Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN a Bændur telja að hin nýja landbúnaðarstefna stjórnarinnar sé árás á samvinnufélögin og ótt- ast of mikla valdatil- færslu frá búnaðarfé- lögunum yfir til ráð- herra. f Framsóknarþingmenn fastir fyrir. Landbúnaðarsullumbull? Framsóknarflokkurinn fer nú fyrir breyt- ingum í landbúnaðarmálum. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur alið af sér gjörbreytta landbúnaðarstefnu sem hefur litið dagsins ljós í nýju stjórnarfrumvarpi um framleiðsluráð sem nú liggur fyrir þingi. Þingflokkur Framsóknarmanna hefur semsé komist að samkomulagi við sjálf- stæðismenn, en aftur á móti virðist frum- varpið valda meiri háttar ágreiningi í Framsóknarflokknum sjálfum. Svo er aftur spurning hvort hann kristallast í hinum margþvælda frasa: dreifbýli — þéttbýli, hvort þetta auki miðstýringu þéttbýlisins á dreifbýlinu. Þingmenn Framsóknar virðast ánægðir með frumvarpið. Þannig sagði Gudmundur Bjarnason, ritari Framsóknarflokksins, í samtali við HP: „Mér sýnist ástandið í iandbúnaðarmáium í dag vera þannig að nauðsynlegt sé að taka á ýmsum málum, bæði hvað varðar stjórnun og framleiðslu, sem þetta frumvarp gerir. Fyrir nokkrum árum var samþykkt ákveðið kvótakerfi í landbúnaðinum sem hefur ekki virkað nógu vel. Þess vegna sýnist mér að nauðsynlegt sé að taka enn ákveðnar á þeim málum. Þarna er ákvæði um svokallaðan svæðakvóta sem ég held að sé spor í rétta átt, að úthluta svæðum ákveðið framleiðslumagn. Það er þá ekki miðstýring, þá er verið að setja vald heim í héruð, en þar verða menn þá að vera reiðubúnir til að axla þá ábyrgð." í sama streng tóku þeir Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar, og Finnur /ngólfsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna og aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra. Finnur sagði ennfremur í samtali við HP: „Bændur hafa t.d. deilt um að verið sé að taka valdið frá hags- munasamtökunum yfir til ráðuneytis um ákvörðun á framleiðslumagni. Ég er ein- dreginn stuðningsmaður þess að það sé gert. Síðan er það í höndum ráðherra hverju sinni hversu mikið samráð hann vill hafa við hagsmunasamtökin. í því kvótakerfi sem nú er við lýði er alltof mikil eftirgjöf. En við höfum ekki látið undan í sjávarútveginum. Þar voru settar ákveðnar reglur sem forsendur kvótastækkunar og eftir þeim er stranglega farið.“ Já, það er óhætt að segja að bændur séu uggandi um sinn hag. Þeir óttast aðallega að völdin færist frá búnaðarfélögunum til landbúnaðarráðu neytisins. Stéttarsamband bænda efndi til aukaþings um leið og frumvarpið var tilbúið frá stjórnarflokkun- um og samþykkti harða gagnrýni á það. Bændur víða um land hafa líka mótmælt þvi harðlega, t.d. í Austur-Húnavatnssýslu. Valdimar Gudmannsson bóndi að Bakkakoti í Húnavatnssýslu komst svo að orði í samtali við HP: „Við erum hræddir við frjálsræðið sem frumvarpið felur í sér. Samkvæmt því getur hver sem er komið sér upp sláturhúsum, mjólkurbúum og fleiru sem getur riðlað öllu okkar skipulagi. Þetta frumvarp er að hluta til árás á samvinnufélögin í landinu." Um fyrirhugað vald ráðherra sagði Valdimar ennfremur: „Ekki vildi ég búa við landbúnaðarráðherra úr Alþýðuflokki sem hefði slík völd.“ Snorri Þorvaldsson bóndi á Akurey II skammt frá Hvolsvelli tók í sama streng í samtali við HP: „Menn eru hræddir við frjálsræðið, það eru peningamenn sem hafa áhuga á að eyðileggja samvinnufyrirtæki bænda." Og enn annar bóndi sem HP hafði samband við gekk svo langt að kalla frumvarpið „frjálshyggjufrumvarp". Finnur Ingólfsson taldi að þarna hefði klárlega myndast ákveðin togstreita á milli dreifbýlis og þéttbýiis, þótt hann gæti ekki séð að frumvarpið um framleiðsluráð fæli beinlínis í sér þéttbýlissjónarmið. En hann taldi að gagnrýni bændanna væri ekki alltaf nægilega vel grunduð. „Mér virðist af sumum mótmælanna að aðstandendur þeirra geti varla hafa lesið frumvarpið. Mikið af mótmælunum var komið áður en búið var að senda þetta til allra bænda í landinu," sagði hann í samtali við blaðið. Bændur eru hvað sem öðru líður uggandi um sinn hag, finnst að Steingrímur forsætisráðherra