Helgarpósturinn - 11.07.1985, Page 8
Abyrgð kommissara Framkvæmdastofn-
unar í hættu/' sagði Helgarpósturinn
11. febrúar árið 1983 og vísaði þar til
ábyrgðar sem Framkvæmdasjóður gekk í vegna
f járskuldbindinga Jóhanns Þóris Jónssonar
útgefanda tlmaritsins Skákar og framkvæmda-
og hugsjónamanns á sviði skáknstarinnar
herlendis, sem hann tókst á hendur þegar gefin
var út alþjóðleg útgáfa tímaritsins I tencjslum við
OlympíusKákmótið I Luzern í Sviss í oktober
1983. Þar var um að ræða ábyrgð upp á 210
þúsund dollara. Þessi upphæð samsvaraði rúmum
fjórum milljónum króna, þegar ábyrgðin var veitt
af hendi Framkvæmdasjóðs 9. september 1982.
Með stígandi gengi dollara síðustu misseri eru
210 þúsund dollarar I dag jafnvirði 8,6 milljóna
króna.
Og það sem meira er: Ábyrgð Fram-
’ kvæmdastofnunar, kommissara hennar og
stjórnarmanna er ekki lengur aðeins „í hættu",
því það hefur þeaar komið I hlut stofnunarinnar
að taka á sig skeílinn; innleysa
skuldbindingarnar til sin. Framkvæmdasjóður
hefur m.ö.o. orðið að greiða þessa 210 þúsund
dollara*
Það gerðist síðla árs 1983. Frá þeim tima hefur
lítið gerst í málinu. Lántakandi, Jóhann Þórir
Jónsson, er enn í deilum við aðila úti í Sviss og
málarekstur framundan. Framkvæmdastofnun
situr ennþá uppi með skuldina, en hefur í sínum
fórum tryagingarbréf á hendur Jóhanni Þóri, sem
stofnunin nefur hikað við að nota til lúkningar
málinu.
Og hvað var svo Framkvæmdastofnun yfirleitt
að blanda sér í þessi útgáfumál einstaklings
úti í Sviss? Eru einhverjir pólitískir maðkar í
þessari mysu?
Því og fleiru svarar Helgarpósturinn hér á eftir:
„Þetta mál er óklárt"
í dag er allt þetta mál í uppnámi,
eða eins og Gudmundur B. Ólafs-
son framkvæmdastjóri lánadeild-
ar Framkvæmdasjóðs orðaði það í
HP samtali: „Þetta mál er allt
óklárt." Þetta þýðir að ábyrgðin
féll á Framkvæmdasjóð fyrir tæp-
um tveimur árum, en engu að síð-
ur hefur sjóðurinn ekki gengið á
fasteignaveð sem lántaki Jóhann
Þórir lagði fram til tryggingar.
Málið svífur í lausu loftiog krafan
á hendur Jóhanni Þóri hleður á sig
dráttarvöxtum með degi hverjum.
Framkvæmdasjóður fór allveru-
lega út fyrir sinn hefðbundna far-
veg, þegar hann gekk í fjárskuld-
bindingar fyrir elnstakling í út-
gáfustarfsemi og einustu trygging-
ar sem fyrir komu, var aleiga
þessa sama einstaklings. Og nú
dregur stofnunin fæturna í málinu
og leitar leiða til að komast úr klíp-
unni. Ein sú leið sem til greina
kemur er að auka enn á fyrir-
greiðsluna við Jóhann Þóri Jóns-
son þannig að honum gefist svig-
rúm til að sækja mál á hendur
framkvæmdaaðilum Olympíu-
skákmótsins, sem hann telur að
hafi hlunnfarið sig og skuldi sér'
drjúgar fjárhæðir. Þannig telja
sumir að unnt sé að ná fjármunum
inn til lúkningar á viðskiptum Jó-
hanns Þóris og Framkvæmdasjóðs
og með því komist hjá að bjóða
upp allar eigur þessa manns.
