Helgarpósturinn - 30.05.1985, Side 24

Helgarpósturinn - 30.05.1985, Side 24
A þingflokksfundi hjá Fram- sóknarflokknum í gær varð allt vit- laust vegna frétta af fundi Stein- gríms Hermannssonar, Hákons Sigurgrímssonar, formanns blað- stjórnar NT, Hauks Ingibergs- sonar, framkvæmdastjóra Fram- sóknarflokksins, Einars Birnis stórkaupmanns, Guðmundar Bjarnasonar, ritara flokksins, Helga Péturssonar, fréttamanns á Útvarpinu o.fl. um ritstjóramál NT. Ákveðið er, að Helgi Pé byrji 1. júlí, óvíst er hvort Magnús Bjarnfreds- son hjá Kynningarþjónustunni kær- ir sig um starf ritstjóra þótt það sé talið líklegt. Magnús hefur í raun „fúnkerað" sem framkvæmdastjóri fjölmiðlamála hjá Framsókn um langa hríð. En á þingflokksfund- inum varð allt vitlaust og voru það þeir Jón Helgason dómsmálaráð- herra og Stefán Valgeirsson sem helltu úr skálum reiði sinnar yfir Steingrím formann og Hauk fram- kvæmdastjóra. Páll Pétursson þingflokksformaður hallaði sér makindalega aftur á bak og gerði hið mesta grín að öllum þessum lát- um. Haukur á að hafa sagt á fund- inum, að málið væri nánast afgreitt með þríeykið á ritstjórn NT. Hins vegar mun hann hafa misst út úr sér, að í raun yrði Indriði G. ekki eigin- legur ritstjóri, heldur einhvers kon- ar „yfirverkstjóri", svo notað sé orð Hauks. Þetta skildu menn ekki. Tal- ið er, að frá þessum málum verði gengið um helgina. Hákon formað- ur verður að vísu erlendis, en „það má nota símann", eins og Stein- grímur á að hafa sagt í gær. Varð- andi Indriða, þá getur HP upplýst, að nafn hans hefur komið hvað eftir annað upp á blaðstjórnarfundum, þegar rætt hefur verið um ritstjóra við hlið Magnúsar Ólafssonar. Vel á minnst: Nú er ákveðið, að Magnús hætti störfum á föstudag. Til þess að átta sig á þríeykinu er rétt að fram komi, að Helgi Pé er fulltrúi Steingríms ojg Hauks, Magn- ús fulltrúi bænda, SIS og Hákons og Indriði er maður, sem er Einari Birni, SÍS og hægri mönnum vel að skapi. Vinstri menn og bændur mega ekki heyra minnst á Indriða vegna Svarthöfðaskrifa hans um landbúnaðarmál. Ástæðan fyrir veru Erlends Einarssonar á fund- inum í forsætisráðuneytinu mun vera sú, að SÍS ætlar að yfirtaka skuldir NT upp á einar 15—20 millj- ónir króna. Þess má að lokum geta, að eitt fyrsta verk Helga Pé sem nýráðins ritstjóra NT verður að troða upp á heilmikilli kratahátíð í Laugardals- höll með Ríó tríóinu. Á fréttastofu útvarpsins er búið að taka ákvörðun um, að Helgi Pé fái ekki að sinna þingfréttum lengur, þar sem hann sé búinn að ná sér í pólitískan flokks- stimpil. . . Þ ótt blaðstjórnin finni ein- hvern tíma ritstjóra sem hentar,að ekki sé talað um þríeyki, eins og hugmyndin er núna, þá verður for- vitnilegt að sjá hvernig þeir eiga að komast fyrir í húsakynnum NT. Þar er nefnilega aðeins ein rúmgóð skrifstofa fyrir ritstjóra en henni til viðbótar tvö smærri herbergi, sem eru í notkun. Á það er bent, að ein- hverjir þessara þriggja mánna, a.m.k. tveir þeirra, myndu aldrei sætta sig við slíkar ,,holur“. í þess- um herbergjum sitja núna Odd- ur Ólafsson innanblaðsstjóri og Guðmundur Hermannsson frétta- stjóri, sem sagt hefur upp á blað- inu... A ritstjorn NT eru viðbrögð manna aðallega þau, að fólki veitist erfitt að skilja hvers vegna í ósköp- unum menn eins og Magnús og Indriði vilji koma á NT. Mönnum þykir þetta „furðulegt" og þeir eru „hissa". . . að gekk ekki þrautalaust fyr- ir sig að finna oddamann í úrskurð- arnefnd um deilu BHM og ríkisins. Ástæðan var sú, að aðilar málsins áttu erfitt með að sætta sig við þá, sem stungið var upp á. Fjöldi manna var nefndur til leiksins, en ávallt hafnað af örðum hvorum aðila. Loks tókust svo sættir og oddamað- ur var valinn Bjarni Bragi Jóns- son, aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans. HP hefur fregnað að meðal þeirra sem hafi verið nefndir