Helgarpósturinn - 11.07.1985, Qupperneq 18
SKAK
eftir Guðmund Arnlaugsson
Kasparov gestur Der Spiegel
Þýska vikuritið DER SPIEGEL
bauð sovéska skáksnillingnum
Garrí Kasparov í hálfs mánaðar
heimsókn til Hamborgar. Par
tefldi Kasparov einvígi við Hiibn-
, er, fremsta taflmeistara Vestur-
Þjóðverja, einnig fjöltefli við
menn og tölvur, og loks átti blaða-
maður frá ritinu langt viðtal við
hann.
Hubner stóðst Kasparov ekki
snúning. Þeir tefldu sex skákir og
af þeim vann Kasparov þrjár, en
hinum þremur lauk í jafntefli.
Húbner þykir einhver traustasti
skákmaður hins vestræna heims,
svo að þessi úrslit eru ljóst dæmi
um yfirburði Kasparovs. Húbner
fékk slæman skell í fyrstu skákinni
sem Kasparov vann á glæsilegri
fléttu, er gerði í raun út um skák-
ina í 12. leik, þótt Húbner berðist
í 16 leiki til viðbótar. í síðari skák-
unum var leikurinn jafnari og þar
átti Húbner stundum nokkur færi,
en Kasparov reyndist honum
slyngari, bæði í sókn og vörn.
í fjölteflinu var það nýstárlegast
að Kasparov tefldi samtímis við 32
skáktölvur, allar þær helstu sem
nú eru á markaði — og vann þær
allar. í Der Spiegel er rætt um
heimsóknina ítarlega í tveimur
blöðum, rakin ævisaga Kasparovs,
sýndar skákirnar við Húbner og
sagt frá fjölteflunum og öðru sem
Kasparov tók sér fyrir hendur.
Einna forvitnilegast er þó samtal-
ið við hann.
í viðtalinu er Kasparov hvergi
myrkur í máli. Þvert á móti. Hann
er svo opinskár að maður undrast
djörfung hans. Hann talar um Kar-
pov og hans menn: „klíkuna
kringum Karpov", segir að Karpov
ráði því sem hann vill innan sov-
éska skáksambandsins. Þegar
blaðamaður spyr hann hvort skýr-
ingarinnar geti verið að leita í því
að Karpov sé „ekta“ rússi, en hann
sjálfur gyðingur í aðra ættina en
armenskur í hina og þar að auki
frá útkjálka í hinu víðlenda ríki;
Baku, gerir Kasparov lítið úr því,
en bendir á að Karpov hafi unnið
sigra sem eru mikilvægir fyrir Sov-
étríkin, er hann vann Kortsnoj tví-
vegis í keppni um heimsmeistara-
titilinn; að forystumenn sovéska
skáksambandsins hafi unnið með
honum þar og séu honum því hlið-
hollir áfram. Til klíkunnar kring-
um Karpov telur Kasparov einnig
Campomanes forseta FIDE, al-
þjóða skáksambandsins, og jafn-
vel Kinzel fyrrum forseta vestur-
þýska skáksambandsins og Gligor-
ic, stórmeistarann góðkunna. Kin-
zel var formaður dómnefndar við
einvígið og staðgengill Campo-
manesar þegar hann var ekki við-
staddur. En Gligoric var yfirdóm-
ari. Þessir menn hafa báðir ritað
skýrslu um tildrög þess að einvíg-
inu var slitið. Hluti viðræðna við
keppendur, er reynt var að komast
að samkomulagi um slit einvígis-
ins, lentu einmitt á Kinzel í fjar-
veru Campomanesar. En það er
ekki mikils virði að rifja þá sögu
upp, fróðlegra er að frétta hvernig
einvígið kemur Kasparov fyrir
sjónir nú.
Kasparov skiptir einvíginu í þrjá
þætti (ég dreg frásögn hans aðeins
saman);
1. þáttur, 1.—7. skák. Þá gat allt
gerst, hvor sem var gat sótt á. En
ég lék oft illilega af mér. í 2. og 6.
skákinni átti ég færi sem venju-
lega hefðu nægt mér til vinnings.
En þarna kom reynsla Karpovs
honum að góðu haldi. Staðan eftir
þessar 7 skákir: Karpov 3:0 og 4
jafntefli.
2. þáttur, 8.-27. skák. í þessum
þætti tapaði ég tvisvar og staðan
varð 5:o fyrir Karpov.
Nú skildi ég að baráttunni gat
lokið hvenær sem var, ég breytti
um skákstíl og fór að tefla varnar-
tafl. En hér tók Karpov ranga
stefnu. Hann vantaði aðeins einn
vinning til að sigra og hann átti því
að tefla djarft. Hann kynni að tapa
1—2 skákum en það hefði ekki
skipt máli, 6:2 er ágætur sigur. En
hann beið þess að ég léki af mér.
Þarna kom fram veila í skapgerð
hans. Raunar stafa flest mistökin í
þessu einvígi af veilum í skapgerð,
bæði hjá honum og mér. (Blm.
spyr: Hvaða veila er verst hjá þér?)
Ég er óþolinmóður, og á erfitt
með að bíða aðgerðalítill þegar
taflið er í jafnvægi.
