Helgarpósturinn - 22.08.1985, Side 8

Helgarpósturinn - 22.08.1985, Side 8
Nauðgunarkærur: Stundum eru karlmenn fórnarlömbin Falskar nauðgunarkærur geta svipt menn ærunni. Nauðgunarkærur hafa verið ófáar síðustu mánuðina. Hafa nauðgunarkærur verið óvenju margar í sumar og er það haíd sumra, að í þessum afbrotum kalli eitt brot á fleiri; þ.e. eins konar smitun eigi sér stað — ódæðis- menn færist í aukana þegar þeir sjái að fleiri af þeirra tagi eru á ferðinni við iðju sína. Ókleift er að fullyrða nokkuð um hugsanlega „smitun" af þessu tagi, en það er staðreynd samt, að í sumar og á fleiri tímabilum á árum áður, hafa nauðgunarkærur á stundum kom- ið mjög margar í kippu á stuttum tíma. Það er á hinn bóginn athyglis- vert að á fimm og hálfs árs tíma- bili, frá 1. júlí 1977, þegar Rann- sóknarlögregla ríkisins tók til starfa og fram til ársloka 1983 komu 126 kærur inn á borð Rann- sóknarlögreglunnar, en aðeins leiddu 58 þeirra til ákæru af hendi ríkissaksóknara. Það er þvi innan við helmingur af nauðgunar- ákærum sem leiðir til sakfellingar meints brotamanns, þess er sætir nauðgunarkæru. í ofanálag er tal- ið að ástandið hér á landi sé í engu ósvipað því sem gerist víða er- lendis, en þar hafa ítarlegar rann- sóknir leitt í Ijós að meirihluti nauðgana sé aldrei kærður; konur láti kyrrt liggja. Ennfremur er ógetið „óopinberra kærumála", þ.e. þegar stúlkur koma inná lög- reglustöð og vilja kæra, en hætta svo við í miðju kafi, áður en at- hugun eða rannsókn af hendi lög- reglu er farin af stað. Astæður þess að ákærur í þess- um nauðgunarmálum eru svo miklu færri en kærur af hendi kvenna, eru ekki einhlítar. Sönn- unarbyrðin er erfið í mörgum til- fellum, þegar orð stúlkunnar einn- ar standa gegn neitun meints nauðgara. Einnig er það stundum svo að konur vilja draga í land af ýmsum orsökum og hætta við málið, þegar það er komið vel á veg; falla frá ákæru. í sumum til- fellum er fallist á slíkar óskir kon- unnar, en stundum er málið komið of langt og hjá opinberri ákæru verður ekki komist. Stundum er það líka að vitni, sem stuðst hefur verið við við frumrannsókn máis- ins breyta fyrri framburði. Astæðurnar eru því margbreyti- legar. Ennþá er þó ógetið einnar ástæðu þess, að kærur um nauðg- anir verða að engu. Það er í þeim tilfellum að sú kona sem kærir nauðgun viðurkennir síðar að hafa lagt vísvitandi fram ranga kæru. Er þá komið tilefni til þess að konan verði ákærð fyrir rangar sakargiftir. Síðasttalda atriðinu hefur lítill gaumur verið gefinn í umræðu um nauðganir, enda ekki algengt að lognar séu upp nauðg- anir til þess eins að koma tiltekn- um karlmönnum á kaldan klaka. Þetta hefur þó gerst og hér á eftir mun Helgarpósturinn aðeins koma inn á þennan þátt nauðg- unarmálanna. Nákvæm skýrslutaka Umræða um nauðgunarmál hef- ur færst í vöxt á síðari árum. Með réttu hefur verið bent á, að það er meira en að segja það fyrir unga stúlku, að ganga inn á næstu lög- reglustöð og segja að hún hafi verið beitt kynferðislegu valdi. Og af hverju er það svona erfitt? Jú, fyrir liggur að rannsókn þessara mála er og verður að vera mjög ítarleg. Þung viðurlög liggja við nauðgunum, en algengasta refs- ing á síðari árum er 12 til 18 mán- aða fangelsi. Þess vegna eru yfir- heyrslur ítarlegar og verður kær- andi að lýsa í smáatriðum að- draganda