Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 3
st inn í Ll í ár ALARAUGAÐ IÐSLJÓSIÐ þar sem hún hafði kallað til fundar við sig þessi átta út- völdu leikaraefni. HP fékk náðarsamlegast leyfi til að ryðj- ast inn á fundinn til að fræðast um hvernig þessi erfiðu inn- ! tökupróf ganaa fyrir sig og til að fiska eftir líðan þeirra ' sem komust að. Jafnframt nafði blaðið samband við tvo umsækjendur sem ásamt svo mörgum öðrum þurftu frá að v hverfa a.m.k. í þetta sinn. Sfeinunn Ólafsdóttir: Enainn verður óbarinn biskup Steinunn Ólafsdóttir hefur eins og fleiri í þessum hópi fengist við leiklist frá því í barnaskóla. „Mér hefur ævinlega fundist ieikhúsformið heillandi,“ segir hún. „Mig hefur alltaf langað í þetta, og ég er afar glöð yfir að hafa komist inn. En enginn verður óbarinn biskup eins og segir í málshættinum sem ég hef þráfald- lega fengið í páskaeggin mín, nú síðast meðan á inntökuprófunum stóð. Það gat varla verið ,tilviljun! Ég hlakka mikið til að takast á við þetta nám, ég held að það sé skemmtilegt vegna þess hversu krefjandi það er.“ Sigurþór Albert Heimisson: Flensa og lungnabólga Sigurþór Albert Heimisson er sá eini í þessum hópi sem áður hefur þreytt inntökupróf við LÍ — í hitt- eðfyrra. Síðan hefur hann unnið talsvert sem statisti í Þjóðleikhús- inu og verið með í leikhópnum Svart og sykurlaust frá upphafi. „Ég er kallaður Sóri,“ segir hann. „Ekki Sori eða Sóði. Einu sinni var ég áskrifandi að DV og hafði gefið upp nafnið Sóri. Svo kom gömul kelling til að rukka mig og hrópaði: „Sori, Sori Heims- son, býr hann hér?!“ Þessi törn hefur verið mikið stress, spennufallið varð svo mikið á föstudagsmorguninn að ég fékk fjörutíu stiga hita og aðkenningu af lungnabólgu, svei mér þá! Jú, ég er auðvitað hæstánægður yfir að hafa komist inn, en sjálfsálitið var nú svo mikið fyrir að það gat varla vaxið. Stóru fyrirheitin, það sem ég ætla mér í leiklistinni, um þau geturðu spurt mig eftir fjögur ár.“ Christine Carr: Með blikský undir hælunum Christine Carr hefur talsvert komið nálægt leiklist undanfarin 'ár, tók t.d. á dögunum þátt í upp- færslu Stúdentaleikhússins á Litla \prinsinum og Píslarsögu Jóns Magnússonar. „Eg hlakka til að geta lært það sem mig hefur alltaf langað til að læra," segir Christine. „Leikhús sameinar svo margar listgreinar undir einum hatti. Það er bæði gefandi og krefjandi að starfa við það. Ég er núna fyrst að finna fyrir gleðitilfinningu; áður en úrslitin voru gerð kunn var ég búin að brynja mig, undirbúa mig og mína nánustu undir það að komast ekki inn. Auk þess upplifði ég mjög sterkt vonbrigði hinna sem ekki komust inn. En núna er ég komin með blikský undir hælana og vona að ég eigi lengi enn eftir að vakna upp með þessa vellíðunar- tilfinningu." Steinn Armann Magnússon: Sannaði að eitfhvað væri í mig spunnið Steinn Ármann Magnússon er líka í stúdentsprófsham þessar vikurnar eins og Ólafur. Á föstu- dagsmorguninn, þann sama dag og úrslit inntökuprófanna voru gerð heyrinkunn, var Steinn í sál- fræðiprófi. „Já, ég var farinn að sjá allt í hálfgerðri móðu þegar ég kom hingað niður eftir til að ná í bréf- ið,“ segir Steinn, „af kaffidrykkju, svefnleysi og stressi. Mér finnst að með þessu inn- tökuprófi hafi ég verið að sanna fyrir sjálfum mér og öðrum að ég gæti þó þetta, að eitthvað væri í mig spunnið. Áður var ég óákveð- inn og óviss. Það tekur mig sjálf- sagt nokkur ár að komast niður á jörðina aftur. Nú verða vandræðin ■ kannski á hinn veginn: að geta orðið óánægður með sjálfan sig. En ég vil bara gera orð skáldsins að mínum: „I love life!““ Ætla að reyna erlendis Steinunn Knútsdóttir var ein þeirra sem komust í sextán manna hópinn svokallaða en komst ekki í gegnum þriðju og síðustu síuna. Þetta er í fyrsta skipti sem hún sækir um inngöngu í LÍ. Steinunn tók þessu með jafnaðargeði, sagð- ist reyndar hafa verið viss um að hún kæmist ekki inn í skólann áð- ur en úrslitin voru gerð kunn, vegna þess að hana hefði dreymt mjög táknrænan draum nokkrum dögum áður sem ekki hefði verið hægt að túlka nema á einn veg. „Inntökuprófin stóðu yfir meira og minna í heilan mánuð og það skapaði auðvitað gríðarlegt stress," sagði Steinunn. „Maður verður að taka þessu af skynsemi þegar vitað er að ekki er hægt að taka inn nema átta manns á ári. Það er ekki þar með sagt að manni þurfi að finnast maður eitthvað ömurlegur þegar maður fær úr- skurðinn — út af fyrir sig felst dá- lítil viðurkenning í því að komast