Helgarpósturinn - 11.07.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 11.07.1985, Blaðsíða 12
Ömmur og afar og blaöamenn ráku upp stór augu, þegar það spurðist að lögmaður hefði í Hœstarétti borið það til vitnis um ábyrgðarleysi blaða- manna, að þeir skildu börn sín eftir í umsjá ömmu og afa. Lögmaðurinn varJón Oddsson, verjandi eins lögregluþjónsins í Skaftamálinu. HPspjall- aði við Jón um það mál, lögmennsku, dauðarefsingu, — og sjálfan hann. eftir Magdalenu Schram mynd Sigríður Gunnarsdóttir — Svo þú ert maöurinn sem sagdi að það vœri ábyrgðarleysi að láta ömmu og afa passa barnið sitt! „Aldrei! Þú getur nú rétt ímyndað þér hvort ég hefði sagt svona lagað. Ég flutti níu tíma ræðu fyrir Hæstarétti og þetta var það eina sem blaða- mennirnir höfðu eftir mér og það skrumskælt. Ég gerði það að umtalsefni að þegar rannsókn- arblaðamennska komst í tísku ætluðu alls konar menn að sýna hvað þeir eru klárir og stéttin fylltist af dramblátum, frekum gaurum. Eg sagði líka að það sýndi ábyrgðarleysi að fara að heim- an klukkan 6 og ætla kl. 3 um nóttina aftur heim, þegar barnið manns væri nokkurra vikna gamalt. Barnalæknir tjáði mér að ungabarn á þessum aldri þyrfti að fá brjóst á þriggja tíma fresti. Allt var úr samhengi slitið og ruglað sam- an... Enda sagði ég við hann Ómar Valdimars- son blaðamann, eftir að hann var búinn að vera með yfirlýsingar í blöðum um þetta, að skárri væri það nú rannsóknarblaðamennskan í hon- um — að apa allt upp eftir einni kolvitlausri heimild án þess að fá nokkuð staðfest frá öðrum, sem líka heyrðu hvað ég sagði. Sjáðu til, það voru tvö blöð sem reporteruðu úr Hæstarétti, DV og NT og höfðu allt rangt eftir. Þetta fólk skar sig úr þarna, fólk reynir yfirleitt að koma snyrti- lega til fara en þau voru með svefn í augun- um.. — Ertu óánœgður með framgang þessa máls? „Það er ákaflega vandmeðfarið fyrir lögmann að ræða dómsmál á opinberum vettvangi." — En hvað segirðu um úrslitin? „Athyglivert er, að lögreglumennirnir þrír voru alfarið sýknaðir af öllum kröfum ákæru- valdsins. Akæran í málinu var því röng. Ekki eitt einasta atriði stenst í kæru Skafta Jónssonar. Þar er því um að ræða rangar sakargiftir. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að refsikröfur ríkis- saksóknara voru þungar, allt að margra ára fangelsi. Minnihluti Hæstaréttar, tveir dómarar, vildu alfarið sýkna á sama hátt og Sakadómur Reykjavíkur hafði gert. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar, sýknuðu af öllum ákæruatriðum á sama hátt. Hinsvegar dæmdu þeir minn mann í fjársekt, þar sem þeir töldu hann hafa sýnt gá- leysi í aðgæslu sinni á Skafta miðað við það að hann var handjárnaður og í miklu uppnámi og braust um. Hér er beitt annarri aðferð við sönn- unarmat og efnisúrvinnslu en hjá minnihlutan- um. Hér næst formlegur meirihluti um þetta í Hæstarétti með aðeins eins atkvæðis meiri- hluta. Slíkur gerningur hjá æðsta dómstól þjóð- arinnar hlýtur að veikja niðurstöðu dómsins. Hér er um að ræða þrjá af átta dómurum Hæsta- réttar. Gagnrýni á dóma Hæstaréttar verður ekki sett fram nema á fræðilegan hátt. Þetta er sú stofnun þjóðfélagsins er nýtur mestrar virð- ingar og það verðskuldað, en mér er ljúft að segja, að lögfræðilega er ég vitanlega sammála minnihlutanum. Aðalatriðið er nú samt það, að með dómi þessum er endanlega fullsannað sak- leysi lögreglumannanna þriggja af þungum ákærum." — Telurðu niðurstöðuna álitamál? „Við þurfum ekki annað en vísa til þessa djúpa ágreinings hinna fimm virðulegu hæstaréttar- dómara til að sjá að svo er.