Helgarpósturinn - 30.05.1985, Page 14

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Page 14
^ Ádur Sól Saloon Laugavegi99 Sími 22580. býður dömur og herra velkomin Opið virka daga frá kl. 7.20—22.00. Laugardaga frá kl. 10.00—18.00. Sunnudaga frá kl. 13 00—16.00. Gufubað og góðir bekkir. Ma þrofessionel og UWH studio-line 'fj Eftir SYNINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN Námsstefna um námsefnisgerð Dagana 19.-21. ágúst gangast Námsgagnastofnun, skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins, Kenn- araháskóli íslands og Hagþenkir fyrir NÁMSSTEFNU UM NÁMSEFNISGERÐ í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar, Laugavegi 166, Reykjavík. Hámarksfjöldi þátttakenda er 25. Námskeiðið er ætlað kennurum og öðrum þeim sem áhuga hafa á gerð fræðsluefnis fyrir börn og unglinga. DAGSKRA: 1. Námsefnisgerð, undirbúningur og aðdragandi. Fagleg, kennslufræðileg og þjóðfélagsleg sjónar- mið. Gagnasöfnun, heimildir, samanburður og tengsl. 2. Námsefni, gerð, útlit og mat. Tölvuvinnsla/rit- vinnsla. Handrit, myndir og hljóðefni. 3. Vettvangsferðir og samantekt. Innritun fer fram í síma Námsgagnastofnunar, 28088 og stendur til 1. júlí næstkomandi. SJÁVARRÉTTAHLAÐBORÐ f HÁDEGINU ALLADAGAÍ SUMAR Hið vinsæla hlaðborð okkar saman- stendur af40 heitum og köldum sjávar- réttum. VEITINGAHÚS AMTMANNSSTÍG 1 REYK.JAVÍK SÍMI 91-13303 Ásmundarsalur Freyjugötu 41 • Svava Sigríður Gestsdóttir frá Selfossi sýnir í Ásmundarsal 40 myndir, flest vatnslita- myndir. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14—22, en henni lýkur á sunnudagskvöld. Árbæjarsafn er sem kunnugt er opið skv. samkomulagi. Upplýsingar eru veittar í síma 84412. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Um helgina fáum við að sjá í Gallerí Borg verk gömlu meistaranna okkar, þeirra Kjar- vals, Ásgríms Jónssonar, Gunnlaugs Blöndal, Katrínar Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur o.fl. Auk þess verða hengdar upp eldri myndir nokkurra núlifandi listamanna, s.s. eftir Finn Jónsson, Jóhann Briem. Myndirnar verða til sölu. Sýningin stendur fram til næstu helgar. Gallerfið er opið daglega, virka daga kl. 12— 18 og um helgar kl. 14—18. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Á laugardaginn kemur opnar Valgarður Gunnarsson grafíksýningu í Gallerí Lang- brók, Amtmannsstíg. Gallerfið er opið dag- lega, virka daga kl. 12—18 og um helgar kl. 14—18. Sýningin stendur fram til 16. júní. Gerðuberg Breiðholti í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg stendur yfir sýning nemenda í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sýningin er opin dag- lega kl. 16—22 fram til 17. júní. Kjarvalsstaðir við Miklatún Laugardaginn 1. júní verða opnaöar fimm sýningar á Kjarvalsstöðum og verður þá hver krókur og kimi hússins nýttur fyrir sýn- ingar. I Vestursal sýna 18 félagar í Listmálara- félaginu málverk. Tryggvi Árnason sýnir grafíkmyndir íKjarvalssal. í Vesturforsal sýn- ir Myriam Bat-Yosef málaða hluti ýmis konar en í hinum enda hússins, í austurforsal, veröa skúlptúr og myndverk eftir örn Inga. Enn fremur gefst sýningargestum kostur á að virða fyrir sér sex tillögur sem bárust í hugmyndasamkeppni um hlutverk og mót- un Arnarhóls. Sýningarnar verða síðan opn- ar daglega kl. 14—22 fram til 17. júní nk. Listmunahúsið Lækjargötu 2 I Listmunahúsinu geta listunnendur skoðað olíumálverk Vignis Jóhannssonar. Sýningin er opin þriðjud.