í sextán manna hópinn — heldur hugsar maður með sér að þessi átta hafi sjálfsagt verið hæfari í þetta sinn og geti myndað hvað samhæfðastan hóp. Ög segja má að það séu forréttindi að komast inn í skólann. En óneitanlega hafði ég einblínt á þessa einu leið um nokkurt skeið, þetta var eini skólinn sem kom til greina fyrir mig. Við það að fá neitun opnast svo margar aðrar leiðir. Á næstunni ætla ég að drífa mig til útlanda og sjá mig um og hugsa minn gang upp á nýtt. Kannski sæki ég um leiklistarskóla erlendis, ef til vill sæki ég þó aftur um inngöngu í LÍ, því mig langar eftir sem áður langmest í hann af öllum leiklistarskólum." Gudfinna Rúnarsdóttir sótti fyrst um inngöngu í LÍ í hitteðfyrra og komst þá í 16 manna hópinn, nú í ár komst hún þó aðeins í 30 manna hópinn. Hún er frá Akra- nesi og hefur unnið talsvert með Skagaleikflokknum; í vetur var hún leikmunavörður hjá Iðnó í einni sýningu og í sumar mun hún leika í Draumleik Strindbergs hjá Stúdentaleikhúsinu. Hver eru hennar framtíðaráform nú? „Ég stefni engu að síður að því að komast í leiklistarnám, ef það verður ekki hérlendis þá erlendis. Ég hef þegar sent eina umsókn út. Þegar maður hefur sett sér mark- mið, verður maður náttúrulega að fylgja þeim eftir. Og ef það tekst ekki hér þá verður maður bara að reyna einhvers staðar annars stað- ar, þó að ég hefði frekar kosið að það væri hér. Ég reyni að halda áfram alveg galvösk." Finnst þér ekki „La det swinge" algjört æði? Jón örn Marinósson, tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins „Ég verð nú að segja að mér hefur aldrei fundist norsk dæg- urlagamúsík vera æði. Þetta sigurlag þeirra í Eurovision-keppn- inni hefur ekki breytt þeirri skoðun minni. Þetta var svona ósköp venjulegt lag, sem svolítið erfitt var að þekkja frá hinum átján sem flutt voru þarna þetta kvöld." — Þú ert ekkert farinn að syngja slagarann á laun í sturtunni heima? „Nei. En hinsvegar hef ég ákveðið að heilsa öllum Norð- mönnum sem ég hitti eftirleiðis með orðunum: „La det swinge", eða öllu heldur og þar er kannski betri útgáfa: „La Treholt swinge". Nú, mér skilst að þetta sé stærsti tónlistarsigur Norðmanna á erlendum vettvangi síðan þeir fluttu tónlist Ed- vards Griegs út. Og það má óska þeim til hamingju með það." — Þetta var sem sagt raul í rýrara lagi? , Já, ég get tekið undir það. Annars fannst mér þessi keppni í heild mjög klén. Þarna var fátt skemmtilegra laga." — Hvað finnst annars tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins um svona Júróvisjón-keppni og þá almennt talaö? „Ég veit svo sem vel af tilganginum sem býr að baki þessu keppnishaldi evrópsku sjónvarpsstöðvanna: Þetta er hugsað sem ákveðin auglýsing og kynning á dægurlagatónlist hverrar þjóðar álfunnar. Keppnin er ekki síst haldin í þeim tilgangi að skapa mótvægi við þann alþjóðlega hljómplötuiðnað sem allt er að kæfa. Þeir aðilar sem bera hag evrópskrar dægurtónlistar fyrir brjósti eru sífellt að reyna að leita að einhverju sem er öðru- vísi en engilsaxneska glamrið sem allstaðar glymur. Þessi við- leitni, og þá jafnframt keppnin, finnst mér vera af hinu góða af þessum sökum. Iðkun innlendrar dægurlagatónlistar er að koðna niður undan þessum gríðarlega stóru — mér liggur við að segja — popphringjum Englands og Bandaríkjanna. Það verður að sporna við því. Ég vona að Eurovision-keppnin verði áfram liður í því." — Finnst þér ekki að Islendingar ættu að taka þátt f þessari keppni? „Jú, enda býst ég við að við ættum góða möguleika í keppni sem þessari. Mér finnst það að minnsta kosti miðað við það sem komið hefur fram í keppninni á undanförnum árum. Þarna eru fátæklegustu lög færð í búning heillar sinfóníu og meira til, þannig að land eins og island, þar sem vanefnin há mönnum aðeins, á ekki að þurfa að láta neitt aftra sér frá þátttöku." — Hvaða íslending vildiröu helst sjá á sviðinu f Noregi að ári? „Mér flýgur Ragnhildur Gísladóttir fyrst í hug. Hún hefur afar fjörlega sviðsframkomu og mundi líkast til vekja eftirtekt, fyrir nú utan það að hún er mjög frambærilegur tónlistarmaður." Júróvisjón-keppnin var haldin hátlðleg f Sverje um slðustu helgi og Norge vann. Okkur lék hugur á að vita hvernig Jóni Erni Marinóssyni hefði líkað við keppnina að þessu sinni og sigurlagið og svo báðum við líka tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins að segja okkur álit sitt á svona keppn- um yfirleitt. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.