“ — Hvað er til úrrœða? „Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála og laga um Hæstarétt er heimild til endur- upptöku mála, að vissum skilyrðum uppfylltum. Slíkt er að jafnaði athugað gaumgæfilega." „Lögmenn græða mest á víxlum" — Snúum okkur frá Skaftamálinu, Jón, og meira að lögfrœði. Hvernig veljast verjendur málsaðila? „Maður er skipaður. I opinberum málum, þ.e. sakamálum. Þetta gengur þannig fyrir sig að einhver er talinn hafa framið glæp, er handtek- inn og minntur á réttindi sín: allt sem þú segir verður tekið niður og kann að vera notað gegn þér o.s.frv. og svo á þann rétt að fá verjanda. Ef þú hefur engan lögmann til að leita til færðu í hendur lista yfir þá, sem þú velur af. Lögmaður getur ekki neitað að taka að sér vörn í máli nema hann geti lagt fram mjög góðar og gildar ástæður. Það að eiga rétt á verjanda er undir- staðan í „fair trial", í réttvísinni. Annars er mönnum ekkert allt of vel við að fá skipun, þú veist það að lögmenn græða mest á víxlainn heimtum, það stendur ekki undir sér að reka mál fyrir rétti. Fjárhagslega er þetta negatíf vinna, því miður.“ — Það virðist skrýtið að þurfa kannski að verja mann, sem maður telur sjálfur sekan. „Það skiptir ekki máli. A meðan þú ert að vinna fyrir einhvern, þá gerirðu það og beitir öllum lagakrókum. Sjáðu, það kemur kannski til mín maður, og biður mig um að verja sig. Ég segi honum að greina mér frá málsatvikum og þá hlusta ég og reyni að vera hlutlaus. Svo segi ég manninum að nú ætli ég að gerast advocatus diabolis, málsvari andstæðingsins, til að finna mótrökin. Ég reyni málið á móti, spyr eins og andstæðingurinn. Daginn áður en réttarhöldin byrja sannfærist ég, um réttmæti míns málstað- ar, loka allt annað úti. Öðru vísi er þetta ekki hægt.“ — Hafa lögmenn sterka réttlœtiskennd, eðaverður þetta eins og sandkassaleikur? „MMMM, öðru hvoru er maður með greinileg réttiætismál, jú, jú. En persónulegar skoðanir mega ekki koma inn. Undirstaðan í laganáminu er hinn juridíski þankagangur, góður málflutn- ingur þarf að vera markviss og rökheldur og hann gegnir fyrst og fremst skyldum við hags- muni skjólstæðingsins hverju sinni. Lögmenn geta sama daginn flutt ræður með algerlega gagnstæðum rökum í málum, það hefur komið fyrir mig að vera með þrjú mál í gangi sama dag- inn, með þrenns konar sjónarmiðum. Þetta er viss leikur já, en ekki á þann hátt sem ég held þú eigir við. Lögfræðin er músíkölsk og ef slegin er feilnóta í málflutningi getur málið verið tapað. „Lævi blandað andrúmsloft" En víst hafa lögmenn réttlætiskennd. Ég telst nú víst ekki alveg í hópi eldri lögmanna ennþá, en ekki finnst mér ég tilheyra þeim yngri heldur. Það eru margir góðir karakterar í hópi þeirra gömlu, miklir individualar. Og það er oft dálítið lævi blandið andrúmsloft á fundum vegna þess. En fólk skilur ekki alltaf starf lögmanna, það skilur ekki að