Helgarpósturinn - 11.07.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 11.07.1985, Blaðsíða 24
vegis verið frestað að kjósa nýtt út- gerðarráð BÚR, og er altalað að ástæðan sé sú, að Ragnar Júlíus- son skólastjóri verði gerður að for- manni ráðsins eftir sameiningu BÚR og ísbjarnarins. Mun áætlunin vera sú, að formennskan verði launuð, og segir sagan, að Ragnar muni í kjölfarið hætta afskiptum af pólitík. Þá herma fregnir jafnframt, að for- stjórar hins nýja fyrirtækis verði tveir, þeir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri BÚR, og Vilhjálmur Ingv- arsson hjá ísbirninum. Kosningu í útgerðarráð var frest- að til 1. september gegn atkvæðum fulltrúa allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn. Fresturinn þýðir, að kosningin fer í fyrsta lagi fram þ. 19. sept, vegna sumarhlés á störfum borgarstjórnar. Þá blandast jafn- framt inn í þessa frestun sá ótti Dav- íds Oddssonar borgarstjóra, að Al- þýðuflokksmenn ætli að bjóða Björgvin Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóra BÚR, í útgerðarráðið, en samkvæmt „skiptareglu miðju- flokkanna"; krata, Kvennaframboðs og Framsóknar, eiga kratar þennan fulltrúa. Ef þetta er rétt, er þetta í annað sinn sem Davíð kemur í veg fyrir að kratar fái sinn fulltrúa í valdastofnanir borgarkerfisins, því komið var í veg fyrir að Guðríður Þorsteinsdóttir, fulltrúi Alþýðu- flokksins, kæmist í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis... A dögunum gerðust þau tið- indi, að Armann Kristinsson sakadómari vísaði frá dómi máli frá ákæruvaldinu, á þeim forsendum að það væri vanreifað, eins og það heitir á lagamáli. Það þýðir, að dóm- ari telji sér ekki fært að kveða upp efnisdóm í málinu vegna slakra gagna. Ríkissaksóknari kærði þessa frávísun til Hæstaréttar, en þegar málið var komið áfrýjað á pappír, var hinn ákærði ekki lengur aðeins Pétur Einarsson, fasteignasali með meiru, heldur hét málið núna Ákæruvaldið gegn Pétri Einarssyni og Ármanni Kristinssyni (saka- dómara). I sakadómi urðu menn að vonum bandvitlausir, en ekki getur HP upplýst hvort nafni sakadómar- ans hefur verið troðið inn á máls- skjölin hjá embætti Þórðar eða í Hæstarétti. Það síðasta sem við heyrðum af þessu máli var það, að Ármann hefði fengið það í hendur aftur frá Hæstarétti, úrskurðað sjálfan sig hæfan til þess að fjalla um málið (enda þótt hann væri orðinn aðili málsins!) og síðan sýknað Pétur Ein- arsson, sem drekkur gjarnan kaffi með Albert Guðmundssyni fjár- málaráðherra á Borginni. . . A dögunum var haldinn fundur með Markúsi Erni Ant- onssyni og starfsmönnum Sjón- varpsins og var búist við „hörku- fundi" Búið var að senda útvarps- stjóra spurningar bréflega með fyr- irvara og var kominn kjaramálahiti í liðið, þegar Markús Örn mætti. En minna varð úr alvöruumræðu, því „einhverjir kjánar" fóru að spyrja útvarpsstjóra um ýms smáatriði í rekstri Sjónvarpsins, svo sem hvort ekki væri rétt að mötuneytið væri opið allan daginn eða eitthvað í þá veruna. Þar með slapp Markús Örn úr greipum sjónvarpsstarfsmanna, sem iðuðu í skinninu að ræða ótal vandamál við útvarpsstjóra, sem sést ákaflega sjaldan í stofnuninni. í umræðum manna á meðal er rætt um það, að Markús Örn eigi bágt þessa dagana vegna breytinga á út- varps- og sjónvarpsmálum á íslandi og í ljósi pólitískra skoðana sinna. Á milli steins og sleggju... l Bandaríkjunum á Hafskip hf. fyrirtæki, sem ber og bar nafnið Cosmos. Þetta er flutningamiðlun- arfyrirtæki og er með skrifstofur í Bandaríkjunum, Evrópu og svo á ís- landi. Hérlendis hét fyrirtækið Cosmos á íslandj hf. En 22. maí