Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 7
lEiinn af þeim, sem blaðstjórn NT sagði upp í hreinsuninni miklu á dögunum var Bjarni Harðarson blaðamaður. Sérsvið hans á NT voru skrif um landbúnaðarmál. Þau féllu hins vegar ekki í kramið hjá stífustu frömmurunum og mun Magnús Ólafsson ritstjóri hafa verið beðinn um að láta annan blaðamann sjá um landbúnaðarskrifin. Þetta gekk meira að segja svo langt, að ein- hverju sinni, eigi fyrir alllöngu, mun Hákon Sigurgrímsson formaður blaðstjórnar hafa dregið Magnús rit- stjóra út í horn og farið þess form- lega á leit við hann að Bjarni þessi Harðarson skrifaði ekki um land- búnaðarmál í NT. Á sjálfstæðri rit- stjórn biaðsins fóru þessi afskipti að sjálfsögðu í taugarnar á mönnum og voru viðbrögðin við óskinni víst þau, að Bjarna var fremur att á land- búnaðarforaðið en hitt. Blaðstjórn- in kom fram hefndum og sagði land- búnaðarsérfræðingi NT upp. En Bjarni lét ekki standa á svari. Hann gekk út og gaf Hákoni langt nef.. v eir sem lásu leiðara NT í gær, miðvikudag, hljóta að hafa tekið eft- BIIALEICA REYKJAVÍK: 91-31815/686915 AKUREYRI: 96-21715/23515 BORGARNES: 93-7618 VÍÐIGERÐI V-HÚN.: 95-1591 BLÖNDUÓS: 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: 95-5884/5969 SIGLUFJÖRÐUR: 96-71498 HÚSAVÍK: 96-41940/41594 EGILSTAÐIR: 97-1550 VOPNAFJÖRÐU R: 97-3145/3121 SEYÐISFJÖRÐUR: 97-2312/2204 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: 97-8303 interRent ir því, að hann er óvenju frjáls- hyggjulegur í tóni og takti. Ekki er vitað hver skrifaði þennan leiðara og veðja menn helst á, að Einar Birnir, stórkaupmaður og „buddu- maður" blaðsins hafi tekið sig til og skrifað forystugrein fyrir framm- ara ... T^lsvert er velt vöngum yfir því hver muni taka við ritstjórn NT að Magnúsi Ólafssyni horfnum. Nú beinast augu manna víst fyrst og fremst að Helga Péturssyni ríkis- fréttamanni. Neðan úr útvarpi heyr- um við, að Helgi verði kindarlegur, þegar þessi ritstjórnarmál beri á góma. Hins vegar er bent á það, að Helgi sé ekki framsóknarmaður og vitnað til þess, að hann hafi oft svar- ið af sér tengsl við Framsóknar- flokkinn. Það er reyndar ekki rétt, því Helgi mun hafa starfað í nefnd- um á vegum Framsóknarflokksins og ber þar hæst utanríkismála- nefnd. Verði Helgi ráðinn þykir ljóst, að nauðsynlegt verði að ráða pólitískan ritstjóra honum við hlið, einkum þar sem nú er almennt gert ráð fyrir kosningum í október. Við höfum þegar nefnt Ingvar Gísla- son, sem myndi taka starfið, ef ýtt væri við honum. Annar maður kemur einnig til greina þessa dag- ana, en það er Jón Kristjánsson alþingismaður af Austurlandi, arf- taki Tómasar Árnasonar seðla- bankastjóra. Hann var ritstjóri fram- sóknarmálgagnsins fyrir austan, Austurlands, skrifar allnokkuð í dagblöð og er jafnframt maður sem flestir gætu sætt sig við ... ÍLátlausar fréttir af NT: HP hefur heyrt, að Steingrímur Hermanns- son hafi nú blandað sér æ meira í málefni NT og sé ævareiður vegna framgangs blaðstjórnarinnar vegna hreinsananna og vanmats hennar á styrk Magnúsar Ólafssonar rit- stjóra, sem hefur sýnt sig í öllum þeim uppsögnum sem hefur rignt yfir á NT. Raunar mun stuðningur- inn við Magnús vera gífurlega mikill innan Framsóknar og ná upp í hæstu raðir. Þar að auki munu ungir framsóknarmenn vera ævir og lýst yfir því, að það sem gerðist á NT væri áráís á þá sjálfa. En blaðstjórnin verður ekki látin sleppa billega. Fyrst voru uppi raddir um að láta hana fjúka á aðalfundinum, sem verður á næstunni, en nú er komin sú hugmynd, að efna til framhalds- aðalfundar og gefa núverandi stjórn frest í þrjá mánuði til þess að hreinsa upp eftir sig subbuskapinn og „vinna sig út úr vandanum", eins og það heitir ... tilvalin lausn á flutn- *ingaþörf ‘fíestra iyrirtæW og efnsta*- Þessir bílar eru MAZDA E 2000 og 2200 eru ný gerð frambyggðra bda ^ '°9a rúmgöðxr °9 1 mismunandi útgéfum: urðarþoli. ** sendibílar með gluggum og .okaðir sendibúar, s f,lks{lutningabílar með ætum fyrir ® “^aiúxs, pallbílar með sætum yrirTog pallbílar með tvöfðldu húsi með sætum S trSegir meS 2000 =c benstavél e3a BlLABOBGff Smiöshöföa 23, simi 8129 í Evrópu á ótrúlega hagstæöu veröi. Viö útvegum sumardvalarstaöi víöa um álfuna. tll dæmis í Vestur-Þýskalandl, Hollandl, Austurríkl, Sviss, Ítalíu, Júgóslavíu, Ungverjalandf, Spánl, Frönsku Rivierunnl og ítölsku Rlvierunni. Feröaskrifstofan FÍB ieggur megináherslu á einstaklingsferðir. Þú flýgur til Noröurlanda eöa annarra Evrópulanda þar sem bílaleigubíllinn og sumarylurinn bíöur þín á flugvellinum. Allar upplýsingar. Feróaskrifsftofa FÍB Borgarftúni 33, R. Slmar 91-29999 og 28812. \SlANo ■ & ^tbAl\C0 t0rOMO&^ SUMARHÚS HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.