Helgarpósturinn - 27.06.1985, Síða 24

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Síða 24
l þessu fjölmiðlafyrirtækjakapp- hlaupi eru frjálshyggjumenn af ýms- um gerðum einnig komnir á kreik. Þannig stendur Jón Ottar Ragn- arsson, matvælafræðingur og bjór- unnandi, fyrir fyrirtækinu Kapal- sjónvarp hf. - íslenska sjónvarps- félagið. Með Jóni eru Hans Krist- ján Árnason, Anna Pálsdóttir, eiginkona Hans, Aldís Elfa Gísla- dóttir (þjóðleikhússtjóra), sambýlis- kona Jóns, auk hjónanna Unnar Friðþjófsdóttur og Eyjólfs K. Sig- urjónssonar endurskoðanda. . . Þ ingmenn jafnaðarmanna, þeir Guðmundur Einarsson og Stefán Benediktsson, komu inn á Hafskipsmáiið i umræðum um frumvarp til laga um viðskipta- banka á síðustu dögum Alþingis. Þar sátu aðrir fulltrúar skattborgara steinþegjandi undir ræðum þeirra og létu sér nægja nokkurra setninga tijbúið svar frá Útvegsbankanum, sem Matthías Á. Mathiesen- bankamálaráðherra las í neðri deild og Valdimar Indriðason formaður bankaráðs Útvegsbankans i efri deild. Svo mun Garðar Sigurðs- son bankaráðsmaður eitthvað hafa tautað. Samkvæmt upplýsingum HP vantar Útvegsbankann veð fyrir lánum Hafskips upp á u.þ.b. 250 milljónir króna og fari Hafskip á hausinn verða skattgreiðendur að borga brúsann, því ríkisbankar „mega ekki fara á hausinn". Við eig- um hauk í horni, skattborgarar, þar sem blessaður þingheimur er ann- ars vegar... Ljóst er orðið að Magnús Bjarnfreðsson og Indriði G. Þor- steinsson setjast ekki í ritstjóra- stóla NT við hlið Helga Pétursson- ar. Ástæðan er sögð vera sú að „ekki hafi gengið saman með þeim“. Sannleikurinn er hins vegar sá að þegar SÍS samþykkti á aðalfundi sín- um fyrir skömmu, að Sambandið hugaði að útvarps- og sjónvarpsmál- um, umhverfðist Indriði G. Þor- steinsson gjörsamlega. Túlkaði hann þessa samþykkt þannig að SÍS drægi sig út úr samstarfinu í ísfilm. Helgi Pétursson var einnig staddur á aðalfundinum og dró Indriði þá ályktun að samtengja ætti fyrir- hugaða útvarps- og sjónvarpsstöð SÍS við NT og Helgi væri með putt- ana í þessu samstarfi. Sannleikurinn er hins vegar sá, að SÍS-samþykktin er aðeins pappírsályktun og ekkert samstarf milli NT og SÍS fyrirhugað. En Indriði, sem mun eiga það til að draga upp svartar myndir í höfðinu, sá vonda SÍS-púka út um allt og hætti við að setjast í ritstjórastólinn hjá NT — í mótmælaskyni. Magnús Bjarnfreðsson mun af prínsipp- ástæðum hafa ákveðið að gera slíkt hið sama, en mun vera tvístígandi þessa stundina og gæti vel farið svo að hann tyllti sér rólega niður í stól ritstjóra NT við hlið Helga. Hins vegar hefur stjórn Nútímans hafið leit að meðritstjóra, og koma margir til greina. . . Þessir bílar eru með 13603 vélum sem eru 60 DIN hestöfl, framhjóladrifnir, með frábæra aksturshæfni og franska smekkvísi að utan sem innan. Umboð á Akureyri HAFRAFELL Víkingur s.f. o Sft % Vagnhöfða 7 Furuvöllum 11 W ríAS ($. “'a r- Reykjavík S. 21670 símar 685211 og 685537 VERIÐ VELKOMIN uppákomur alla daga Laugard. - sunnud. 12.00-23.30. Mén. - föstud. 14.00-23.30. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.