—föstud. kl. 12—18 og um helgar kl. 14—18. Sýningunni lýkur þann 9. júní nk. Listasafn Einars Jónssonar Hnitbjörg við Njarðargötu íslendingar! Pillið ykkur um helgina í Hnit- björg áður en útlendingar fá tækifæri til að troða ykkur um tær. Opið um helgina, laug- ardag og sunnudag kl. 13:30—16. Listasafn íslands Við Suðurgötu í tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands verður efnt til sýningar í safninu á verkum fjögurra frumherja í íslenskri málaralist; þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónssonar, Jóns Stefánssonar og Jóhann- esar S. Kjarvals. Sýningin verður opnuð kl. 16:30. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Myndlistarsýningu Hannesar Lárussonar í Nýlistafcafninu lýkur nú um helgina. Sýn- ingin er opin framaö helgi kl. 16—20; á laug- ardag og sunnudag kl. 14—20. Sýningarsalurinn (slensk list Vesturgötu 17 Aðstandendur gallerísins, 15 manna hópur, sýna verk í sýningarsalnum íslensk list. Sýn- ingin er opin þriðjudaga—sunnudaga kl. 13— 18. Lokað mánudaga. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O Íéleg Háskólabíó Löggan í Beverly Hill (Beverly Hill's Cop) ★★★ Bandarísk. Árg. 1984. Framleiðendur: Jerry Bruckheimer og Don Simpson. Byggð á skáldsögu Danilo Bach og Daniel Ftetrie sem einnig samdi handritið. Leikstjóri: Martin Brest. Sýnd í dag, fimmtudag, kl. 5 og 11 og um helgina kl. 5, 7, 9 og 11. Nýjabíó Skammdegi ★★ íslensk. Árg. 1985. Framleiðandi: Nýtt líf. Leikstjóri Þráinn Bertelsson. Sýnd þessa helgi í allra, allra, allra síðasta sinn kl. 5, 7 og 9. Regnboginn ólgandi blóð (Savage Islands) Bandarísk. Árg. 1984. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Michael O'Keefe, Jenny Seagrove. Ólgandi sjóræningjablóð, vesgú! Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11:15. ,,Up The Creek" (Upp árgilið) ★ Óopinbert framhald myndarinnar National Lampoon's Animal House skipta orðið tug- um. The Rolice Academy sem hér var sýnd fyrir skömmu er dæmi um ágæta tilraun. Up the Creek er verri. I henni er apað eftir af stíl- leysi svo útkoman verður slöpp og óskemmtileg. Pottþétt formúla en ofnotuð. Sýnd kl. 3:05, 5:05, 7:05, 9:05 og 11:05. Vfgvellir (Killing Fields) ★★★ Myndin sem skilur eitthvað eftir. Sýnd kl. 3:10, 6:10 og 9:10. FRÖNSK KVIKMYNDAVIKA fram til laugardags. RÚSSNESK KVIKMYNDAVIKA hefst á laugardag í D-sal Regnbogans. Ferðin til Indlands (A Passage to India) ★★★ Þessi mynd markar kannski ekki tímamót í sögu kvikmynda en góð engu að síður, þótt ekki væri nema vegna leiks Peggy Ashcroft, sem raunar hlaut Óskarinn að launum. Sýnd kl. 9:15. Cannonball Run I ★★ Þótt stjörnurnar hanga í kippum í henni þessari, þá er ekki þar með sagt: Skák og mát. Sýnd kl. 3:15, 7:15 og 9:15. Bíóhöllin Flamingo Kid Bandarísk. Árg. 1985. Leikstjóri: Garry Marshall (Young Doctors in Love). Aðalhlut- verk: Matt Dillon, Richard Crenna, Hector Elizondo. Líkt og þúsundir skólanema sem streyma um þetta leyti útá vinnumarkaðinn, fer pottormurinn í Flamingo Kid útá strönd að hrista kokteila á strandbarnum. Evrópufrumsýning í Bíóhöllinni um helgina, sal 1 kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Hefnd Busanna (Revenge of the Nerds) Bandarísk. Árg. 1985. Leikstjóri: Jeff Kanew. Aðalhlutverk: Robert Carradine, Antony Edwards, Ted McGomley, Bernie Casey. Sturta þeir böðlunum af trukki á öskuhaug- ana? Sýnd í sal 2, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Næturklúbburinn (The Cotton Club) ★★★ Bandarísk. Árg. 1984. Handrit: Mario Puzo, William Kennidy og Francis Ford Coppola, sem einnig leikstýrði. Hrá og mögnuð, hlað- in stemmningu ekki ósvipað því sem gerist í Ameríkumyndum Sergio læone þar sem hann fjallar um þetta sérkennilega tímaskeið í sögu Bandaríkjanna. Og tónlistin svíkur ekki. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7:30 og 10. Sagan sem aldrei tekur enda Sýnd í sal 3, kl. 3. Dásamlegir kroppar (Heavenly bodies) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Lawrence Dane. Aðalhlutverk: Cunthia Dale, Richard Rebiere, Laura Henry, Walter G. Alton. Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Sýnd í sal 3, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. 2010 Sýnd í sal 5, kl. 5, 7, 9 og 11. Laugarásbíó Flótti til sigurs (Escape to victory) Bandarísk. Árg. 1981. Aðalhlutverk: Sil- vester Stallone, Max von Sydow, Michael Caine. Muniði ekki? Gerist á stríðsárunum. Stríðsfangar halda til keppni í fótbolta í París og undirbúa flótta... Ágætis grey og leikarar ekki af lakara taginu. Endursýnd í A-sal, kl. 5, 7:30 og 10. Þjófur á lausu (Bustin'Loose) Bandarísk. Árg. 1982. Aðalhlutverk: Richard Pryor og Cicely Tyson. Endursýnd í B-sal, kl. 5, 7, 9 og 11. 16 ára Sýnd í C-sal fyrir háttatíma, kl. 5 og 7. Undarleg paradís (Stranger than paradise) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Jim Jarmuch. Aðalhlutverk: John Lurie, Eszter Balint og richard Edson. Svört/hvít. Hafi nokkur efast um Ameríku sem undar- lega paradís ætti fátt að koma á óvart í þess- um Ameríkudraumi. Sýnd í C-sal, kl. 9 og 11. Austurbæjabíó Á bláþræði (Tightrope) Bandarísk. árg. 1984. Aðalhetjan er hinn brosstífi löggugallaði, Clint Eastwood. Er frekari orða þörf? Velunnarar mætið í spennitreyjum, salur 1, kl. 5, 7, 9 og 11:15. Lögregluskólinn (Ftolice Academy) Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Njósnarar í banastuði (Go for it) Upp með hendur! Salur 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Tónabíó Einvígið í Djöflagjá (Duel at Diablo) Bandarísk. Árg. 1967. Leikstjóri: Ralf Nelson. Aðalhlutverk: James Garner, Sidney Poitier, Bibi Anderson. Óþarft að fara mörgum orðum um vestra þennan sem var sýndur hér á árum áður við góðan róm. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó Buddy Double (Tvískiptingurinn!) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Brian Di Palma. Óþekktir leikarar. Franky goes to Hollywood lagði sinn skerf að mörkum í þessa ruddafengnu kvikmynd. Sýnd á morgun, föstudag, í A-sal, kl. 5, 7, 9 og 11:05. í strákageri (Where the boys are) Saga hermannsins (A soldier story) ★★★★ LEIKLIST LEIKFÉLAG AKUREYRAR Söngleikurinn Edith Piaf verður á fjölunum í höfuðstað Norðurlands á föstudags- og laugardagskvöld, kl. 20:30 bæði kvöldin. Barnaleikritið Kötturinn fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson verður sýnt á sunnudag kl. 17. Nemendaleikhúsið Lindarbær Nemendaleikhúsið sýnir verk Nínu Bjarkar Árnadóttur, Fugl sem flaug á snúru, í Lindar- bæ sunnudaginn 2. júní kl. 20:30 og verður það væntanlega síðasta sýning. Miðasalan opin sýningardag kl. 8—21:30. Miðapantan- ir allan sólarhringinn í síma 21971. TÓNLIST Háskólabíó Aukatónleikar Sinfóníunnar íslensku verða haldnir í kvöld, fimmtudag en að þessu sinni slæst Fílharmóníukórinn í hópinn. Á efnis- skránni er Judas Maccabeus eftir Hándel. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og verða haldnir í Háskólabíói. Langholtskirkja Gítartónleikar verða haldnir í Langholts- kirkju á morgun, föstudagskvöld. Þórarinn Sigurbjörnsson er sá sem hlut á að máli. Klukkan 20:30. VIÐBURÐIR Hamragarðar Hávallagötu 24 Friðelskandi konur ætla að hittast að Hamra- görðum á laugardaginn, 1. júní kl. eitt e.h. og ræða m.a. næsta verkefni friðarhreyfingar íslenskra kvenna: Undirskriftasöfnun ís- lenskra kvenna undir friðarávarp ítilefni loka kvennaáratugar. Briefly: KONUR ERU ÞREYTTAR Á STRÍÐSVITFIRRINGUNNI OG VIUA FRIÐ! OG ÞAÐ ÆTLA ÞÆR AÐ STAÐFESTA! 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.