar sem hann segir starfi
sínu lausu frá 6. febrúar 1983.
Ákveðið var að auglýsa starfið
við fyrstu hentugleika”. Ekki sé
ég ástæðu til að blaðið prjóni
einhverju við þetta. Þið skuluð
fá að vita um leið og eitthvað
spennandi hefur verið ákveðið
fyrir næstu Listahátíð.
Vinsamlegast
Þorkell Sigurbjörnsson.
Engu skal við þetta prjónað
nema því, að blaðið bíður
spennt.
-Ritstj.
í tilefni greinar í blaði yðar
föstudaginn 25. 2. sl. um málefni
Arnarflugs hf. vil ég taka eftirfar-
andi fram:
Uppsögn mín hjá félaginu er ekki
í neinum tengslum við aðrar upp-
sagnir, enda var hún tilkynnt áður
en til þeirra kom. Ástæðan er held-
ur ekki vegna einhvers ímyndaðs
upplausnarástands hjá félaginu. Ég
tók boði um starf hjá öðru fyrir-
tæki.
Ég óska vinsamlegast eftir því að
þér birtið ofangreint í næsta tölu-
blaði Helgarpóstsins.
Virðingarfyllst,
Hilmar Sigurðsson
viðskiptafræðingur
Breiðvangi 5
Hafnarfirði.
í klausunni í síðasta blaði er ekk-
ert fullyrt um samhengi milli ein-
stakra uppsagna. Aðeins vakin at-
hygli á óvenju mörgum uppsögnum
á sama tíma. Aftur á móti er rétt að
geta þess að Arnarflugsmenn segj-
ast síður en svo óánægðir með út-
komu Amsterdamflugsins í vetur.
Þeir segja að miðað við árstíma og
áætlanir hafi það gengið vonum
framar, bæði hvað varðar fragt og
farþega.
- Ritstj.
i 23
NANNÝ — borðið er nýjung.
Borðið má hækka og lækka að
vild og halla borðpötunni eftir
því sem best hentar hverju
sinni. NANNÝ — borðið er
tilvalið til náms og tómstunda.
PE 82 stóllinn hefur skapað sér fastan sess hér á landi
vegna gæða sinna og hagstæðs verðs. PE 82 fæst bæði
með og án arma og hægt er að stilla setu og bak eftir
hentugleikum.
Og til að hafa rétta birtu við námið eða tómstunda-
störfin eigum við mikið úrval LUXO — lampa.
GEFIÐ GÓÐA GJÖF — GEFIÐ GJÖF SEM STÆKKAR
MEÐ NAMSFÓLKINU. Sendum gegn póstkröfu.
HALLARMÚLA 2 - SÍMI 83211
SKRIFSTOFU HUSGÖGNÉir
Veró kr 1.790. Veró kr 2.200.
Gjöfin sem
stœkkcirmeð
námsfólkinu....