Helgarpósturinn - 11.07.1985, Qupperneq 13
• • •
við fórum var okkur gert að útfylla alls konar
pappíra, m.a. svara því hvað væri aðaláhuga-
málið. Við áttum nefnilega að búa hjá fjölskyldu
og fjölskyldurnar voru vist valdar m.a. með tilliti
til okkar áhugamála. Svo rugluðust þessir
áhugamálapappírar, ég lenti í því að búa heila
helgi hjá einhverjum íþróttafríkum, var dreginn
út að hlaupa og synda og látinn skoða fótbolta-
velli. Svo kom í ljós að fólkið hélt að ég væri Ell-
ert B. Schram knattspyrnumaður eins og hann
var þá — með meiru. Hann var þá að leika mig
á öðru heimili á meðan.
„Ert þú maðurinn
með sveppina?"
Það er auðvitað misjafnt hvað vekur áhuga
fólks í nýju umhverfi. Ég veit um sveitamann
sem var spurður hvað vekti mesta athygli hans
í höfuðborginni og hann svaraði að það væri að
hitta mann, sem hann hefði aidrei séð áður!
Ferðalög opna sjóndeildarhringinn, líka þeirra
sem taka á móti ferðalöngunum. Sjáðu bara
hvað öll hótel og matarmenning hefur breyst
hér á landi. Einu sinni var bara sagt á matseðlin-
um að hægt væri að fá súpu, kjöt og desert. Ef
maður spurði hvaða súpu, þá var svarið bara
súpa; hvaða kjöt? bara steik og hvaða desert, þá
var sagt ís. Áður en ég varð stór og vildi leika
heimsmann, vorum við nokkrir saman, skólafé-
lagar að spila heimsmannahlutverk. Við löbb-
uðum inn á veitingahúsið Naust og pöntuðum
okkur sinn hvern réttinn; einn bað um einhvern
forláta og framúrstefnulegan svepparétt. Þetta
tók voðalegan tíma og pantarinn var að dansa
þegar þjónninn loks kom með réttinn. Þjónninn
vildi láta Hauk — þetta var Haukur sálugi
Hauksson blaðamaður — vita, svo hann labbaði
til hans út á dansgólfið, hnippti í öxlina á honum
og sagði: „Afsakið, eruð þér ekki maðurinn með
sveppina?" Aldrei gleymi ég svipnum, sem kom
á Hauk! Eruð þér ekki maðurinn með svepp-
ina!!!
„Yes, all the time"
Heyrðu, ég skal segja þér aðra sögu, hún sýnir
hvað maður getur orðið stressaður og hvernig
misskilningur verður til um það hvernig maður
er. Við Vala Bára vorum boðin í siðdegisdrykk
hjá bandarísku sendiherrahjónunum. Ég var vit-
anlega dálítið seinn fyrir, alltaf á hlaupum, en
var með blómvönd handa frúnni Pamelu. Þegar
við komum er sendiherrann að heilsa gestunum
og við hlið hans stendur kona. Ég afhenti henni
blómvöndinn en hún færðist undan, spurði
hvort þau væru virkilega handa sér. Já, sagði ég
og tróð blómunum upp á hana. Stuttu seinna var
ég svo kynntur fyrir sendiherrafrúnni, nema
hvað hún var allt öðru vísi en hin, ég hafði látið
vitlausa konu fá blómin. Konan sem fékk blómin
var þá bara að rabba við sendiherrann og hefur
líklega haldið ég ég væri alveg sérstakur aðdá-
andi sinn. Svo seinna sá ég hjónin ásamt með
öðrum hjónum íslenskum, sem ég þekki mæta-
vel og ég bað íslensku konuna að skýra þetta út
fyrir Pamelu, því ég vildi að hún vissi að ég ætl-
aði að gefa henni blóm, þú skilur. Seinna í þessu
sama boði vík ég mér að sendiherrafrúnni og
segi: „Do you still miss my flowers?" eða „Sakn-
arðu ekki blómanna minna enn?“ Frúin horfði á
mig stórum augum og sagði: „Yes, all the time.“
(Alltaf). Þá hafði sú íslenska alls ekki sagt henni
frá þessum misskilningi svo Pamela hlýtur að
halda að ég sé smáskrýtinn. En þetta átti sér
sem sagt mjög eðlilega skýringu allt saman."
— Þú verdur bara ad skrifa Pamelu og skýra
þetta út fyrir henni.
„Já, líklega ætti ég að gera það.“
— Og þetta meö ábyrgdarleysi blaöamanna,
sem skilja börnin sín eftir hjá ömmu og afa. Þú
verður sjálfsagt stimplaður œvilangt fyrir það.
„Heldurðu það, já. Já, líklega ætti ég að birta
athugasemd til að það komi fram hvað ég sagði
í raun og veru.“
— Hvað með framhald Skaftamálsins?
„Samkvæmt niðurstöðum þessara dóma ber
nú ríkissaksóknara að taka til greina kærur mín-
ar og ákæra Skafta Jónsson fyrir rangar sakar-
giftir, fólskulega árás á dyravörðinn, og það
mætti hugleiða það sama varðandi framkomu
hans við löggæsluaðila, svo sem varðstjórann,
þar sem Skafti játar að hafa ráðist á hann en
muni ekki hvort hann lamdi eða sparkaði í
hann. Vonandi gleymist þetta nú ekki í fram-
sókn málsins, né verði við það látið sitja að telja,
að löggæslumenn verði í hlutverki barnapíu í
stað árvakurra gæslumanna laga og réttar.
Svona dekur við óróaseggi og ofstopamenn
tíðkast vitanlega hvergi í siðuðu þjóðfélagi
erlendis. Annars er mér kunnugt um það að
bókaútgefandi hyggst gefa út á næstunni bók,
þar sem birtast öll opinber gögn málsins."