hafa gengið einum of langt til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í landbúnaðarmálum. Sumir áttu bágt með að trúa því að dreifbýlisþingmenn Fram- eftir Jóhönnu Sveinsdóttur sóknarfiokksins væru ánægðir með frum- varpið. En þeir þingmenn Framsóknar sem HP hafði samband við létu ekki annað í ljós. „Ég kannast ekki við neina togstreitu í þingflokki framsóknarmanna," sagði Páll Pétursson. „Vissulega hef ég verið ósammála Steingrími um ýmsa hluti. En mér finnst mjög gott að vinna með Steingrími og ég held að hann sé ekkert einmana í sinni pólitík. Við eigum við ýmsan vanda að stríða og eðlilegt að menn leiti kannski ólíkra lausna og verði ekki alltaf sammála." Stjórnarflokkunum þykir sem kvótakerfið hafi reynst vel í sjávarútveginum, þar er öllum málum miðstýrt af ráðherra. Ef til vill hafa menn haft það í huga við mótun frumvarpsins um framleiðsluráð landbún- aðarins. Fljótt á litið virðist það hálfgert sullumbull: sambland af miðstýringu ríkis- valdsins og galopnum einkarekstri. Nú er frumvarp þetta í nefnd og nokkuð ljóst að það verður ekki samþykkt á þessu þingi sem nú er að líða undir lok. Bændur munu halda ótrauðir áfram að gagnrýna frumvarpið því „við erum hræddir um að frumvarpið taki of mikið mið af framboði og eftirspurn, einkanlega vegna þess að niðurgreiðslur fara dvínandi og því er hætt við að verðsveiflur á landbúnaðarvörum verði allt of miklar. Það er ekki einungis mjög óhagkvæmt fyrir bændur heldur einnig fyrir neytendur, eins og Snorri Þor- valdsson komst að orði í samtali sínu við blaðið. En hvað svo sem líður yfirlýsingum sumra dreifbýlisþingmanna Framsóknar um stuðning við breytta stefnu í landbún- aðarmálum má telja fullvíst, að mótmæli bænda eigi eftir að dynja á þeim. Og ef þessi mótmælaalda á enn eftir að vaxa er „gefið mál, að hún á eftir að hafa áhrif inn í þingflokk Framsóknar," eins og einn heimildamanna blaðsins staðhæfði. ERLEND YFIRSYN Á sjöunda tímanum að morgni fyrra sunnudags réðust fimm vopnaðir menn úr Amal, liði shiíta í Líbanon, inn í flóttamanna- búðir Palestínumanna, Sabra að nafni, og höfðu palestínskan pilt á brott með sér. Nokkru síðar komu þeir aftur með piltinn, og var þá ljóst að honum hafði verið misþyrmt. Varð það til þess að palestínskur varðmaður skaut einn af fimmmenningunum úr Amal til bana. Þessi atburður var upphaf bardaga sem síðan hafa staðið nær látlaust í suðurhverf- um Beirut, höfuðborgar Líbanons. Borgar- hlutinn er að mestu byggður shiítum, en þar standa einnig þrennar flóttamannabúðir Palestínumanna, auk Sabra nefnast þær Chatila og Bourj Barajneh. Talið er að í þess- um þrennum búðum hafist við um 120.000 manns. Eftir tíu daga atlögu Amal að flóttamanna- búðunum, verjast Palestínumenn í þeim öll- um enn af hörku. í fyrradag megnuðu verj- endur Sabra að ná aftur nokkrum stöðvum af Amal í gagnsókn. Voru þá fjórir dagar liðnir, frá því forusta shiíta tilkynnti að Amal hefði náð bæði Sabra og Chatila á sitt vald. Nabib Berri, leiðtogi líbanskra shiíta og yf- irmaður Amal, hefur lýst yfir að markmið sinna manna sé að hindra að Palestínumenn geti dreift sér frá Beirut til suðurhéraða Líb- anons, en þar tekur Amal nú við yfirráðum víðast hvar jafnóðum og ísraelsher hörfar. Jasser Arafat, yfirmaður PLO, Frelsissam- taka Palestínumanna, sakar Berri um að heyja útrýmingarstríð gegn Palestínumönn- um í samráði við Sýrlendinga og ísraels- menn. í upphafi átakanna lýsti Sýrlands- stjórn yfir, að leiðin til að stöðva bardaga um flóttamannabúðirnar væri að Palestínu- menn á hennar snærum tækju við yfirráðum í búðunum af fylgismönnum PLO. Raunin hefur orðið sú, að atlaga Amal að flóttamannabúðunum hefur sameinað þorra Palestínumanna í Líbanon á ný, undir fána PLO og forustu Jassers Arafats. Palestínu- menn sem gengið höfðu í sveitir á mála hjá Sýrlendingum, koma til flóttamannabúð- anna með vopn sín til að taka þátt í viðureign sem þeir líta á sem baráttu allra Palestínu- manna fyrir tilveru sinni. í hæðum á valdi eftir Magnús Torfa Ólafsson Þeir sem gengið höfðu til liðs við Sýrlendinga standa nú með Arafat Atlagan að flóttamannabúðum þjappar Palestínumönnum