Helgarpósturinn - 22.08.1985, Page 2
FRÉTTAPÓSTUR
I
Kjötinnflutningur hersins verður kærður.
Einskonar niðurstaða náðist i rimmu utanrikis- og fjár-
málaráðherra í vikunni um fyrirkomulag á innflutningi
varnarliðsins á fersku kjöti. Deilan hefur snúist um lög-
mæti innflutningsins, en hann hefur hingað til verið ótoll-
skoðaður. Nú hefur stjórnin ákveðið að láta dómstólana
skera úr í þessu efni og er húist við þvi að leitað verði til
bændasamtakanna sem stefnanda í málinu, en þau hafa
lengi barist fyrir breyttu ástandi í þessu máli.
Bannað að selja bjórlíki frá og með hausti.
Jón Helgason, dómsmálaráðherra hefur gefið út reglu-
gerð sem bannar vínveitingahúsum að framreiða öl sem áð-
ur hefur verið blandað áfengi en hér mun vera átt við hið
svokallaða bjórlíki. Ákvörðun sína byggir ráðherrann að
mestu á auknum ölvunarakstri og ólátum framan við þá
staði sem einkanlega hafa höndlað með þennan mjöð. Þó
mun ljóst vera að hægt verði að fá sér bjórlíki áfram, en þá
blandað á staðnum. Annars hefur neysla landans á bjórlíki
dregist gríðarlega saman á síðustu mánuðum, en aðeins
einn af hverjum tíu gestum kránna biður orðið um drykk-
inn atarna.
Ingvi Hrafn og Hrafn Gunnlaugs til sjónvarpsins.
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri gekk þvert á um-
sögn útvarpsráðs þegar hann réð í störf fréttastjóra sjón-
varps og deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá stofn-
uninni í vikunni. Ráðið hafði mælt að meirihluta með Helga
E. Helgasyni fréttamanni í starf fréttastjóra og Tage
Ammendrup sem deildarstjóra. Markús fékk Ingva Hrafni
Jónssyni hinsvegar stöðu fréttastjóra og Hrafni Gunnlaugs-
syni stöðu deildarstjóra, en þeir höfðu báðir fengið færri at-
kvæði en Helgi og Tage í umsögn útvarpsráðs. Mikil gagn-
rýni hefur komið fram á þessar stöðuveitingar útvarps-
stjóra, þó svo fordæmi sé fyrir þvi að hann hafi gengið þvert
á vilja ráðsins í fyrri stöðuveitingum.
Fáir vilja fóstra, kenna og læra hvorttveggja.
Ljóst er að menntaðar fóstrur fást ekki í allar þær lausu
stöður sem nú eru á dagvistarheimilum um land allt og þá
einkanlega í Reykjavík. Borgarstjóri segir þetta vera smá-
mál og vill leysa það með því að ráða ófaglært fólk í það sem
á vantar, en starfandi fóstrur og foreldrafélag líta þá hug-
mynd óhýru auga. Þá vantar urmul menntaðra kennara til
starfa á hausti komanda. Þessi skortur á faglærðu fólki í
stöðurnar stafar einkum af lágum launum þessara stétta,
og er það nú einnig farið að koma fram í takmörkuðum um-
sóknum kennara- og fóstrunema í skóla þessara starfs-
greina.
Hvalverndun eða hvalfriðun.
Hvalveiðar voru mjög i deiglunni í síðustu viku, en þá
komu hingað til lands tvö skip aðskildra samtaka sem berj-
ast gegn hvalveiðum. Hér var annarsvegar á ferðinni skip
„Greenpeace'-samtakanna, Sirius, og hinsvegar skip rót-
tækari samtaka, Sea Shepherd, en þau hafa það á stefnuskrá
sinni að sökkva öllum veiðandi hvalbátum sem þau komast
í tæri við. Til engra aðgerða kom þó af hálfu þessara samtaka
á íslandi í vikunni, enda liggja hvalveiðar niðri að sinni.
Hugmynd íslendinga um hvalveiðar i vísindaskyni á næsta
ári er mjög til umræðu þessa dagana.
Fréttapunktar:
• Heilsugæslulæknar hafa samþykkt samkomulag um
laun sem þeir gerðu við fjármálaráðherra og hætta því ekki
störfum, einsog útlit var fyrir.
• Veitt hefur verið leyfi til tuttugu og eins nýs loðdýrabús
og jafnframt vilyrði fyrir stækkun tiu eldri búa á landinu,
en þessi atvinnugrein er nú i mikilli sókn.
• Nýr sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Nicholas Ruwe
er tekinn til starfa. Þess má geta að hér fer mikill laxveiði-
maður og jafnframt félagsmaður samtaka vestra um ótak-
markað andadráp!
• Það bar til tíðinda á Melrakkasléttu í síðustu viku að út-
skorinn Afríkunegri fannst rekinn þar á land. Menn hafa
enga skýringu á þessu, sem er í sjálfu sér allt í lagi.
• Við sundlaugina i Laugardal er verið að útbúa ellefu
metra langan nuddlæk, sem svipar til læksins í Nauthóls-
vik. Hér mun þó ekki vera neinn vísir að nektarnýlendu á
íslandi...
• Bandarísk kona synti yfir Mývatn um helgina að gamni
sínu.
•Ævisaga Kjarvals kemur út í haust á aldarafmæli meistar-
ans, en höfundur verksins er Indriði G. Þorsteinsson rit-
höfundur.
• Grunnvatnsstaða er mjög lág sunnan- og vestanlands um
þessar mundir, en það stafar af óvenjulega góðu árferði í
þessum landshluta í sumar.
• Skákkapparnir Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson
ásamt Ásgeiri bróður Jóns, sem er líka liðtækur teflari, voru
hætt komnir er bill þeirra hentist út af vegi í Dölum um helg-
ina. Þeir hlutu sem betur fer bara skrámur.
• Undirbúningur fjárlaga fyrir 1985 er hafinn og er útlit
fyrir halla þeirra upp á allt að tvo og hálfan milljarð.
• Innan Bandalags jafnaðarmanna hefur verið stofnað Fé-
lag jafnaðarmanna, þar sem saman eru þeir sem óánægðir
hafa verið með hægri blæ bandalagsins í ýmsum málum til
þessa.
• Þá er þess að geta að rannsóknir á ónæmistæringu (AIDS)
fara að öllum líkindum fram á rannsóknarstofu Háskólans,
að sögn heilbrigðisráðherra.
Sigurður Pétursson, fslandsmeistari I
golfi:
„Einbeiti
mér að
hverju
höggi77
texti Sigríður Gunnarsdóttir mynd Jim Smart
2 HELGARPÓSTURINN