Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 4
Ævar Kjart- ansson vara- dagskrár- stjóri í HP- viðtali vegna (pólitískrar?! synjunar út- varpsráðs á þátta- stjórn hans: „Skopleg hefnigirni ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^^^^^^^^^^^^^^^MBMM eftir Sigmund Erni Rúnarsson — mynd Jim Smart ■■■■■ Ákvöröun meirihluta útvarpsráös í síöustu viku aö synja Ævari Kjartanssyni varadagskrárstjóra um stjórn páttaraöar á laugardögum í sumar hefur vakiö upp ólgu á dagskrárdeild og kostað enn stiröari samskipti þessara aöila en áöur var. Dagskrárdeildin lagöi drög aö þessum þætti fyrir allnokkru, en hann skyldi leysa af hólmi þáttinn „Hérog nú" sem fréttamenn útvarpsins hafa haft umsjón meö í vetur. Ákveöiö varaöólafur H. Torfa- son skyldi annast þennan þátt ásamt Ævari, en þegar þaö var lagt fyrir áöurnefndan fund ráösins upphófst karp nefndarmanna um hæfni varadagskrárstjórans til starfans, einkum og sér í lagi út frá pólitískum skoöunum hans. Þaö varö úr aö meirihluti ráösins ákvaö, aö í staö Ævars skyldi Páll Heiöar Jónsson annast þáttinn meö Ólafi. Ágreiningurinn sem blossaö hefur upp á milli dagskrárdeildar og útvarpsráös í kjölfar þess- arar ákvöröunar snýst fyrst og fremst um vinnubrögö og sjálfstæöi deildarinnar i þeirri faglegu viö- leitni sem hún hefur sýnt á síöustu misserum. Ágreiningurinn hefur reyndar veriö aö myndast á nokkrum mánuöum, og nú tók þó fyrst steininn úr, aö mati dagskrárdeildar. Helgarpósturinn leitaði til Gunnars Stefánssonar dagskrár- stjóra útvarps vegna þessa, en hann færðist undan viðtali að svo komnu, þar sem hann vildi fá að reka málið fyrst innan stofnunar- innar. Gunnar hafði þó þetta að segja HP: ,,Að mínu mati var þetta mjög alvarleg íhlutun og truflun útvarpsráðs á starfsemi dagskrár- deildarinnar. Ég kalla þessa ákvörðun ráðsins óþolandi yfir- gang að því leyti að ráðið úthlutar þarna föstum starfsmanni verk- efni og hafnar öðrum án nokkurs samráðs við þá deild útvarpsins sem með það á að fara, þ.e.a.s. dag- skrárdeildina." Hvort hér væri um vantraust ráðsins á Ævari að ræða, svaraði Gunnar: ,,Já, vissu- lega er ekki hægt að túlka þessa afgreiðslu málsins öðruvísi en svo að hér sé um vantraust á hann að ræða. Með þessu er verið að ýja að því að föstum starfsmanni deildar- innar sé ekki treystandi fyrir verk- efni á hennar vegum. Ráðið reynir að svara því til að ekki sé heppi- legt að fastir starfsmenn deildar- innar annist fasta þætti í útvarp- inu. Ég vísa þessu alveg á bug. Fyr- ir þessu er fjöldi fordæma. Þess- vegna endurtek ég: Þetta er óþol- andi yfirgangur útvarpsráðs." Gunnar hefur sent útvarpsstjóra skrifleg mótmæli vegna þessa máls: „Ég vona að hann taki þau til greina, þar sem hann hefur ver- ið því mjög meðmæltur hvernig við höfum aukið á verkefni fastra starfsmanna í þáttagerð og þannig sýnt viðleitni tii faglegri vinnu- bragða." Gunnar vildi að það kæmi líka skýrt fram að með þeim orðum sem hann hefði sagt hér að framan, væri hann ekki að gera lít- ið úr hæfileikum Páls Heiðars, sem hreppti stjórn þáttarins í stað Ævars, enda færi þar reyndasti þáttagerðarmaður útvarpsins. í sama streng tók varadagskrár- stjórinn Ævar Kjartansson, sem hingað var dreginn í viðtal í stað