Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.05.1985, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Qupperneq 5
inars staðar í þessum dálk- um segjum við frá kratahátíðinni miklu í Höllinni, og sinfóníuflott- heitunum. I þessu sambandi má rifja upp, að á landsfundi sjálfstæðis- manna á sama stað fyrir nokkrum vikum kom hljómsveit Gunnars Þórðarsonar fram og lék dagskrá upp á um það bil 15 mínútur undir heitinu ,,Bláu augun þín. .. “ Kostn- aður vegna þessa atriðis eins mun hafa numið nálægt 90 þúsund krón- um, eða 6 þúsund krónum á mín- útu... K I ^kór Langholtskirkju var með svonefndan ,,kleinukonsert“ um síðustu helgi í fjáröflunarskyni fyrir söngferðalag kórsins um Evrópu. Þar var m.a. þekktum stjórnmála- mönnum boðið að velja nokkur lög og syngja með kórnum. Tókst þetta hið besta og valdi t.a.m. Jón Bald- vin Hannibalsson Evrópustefið úr 9. sinfóníunni og „Áfram veginn í vagninum ek ég“. Þegar kom að Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra, valdi hann negra- sálminn „Battle of Jerico" og bítla- lagið „Yesterday". Gekk vel að flytja negrasálminn en þegar kom að bítlalaginu tók að syrta í álinn. Þeg- ar kórinn kom að sönglínunni „Yesterday/All my troubles seemed so far away“ tóku áheyrendur að brosa og hlæja. Áfram hélt kórinn: „Now it looks as though they’re here to stay“ — og nú skelltu áheyrendur reglulega upp úr. Hins vegar keyrði hlátrasköllin um þverbak þegar kom að ljóðlínunni: ,,1’m not half the man I used to be“ — og loks varð kórinn að gera stuttan stans fyrir hláturöskrunum þegar kom að lín- unni: „There’s a shadow hanging over me.. .! NT með bréfum lesenda blaðsins, þar sem harmaðar eru aðgerðir blaðstjórnar Nútímans hf. á dögun- um, sem síðan urðu til þess að flestir blaðamenn blaðsins sögðu upp. í bréfunum er hvatt til þess að blað- stjórnin verði rekin og blaðið haldi áfram að koma út í núverandi nú- tímamynd. . . Kynningarverð: í dönskum krónum 104,- utan Evrópu í US$ 10,- 3ja mán. áskrift burðargjald 40,- burðargjald 6,- Samtals 144,- Samtals 16,- ÁSKRIFTARGJALD GREIÐIST í BYRJUN ÁSKRIFTARTÍMABILS EINNIG ER HÆGT AÐ FÁ 6 og 12 MÁNAÐA ÁSKRIFT UPPL. í SÍMA 81511 HEL6ARPÓSTURINN Allar fjölskyjdur sem ætla í sumarfrí til útlanda eiga erindi við Úrval, því barnaafsláttur okkar í leiguflugi jafnt sem öðrum ferðum er óviðjafnanlegur. Þar að auki eru svo sérstakar fjölskylduferðir þar sem 1 barn í 4ra manna fjölskyldu eða stærri fær frítt. MALLORCA Fjölskylduferðir 29/5, 19/6, 10/7 (uppselt) Verð frá kr. 18.830.-á mann, miðað viðhjón með 3 börn, eitt yngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára. IBIZA Fjölskylduferðir 29/5, 11/9 Verð frá kr. 15.002.-á mann, miðað við hjón með 3 börn, eitt yngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára. CAP d'AGDE Fjölskylduferðir 14/6 (örfá sætilaus), 3/7,24/7,4/9 Verð frá kr. 17.045.-á mann, miðað við hjón með 3 börn, eitt yngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára. DAUN EIFEL Brottföralla sunnudaga í sumar, mjög fá hús eru eftir í júlí og ágúst. Verð frá kr. 11.455.- á mann í 1 viku, frá kr. 14.870.- ítvær vikur, miðað við hjón með 3 börn, eittyngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára. Úrval er ferðaskrifstofa fjölskyldunnar. FERÐA5HRIFST0FAN ÚRVAL HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.