Helgarpósturinn - 11.07.1985, Síða 15
LISTAP
„Nei, ég hef síður en svo
fengið leið á körlum," —
Jóhanna Sveinsdóttir
„spjallar við" Adonis.
JOHANNA
RANN-
SAKAR
KARLMENN
Hún Jóhanna Sveinsdóttir, blaða-
maður hér á Helgarpóstinum og
ókrýndur meistari viðtalanna, hvarf
um stund úr orrahríðinni á blaðinu
og settist við að skrifa bók. Bókin sú
mun samanstanda af einum tuttugu
og fimm viðtölum við íslenska karl-
menn. Og viðtölin snúast öll um þau
vandamál sem af því hljótast að
vera karlmaður í sambýli eða í sam-
skiptum við konur. Til bráðabirgða
kallar Jóhanna bókina „íslenska
elskhuga". Enda fjallar bókin um
ásta- og sambúðarlífið frá sjónarhóli
karlmanna. Jóhanna spyr viðmæl-
endur sína (sem af skiljanlegum
ástæðum fela sig á bak við dulnefni)
spjörunum úr um kynlífið, hjóna-
bandið, sambúðina, jafnréttið, skiln-
aðina, börnin, vinnuþrælkunina og
áhrif hennar o.fl. o.fl.
— Erum við svo ólíkir, karlmenn-
irnir, Jóhanna — segja ekki viðmæl-
endur þínir allir sömu söguna?
„Sumum ber vitanlega saman. En
ég geri mér far um að velja í bókina
karlmenn á öllum aidri, með ýmiss
konar starfsreynslu og ólíkan feril í
einkalífinu. Bókin mun svo væntan-
lega gefa lesendum hugboð um til-
finningalegt ástand íslenskra karl-
manna á okkar tíð. En það úrtak úr
karlþjóðinni sem ég er með, er
vissulega ekki marktækt miðað við
reglur úr þjóðfélagsfræði."
— Karlmenn og kynlíf — veröur
þetta ekki heilmikid félagsfrœdilegt
klám?
„Nei. Ég lít ekki þannig á það.
Þetta verða engar skráargatsbók-
menntir eða blaðamennska. En
þarna verða ræddir hlutir sem
sjaldnast hafa verið til umræðu,
hvorki í blaðaviðtölum og raunar
þaðan af síður í bókmenntum. Víða
í nágrannalöndum okkar hafa karl-
menn risið upp (já, risið upp!) og tek-
ið sín mál til umfjöllunar. Það hafa
jafnvel orðið til karlahreyfingar í lík-
ingu við kvennahreyfingarnar. Þeir
hafa gefið út tímarit, birt þar greinar
og viðtöl um tilfinningalíf karl-
mannsins — karlmenn eru víða
farnir að kryfja sín tilfinningamál
nokkuð heiðarlega í bókmenntum.
Hér hefur það ekki þekkst — fyrr en
nú. í formálanum ætla ég að gera
grein fyrir tilgangi þessarar bókar
og fjalla um það hvers vegna ís-
Ienskir karlmenn hafa verið svo lok-
aðir um þessi mál sem raun ber
vitni."
— Vidmælendur þínir — eru þeir
opinskáir um sjálfa sig?
„Já. Það held ég. Sumir þeirra
hafa sagt að þetta hafi verið í fyrsta
sinn sem þeir hafi íhugað og rætt
ævi sína á þennan hátt. Einstaka
maður hefur jafnvel aldrei sagt
nokkurri manneskju frá þessum
hlutum áður. Við reynum að ræða
það að hvaða leyti uppeldi hafi mót-
að samskiptamunstur þeirra, eða
samskiptaerfiðleika þeirra, við kon-
ur — og karla. Við komum að fyrstu
kynlífsreynslunni — hvort kynlíf
þeirra breytist með árunum, hvort
þeir eigi trúnaðarvini og vinkonur,
hvernig þeim hefur gengið í sínum
samböndum, hvort þeir geti opnað
sig tilfinningalega."
— Helduröu að viðmœlendur þín-
ir tali beint frá hjartanu — vegna
þess að þú ert kona?
„Ég reikna frekar með því. Ég
þekki til tveggja eða þriggja viðtals-
bóka af svipuðum toga, og þar hafa
það verið konur sem hafa tekið við-
tölin."
— Hvað finnst þér mest einkenn-
andi við kar/ana sem þú hefur talað
við?
„Ég er nú ekki búin með bókina
og ætti því raunar að segja sem fæst,
en þó er það eitt serrt ég hef tekið
eftir, og það er ekki bundið við ald-
ur, en það er ákveðið tilfinningalegt
og félagslegt öryggisleysi, sem birt-
ist þannig að þeir kasta sér úr einum
faðmi í annan, ganga samband úr
sambandi, hjónaband úr hjóna-
bandi án þess að hugsa sig almenni-
lega um og án þess að gera upp
reikninga í því sambandi sem þeir
eru að fara úr; og margir hverjir
gera sér grein fyrir því, að þetta staf-
ar af öryggisleysi og engu öðru.