Framkvæmdastofnun sagði A í
málinu. Með innlausn á kröfunni
var B-ið komið. Söltun málsins
kallaði fram C. Spurningin er nú
hvort Framkvæmdasjóður, sem í
sitja þingkjörnir stjórnendur, taki
enn eitt skrefið til að freista þess
að hreinsa það upp, með því að
lána til viðbótar eina og hálfa
milljón króna.
Staðan þá
Rifjum upp málsatvik. Fyrr-
greint tölublað Helgarpóstsins frá
í febrúar 1983 er ágætis heimild
um stöðu mála að afloknu Olym-
píuskákmótinu í Luzern í Sviss,
þegar ljóst var að dæmið hafði
ekki gengið upp hjá Jóhanni Þóri
Jónssyni útgefanda hins alþjóð-
fega tímarits Skákar. Draumarnir
höfðu snúist upp í andhverfu sína.
Martröðin var þá staðreynd — og
rétt nýhafin. Henni er ólokið enn.
En í HP grein um orsakir hrunsins
mikla í Luzern og eftirmála sagði
á sínum tíma: „Allt útlit er nú fyrir
að alþjóðlega útgáfa tímaritsins
Skákar á Olympíumótinu í Luzern
í Sviss s.I. haust muni draga veru-
legan dilk á eftir sér. Gæti jafnvel
svo farið að fjögurra milljóna
króna (210 þúsund dollara) ábyrgð,
sem Framkvæmdasjóður íslands
veitti útgefanda Skákar, verði gerð
gildandi; með öðrum orðum að al-
menningur í landinu verði látinn
borga hluta ævintýrisins. Það
myndi einnig hafa í för með sér
feiknalegan skell fyrir útgefanda
Skákar, Jóhann Þóri Jónsson."
Og síðan sagði Helgarpósturinn
í febrúar 1983: „Jóhann Þórir
lagði allt sitt að veði þegar hann
samdi um útgáfu mótsblaðsins fyr-
Jóhann Þórir Jónsson: Vantar
hálfa aðra milljón til málareksturs
I Sviss.
Guðmundur G. Þórarinsson: Al-
bróðir Jóhanns Þóris Jónssonar.
ir Olympíuleikana í Luzern. Stjórn
Framkvæmdastofnunar ríkisins —
hinnar sjálfstæðu „bankastofnun-
ar“ Alþingis — veitti ábyrgðina
gegn veði í fasteignum Jóhanns.
Af veðmálabókum Reykjavíkur
verður ekki annað séð en að
tryggingar séu nægjanlegar."
í lok tilvitnaðrar umfjöllunar í
Helgarpóstinum fyrir rúmum
tveimur árum sagði ennfremur:
„Það er augljóst, að þetta mál
snýst ekki um tittlingaskít. Það
snýst um milljónir króna — og það
gæti komið til þess að það yrðu
milljónir af almannafé, jafnvel
þótt Sverrir Hermannsson, for-
stjóri í Framkvæmdastofnun telji
það ólíklegt. En það er jafn aug-
ljóst, að þessi útgáfa skilar ekki
þeim arði og gjaldeyri, sem stjórn-
armenn í Framkvæmdastofnun
gerðu sér vonir um.“
„Veit enginn hvernig
endar
Sverrir Hermannsson var
kommissar í Framkvæmdastofn-
un þegar fyrrgreind ábyrgð var
veitt. Sverrir slapp fyrir horn með
sjálfa framkvæmdina á því að inn-
leysa ábyrgðina og reiða fram 210
þúsund dollara af fé Fram-
kvæmdasjóðs, peningum almenn-
ings, til samningsaðila Jóhanns
Þóris Jónssonar, „Stiftung Schach-
olympiade 1982, Luzern". Ástæð-
an er einföld. Sverrir var kominn
í frí frá kommissarastörfum og
orðinn iðnaðarráðherra. En aðrir
sitja uppi með vandann. Þeirra á
meðal er Guðmundur B. Ólafsson
framkvæmdastjóri lánadeildar
Framkvæmdasjóðs. Aðspurður
um stöðu þessa máls hjá stofnun-
Tómas Árnason: Liðstyrkur hans
vó þungt.
