Helgarpósturinn - 01.12.1983, Page 27

Helgarpósturinn - 01.12.1983, Page 27
s ^^^tyrjöld virðist 1 uppsiglingu vegna dóms Hæstaréttar í máli því sem LIFE höfðaði á hendur Frjáls framtaks vegna nafnsins LÍF á einu tímariti fyrirtækisins. Sem kunnugt er bannaði Hæstiréttur Frjálsu framtaki að nota nafnið LIF á þeirri forsendu að hætta væri á því að fólk ruglaðist á nöfnunum en LIFE hafði nafn sitt sem skráð vörumerki á Is- landi. íslenskufræðingum finnst dómur Hæstaréttar í meira lagi hæpinn og hefur hópur þeirra unn- ið að því að undanförnu að skrifa á- litsgerð um málið sem síðan mun ætlunin að leggja fyrir mennta- málaráðherra og alþingismenn í því skini að knýja fram breytingar á lögum sem útiloki að erlent tungu- mál sé metið rétthærra íslensku á ís- landi... D regið 1 happdrætti SAA eft- ir helgina og berast nú tillögur um heiti á nýju sjúkrastöðina í bunkum inn á skrifstofu samtakanna. HP hefur hlerað nokkrar tillögur: Góðrarvonarhöfði, Staupasteinn, Mjaðarendi, Svampasel, Vonar- landi, Hilmarsholt, Binnaból, Björgólfsbæli. Heitið Betlehem hef- ur orðið mjög vinsælt eftir að það birtist í blöðunum. Hins vegar botna starfsmenn skrifstofunnar ekkert í heiti sem datt inn um daginn: Nasaret. Nema að kó íainistum fari fjölgandi... Íægasta popphljómsveit íslend- inga erlendis, Mezzoforte, mun fyrirsjánlega starfa þar áfram allt næsta ár. Þegar er nánast búið að ganga frá dagskrá fyrir hljómsveit- ina fyrri hluta ársins, en plata sú sem hér kemur út fyrir jólin kemur út ytra fyrri hluta janúar. Síðan taka við hljómleikaferðir um Bretland, Japan og meginland Evrópu, og jafnvel líka Suður-Afríku, en þess má geta að Mezzoforte hefur gert það að skilyrði að í þessu landi að- skilnaðarstefnu muni hún leika fyrir blakka jafnt sem hvíta... ifæí _lnegasta popphljómsveit fslend- inga innanlands, Stuðmenn, stend- ur einnig í stórræðum svo sem ráða má m.a. af bókinni Draumur okkar beggja sem kynnt er á bls. 13 í HP í dag. Þar fyrir utan eru Stuðmenn nú með í bígerð nýja bíómynd til að fylgja eftir ,,söxesnum“ Með allt á LAUSN Á SKÁKÞRAUT 23. Úr tefldu tafli 1. DhG-Hg8 2. Hd8! og vinnur. 24. Letzen 1. Hc4! er eini leikurinn sem leiðir til máts í næsta leik, hvernig sem svartur fer að. Við öllum öðrum (líklegum) hróksleikjum á svartur vörn sem dregur mátið um einn leik að minnsta kosti. Athugaðu það! hreinu, og söngleik til flutnings á leiksviði.. R wMF okaútgefendur munu hafa verið mjög kvíðandi því að bóksala myndi dragast verulega saman í ár vegna kreppunnar og peninga- leysis. Svo kann þó að fara að bókin haldivelli í samkeppni við annað á jólagjafamarkaðinum og mun hún hafa farið mjög sæmilega af stað. Það mun hins vegar staðreyrid að bækur eru nú „undirverðlagðar" eins og bókaútgefendur kalla það og þurfa þeir því að selja fleiri ein- tök af hverri bók en áður til þess að komast á núllið... s igurður Sigurðarson sem gefið hefur út tímaritið Afanga und anfarin ár, en það fjallar um ferðir og ferðalög innanlands, er nú sagð- ur hafa í hyggju að færa út kviarnar, þ.e. taka einnig til ferðalaga erlend- is, annað hvort með sérstöku tíma- riti eða með því að breikka grund- völl Áfanga... |k| H ú mun afráðið að fyrir- tækið Nýtt líf sf., sem þeir standa að Þráinn Bertelsson og Jón Her- mannsson, taki hvorki meira né minna en tvær kvikmyndir á næsta ári, enda gengur samnefnd bíó- mynd vel í landann. Fyrst verður ráðist í gerð myndar sem heitir Skammdegi og verður hún tekin í Arnarfirði í febrúar, og svo hefjast tökur við „Nýtt líf II" á Snæfellsnesi í maí ef allt gengur að óskum... H ■ ■ agsmunasamtök versl- unarmanna virðast ekki styðja við bak einstakra verslunargreina. Alla vega var haldinn fundur á Hotel Esju sl. mánudagskvöld og voru þar saman komnir eigendur sportvöru- verslana og innflytjendur íþrótta- vara í því skyni að stofna sérsam- tök. Kom fram á fundinum gremja í garð Verslunarráðs, Félags ís- lenskra stórkaupmanna og Kaup- mannasamtakanna sem gættu ekki hagsmuna sportvöruverslunar- manna. Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum sem vinna mun að stofnun samtakanna. Það vakti mikla athygli manna að aðilum frá Björgvin Schram h/f var ekki boðið á fundinn en heildverslunin flytur inn Adidas-vörur og þykir standa sterkar á markaðnum en góðu hófi gegnir... Arf. 30313 Art 30800 AUt á toppinn Bílavörubúðin FJÖDRIM Skeifan 2 sími 82944 Í;f 1 HELGARPÖSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.