Gunnars, enda kannski réttast, þar sem hann er maðurinn sem allt snýst um í þessu máli. Ævar á að baki fjögurra ára fast starf hjá útvarpinu, þar af lengst sem varadagskrárstjóri, en á síð- asta áratug heyrðist oftsinnis til hans í útvarpi þegar hann var þul- ur í sumarafleysingum. — Er þetta fyrsta alvarlega rimman þín við útvarpsrád? „Þetta er í fyrsta skipti sem ráð- ið ákveður að stöðva mig í því að stjórna þætti í útvarpinu. Og þó svo ýmsar væringar hafi verið milli mín og nefndarmanna þann tíma sem ég hef unnið fyrir þessa stofnun, þá hafa samskipti okkar yfirleitt verið með ágætum. Ég sat til dæmis á fundum ráðsins og þar var allt með góðu.“ — Hvað áttu við med þessum ,ýmsu væringum“? „Ég á við það, að þar sem dag- skrárdeild útvarpsins þarf að bera málefni sín undir ráðið, þá koma oftsinnis upp deilur. Það er eðli- legt. En þetta mál sem nú er kom- ið upp milli mín og ráðsins: Ég hef aldrei lagt sjálfan mig á högg- stokkinn fyrr." — Hvert er álit þitt á þeim aðferðum sem útvarpsráð beitti ákvörðun dagskrárdeild- ar um að þú yrðir annar um- sjónarmanna magasínsins á laugardögum í sumar? „Afgreiðslu þessa máls upplifi ég sem pólitískar ofsóknir á hend- ur mér. Það er á hreinu. Það felst líka í þessu skopleg hefnigirni: Ég hef gagnrýnt störf ráðsins opin- berlega og ég lít svo á að nú sé meirihluti ráðsins að ná sér niðri á mér. Það felst líka ákaflega skrítin mótsögn í þessari afgreiðslu máls- ins: Hún er sú, að ef varadagskrár- stjóra útvarpsins er ekki treystandi til að annast þátt sem deild hans hefur á prjónunum, þá ætti hon- um samkvæmt því að vera síður treystandi til að sinna starfi sinu sem slíku, það er að segja að móta dagskrána og sjá svo um að alltaf sé nóg framboð á efni til útsend- ingar og fólki til að annast það.“ — Kom þér þetta á óvart? „Það kom mér ekki á óvart að það, að ég ætlaði að sjá um þátt í sumar um það sem efst verður á baugi þá í þjóðlífinu, vekti upp andsvör hjá nokkrum nefndar- manna ráðsins. Það kom mér hins- vegar á óvart að útvarpsstjóri léti þessa niðurstöðu viðgangast og það alveg umyrðalaust." — Með ödrum ordum: Stjór- inn brást þarna hlutverki sínu? „Ég vil svara þessu þannig að mér finnst útvarpsstjóri vera enn- þá of mikið í sínum gömlu sporum sem formaður útvarpsráðs. Það er eins og hann átti sig ekki á því að hans hlutverk er að sjá til þess að starfsfólk á stofnuninni fái frið til að sinna sínum störfum." — Er þessi ákvörðun út- varpsráðs vantraust á þig sem varadagskrárstjóra? „Já, ég get engan veginn tekið henni öðruvísi en svo að hér sé um vantraust á mig að ræða, en jafn- framt á alla dagskrárdeildina, eins og reyndar Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri hefur bent á.“ — Smá innskot: Værirðu til í að mæla með bókstafstrúar- frjálshyggjumanni í þessa þáttastjórn sem þú varðst af? „Ef hann kynni vel til verka, alveg hiklaust." — En kannt þú vel til verka? „Ég vona að ég kunni nægilega vel til verka. Með þennan þátt í sumar hafði ég í huga að þar gæti ég nýtt mér þá miklu yfirsýn á alla umfjöllun útvarpsins sem ég hef í mínu starfi sem varadagskrár- stjóri. Fólkið á fréttastofu óttaðist að þessi sumarþáttur yrði stæling á þættinum „Hér pg nú“, sem það hefur verið með. Ég taldi mig vera í góðri aðstöðu til að sigla hjá því.