3. þáttur, 28.-48. skák. Nú var
ég hættur að efast um að Karpov
myndi sigra. Ég var kominn á ystu
nöf. Ég fann til léttis, ég hafði gefið
upp alla von og vildi aðeins reyna
að sýna heiminum — og sjálfum,
mér — að ég gæti teflt skák.
Karpov var hins vegar orðinn
sigurviss. Hann ætlaði sér að ljúka
einvíginu í 31. skákinni, tefldi
hana mjög vel framan af og náði
vinningsstöðu. En þá gerðist dálít-
ið óvænt. Eiginlega hefði ég átt að
verða órólegur: í þann veginn að
tapa skákinni og einvíginu. En ég
var alveg rólegur. Hins vegar varð
Karpov svo óstyrkur á taugum að
jafnvel áhorfendur sáu það. Hann
hafði peð yfir og beið þess að
skákin ynnist sjálfkrafa. En ég
fann nýjar smugur og brellur, yfir-
burðir hans fjöruðu smám saman
út og hann komst í tímahrak. Ég
bauð honum þá jafntefli sem hann
var fljótur að þiggja. Tíu skákum
síðar hefði ég ekki boðið honum
jafntefli við þessar aðstæður. En
ég var sæll og feginn að hafa
sloppið hjá tapi. Það var því ekkert
undarlegt að Karpov tapaði næstu
skák.
Þarna urðu skil í skákeinvíginu,
ég var búinn að ná frumkvæðinu.
Síðan komu 14 jafntefli og þá vann
ég 47. og 48. skákina — en þá var
einvíginu slitið. Ég hygg að lok
þessa einvígis (ef það hefði haldið
áfram) hefðu orðið svipuð og upp-
hafið, aðeins með öfugum for-
merkjum. Ég er sannfærður um
að í lok einvígisins voru tilfinning-
ar Karpovs orðnar hinar sömu og
mínar í upphafi þess. Hann var
orðinn smeykur.
VEÐRIÐ
Unnur Ólafsdóttir veður-
fræðingur á Veðurstofu íslands
spáir norðanátt og fremur svölu
veðri fram yfir helgina. Um
norðanvert landið verða skúrir
en léttskýjað sunnan fjalla.
SPILAÞRAUT
S Á-6
H K-D-10-2
T Á-D-10-2
L K-9-8
S K-D-8
H Á-6-5-4
T K-7-4-3
L Á-6
Vestur spilar sjö grönd. Útspil er
spaðagosi.
Lausn á bls. 12
LAUSN Á KROSSGÁTU
5 5 s !< 'ft V •
L G F Æ T r u R H V U r r / F
■Pi s ' U N ft /n 'o r Pi o F r p ft
L u N V 5 r y s 6 U R m ft L G L ft V fí R
L fí r fí R fí L L R ft F fí L L ft N 6 R ft
5 fí p> r fl fí m fí r ft m ft R ft u R 'fí r 5
Q N U Ð ft N ft U r o N N 6 R s r
H V N 6 u /? D fí u V / É L U fí N fí /
U m R. R ft R 6 • N ft R i X / i> ft c N 5
‘ft H ■ U 6 6 E L (3 U R i N N ■ U r 5 / U nn
V \0 hí H L E 6 fí R. ft F 1 £ Ð R fí S r N 7~
fí U m H N F U N fí R fí N p o . R ft u 6 ft
R h N 6 r R fí 5 K A • e ft R / H R u N
m — LOP/N VETUR ■■ V/rv/VA Sfírnm.- ~ ~Zu Sr '05/LT S'RíZU þvfíúfl EYDD UR ftSfí rr/YNN/ AKLP KLYEOI SflmUL SfS- vond vflKO Skóli TflLfl ToRn NoT HLjóD fpll
TftNOt 2 E/NJ Sf/trv/i.
n ur/, 1 l-í- /) HRtNC 4'VV^AA ^ ÞRjúPp, DRflBS OK'fíTI TÆl-f) LE/KUR. T/TR- /Nú
rn‘íKL')8 6LUFfí/t GíiENJPi
G/ST' . UÚS MYnt fl/ZK ÖV/L) un uR
l E/NK- sr Vfík&íÐ po/<> VEÐUR Ljo3 KEfí/Ð 'OSfíNÚ flOfí r
fírsR. flN’Dí.fGB fíTúíUR fíUNGfl GömUL /y/y/vT F/íÐfl/í
vYftHfn. VL/iUT
fíF 5Tfít> Gfi'T /-} 7 RVK■ KoNU G/ZFlN IK
or . HimJ B£l UflKfí
f B/KflR Fi-PyT PN H'fNLm HÖTLTÐ F/p/m K/nD GflNG FLOT
PlftrrA HfíP/rt UR ~ SEFft HftFtíB
L'/NR PoKfí (U.) H/t/oS/ LEOT HE/DUR /a'A' mjúft vöms
5TROK TEL- VnD/ sn'fírv. TÆP VÚRtMÞ Sfl/ri7.<r
þfi/kNG SL\ AHDl/Tz HLUT/
SPGfí T/ftfíR VOT ÖFUG/
ÚTT. Tv'/HL- T % £/N5
HflPPÞz 6R.ób)fí 4 — SKEL /N S'ÓNQ Lfí DUFr JÓRTok DÝR
l 1 þKÓNfí Vfl JfíRN flVfí
18 HELGARPÓSTURINN