Eggert Haukdal: Var formaður
stjórnar Framkvæmdastofnunar
þegar ábyrgðin var veitt.
inni sagði hann: „Það veit enginn
hvernig það endar.“
En áður en vikið er að vand-
ræðaganginum innan Fram-
kvæmdastofnunar í dag vegna
þessa máls, er rétt að skoða eilítið
ástæður þess að umrædd ábyrgð
var veitt. Helgarpósturinn hefur
áreiðanlegar heimildir fyrir því að
þessari fyrirgreiðslu hafi verið
smyglað inn bakdyramegin í stofn-
unina. Framsóknarmenn eru
sagðir hafa verið miklir áhuga-
menn um framgang málsins, enda
Jóhann Þórir Jónsson albróðir
Gudmundar G. Þórarinssonar,
sem þá sat á þingi fyrir Framsókn-
arflokkinn í Reykjavík. Tómas
Arnason sem setið hefur löngum á
stóli kommissars milli þess sem
hann hefur gegnt ráðherrastörf-
um (er raunar kominn í Seðla-
bankann nú), mun hafa reynst
betri en enginn í þeim efnum,
enda þótt Tómas hafi setið á ráð-
herrastóli þegar leyfið var veitt.
En Tómas var vitaskuld öllum
hnútum kunnugur innan stofnun-
arinnar og hans liðstyrkur vó
þungt. Fleiri pólitíkusar lögðu
málinu lið. í viðræðum við for-
svarsmenn Framkvæmdastofnun-
ar er þó lítið gert úr pólitískum
þrýstingi á málið. Sumir þeirra
vísa slíkum staðhæfingum algjör-
lega á bug. Einn þeirra er Guð-
mundur B. Ólafsson og segir hann
ekkert slíkt hafa verið í farteskinu
í þessu máli, hvorki fyrr né síðar.
Eggert Haukdal formaður
stjórnar Framkvæmdastofnunar í
september 1982, þegar ábyrgðin
var veitt, var ekki jafnafdráttarl-
aus í þeim efnum í samtali við HP.
Hann neitaði þó alfarið að þetta
Sverrir Hermannsson: Slapp fyrir
horn.
Stefán Guðmundsson, núverandi
stjórnarformaður Framkvæmda-
stofnunar: „Þetta mál var innan
okkar ramma."
máli hafi verið rekið á hans vegum
og að hann hafi verið aðaláhuga-
maður um framgang þess innan
stjórnarinnar. Um ofurþunga
framsóknarmanna á veitingu
ábyrgðarinnar sagði Eggert á hinn
bóginn: „Ég held að allir flokkar
séu meira og minna sekir um það
að fara alls kyns krókaleiðir að
hlutum fyrir sína menn. Það held
ég nú. Þar er enginn flokkur und-
anskilinn."
Og Eggert Haukdal bætti við:
„Annars vil ég sem minnst um
þetta segja, svona að óathuguðu
máli.“
Á svig við lögin
í lögum um Framkvæmdastofn-
un ríkisins, 5. kafla sem fjallar um
Framkvæmdasjóð, 19. grein, þar
sem fjallað er um hlutverk sjóðs-
ins, segir m.a.: „Hlutverk Fram-
kvæmdasjóðs er að beina fjár-
magni til aðkallandi fram-
kvæmda, sem æskilegar eru tald-
ar fyrir þjóðarbúið að dómi stjórn-
ar Framkvæmdastofnunar og eru
í samræmi við þau markmið, sem
felast í áætlunum hennar.