glæpsins og ekki síst verknaðinum sjálfum. Aðeins það atriði er of stór biti fyrir margar konur, ekki síst þar sem þeir aðilar sem rannsókninni stjórna eru flestir karlkyns. Þá fylgir gaum- gæfileg læknisskoðun. Hún er mörgum konum erfið eftir undan- gengna erfiða reynslu á kynferðis- sviðinu. Síðast en ekki síst geta sumar konur ekki til þess hugsað að sjá nauðgarann eða heyra framar. Óbeint samband þolanda við nauðgarann er óhjákvæmilegt við rannsókn og dóm í nauðgunar- málum, þó hún geti ekki né vilji heyra á hann minnst framar og helst ekki rifja upp hinn óhugnan- lega atburð. Það verður hún hins vegar að gera þegar um nauðg- unarákæru er að ræða, því farveg- ur málsins getur verið langur og strangur, þar til dómur er kveðinn upp og hinn seki fær sína refsingu. Þetta eru aðeins nokkur þeirra atriða sem nefnd hafa verið, þegar vöngum er velt yfir ástæðu þess, að ekki eru allar nauðganir kærð- ar hiklaust af konum. Fleiri skýr- ingar hafa heyrst. Ein þeirra er að brotaþoli vilji ekki kæra til að hlífa afbrotamanninum, sem hún í mörgum tilfellum þekkir. Önnur er sú, að kona sem verður fyrir nauðgun óttast það að fjölskylda hennar og vinir hafi á henni ímu- gust fyrir það eitt að lenda í máli sem þessu. Þá má heldur ekki gleyma því að oft er erfitt um sannanir; konan hefur ekki vitni sér til stuðnings og klæðnaður hennar er heill, líkami hennar ber ekki heldur vitni að hún hafi verið beitt ofbeldi. En svo eru það hin málin — að sönnu langtum færri — þar sem konan af einhverjum ástæðum grípur til þeirra óyndisúrræða að búa til falskar og upplognar sakir á einhvern tiltekinn karlmann. Hjá lögreglu fékk HP þær upplýs- ingar, að alltaf væri eitthvað um mál af þessu tagi. Stundum væri konan ekki vísvitandi að ljúga til um atburðinn, en sökum ölvunar og lyfjatöku hafi hún imyndað sér eða haldið að henni hafi verið nauðgað. Svo er það líka til að konur hreinlega skáldi upp heilar nauðgunarsögur. Tvær slíkar er að finna hér til hliðar í blaðinu. Stúlkan hætti við en réttvísin lét ekki undan Arnar Gubmundsson deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sagði þessi mál viðkvæm og erfið í rannsókn. „Það verður að fara að öllu með gát,“ sagði hann. Hann sagði að málin væru oft æði snúin og ekki síst í málum af þessu tagi bæri að varast að taka stór skref í einu. Af langri reynsiu mun Rann- sóknarlögreglan varast það, að fara í þessi mál með miklum hasar. Bæði er það ekki óalgengt að kon- ur dragi kærur til baka af ýmsum ástæðum og vilji hætta við allt saman og þá þjónar það ekki sjá- anlegum tilgangi að sækja meint- an brotamann með hávaða og lát- um og ioka hann inni með með- fylgjandi afleiðingum fyrir fjöl- skyldu hans og vini. Engu að síður er það stefna RLR að „loka“ öllum málum sem til hennar berast og senda saksóknara. Þannig var HP greint frá einu máli, sem borist hafði ríkissaksóknara, þar sem kærandinn, kona ein, vildi draga kæruna til baka. Málið var þá komið of langt og ákæra hafði ver- ið gefin út í því. Það var því of seint að snúa við. Hins vegar var sann- leikurinn sá í þessu máli, að um nauðgun hafði verið að ræða. Stúlkan bar aftur á móti, þegar hún óskaði eftir því að málið yrði fellt niður, að hún hefði aldrei ætl- ast til þess að það gengi svona langt. Hún hefði aðeins viljað vita betri