Helgarpósturinn - 30.05.1985, Síða 15

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Síða 15
og líf í tuskunum! Sumardagskrá Kramhússins: * Oþreyttar húsmædur og -fedur I Kramhúsinu á horni Skólavörðu- stígs og Bergstaðastrætis hefur farið fram öflug dansmennt í vetur undir höf uðverkstjórn Hafdísar Árnadótt- ur. Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari HP Iitu þangað inn í vikunni var líf í tuskunum í bókstaflegri merk- ingu, þar sem undirbúningur vor- fagnaðar Kramhússins var í fullum gangi. Hann verður haldinn næst- komandi laugardag og þá munu hinir ýmsu hópar troða upp með af- rakstur vetrarins, sem er hinn fjöl- breytilegasti — allt frá þrautþjálfuð- um og glæsilegum danssýningum óþreyttra húsmæðra og -feðra, upp í heila leiksýningu yngstu kynslóð- arinnar. Og inn í þetta allt saman er blandað óvenjulegri „listtískusýn- ingu“, þar sem nemendur Kram- hússins leika og dansa í undurfögr- um, handmáluðu silkiflíkunum hennar Möddu Þorvardar. (Þaðan kemur semsé lífið í tuskunum sem sést á myndinni. . .) Strax eftir helgina hefjast svo sumarnámskeiðin: áframhaldandi námskeið í leikfimi, afríkudansi og spuna fyrir börn og fullorðna undir stjórn Hafdísar, Abdou Abdeliliah - hins marókanska, Höllu Margrétar, Ásdísar Paulsdóttur o.fl. En auk föstu námskeiðanna verð- ur bryddað upp á ýmsum nýjungum í Kramhúsinu í sumar. Aðra helgina í júní verður í gangi svokölluð leik- smiðja (workshop), og er ætlunin að það starf standi frá föstudegi til sunnudags. Stjórnendur verða Haf- dís Arnadóttir, sem einkum mun leggja áherslu á dans og dansspuna, og Sigrídur Eyþórsdóttir með leik- ræna tjáningu. „Parna reynum við ekki síst að höfða til kennara, söngskólafólks og óperufólks sem alltaf er í eldlínunni. Þarna fær það tækifæri til að liðka sig í fríinu," sagði Hafdís í spjalli við HP. „En að sjálfsögðu mega allir sem áhuga hafa vera með." Þarna gefst landsbyggðarfólki t.d. færi á „öðruvísi" helgarpakka til Reykja- víkur með leik og starfi — svefn- pokaplássi í Kramhúsinu og kónga- fæði á veitingahúsinu Rán við hlið- ina. Helgina þar á eftir mun Halla Mar- grét halda uppi leiksmiðjufjörinu með spuna og dansi, einkum við hæfi unga fólksins, og þriðja og síð- asta leiksmiðjuhelgin verður vænt- anlega í öruggum höndum Kuregej Alexöndru sem mun leggja áherslu á leikræna tjáningu. Dagana 20. júlí til 1. ágúst mun - Audrianne Hawkins, dansari og list- rænn ráðunautur Impulse Company í Boston, halda námskeið í djass- dansi og afríkudönsum. Audrianne hefur mörg undanfarin sumur látið Evrópubúa njóta krafta sinna, eink- um í Frakklandi, Hollandi og Skandinavíu. Og nú er komið að Is- lendingum og þá hvort heldur sem er atvinnudönsurum eða áhuga- sömum almenningi, því að vonir Það var erfitt að fá þessar fraukur til að skrúfa niður (djassinum og stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann, svo iðandi voru þær í skinninu við vorfagnaðarundirbúninginn, uppáklæddar handmáluðu módelflíkunum hennar Möddu. Frá vinstri: Halla Margrét danskennari, Hafdís Árnadóttir höfuðpaur, Madda Þorvarðar, myndlistarkona og fatahönnuður, og Ásdís Paulsdóttir danskennari. standa til að hægt verði að hafa námskeiðið tvískipt. Þá ætlar Anthony Michel, leik- stjóri og leikari frá Wales, að leiða Kramhúss-fólk í allan sannleika um trúðatækni, sviðsbardaga o.fl. á hálfsmánaðarnámskeiði í ágúst. En Anthony er íslensku áhugafólki um sviðsframkomu að góðu kunnur, því þetta er í þriðja sinn sem hann kem- ur hingað til lands í þessu skyni. I lokin má geta þess að aðstand- endur Kramhússins eiga sér þann sumardraum að koma á fót eftirmið- dagsleikhúsi með klukkutíma dag- skrá nokkrum sinnum í viku. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing er rétt að taka fram að fólk þarf ekki að vera í neinni sérstakri þjálf- un til að fá inni í Kramhúsinu. Bruss- ur og bakveikir og aðrir með sér- þarfir komast líka að í sérstökum byrjendatímum hjá Hafdísi þar sem miki! áhersla er lögð á teygjur og öndun, því fyrst með réttri öndun fær maður almennilega hreyfingu í t.d. mjóhrygginn, að sögn Hafdísar. Megas, Guðrún Tryggua, Harpa Björns og fl. myndlistarmenn: Frjálst og óhád gallerí Þótt fleiri tækifæri gefist nú til sýninga á myndlist en hér á árum áður, þá hefur orðið svo mikil fjölg- un í röðum myndlistarmanna að þeir sýningarstaðir sem fyrir eru hafa ekki vilja eða getu til að koma til móts við nema mjög fáa þeirra, (t.d. kostar sýningaraðstaða að Kjar- valsstöðum 1.500 kr. á dag og auk þess er kostnaðarsamt að setja upp sýningu). Æ erfiðara verður því fyr- ir ungt listafólk að fá inni með verk sín þar sem almenningur getur gengið að þeim til að skoða, kaupa og njóta. Því hefur stór hópur ungra, óháðra listamanna af báðum kynj- um og ólíkum lífsskoðunum; málar- ar, teiknarar, grafíkerar og lífs- kúnstnerar, þekktir og óþekktir (en með glæstar vonir), tekið sig saman um að reka gallerí í hjarta borgar- innar, nánar tiltekið undir yfirborði jarðar að Vesturgötu 3, um óákveð- inn tíma til að ganga úr skugga um hvort grundvöllur er fyrir rekstri gallerís af þessum toga. Aðstand- endur ætla sjálfir að sitja að sýning- araðstöðunni og hafa gefið gallerí- inu nafnið Salurinn. „Ég hafði gengið með þennan draum lengi," sagði Harpa Björns-. dóttir, einn af aðstandendum galler- ísins Salarins. „Svo frétti ég í apríl- lok að þetta húsnæði væri að losna, hafði samband við Odd, eiganda Kjallarans sem var hér þá til húsa, og þremur vikum síðar hafði mér ekki bara tekist að fá húsnæðið, heldur safna saman fimmtán manns til að standa að galleríinu og við bú- in að breyta því sem breyta þurfti og flytja inn. Svona á þetta að ganga!“ — Þurftuð þið að gera miklar breytingar á húsnæðinu? „Nei, rífa niður hillur - en aðallega þurftum við nú að mála yfir bieika litinn sem var á veggjunum. Það er svo gaman þegar gamlir menn reka hér inn nefið og segja sem svo: Nei, hér er nú aldeilis öðruvísi um að lit- ast en þegar hér var til húsa Véla- verkstæði G.J. Fossberg eða þá Kjöt- verslunin Liverpool. Hennar hafði ég ekki heyrt getið áður.“ Og á svart- Það er ótrúlega v(tt til veggja og bjart, þótt lágt sé til lofts (kjallara Vesturgötu 3 þar sem gallerfið Salurinn er til húsa. Á svart-hvltu tíglagólfinu sést móta fyrir gamla búðarborðinu í Kjötversluninni Liverpool sem elstu Reykvíkingar muna sjálfsagt eftir. hvítu steinflísagólfinu sést einmitt móta fyrir búðarborðinu gamla. Aðstandendur gallerísins Salarins eru Björg Örvar, Guðrún B. Rich- ards, Guðrún Tryggvadóttir, Gunn- ar Karlsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Friðþjófsson, Jón Axel, Kjartan Ólafsson, Kristbergur Pét- ursson, Magnús Þór (Megas), Margrét Birgisdóttir, Sigrún Ög- mundsdóttir, Steingrímur Þorvalds- son og Valgarður Gunnarsson. Sam- sýning þeirra stendur yfir til 5. júní, en þá opnar Steingrímur Þorvalds- son sýningu. Nokkur aðstandenda útskrifuðust úr Myndlistar- og hand- íðaskólanum í vor, þ. á m. Megas. Á þessari sýningu eru þrjár af þeim fjölmörgu sjálfsmyndum sem hann hefur verið að vinna í vetur. „En þó einhver sé með einkasýn- ingu verða ævinlega í galleríinu verk eftir aðra. Við stefnum að því að hafa einkasýningar á tveimur stærstu veggjunum en önnur verk á hinum smærri,“ segir Harpa Björns- dóttir. „Og verðið á þessari sýningu er ansi fjölbreytilegt, eða frá 1.000 upp í 60 þúsund, stundum eftir sam- komulagi!" JS HELGARPÖSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.