s.l. kvað Sigríður Ólafsdóttir borgar- dómari upp dóm þess efnis, að fyrir- tækið mætti ekki bera þetta nafn og það því máð út af firmaskrá. Ástæð- an er sú, að ekkja og börn Péturs heitins Guðjónssonar stórkaup- manns eiga fyrirtækið Cosmos hf„ sem er innflutningsfyrirtæki. Það var skráð í opinberar bækur í janúar árið 1955, en Cosmos í New York komst í eigu Hafskips seint á árinu 1983. Ekki er HP kunnugt um hvórt Hafskip hyggst áfrýja þessum dómi... l síðasta blaði birtum við viðtöl við tvo fyrrverandi starfsmenn Haf- skips hf„ sem skýrðu m.a. frá því, að bókari fyrirtækisins hefði oftar en einu sinni skýrt þeim frá því, að tap- rekstur Hafskips á árinu næmi um 200 milljónum króna. Bókarinn sem um ræðir heitir Sigurþór Guð- mundsson. Eftir að viðtölin birtust í HP var Sigurþór skyndilega kom- inn i hálfsmánaðar sumarleyfi, en samstarfsmenn hans héldu að hann ætlaði ekki að taka neitt frí í sumar, þar sem hann er að byggja og veitir ekki af tekjunum. Heimildir HP segja, að Sigurþór hafi verið „sett- ur“ í sumarleyfi... l þróttaunnendur hafa eflaust tekið eftir gallhörðum skrifum íþróttafréttaritara DV, Sigmundar O. Steinarssonar (SOS), gegn íþróttafréttamönnum Útvarpsins. Hafa skeyti SOS einkum beinst gegn Ingólfi Hannessyni á Rás 1 og Jóni Ólafssyni íþrótaáhugamanni á Rás 2. Hafa menn ekki alveg skilið hvað vakað hefur fyrir SOS með þessum skrifum. En nú þykjumst við á HP geta leyst gátuna. DV ætlar nefnilega út í eigin útvarpsrekstur eftir áramót og mun þá verða mikið lagt í íþróttafréttirnar. Mun væntan- legur deildarstjóri DV-útvarpsins í íþróttamálum ekki vera neinn ann- ar en Sigmundur 0. Steinarsson og því skiljanlegt að sá sami vilji gefa sér gott forskot á keppinautana. í framhaldi af þessu höfum við heyrt að DV-útvarpið hafi boðið Her- manni Gunnarssyni, fyrrum íþróttafréttamanni Ríkisútvarpsins, fasta stöðu við íþróttadeild DV-út- varpsins, og mun Hermann þegar hafa setið samningafundi með DV- mönnum. D m&r avíð Oddsson borgarstjóri verður ekki oft kjaftstopp. Það gerð- ist hins vegar um daginn svo um munaði. Staðurinn var Höfði, stund- in var sigurdagur göngugarpsins Reynis Péturs Ingvarssonar, þeg- ar hann lagði Reykjavík að fótum sér. Eftir þjóðhátíðarstemmningu á Lækjartorgi ók borgarstjóri með yndi allrar þjóðarinnar til veglegs kaffisamsætis í Höfða. Þar voru allir broddar borgarinnar mættir, en Davíð og Reynir Pétur sátu til önd- vegis og varð skrafdrjúgt, að sögn viðstaddra. Um síðir lauk þessum fagnaði og um það leyti bar að garði blaðaljósmyndara einn, sem vék sér að Reyni Pétri og sagði: „Ég vil endi- lega fá mynd af þér, Ómari (Ragn- arssyni) og Davíð." Reynir Pétur svaraði um hæl og sagði það í góðu lagi. Síðan leit hann þó dálítið óviss í kringum sig og bætti við stundar- hátt: „Heyrðu, en hver er þessi Davíð!“... l framhaldi af þessari dæmalaust góðu sögu fylgir, að Sigurjón Pét- ursson oddviti Alþýðubandalags- manna hafi tekið slíka hlátursroku við þessa „meldingu“ Reynis Péturs, að hann hafi vart mátt mæla um langa hríð. Úm síðir stundi hann upp við nærstadda. „Við minni- hlutamenn höfum rembst eins og rjúpan við staurinn við að koma Davíð Oddssyni á kné, en ekkert gengið, en svo kemur hér piltur að austan og jarðar borgarstjóra í einni gullvægri setningu. Mættum við fá meira að heyra...“ Nýr skyndibitastaður við Eiðistorg, Seltjarnarnesi V. Kjúklingar-hamborgarar, Selbita-samlokur, djúpsteiktur fiskur, öl-tóbak-sælgæti og ís. Þið getið snætt á eða tekið með ykkur ERIÐ VeLKOMIN (seL-BTTTnn)oiS1.in.70 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.