Helgarpósturinn - 30.05.1985, Side 10

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Side 10
( Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans, í HP-viðtali eftir Gunnar Gunnarsson mynd: Jim Smart Hann er fœddur lýöveldisáriö, Vesturbœingur í húö og hár, þarf ekki einu sinni aö spyrja hvort hann sé KR-ingur í anda, ef ekki í raun, búsettur vestast á Seltjarnarnesinu og á aö baki farsœlan feril gegnum Melaskólann, Gagnfrœöaskólann sáluga í Vonarstrœti, Menntaskólann í Reykjavík (sem mun vera þaö lengsta sem Valur Valsson bankastjóri hefur komist í austurátt), Viöskiptafrœöideild Háskóla Islands, Félag ís- lenskra iönrekenda og Iönaöarbanka í Lækjargötu. Við göngum gegnum sali Iðnaðarbankans og svífum í lyftunni upp á efstu hæð; hann, Vestur- bæingurinn — og skrifarinn sem er jafnhrein- ræktaður úr hinni áttinni, hefur eiginlega aldrei komið vestur fyrir Læk, að minnsta kosti ekki vestar en í Garðastrætið, og hefur aldrei dottið í hug að það gæti verið gaman að vinna í banka. Gaman? — það er einmitt orðið sem Valur Vals- son notar um störf sín í bankanum. „Gaman. Það er gaman að vinna hérna. Andrúmsloftið er skemmtilegt. Við eigum eftir að gera svo margt." Og það virðist raunar vera skemmtilegt í Iðnað- arbankanum. Þegar við göngum gegnum mötu- neyti starfsmanna á efstu hæðinni dynur rokk- músik úr hátölurum og bankastjórinn biður starfsfólkið sem situr þar og hlustar, spjallar, að draga aðeins niður í Duran Duran. Við fáum okkur sæti í setustofu sem greinilega er mikið notuð og á engan hátt glæsileg — nema ef vera kynni fyrir útsýnið. „Ég get ekki hugsað mér að til sé fallegra útsýni," sagði Valur og benti yfir turnspíruna á gamla Búnaðarfélagshúsinu, yfir á turn Fríkirkjunnar og svo Tjörnina, Tjarnar- götuna, Hljómskálagarðinn — sól skín í heiði og Valur byrjar að lýsa starfi bankastjórans. Og ^raunar gengur skrifaranum illa að halda banka- Stjóranum við efnið — raunir og gleði banka- stjórans sem hefur ráð lánbeiðandans í hendi sér. Hann er strax farinn að tala um bankann sem vinnustað: „Við gerum okkur grein fyrir því, að það dýrmætasta sem við eigum er starfs- fólkið. Ekki fjármunir okkar, heldur fyrst og fremst starfsfólkið. Hér vinnur hörkugott starfs- fólk, sem er áhugasamt um störf sín. Og hér eru frábærir menn í bankaráði, sem hafa verið okk- ur ómetanlegur bakhjarl. Það er mikils virði, því að vitanlega er það bankaráðið, sem ræður mann og getur rekið mann.“ — Svo þú ert ekki á leiðinni neitt annað — verður áfram í Iðnaðarbankanum? „Ég verð hér alla vega næsta árið," sagði Valur og hló við, rétt eins og sú hugsun að hætta hefði komið honum á óvart, eða væri skrítla. Bernskuminning úr Iðnó Vonarstrætisskólinn, Menntaskólinn, Iðnaðar- bankinn — þrjár stofnanir á sömu torfunni — og við getum bætt einni við, því að Iðnó er þarna líka og Valur, sonur Vals Gíslasonar leikara, man fyrst eftir sér standandi uppi á borði aftan við áhorfendabekkina í Iðnó að horfa á föur sinn og fleiri leika í Gullna hliðinu. „Ég var dauðhrædd- ur við Lárus Pálsson sem lék Óvininn. Og eftir sýningu fór ég niður til leikaranna og horfði á Lárus tína af sér hornin og klærnar og taka farð- ann framan úr sér og óttinn hvarf. En svo þegar hann fór að setja þetta á sig aftur, þá varð ég jafnskelkaður og áður.“ — Þig hefur ekki langað til að verða leikari? „Nei. Það er oft sagt að synirnir hafi tilhneig- ingu til að feta í fótspor feðra sinna, en ég var svo heppinn að hafa um tvo kosti að velja, því pabbi var einnig bankamaður. Reyndar velti ég því nokkuð fyrir mér hvort ég ætti ekki að gerast verkfræðingur. Ég hafði áhuga á því. Mig lang- aði til að byggja, standa fyrir byggingum. Eftir stúdentsprófið tók ég mér umhugsunartíma — og svo varð viðskiptafræðin ofan á. Ég sé ekki eftir því.“ — Ög Iðnaðarbankinn hefur tekið þér opnum örmum? „Já.“ — Engin löngun til að fara til útlanda, fara í nám erlendis? „Ég hafði bara ekki efni á því á sínum tíma. En þegar ég var búinn með viðskiptafræðina, þá bauðst mér að fara til Bandaríkjanna og vinna 10 HELGARPÓSTURINN þar í banka. Þetta var í New York og bankinn var risastór. Ég fór vestur til að kanna þennan hugs- anlega vinnustað minn — en hvarf frá. Mér leist ekki á að verða aðeins lítið hjól í risavöxnu maskíneríi, langaði til að verða þýðingarmeiri hlekkur í keðju heldur en þarna bauðst. Svo vildi þannig til nú fyrir skömmu — það var fimmtán árum eftir þessa heimsókn mína til þeirra — að ég fór vestur til New York til að heimsækja þennan banka. Og það fyrsta sem þeir sögðu var: Já, þú ert maðurinn sem afþakk- aðir vinnu hjá okkur, gaman að hitta þig aftur.