deili á nauðgaranum og þess vegna hefði hún kært. En þetta mál fór fyrir dóm og nauðgarinn var dæmdur til refsingar, þótt þol- andinn hefði viljað sögulok á ann- an hátt. Jónatan Sveinsson saksóknari sagði við HP að mál af ofan- greindu tagi væru ekki algeng, en þau kæmu fyrir. „Kærandinn hef- ur ekki óskorað forræði í þessum málum og ef kæra liggur frammi, þá er hægt að halda rannsókn og síðar málsókn til streitu, enda þótt hinn upphaflegi kærandi sé því mótfallinn." Jónatan sagði hugmyndir fólks um nauðgunarverknaðinn dálítið á reiki á stundum. Það kæmi fyrir að nauðganir væru kærðar sem alls ekki væru neinar nauðganir heldur jafnvel handalögmál aðila, nú eða líkamsárás, þar sem kyn- ferðislegu valdi hefði aldrei verið beitt. En er nauðgunin sjálf af kyn- ferðislegum toga spunninn eða gengur árásarmanninum það fyrst og fremst til, að sanna yfirburði sína og niðurlægja fórnarlambið? Um þetta eru fræðimenn ekki ein- huga og vissulega er margt sinnið sem skinnið; ástæður mismun- andi. Á það hefur t.a.m. verið bent að á stríðstímum gerist það oft að heilu herdeildirnar nauðgi konum sem teljast til óvinahersins. Er það kynferðisleg nautn sem rekur heil- ar herdeildir til slíkra óþokka- verka eða eru það aðrir fylgikvill- ar stríðs sem þar koma fram; árásarhvötin, eyðingarhvötin, vilji til að sýna yfirburði og niðurlægja óvininn? Spurningarnar eru margar — svörin enn fleiri. Allt að einu er óhætt að fullyrða að nauðgunar- mál hér á landi eru vísast við- kvæmari og erfiðari en gerist og gengur úti í hinum stóra heimi. Ástæðan er einfaldlega fámennið hérlendis. Nauðgunarmál eru milli tanna fólks og oftar en ekki fréttist það manna í millum hverjir hafa átt i hlut, þótt lögreglan reyni að sjálfsögðu eftir því sem kostur er að halda málunum í þagnar- gildi. Og niðurlægingin er verst — dómur almenningsálitsins er hvað verstur. Og þá ekki síður fyrir þol- andann en gerandann. Kvennalistakonur hafa látið þessi mál til sín taka á Alþingi. Vorið 1984 var samþykkt þings- ályktunartillaga frá þingmönnum Kvennalistans þar sem ákveðið var að skipuð yrði fimm manna nefnd er kanni hvernig háttað er rannsókn og meðferð nauðgunar- mála og geri tillögur til úrbóta í þeim efnum. Nefndin er komin í fullan gang, en hana skipa: Jónatan Þórmundsson laga- prófessor, Gudrún Agnarsdóttir alþingismaður, Sigríður Júlíus- dóttir félagsráðgjafi, Ásdís Rafnar lögfræðingur og Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur. Reiknað er með því að nefndin skili áliti um eða eftir næstu ára- mót. Tilfinningar — skynsemi Nokkrir af fjölmörgum aðilum sem HP ræddi við vegna þessa máls voru hins vegar allt annað en ánægðir með allt það er kvenna- hreyfingar hafa látið frá sér fara í þessum nauðgunarmálum. Þeir sögðu að konur hefðu með réttu vakið athygli á þessum málum og væri það vel, en hins vegar bæri að varast mjög að færa nauðgun- armálin af stigi skynseminnar inn á svið tilfinninga. Nefndi einn við- mælenda HP í því sambandi lætin sem urðu fyrir nokkrum misser- um þegar maður réðist að tveimur stúlkum á Hverfisgötunni og nauðgaði. Maðurinn var handtek- inn og játaði strax. Hann hafði ekki orðið uppvís að svona glæp- um fyrr eða þá öðrum alvarlegum afbrotum. Héraðsdómur mælti gegn gæsluvarðhaldsvist, en þá reis upp mikil hneykslunaralda. Hvernig