saman drúsa hafa palestínskar sveitir yfir að ráða eldflaugavörpum og fallbyssum, sem Sýr- lendingar fengu þeim í hendur. Undanfarna daga hefur þessum vopnum verið beitt til árása á borgarhverfi shiíta, til að liðsinna um- setnum sveitum PLO í flóttamannabúðun- um. Fulltrúi PLO í London komst svo að orði í fyrradag: „Nú sjá allir, að Sýrlendingar eru ekki aðeins á móti PLO undir núverandi for- ustu, þeir eru andsnúnir málstað Palestínu- manna." Það sem mestu skiptir fyrir stöðu Palest- inumanna í Líbanon til langframa, er að komið hefur á daginn að þeir standa ekki einir uppi í landinu. Drúsar, sem til skamms tíma voru vopnabræður shiíta í valdabarátt- unni í landinu, hafa snúist á sveif með PLO, og sama máli gegnir um súnnía, en Amal hefur á síðustu vikum þrengt mjög hlut þeirra í Vestur-Beirut og gersigrað Mara- bitoun, vopnaðar sveitir súnnía. I atlögunni að flóttamannabúðunum hefur Amal notið fulltingis 6. stórfylkis líbanska hersins, sem skipað er shiítum. Það hefur beitt skriðdrekum sínum og stórskotaliði, en þrátt fyrir það hafa Palestínumenn þraukað í smærri búðunum, Sabra og Chatila. Það bendir til að shiítum sé um megn að yfirbuga vörnina í Bourj Barajneh, sem eru lang- stærstar búðanna og best víggirtar. Verður því ekki annað séð, en að þessari lotu í marg- hliða borgarastyrjöld í Líbanon ljúki eins og öðrum með völtu valdajafnvægi á takmörk- uðu svæði að loknu hryllilegu blóðbaði. Uppúr gæti soðið á ný, hvenær sem síbreyti- leg bandalög stríðandi fylkinga gefa ein- hverjum aðila færi á að hefna fyrri harma og þykjast rétta sinn hlut, því í áratugs bræðra- vígum hafa allir trúflokkar og valdahópar í Líbanon beðið afhroð. Stríðsmenn Amal hafa meinað frétta- mönnum, svo og Rauða krossi og öðrum líknarsveitum, aðgang að búðum Palestínu- manna, frá því bardaginn um þær hófst. Fólk sem sloppið hefur af vígvellinum skýrir frá hryðjuverkum. Á fimmta tug særðra Palest- ínumanna í sjúkraskýli voru skotnir og líkun- um varpað í skurð. Hjúkrunarkona sem reyndi að vernda særða var rekin í gegn með byssusting. Hefndarmorð lét ekki á sér standa, á sjúkrahúsi í Vestur-Beirut vann grímuklædd sveit á tólf særðum shiítum. Fréttamenn breska útvarpsins BBC, sem verið hafa ótrauðastir í Beirut eins og víðar að færa umheiminum fréttir af voveiflegum atburðum, eru farnir úr landi. Eftir að þeim var hótað lífláti héldu þeir áfram að greina frá aðförum Amal. Ýmsir aðilar leitast við að hafa milligöngu um vopnahlé. Skýrt hefur verið frá í Líbanon að Sýrlandsstjórn hafi lagt til að vopnahlé taki gildi, Palestínumenn afhendi 6. stórfylki Líbanonshers vopn sín og það taki við gæslu í flóttamannabúðunum. Amal er samþykkt þessum kostum, enda fælist í þeim uppgjöf Palestínumanna, þar sem stórfylkið hefur tekið þátt í umsátinni. Forusta PLO lagði til í fyrradag, að friðar- gerð yrði með þeim hætti, að eftir vopnahlé tæki stjórnarnefnd skipuð sameiginlega af forustumönnum þriggja helstu íslömsku trú- flokkanna, súnníta, shiíta og drúsa, við yfir- umsjón með flóttamannabúðunum, þar sem stríðsmenn Palestínumanna héldu vopnum sínum og sæju um gæsiu. Svo er komið að áhrifamenn í Líbanon eru teknir að skora á Sýrlandsstjórn að láta her sinn hernema landið allt til að skakka leik stríðandi fylkinga. Þar er fremstur í flokki Súleiman Franjieh, leiðtogi kristinna maron- íta í norðurhéruðunum og fyrrum forseti. Ekki verður þess vart að Assad Sýrlandsfor- seta þyki fýsilegt að hætta her sínum lengra út í kviksyndið í Líbanon. Hann kýs að halda við lýði máttlausri stjórn Amins Gemayels forseta, fulltrúa erfðafénda Franjieh í hópi maroníta. Þegar síðast fréttist var Gemayel væntanlegur eina ferðina enn til Damaskus á fund Assads. Sýrlandsforseti virðist gera sér vonir um að ná úrslitaáhrifum í sameinuðu Líbanon, þegar innanlandsátökin þar hafa runnið sitt skeið að því marki, að stríðsþreyta færi hon- um öll spil á hendi. Skipting landsins eftir trúflokkum kemur líka til greina, en marka- línur yrðu seint dregnar með samkomulagi, svo af gæti hiotist framlenging ófriðarins í nýrri mynd. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.