þeir geta verið vinir þótt þeir hakki hver annan í spað fyrir rétti. Það hefur stundum borið á góma að ráðast í byggingu lög- fræðingahúss, eins og t.d. læknarnir gera, nokkurs konar Domus juris. En niðurstaðan er alltaf sú að fólki myndi finnast það skrýtið að lögmenn geti staðið saman, en svona bygging myndi samt spara mikil hlaup og vinnu. En það er þessi tortryggni sjáðu. Hún er ástæðulaus held ég. „Refsing verður glæpur" — Hvað skipta fangelsi miklu máli? „Það er nú það. Fangelsun er frelsissvipting og frelsissvipting er stór glæpur. Þannig verður refsingin mesti glæpurinn! Frelsissvipting er úr- elt og kemur engum að gagni. Fangelsi er mynd af hugmyndaleysi, það kemur enginn betri mað- ur út úr fangelsi. Samt eiga þau að vera betrun- arhús! Oft þurfa sakborningar hjúkrun, með- ferð, þetta eru oft sukkópatar, nú eða óharðnað- ir unglingar, eða konur, ... við tímum ekki að skilja hópana að, sem þó þyrftu ólíka meðferð hver. En þetta er ekki málaflokkur, sem þing- menn skipta sér af, hann dregur ekki til sín at- kvæði sjáðu. Svo er fólki hent út aftur, kannski bara ekið niður á Lækjartorg og sagt að plumma sig! Einu sinni hringdi til mín skjólstæðingur af Litla-Hrauni, síbrotamaður. Hann sagðist eiga að fara að losna og bað mig að aðstoða sig eitt- hvað. Ég talaði við þá, sagði þeim að hleypa hon- um ekki út nema láta mig vita. Svo er farið með hann í bæinn, ég fékk ekki að vita neitt, bara að hann hefði verið settur út úr bílnum niðri í mið- bæ. Ha, allsiaus maðurinn, veikgeðja síbrota- maður. Hann var kominn inn aftur eftir tvo daga og fékk eins og hálfs árs dóm fyrir afbrotið. Hverjum var það að kenna? Fyrir nú utan það hvað þetta kostar þjóðina; einn dagur í fangelsi kostar það sama og dagur á spítala. Vinnuhælið á Litla-Hrauni, sér er nú hvert vinnuhælið! Nei, refsivist er hefnd og leiðir ekki til betrunar. Samt er einn hópur glæpamanna, sem ekkert annað dugar á og ekkert annað á skilið en kannski ströngustu refsingu. Það eru eiturlyfja- salarnir. Blessuð vertu, þessir menn eru að fremja tilræði við heilsufar allrar þjóðarinnar í ábatavon. „Þeir gætu eins opnað pulsubar" — Er lögmannastéttin að breytast? Mér finnst allir lögfrœðingar vera í innheimtu og fátt um svona individuala eins og þú varst að tala um áðan. „Ég held þetta sé rétt. Þessir strákar, þeir líta á lögfræði sem bisniss, fasteignir og innheimtur. Sumir staðna í innheimtubatterí — einu sinni kom til mín maður sem sagðist vera að fara til útlanda og bað mig um að ávaxta fé fyrir sig á meðan. Ég stóð nú bara upp, opnaði dyrnar og bað hann að koma sér út. Hann hefur bara farið eitthvað annað. Staðreyndin er að það eru mjög fáar stofur sem reka lögfræði, þeir gætu alveg eins opnað pulsubar sumir. Innheimtubatterí, það er það sem stofurnar eru. En það er auðvit- að með lögfræði eins og blaðamennsku, þetta er alls konar fólk góða mín!“ — Hvers vegna fórst þú í lögfrœði? „Upphaflega ætlaði ég nú í læknisfræði eða hagfræði en pabbi heitinn beindi áhuga mínum að lögum. Pabbi minn var Oddur Jónsson fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur og mamma mín heitir Eyvör Þorsteinsdóttir.