Helgarpósturinn - 09.05.1985, Blaðsíða 8
$ ÆTLARSÍSAÐ
Skuldar milljónir f sveitarsjóð
Hótar lokun frystihússins ef hreppsnefnd
er með derring
eftir Eddu Andrésdóttur
Þaö er urgur í mönnum á Suðureyri við Súgandafjörð. Ástæð-
an: Vangoldin skuld Fiskiójunnar Freyju vió Suðureyrarhrepp.
Skuldin nemur nú nær 8 milljónum króna, og er uppsöfnun
þjónustu- og aðstöðugjalda tvö ár aftur í tímann. Árlegar tekj-
ur hreppsins eru um 10 milljónir króna. Þar af eru tekjur
vegna Freyju nálægt þriðjungur heildarteknanna. Aóaleig-
andi frystihússins er Samband íslenskra samvinnufélaga.
Innheimtuaðgeróir hafa ekki borió árangur. Þegar biólund
hreppsnefndarmanna þraut, samþykkti hún einróma á fundi
sínum í upphafi þessa árs, aö fela lögfræöingi í Reykjavík inn-
heimtuna. Þaó leiddi til þess, aö hreppsnefndarmönnunum
fimm barst bréf frá stjómarformanni Freyju, Kjartani P. Kjart-
anssyni, framkvæmdastjóra hjá Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga. Samkvæmt upplýsingum Helgarpóstsins mun hrepps-
nefnd hafa verið gerð ábyrg fyrir því í bréfi þessu, ef til
stöðvunar Fiskiöjunnar Freyju kæmi vegna kröfu hreppsins.
Samband íslenskra samvinnufélaga hefur framtíó Suðureyr-
ar í hendi sér. Mönnum svíður þó mest aó árangurslausar
innheimtuaógeróir á svo stórum hluta tekna hreppsins komi
nióur á framkvæmdum. Þykir meóal annars ljóst að fyrirhug-
aóri gatnagerð í sumar, auk fyrstu framkvæmda vió byggingu
nýs íþróttahúss á staönum, verði að fresta um óákveóinn tíma.
Aóalfundur Fiskiðjunnar Freyju veröur aö líkindum haldinn
í lok þessa mánaðar, og er hans beöið meö óþreyju af ýms-
um.
8 HELGARPÓSTURINN