gátu dómsyfirvöld látið það viðgangast að sleppa manni lausum eftir jafnalvarlega glæpi? Og niðurstaðan varð sú, að mað- urinn var dæmdur til mánaðar vistar í gæsluvarðhaldi. Þessi við- mælandi HP sagði hins vegar að maðurinn hefði ekki verið hættu- legur umhverfi sínu og ef hann hefði verið það, þá hefði hann eins verið það eftir eins mánaðar inni- lokun í gæsluvarðhaldi, því þá var manninum sleppt þar til dómur féll 10 mánuðum síðar. Þessi viðmælandi HP sagði enn- fremur að gæsluvarðhaldsvist hefði ekki verið hægt að réttlæta í þessu Hverfisgötumáli með tilvís- an til verndunar sakargagna eða vegna þess að málið væri ekki upp- lýst að fullu og þyrfti frekari rann- sóknar við. „Máiið lá fyrir kvitt og klárt og maðurinn var lokaður inni þennan mánuð vegna tilfinn- ingaóróa í þjóðfélaginu,“ sagði þessi viðmælandi Helgarpóstsins. I hraðferð Helgarpóstsins um svið þessara mála voru sjónarmið talsvert ólík eftir því hvar borið var niður. Dæmisögur voru á hrað- bergi um hina og þessa þætti mál- anna. í flestum tilvikum eru konur að sönnu þolendur í þessum mál- um öllum. Um það er ekki deilt. Og ekki heldur hitt að mikilvægt er að öll raunveruleg nauðgunar- mál komi upp á yf irborðið. Engum ættu að líðast slík afbrot. Þess vegna er nauðsynlegt að búa svo um hnúta að kærendum verði gert kleift að koma fram rétti sínum án erfiðleika. Á hinn bóginn má ekki meintur nauðgari gleymast í þeirri um- ræðu allri. Hann á sinn rétt. Og enginn ersekur fundinn fyrirfram. Og dæmin hafa sýnt og sannað að ekki er alltaf allt sem sýnist í fyrstu af málum af þessu tagi. Fjárkúgun Ein sönn saga i lokin um karl- mann í hlutverki fórnarlambs: Vammlaus maður hér í borg fékk símhringingu frá konu einni sem þakkaði fyrir síðast og kvaðst hringja fyrir vinkonu sína. Segir hún manninn hafa nauðgað henni um síðustu helgi og það sé ekkert með það, að maðurinn verði að greiða eitt hundrað þúsund krón- ur þegar á morgun, ef hann eigi að komast hjá nauðgunarkæru. Manninum bregður að vonum. Hafði að sönnu verið úti að skemmta sér helgina áður, drukkið ósleitilega og lent í samkvæmi útí bæ, þar sem einhverjar konur voru ískyggilega nærri. Hins vegar mundi hann atburði ekki glögglega vegna of mikillar drykkju. Eitt þóttist hann viss um. Hann hefði hvorki þarna né nokkru sinni beitt konu ofbeldi. En það var úr vöndu að ráða. Maðurinn var kvæntur og hafði laumast út á galeiðuna bakvið tjöldin þegar eiginkonan var ekki í bænum. Átti hann að borga uppsetta upphæð, eða átti hann að taka áhættuna á kærunni og keyra hana í kaf, þegar þar að kæmi? En seinni kosturinn var ekki góður heldur. Því það þýddi að eiginkonan hefði fengið fregnir af athæfi hans og þá var spurning um afdrif hjónabandsins. Og var þá hjónabandið ekki þess virði að hundrað þúsund krónum yrði kastað út um gluggann til að varð- veita það? Þannig velti maðurinn málinu fyrir sér. Ráðfærði sig við nána vini. Þeir réðu honum heilt. Sögðu honum að hirða ekki um kröfur eða hótanir konunnar. Og það gerði hann. Fjárkúgarinn hringdi aftur og ítrekaði kröfurnar og lengdi þann frest á greiðslu, sem áður hafði verið gefinn. Enn sem fyrr hirti maðurinn ekki um þessar hótanir og hafðist ekki að. Nauðgunarkæran kom aldrei fram og maðurinn er kvæntur ennþá. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.