Ég er Vesturbæingur — ég.myndi ekki sofna fyrir aust- an læk, hvað þá setjast þar að! Embættisprófið tók ég 1968 og 10 dögum seinna hafði ég lokið málflutningi fjögurra prófmála í Borgardómi og lögmannsstofuna opnaði ég tæpum mánuði seinna. Ég sótti reyndar um starf hjá Guðmundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni en hann sagði að ég væri ekki fulltrúatýpa og hratt mér þannig út í sjálfstæðan praxis. Svo hann ber dálitla ábyrgð á mér! Annars er lögfræðin bara vinna. Jú, kannski er það rétt að ég hafi gaman af þessu og ég tel mig hafa réttlætistilfinningu. En að loknu hverju máli þá verður að vera hægt að hreinsa hugann, afkúpla. Tilfinningatengsl mega ekki koma inn í þetta. Slíkt myndi ekki ganga upp. Ekki dugir harka heldur, það er léleg lögfræði, þegar beita þarf hörku. Einu sinni ætl- aði ég að vera rosalegt hörkutól. Ég fór á fund ráðuneytisstjórans, Baldurs Möller í dómsmála- ráðuneytinu, til að láia vita að mér fyndist af- greiðsla máls dragast. Þú veist að Baldur var frægur fyrir skrifstofuna sína, hún var svo drekkhlaðin skjölum hvert sem litið var. Mér var boðið sæti í stól gegnt skrifborðinu og sagði ábúðarmiklum rómi eins og mér einum er lagið að nú gengi þetta ekki lengur að sitja svona á málinu. Ráðuneytisstjórinn svaraði mér ljúf- mannlega og spurði hvort ég vildi ekki standa upp, því skjölin í málinu væru á stólnum sem ég sæti í! Eftir þetta leystist málið alveg." — Hafa einhver mál verið áhugaverðari en önnur? „Erfið spurning. Þagnarskylda lögmanna er svipuð og kaþólskra skriftafeðra. Hvert mál hef- ur auðvitað sína sérstöðu og blæbrigði, stór mál skilja eftir sig dramatík en flest hafa verið á sviði borgaralegs einkaréttar og ráðgjöf. Einu sinni hafði samband við mig ágætur bóndi og bað mig að verja son sinn og kunningja hans vegna málssóknar á hendur þeim eftir slagsmál á balli. Ég fór austur og ræddi við piltana. Þá kemur upp úr kafinu að annar þeirra var búinn að vera frá vinnu í tæpt ár vegna meiðsla, sem hann fékk við störf hjá Vegagerðinni. Honum hafði alls ekki komið til hugar að hann ætti bótarétt vegna vinnuslyss. Hálfu ári síðar voru þeir félag- ar báðir sýknaðir af kröfum vegna slagsmál- anna og á sama tíma náði ég fram kröfum um skaðabætur vegna vinnuslyssins, sem nægðu pilti til að hefja búskap í sveitinni sinni. Hefði hann ekki lent í slag á balli hefði hann sem sagt aldrei fengið bæturnar. Svona tilviljanir krydda lögmannsstarfið og gera það ánægjulegt. Eg hef eingöngu starfað sem lögmaður frá því ég lauk prófi og það rann upp fyrir mér að nú þýddi víst ekki lengur að hugsa um hvað ég ætla að verða þegar ég er orðinn stór!“ —■ Ertu þá orðinn stór? „Það er nú það! Enn hef ég gaman af því sama og áður, af lögfræði, ferðalögum. Lögmanns- starfið hefur boðið mér upp á áhugaverðar ferð- ir. Við Valgerður Bára konan mín ferðumst mik- ið, hún vann reyndar að ferðamálum áður en hún byrjaði að starfa á lögmannsstofunni með mér. Eg tók þátt í stúdentapólitík á háskólaárun- um, þá fór ég víða, komst m.a. á Alþjóðaþing stúdenta á Nýja-Sjálandi, og einu sinni var mér m.a.s. boðið til Bandaríkjanna af Dean Rusk! Sú ferð var lærdómsríkari en margan grunaði fyrir fram. Við vorum fjórir íslendingar og áður en

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.