séu Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ, Egill Skúli Ingibergsson, fyrrver- andi borgarstjóri, Benedikt Sigur- jónsson, fyrrverandi hæstaréttar- dómari, Björn Teódórsson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Guö- laugur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari, Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðn- rekenda, Þórir Einarsson pró- fessor, Guðmundur Magnússon háskólarektor og sá nýkjörni Sig- mundur Guðbjarnarson. Þá frétti HP, að um það bil sem BHM-menn voru að gefast upp á oddamannsleitinni hafi þeir stungið upp á Pétri Sigurgeirssyni, bisk- upnum yfir íslandi. Þeirri hugmynd vísuðu þeir í fjármálaráðuneytinu á bug, þar sem þeir töldu að óánægja presta með kjör sín gerði æðsta mann kirkjunnar á Islandi of vilhall- an sjónarmiðum Bandalags há- skólamanna. Það má því segja, að Bjarni Bragi hafi verið nánast himnasending, nema hann verði of vilhallur sjónarmiðum ráðuneytis- ins... A n Akureyri hefur um nokk- urra ára skeið staðið talsverður styr um hitaveitu bæjarins, einkum vegna gífurlegs kostnaðar og skuldahala, sem fyrirtækið hefur orðið að dragnast með. Þannig er hitaveitan nánast orðin blórabögg- ull fyrir margt af því, sem aflaga fer í bænum. Núna er kominn nýr snún- ingur á málin fyrir norðan, því í bæj- arstjórninni héldu þeir Jón Sig- urðsson (F) og Björn Jósef Arn- viðarson (S) uppi harðri gagnrýni á sjálfan hitaveitustjórann, Wilhelm V. Steindórsson, sem leyfði sér að hafa þá skoðun, að Akureyringar sjálfir ættu að leysa vanda hitaveit- unnar en ekki leita á náðir Stóra bróður fyrir sunnan. Framsóknar- maðurinn Jón og sjálfstæðismaður- inn Björn Jósef eru hins vegar á þeirri skoðun, að réttast sé að kíkja í kistu Alberts í Reykjavík. Eftir gagnrýnina í bæjarstjórninni var rætt við hitaveitustjóra í svæðisút- varpinu á Akureyri og gaf hann þá þeim félögum Jóni og Birni Jósef einkunnir í hitaveituþekkingu. Jón fékk 3 en Björn Jósef 0... E fisaftir því, sem HP kemst næst hefur Seltjarnarnes verið kært til embættis ríkisskattstjóra fyrir að svíkja undan söluskatti og fleiri hugsanleg brot af svipuðum toga. Kæran mun hafa komið frá Hösk- uldi Jónssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, sem gert var viðvart um hugsanleg söluskatts- svik Seltjarnarness. Þá mun Sigurð- ur Þórðarson í gjaldadeild ráðu- neytisins hafa fengið fregnir af því, að ekki væri allt með felldu í bók- haldi þessa bæjarfélags, sem hingað til hefur getað státað af því að leggja lág gjöld á íbúana. Þarna er kannski komin skýringin, ef kæran reynist á rökum reist. Athugasemdin í fyrstu umferð mun snúast um það, að nefnt bæjarfélag hafi t. d. sloppið nær alveg við að greiða eðlilegan söluskatt af vinnuvélum í eigu sveit- arfélagsins. Vinnuvélaeigandi á Seltjarnar- nesi, með viðlíka „flota" og bæjarfé- lagið, komst að því að hann greiddi tí- og tuttugufalt meira fyrir rekstur tækja sinna vegna söluskatts heldur en sveitarfélagið Seltjarnarnes. Þannig greiddi hann 1981 um 186 þúsund krónur til ríkisins vegna vinnuvéla sinna á sama tíma og Sel- tjarnarnes greiddi skitnar þrjú þús- und og 300 krónur. 1982 greiddi hann 278 þúsund krónur tæpar en sveitarfélagið 4.850, og 1983 greiddi hann rétt tæpa hálfa milljón, en sveitarfélagið 33 þúsund krónur. Þarna er um að ræða mun, sem væntanlega mun skýrast við skatt- rannsókn. í ljósi upplýsinga af þessu tagi ber að líta forystugreinar Sel- tirninga í blöðum um samfélagið sitt, þar sem forystunni er hrósað upp í hástert fyrir góðan rekstur. Og vel að merkja: í vetur hefur fjár- málaráðuneytið farið í herferð til þess að brýna fyrir fólki að standa skil á sköttum. Hvergi er orði vikið að sveitarfélögunum... . M9 B/acksi UeckBP 0NN GARÐAHOLDUM Fæst um land allt LOFTPÚÐASLÁTTU VÉL LAUFLÉTT GARÐSLÁTTUVÉL. KR. 8.394,- KAIMTSKERAR KR. 2616,- 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.