“ — Svo þeir hafa munað eftir þér? „Ég held nú ekki. Ég held bara að skjalasafn þeirra sé svona fullkomið, þeir hafa bara flett mér upp.“ Listin óaðskiljaniegur hluti lífs nútímamannsins Valur lætur sér ekki til hugar koma að þeir í New York hafi munað eftir honum — að hann, ljóshærður og bláeygur KR-ingur úr Reykjavík hafi vakið þannig eftirtekt í bandarískum bankaheimi að þeir hafi verið að tala um hann síðan. Hann borsir þegar skrifarinn fitjar upp á þeim þanka, veit að í bankaheiminum eiga allar línur að vera hreinar og beinar og blaðamanni dettur í hug að Valur gæti líklega stjórnað hvaða stórfyrirtæki sem vera skal, tekið hæstu eink- unn í vísindum banka- og viðskiptaheimsins en hefði hins vegar minni áhuga á heimspeki, list- um, bókmenntum. En um leið og blaðamaður ætlaði að gerast heimspekilegur, fór Valur að tala um listir. „Ég held að mér myndi líða illa þar sem ekki væru fallegar myndir á veggjum. Ég er alinn upp við myndlist og auðvitað leiklist. Ég vil hafa mál- verk nærri mér. Listin er óaðskiljanlegur hluti lífs nútímamannsins — eins og sannast kannski best með því,“ segir Valur og hlær við — „að einn bankastjóra Iðnaðarbankans er prýðilegur málari. Bragi Hannesson var með mikla og merkilega sýningu í Norræna húsinu í vetur. Já — að sjálfsögðu er ég áhugamaður um leiklist, hef raunar leikið sjálfur, þótt mínum leikferli lyki snemma á ævinni. Samt er ekki langt síðan ég fékk senda ávísun í pósti frá Ríkisútvarpinu — þeir höfðu verið að endurflytja eitthvert barna- leikrit, sem ég tók þátt í fyrir mörgum árum. Ég man eftir því að starfsbræður pabba voru iðu- lega að skamma hann fyrir að lána strákinn of sjaldan í sýningar — kannski vildu þeir að bakterían festi betur rætur. Hann þótti víst nísk- ur á strákinn en kannski hefur pabbi vitað hvað hann var að gera — ekki kært sig um að leiklist- arbakterían festi rætur fyrir hans tilverknað ... Listir auðga vissulega líf manneskjunnar — eru ómissandi. .. Ég sá í Morgunblaðinu í morg- un að vinur minn Matthías Johannessen var að hnýta í einkafyrirtækin í landinu fyrir að sinna ekki listunum og menningunni nægjanlega. Ef- laust er þetta að einhverju leyti rétt, alltaf má gera betur. Ég held nú samt að einkafyrirtækin styðji menninguna býsna mikið þótt sá stuðn- ingur fari oft hljótt. Menn eru ekki alltaf að aug- lýsa það á torgum þótt þeir geri eitthvað af því tagi. Hvers konar banki . . .? — Svo Iðnaðarbankinn er kannski banki lista- manna — banki, sem elskur er að listum og lista- mönnum og vill vera þeim sérstaklega innan handar? „Það getur vel verið. Við lítum svo á að við séum almennur banki og við viljum veita öllum okkar viðskiptamönnum eins góða þjónustu og við getum. Helmingur viðskipta okkar er við iðnaðinn, iðnfyrirtæki af ýmsu tagi, verktaka og iðnaðarmenn, hinn helmingurinn er við ein- staklinga og fyrirtæki úr öðrum greinum. Við viljum að Iðnaðarbankinn sé uidbragdsfljótur, sueigjanlegur og þjónustusinnaður. Til að ná þessu marki byrjuðum við á því að breyta toppn- um, breyta vinnubrögðum okkar í yfirstjórninni, og við höfum dreift ábyrgðinni og valdinu. Þannig eru það fleiri núna sem taka ákvarðanir um útlán en áður var. Við stefnum að því að sér- hver viðskiptamaður þurfi ekki að koma nema einu sinni til okkar út af einu láni. Og við leggj- um áherslu á að lánástarfsemin er aðeins einn þátturinn í starfi bankans. Innlánin eru grunnur- inn undir starfsemi bankans, því má ekki gleyma...“ — Og tölvubankinn ykkar frægi, eykur hann innlánin? „Hann gerir það eflaust. Við gerðum könnun í fyrra meðal viðskiptamanna okkar, könnun sem miðaði að því meðal annars að athuga hvað kæmi sér best fyrir fólk varðandi bankaþjón- ustu. Sú könnun leiddi í ljós að fólk á aldrinum 20 til 35 ára á margt í miklum erfiðleikum með að komast í bankann á almennum afgreiðslu- tíma. Við getum til dæmis hugsað okkur hjón, sem vinna bæði úti. Samkvæmt könnuninni þá átti þetta fólk í miklum erfiðleikum með að sinna sínum bankaerindum vegna afgreiðslu- tímans, sem stangaðist á við vinnutímann. Það sýnir sig líka að flestar færslurnar í tölvubankan- um fara fram á tímanum milli klukkan 16 og 21 og svo eru helgarnar líka vinsælar. Jafnvel er nokkuð um notkun að næturlagi." Of margir bankar? — Tölvubankinn eflir bankann eflaust sem

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.