“ — Gerir þetta vantraust ráðsins á þig það aö verkum að þú segir upp hjá Ríkisútvarp- inu? „Ég segi ekki upp að svo stöddu, ekki strax." — Hversu bráðiega? „Ég er nú orðinn svo gegnsósa af þessari stofnun að ég hef ekki haft tíma til að hugsa til hlítar þann möguleika hvort ég hætti og hvenær það þá yrði.“ — Þú segir gegnsósa. Er það ekki einmitt óopinbert mark- mið meirihluta útvarpsráðs og útvarpsstjóra að fá nýtt og ferskara starfsfólk inn í stofn- unina í stað þess gamla sem hefur einokað stólana í ára- tugi? Er ekki einfaldlega verið að svæla menn eins og þig út? „Menn verða misjafnlega fljótt gegnsósa af útvarpinu. Og auðvit- að er það svo að á meðal starfs- manna stofnunarinnar ríkir mis- mikill áhugi á framtíð hennar og framförum. En hvað um það; ég tel mig ekki til gamla liðsins." — Ertu hlynntur því að skipta um andblæ útvarpsins með nýju fólki, gamla settið hverfi jafnt og þétt? „Staðreyndin er sú að það hafa orðið mjög mikil mannaskipti hjá útvarpinu á allra síðustu árum. Það eru einungis tveir menn eftir í deildinni af þeim sem voru þegar ég réð mig síðast til starfa hjá henni, ’81.“ — En hvað um þetta: Vinstra pakk vill eigna sér stofnunina og hefur verið þarna oftast í meirihlutal „Þetta er gömul klisja, því mið- ur. Það getur vel staðist að fyrir svona 20 til 30 árum hafi verið mikið af vinstraliði starfandi við stofnunina. En svo er ekki í dag. Þetta er grýla sem Mogginn held- ur ennþá úti og í rauninni ansi klókindaleg lína sem stærsta blað landsins notar til að gera aðal keppinaut sinn tortryggilegan. Reyndar má benda á nýgerða hlustendakönnun útvarpsins í því sambandi, þar sem almenningur telur ekki vera slagsíðu á stofnun- inni svo heitið geti, hvorki til hægri eða vinstri." — En snúum okkur að aðai- atriði þessa máls: Stendurðu enn á því að trúnaðarbrestur ríki á milli starfsmanna út- varpsins og útvarpsráðs eins og þú hélst fram í „Fjölmiðla- þættinum" í vetur? „Já. Og ég tel einmitt að þessi síðasti fundur í ráðinu hafi sannað þau ummæli mín.“ — Ráðið vísar svona ásök- unum á bug og meðal annars svaraði formaður þess í þætt- inum að þessi fullyrðing „þjón- aði blekkingartilgangi". .. „Fyrst þú nefnir þetta þá er kannski ástæða til þess að fara aðeins út í þá verkaskiptingu sem ríkir á milli ráðsins og starfs- manna... “ — Ég er einmitt á leiðinni þangað. Og spyr til dæmis: Tryggir þaö ekki eðiileg sam- skipti ráðsins og starfsmanna aö dagskrárstjóri sitji fundi þess? „Sko, seta dagskrárstjóra á þess- um fundum á að tryggja eðlilegt upplýsingastreymi milli ráðsins og starfsmanna. Það dugar hinsvegar ekki til þegar ráðið ákveður æ ofan í æ að ganga þvert á vilja starfsmanna. Það hefur vilja þeirra að engu. Starfsmennirnir, eða fulltrúi þeirra, dagskrárstjór- inn, hefur ekki atkvæðisrétt á fundinum. Og þessvegna er nefnd- armönnum útvarpsráðs í lófa lagið að traðka á starfsfólki stofnunar- innar og hafa ráðagerðir þess að engu. Eins og dæmin sanna.” — Nú er skylda ráðsins að segja álit sitt á öllu útvarpsefni, þáttagerðarmönnum og stjórn- endum. Nefndarmanna er hið endanlega vald og það verður einhver að hafa. Ertu ekki að gera þarna úlfalda úr mýflugu, Ævar? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni áður — og henni hefur enginn mótmælt fram að þessu — að ís- land sé eina landið á Vesturlönd- um þar sem pólitískt kosið út- varpsráð hefur jafn mikil afskipti af dagskrárgerðinni fyrirfram. Yf- irleitt hegða samskonar ráð sér í öðrum löndum sem eftirlitsaðili sem kemur með rökstudda gagn- rýni eftir á. Á íslandi er allt annað upp á teningnum. íslenska út- varpsráðið er verra en nokkurt Sovét eins og Sverrir Kristjánsson sagði eftir að hafa kynnst því. Og ég tek undir þessi ummæli hans.“ — Er ekki bara máiið það að útvarpsráð sinnir eftirlits- skyldu sinni betur en sumir þola? Ég endurtek enn spurn- ingu mína um skyldu ráðsins að segja álit sitt á þáttum og stjórnendum þeirra! „Ég reikna með því að þetta sé skylda ráðsins, ef útvarpslögin eru túlkuð mjög þröngt. Og sú skylda felst þá í því að leita upplýsinga um hugsanlega stjórnendur og hvað þeir hyggjast fyrir... “ — Um hvað snýst þá ágrein- ingurinn, sjálfur trúnaðar- bresturinn? „Hann snýst fyrst og fremst um vinnubrögð. Við sem störfum á dagskrárdeild viljum geta ráðið fólk til starfa og falið því breytileg verkefni. Okkur þykir það mjög þungt í vöfum að þurfa að leggja fram hverja einustu ákvörðun okkar í þessum efnum fyrir fundi ráðsins; ég nefni sem dæmi hvort færa eigi stjórnanda morgunút- varps yfir í síðdegisútvarp. Þetta er spurning um sjálfstæði deildar- innar.” — Þú nefndir í þessu sam- bandi í „Fjölmiðlaþættinum“ f lokkspólitískar bremsur ráðs- ins og jafnvel tilhneigingu þess til að þvinga inn hugmyndum sínum í dagskrána. .. „Já, og það þvingar ekki bara inn hugmyndum um efni heldur þvingar það líka inn hugmyndum um fólk. Ég býst við að heila málið sé þetta: Útvarpsráð vill ekki missa frá sér þann möguleika að geta sett inn í dagskrána sína flokkspólitísku gæðinga ef með þarf. Það áttar sig alveg fullkom- lega á því að eftir því sem fag- mennskan eykst í útvarpinu, þá verður erfiðara fyrir það að ástunda geðþóttaákvarðanir varð- andi menn og málefni." — Er þetta ekki bara einn veikleiki fulltrúalýðræðisins? Verður komist hjá svona lög- uöu? „Ég tel að þegar til langs tíma er litið verði það lýðræðinu ekki til góðs að pólitískir stundarhags- munir ráði ferðinni umfram fagleg vinnubrögð. Almenningur — eig- endur útvarpsins — treystir okkur starfsmönnum stofnunarinnar fullt eins vei og ráðinu. Og vísa ég þar til hlustendakönnunarinnar. Þar töldu 91 prósent aðspurðra okkur hæfa.“ — Hvað gerist næst Ævar? Verður allt fallið í ljúfa löð niðri á Skúlagötu ef tir viku eða svo? „Ég vona að það af starfsfólki stofnunarinnar sem fjallar um dagskrána láti í sér heyra um þetta mál og mótmæli því að ráðið skuli gera vinnu þess að engu. Yfir- menn stofnunarinnar sjá svo von- andi til þess í framtíðinni að starfs- menn hafi þar frið til að þróa þetta fyrirtæki í átt að faglegri vinnu- brögðum og þar með betri þjón- ustu.“ — Og þú ætlar að taka þátt í því, en hætta ella? „Það er óhugsandi að vinna við fjölmiðil eins og útvarp ef pólitísk tortryggni skerðir verksvið manna. Ég hef ekki hug á því að standa eingöngu í því að taka við „ordrum" frá útvarpsráði. Að því leyti svara ég þessari spurningu játandi.” 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.