Þeim finnst erfitt að vera einir, geta
ekki verið sjálfum sér nógir."
— Er hjónaband námer tvö ekki
farsœlla en það fyrsta?
„Nei, ekki virðist það nú vera. Þá
sækja oft á draugar úr fyrra hjóna-
bandi."
— Eru karlar gerólíkir konum
hvað þetta snertir?
„Nei, ætli það nú. En það hefur
alla tíð þótt sjálfsagt að þær tali um
tilfinningar, sín persónulegu vanda-
mál. Hvað karla varðar, þá hefur
það alls ekki þótt sjálfsagt — þótt
vitanlega sé það misjafnt eftir upp-
eldi.
Ég veit ekki hvernig það er á Is-
landi — eflaust má grafa upp tölur
um það, en erlendis er sjálfsmorðs-
tíðni afarhá meðal fráskilinna
karla."
— Tala þínir menn mikið um
vinnuþrœlkun á Islandi?
„Já. Það er ljóst að vinnuþrælkun-
in er orsakavaldur margra hjóna-
skilnaða eða sambandsslita."
— Heldurðu að þú náir þokka-
lega breiðu úrvali af körlum alls
staðar að á landinu?
„Ég veit ekki. Ég er á leiðinni út á
land núna. Og hlakka til. Hér í
Reykjavík er nánast offramboð á
einhleypum og fráskildum.
Mér finnst kynlífsþátturinn í
þessu einkar spennandi. Það hefur
ekki verið reynt að kortleggjá það
áður, hvernig karlmenn upplifa kyn-
líf."
— Eitthvað sem hefur komið þér á
óvart?
„Nú er erfitt að svara, því þá hlýt-
ur maður að taka mið af eigin
reynslu, ekki satt.“
— Hefurðu fengið nýjar hugmynd-
ir um karlmenn?
„í rauninni ekki; ekki enn: En ég
fæ staðfestingu á einu og öðru. Og
þá náttúrlega því að karlmenn vilja,
rétt eins og konur, láta dedúa við
sig. Mörgum finnst samfarir lang-
bestar þegar þeir geta bara legið af-
slappaðir, gefið sig alla, látið taka sig
— hvernig sem við nú orðum þetta.“
— Eru karlar mjög á valdi for-
dóma í kynferðismálum?
„Já, að minnsta kosti fram eftir
aldri."
— Og með áhyggjur af því að
þurfa að ,,standa sig“ í rúminu?
„Já. En þessi mál er erfitt að ræða
við konurnar. Þeir eru uppteknir af
því að standa sig, eða þeir hugsa
ekki um annað en sjálfa sig. Það er
oft ekki fyrr en seint og um síðir að
þeir uppgötva að kynlíf er ekki bara
fyrir karlmenn. Það virðist algengt
að karlmenn ieiti til eldri kvenna,
bæði í sambandi við kynlífið og
einnig til að ræða tilfinningamál —
og margir vilja fremur vera með sér
eldri konum heldur en jafnöldrum
sínum eða yngri.“
— Eru karlar meira seinþroska en
konur?
„Ég veit það nú ekki. Ætli merg-
urinn málsins sé ekki bara sá, að
karlmenn hafa ekki sömu mögu-
leika og konur á að ræða þessi mál,
víkka sjóndeildarhringinn.
í samtölunum er oftast komið inn
á jafnréttisbaráttu kvenna og af-
stöðu þeirra til hennar og hvernig
þeir hafi farið út úr þeim átökum —
ef ástæða er til að ræða það. Sumir
þeirra yngri telja að það færi betur
á því að konur stjórnuðu heiminum
— karlmenn hafi sýnt það og sann-
að gegnum aldirnar að þeir séu ekki
færir um það. Og það að reka heim-
ili sé nokkuð sambærilegt við það
að reka samfélag — að sjá fyrir þörf-
um allra.
Svo eru þeir sem eru aðeins eldri,
sérstaklega þeir sem eru á milli þrí-
tugs og fertugs og þekkja konur sem
hafa staðið í jafnréttisbaráttu. Þeir
eru oft óöruggir. Þeir eru kannski í
miðri frásögn, grípa þá fyrir munn-
inn og segja: Nei! þetta get ég ekki
sagt við þig, þú ert kona! Nú merk-
irðu mig áreiðanlega sem karl-
rembusvín eins og fyrrverandi kon-
an mín!
Mér finnst þetta vera svona. Sum-
ir eru hræddir við að verða stimpl-
aðir.“
— Halda þeir giftu mikið fram-
hjá?
„Já. Þeir gera það talsvert. Auð-
vitað ekki allir. Sum hjón eða pör
hafa gert með sér samning um að
verða ekki að einskorða sig hvort
við annað — en mér virðist að það
frelsi hafi yfirleitt verið nýtt af þeim,
körlunum."
— Fœrðu ekki leið á körlum eftir
allar þessar vangaveltur?
„Nei, það held ég ekki. Síður en
svo!“
-GG.
HELGARPÓSTURINN 15