Þessu hlutverki gegnir sjóður-
inn með því: 1. að veita fé til þeirra
fjárfestingarsjóða, sem veita lán til
einstakra framkvæmda, enda sé
því fé varið til lána, sem eru í sam-
ræmi við fjárfestingaráætlanir
stofnunarinnar; 2. að veita lán til
einstakra framkvæmda, ’pegar
stjórn stofnunarinnar þykir sér
staka nauðsyn bera til þess og 3.
að veita lán til meiri háttar opin-
berra framkvæmda."
Eftir þessum línum starfar stjórn
Framkvæmdastofnunar ríkisins.
Samkvæmt hlutverki sjóðsins er
erfitt að finna glufu, sem réttlætir
fjárskuldbindingar til útgáfu tíma-
rits úti í Sviss. Með því að teygja 2.
greinina hér að ofan til hins ítrasta
mætti reyna að halda því fram að
Olymíuskákmótið í Sviss og blaða-
útgáfa einstaklings þar ytra væri
verð lánafyrirgreiðslu vegna þess
að stjórninni þætti „sérstök
ástæða” til. Hins vegar hefur
stjórnin ekki þorað að taka það
skref til fulls og lána peninga, en
leitað skjóls í einhvers konar mála-
miðlunarleið; veitt var ábyrgð fyr-
ir fjárskuldbindingum. í lögum um
Framkvæmdasjóð er hvergi að
finna starfkrók um veitingu
ábyrgða af þessu tagi. Slíkar
ábyrgðir hafa og verið sjaldgæfar.
Samkvæmt upplýsingum Helgar-
póstsins er dæmi Jóhanns Þóris
annað af tveimur þar sem ábyrgð-
ir hafa verið veittar þegar ekki
hefur þótt tækt að veita fé beint til
viðkomandi verkefnis. Hinar
ábyrgðirnar féllu í hlut ISNO h.f.
vegna láns hjá Nordiska Invester-
ingsbanken. Aðaldriffjöður ISNO
h.f. sem vinnur að fiskeldismálum,
er Eyjólfur Konrád Jónsson, al-
þingismaður.
Áhættumál
Eggert Haukdal var um það
spurður hvort það væri hlutverk
Framkvæmdastofnunar að upp-
fylla drauma manna um frægð og
frama í útlöndum. „Hlutverk og
hlutverk,” sagði fyrrum formaður
stjórnar Framkvæmdastofnunar
og núverandi formaður hennar.
„Það getur vel verið að þetta sé
dálítið sérstakt mál. En það voru
allir afskaplega spenntir fyrir
þessum hugmyndum á sínum
tíma. Og stjórnin var sammála um
að veita þessa fyrirgreiðslu og stóð
í þeirri trú að fullkomnar trygging-
ar væru fyrir hendi. Það báru
a.m.k. þeir sem komu með þessi
mál klár á borð stjórnarinnar, em-
bættismenn og lögfræðingar
stofnunarinnar."
Stefán Gudmundsson alþingis-
maður fyrir Framsóknarflokkinn,
núverandi stjórnarformaður í
Framkvæmdastofnun sagði að-
eins: „Þetta mál var innan okkar
ramma, annars hefðum við ekki
gert þetta."
Framkvæmdastjóri lánadeildar
Framkvæmdasjóðs sagði aftur á
móti í HP-samtali að mönnum
hefði vissulega verið ljóst að um
áhættumál var að ræða, þá sér-
staklega vegna tímafaktorsins í
málinu. „Með hliðsjón af því
hversu stutt var í mótið, þegar
gengið var frá þessu máli hjá
Framkvæmdasjóði, þá var mönn-
um ljóst að teflt var á tæpasta vað.
Enda má segja að málið hafi síðan
tapast á tíma,“ sagði Guðmundur
B. Ólafsson.
— Málið sem sagt ekki nægilega
vel undirbyggt?
„Það má segja það.“
í samtali við Halldór Blöndal
þingmann, núverandi stjórnar-
mann í Framkvæmdastofnun, sem
ekki átti þar sæti, þegar þessi mál
voru þar til afgreiðslu á sínum
tíma, kom fram, að það væri út af
8 HELGARPÓSTURINN